Fálkinn - 03.04.1942, Side 12
12
F Á L K I N N
Louis Bromfield:
AULASTAÐIR
Adda bar mat á borð og skaut fram smá
setningum, en þannig voru jafnan viðræður
bennar við húsmóðurina. Nú sagði liún:
„Bókinni gengur víst vel að stækka'?"
„Ójá, lienni miðar áfram, hægt og hægt.“
„Hvert eruð þjer komnar?“
„Hjer um bil þangað sem afi hans J. E.
lenti i bylnum, þegar hann hafði sex um
áttrætt.“
„Þá hlýtur hún að vera langt komin.“
„Já, hún ætti að fara að styttast úr þessu.“
Adda ljest vera að gá að einhverju inni i
stóra, gotneska matskápnum, en er hún
bafði lokið því sagði hún: „Ivanske verður
þessi bók til þess að gera okkur ríkar?“
„Ekki skaltu gera þjer miklar vonir um
það, svaraði frúin hlæjandi. „Jeg býst við
hún verði eftirmynd Aulastaða — stór og
tóm.“
„Hvað ætlið þjer að kalla hana?“
„Jeg er nú alls ekki farin neitt að bugsa
um það.“
„Mjer finst einhvernveginn, að „Adlastað-
ir“ gæti verið gott nafn á hana.“
Frúin liætti að tyggja. ,Hún hafði enga
matarlyst en var að látast borða, til þess að
þóknast Öddu. Hún hafði ekki einu sinni
hlustað á rausið í gömlu konunni, en samt
heyrði hún síðustu orðin gegn um þá þykni
áhyggjanna, sem kring um hana var. Adda
stóð ennþá hálf inni í skápnum, svo ekki
sást af lienni nema breiður bakhlutinn og
röddin virtist koma innan úr djúpum skáps-
ins, rjett eins og rödd vjefrjettar með til-
heyrandi bergmáli.
Árum saman hafði frúin verið að velta
því fyrir sjer, hvað hún ætti að láta bókina
heita, en nú hafði Aadda hitt naglann á höf-
uðið í fyrsta höggi. Aulastaðir! Þarna kom
rjetta nafnið! Hljómmikið og tilkomumikið
nafn, og auk þess eitthvað svo efnisríkt.
Innifól í sjer alla sögu ætlarinnar og sam-
tiðar hennar, og náði einnig yfir alt hið
margbreytilega og sögulega líf á sljettun-
um, áður en gaddavírsgirðingarnar komu til
sögunnar, þegar Flesjuborg var strjálbygð
og opin borg, sem setin var sterkum, hraust-
legum mönnum og konum, með lifnaðar-
liætti eins og gerðist á landamærasvæðun-
um, og samskonar tilhneigingar, þegar engin
kvenfjelög voru til og engir fyrirlestrar
haldnir, engir griskir veitingasalar voru
komnir og engir írskir ofbeldisseggir eins
og Dorli gamli. Þessi mynd fortíðarinnár
vakti óþægilega tilfinningu, sem líktisl mest
heimþrá, hjá frúnni. I einu vetfangi sá hún
Flesjuborg, eins og hún bafði verið fyrir
næstum fimtíu árum, þegar hún sjálf var
fjörug ung stúlka og reið til borgarinnar
með al'a sínum, á litlum skjóttum besti,
sem kallaður var Djöfsi, niður eftir aðal-
götunni, fram hjá drykkjukránum og búð-
unum, til þess að binda Djöfsa við hesta-
slána fyrir framan Gullhúsið, sem var veit-
inga- og danskrá, rekin af föður Gasamaríu.
Og á meðan á þessu stóð, var bún altaf að
vonast eftir að sjá Lýðs bregða fyrir, úti
fyrir skrifstofu Gunnfánans.
Já, þá var borgin skemtileg, þótt ekki
væri hún líkt þvi eins fín og auðug og nú.
í þess stað var hún hreinleg og frumstæð,
þar sem hver borgari var frjáls maður og
flestir þeirar heiðarlegir. Nei, það var ekki
þessi núverandi borg, úr sjer vaxin og
glannaleg, undir stjórn Dorta gamla, sem
sat þar eins og risakonguló í miðju neti
sínu og saug mútur út úr liverri drykkju-
krá og pútnahúsi, og stal peningunum, sem
áttu að fara í vegabætur og göturæsi. Nei,
þessir gömlu timar voru ekki orðnir annað
en draumur nú. IJafi eitthvað í þá daga ver-
ið ruddalegt, spilt og rangt, þá var það
liorfið úr myndinni, sem eftir var i liuga
frú Lýðs, nú er hún var orðin 67 ára að
aldri. Hún hafði lengi ásett sjer að hefja
einskonar krossferð til þess að gera breyt-
ingu til batnaðar á borginni og steypa Dorta
gamla af stóli. Hana langaði til að stofna
landvarnarflokk, eins og afi hennar hafði
gert forðum daga, þegar innrásin var sem
mest i borgina og liún fyltist af allskonar
óþjóðalýð, fjárhættuspilurum, pútum og
glæpamönnum af öllu tagi. Nú var borgin
orðin næstum eins slæm og þá, og ef
til vill verri, af því að glæpirnir og ó-
heilindin voru ekki rekin opinberlega eins
og þá, heldur leynilega, með undirferli, mút-
um og hverskyns spillingu. Og frúin and-
varpaði svo þungan, að Adda gamla sagði:
„Hvað gengur að yður, frú Lýðs? Þjer haf-
ið vist ekki fengið neitt ilt í yður?“
„Nei, Adda mín, það er ekkert.“
Hún sagði ekki Öddu, að andvarpið staf-
aði af því, að hún ætti ekki neinn son, stór-
an mann, með sterka hnefa, eins og karl-
mennirnir í ættum bennar og mannsins
liennar sálaða, son, sem hefði getað tekið
við Gunnfánanum og liafið krossferð gegn
mönnum eins og Dorta gamla, og lamið þá
eins og fiska. En liún hafði bara Sjönu
Baldvins, sem skrifaði um fína fólkið í blað-
ið, og svo Villa gamla frjettaritarann, sem
var orðinn gamall, ræfilslegur og úr sjer
genginn og átti ekki önnur áhugamál en
það cilt að geeta drukkið sig fullan á hverj-
um laugardegi, jafnskjótt sem Gunnfáninn
var kominn í prentvjelina.
En Adda, sem hafði haldið áfram að horfa
á húsmóður sína greip nú enn fram i hugs-
anir hennar. „Ungfrú Sjana hefir vist sofn-
að aftur. Hún ætti að vera komin niður fyr-
ir tiu mínútum. Aldrei hef jeg vitað aðra
eins svefnpurku, ineð leyfi að segja!“
„Hún er ung, Adda mín. Unga fólkið þarf
miklu meiri svefn en við, sem eldri erum.
Kanske þú farir og gáir að hvort hún hefir
sofnað aftur?“
Adda var komin út að dyrum, þegar hún
sneri við aftur. „Hvernig er þetta með hana
og strákinn hans Dorta?“
„Ó, ekki neitt, býst jeg við. Hefir þú
heyrt nokkuð um það?“
„Það er ekki vandi a ðlieyra um það,
hjá hverjum sem er í allri borginni. Þess-
vegna er hún svona syfjuð, að hún er altaf
á þesu flandri á kvöldin, með þessum hvíta
slána.“
„Svona máttu ekki tala, Adda mín.“
„Ja, það er nú svona samt, frú mín, að
þeir eru nú aldrei annað en kotungs-Irar
og ekki er mjer um það gefið, að góð stúlka
eins og Sjana, giftist inn í slíka ætt. Hvað
ætli liann afi hennar sálugi segði, ef hann
væri ofan moldar? Trúlegast þætti mjer að
hann tæki hana og flengdi hana.“
Frú Lýðs andvarpaði. „Tímarnir eru nú
orðnir breyttir, Adda mín, og vísl varðar
okkur ekki um, hvað hún Sjana gerir eða
aðhefst. Og Dortarnir eru ríkir og Kobbi
er ekki eins bölvaður og karlinn. Auk þess
er hann bráðlaglegur.
„Það er heldur ekki það, sem jeg á við.
Vist er strákurinn snotur,“ svaraði Adda
með einhverju, sem líktist reiði. En það er
bara hitt, að þeir eru slæmir menn, feðg-
arnir.“ IJún saug upp í nfefið. „Peningar!
Hvers virði eru þeir? Að minsta kosti kom-
umst við prýðilega af án þeirra. Ekki höf-
um við átt túskilding, árum saman!“
Frúna langaði til að reyna að koma því
inn i þokulcendan heila öddu, að þær ættu
það, sem peningum jafngilti, þar sem voru
auglýsingadálkar Gunnfánans, og að jafn-
vel þeir yrðu ef til vill ekki eilífir. Blaðið
gat hrokkið upp af hvenær sem væri og
þá fyndi Adda veslingurinn ef til vill, hvað
það væri að standa uppi allslaus.
Adda opnaði nú dyrnar og í sama bili
kom Sjana Baldvins inn — sú sem skrifaði
um fína fólkið í Gunnfánann. Hún var smá
vexti og dyrnar, sem voru geysivíðar, gerðu
hana ennþá minni. Hún var lagleg stúlka,
með gullið hár og blá augu, þrjóskulegan
munn og uppbret nef, sem hrukkur komu
á, þegar bún hló. Hún var tuttugu og
þriggja ára að aldri, en sýndist vera fimm
árum yngri, og það varð til þess, að Adda
fór ávalt með hana eins og krakka, hálf-
þroskaðan að vili. Nú var asi á henni og
samviskan hálf bágborin, af því að hún
hafði stöðvað vekjaraklukkuna, þegar hún
vaknaði fyrst, og sofnað aftur, og hrædd
við Öddu, af því að hún var ekki komin,
þegar brauðsúpan kom heit út úr bakara-
ofninum.
„Mjer er óskiljanlegt, hvað að mjer geng-
ur,“ sagði liún. „Líklega er það vorið, sem
legst svona i mig. En jeg skal ekki koma
of seint oftar.“
Adda var nægilega stolt til þess að svara
þessu ekki með orðum, lieldur með ein-
hverju frísi, sem sagði miklu meira en orð-
in, og hún ;gaf frá sjer um leið og hún fór
út í eldhúsið til þess að sækja matinn handa
sökudólgnum. Ungfrú Sjana gat jetið ein-
hver reiðinnar ósköp, ekki stærri en liún
var.
Þegar Adda var komin út um dyrnar,
sagði Sjana: ,Mjer er ekki vel Ijóst, hvaða