Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1942, Side 2

Fálkinn - 10.04.1942, Side 2
2 ÍÁLKINN - GAMLA BÍÓ - „NEI, NEI, NANETTE!“ Nokkur undanfarin ár liafa þessi orð blasað við vegfarendum stór- borganna, ýmist prentuö geysistóru ietri eða sýnd með rafljósum yfir leikhúsdyrum og húsaþökum. Því að „Nei, nei, Nanette" er sú óper- etta, sem einna mestar vinsældir hefir fengið, af slíku tagi, síðast- liðinn áratug. Á Broadway í New York var leikurinn sýndur 321 sinni í röö, en í London 665 sinnuni. Tónlistin, sem ber leikinn uppi, er eftir Vincent Youmans, en leikur- inn sjálfur eftir Frank Mandel og Otto Harbacli. Það er engin tilyiljun, aö þessi óperetta hefir verið kvikmynduð. Hún er einkar vel til þess fallin, eins og hver og einn sannfærist um, er liann sjer kvikmynd þá, sem Gamta Bíó sýnir núna á næstunni, og tekin er af Herbert Wilcox fyrir B.K.O. Radio Pictures. Hjer verður ekki reynt að rekja efni þessarar myndar, en þess eins skal getið, að hún snýst um eigin- mann einn, Jimtny Smith (Roland Young) og konu hans (Helen Bro- derick). Svo er mál með vexti, að Smith hefir á duggarabandsárum Prófesorinn: — Ef maður lítur á rakhnífsegg í smásjá sjest undireins, að eggin sjálf er eins og röð af mis- munandi stórum sagartönnum. Þeg- ar maður lítur á nýstrokinn flibba þarf maður enga smásjá .... Þjónninn: — Frúin yðar vill fá að tala við yður í símanum? Húsbóndinn: — Hvernig vitið þjer að það er hún, sem er í sím- anum? Þjónninn: — Jeg veit það af þvi, að þegar jeg tók símann var sagt: Ért það þú, sprellikarlinn minn? í símanum: — Jeg þarf að fá að taia við hann Össur .... nei, Öss- ur, segi jeg . . .. heyrið þjer ekki til mín .... Össur .... A-B-C-D-E-F- G-H-í-J-K-L-M-N-O-P-Q-R-S-T-U-V-X- Y-Z-Þ-Æ-Ö .... Ö .... Össur! Dengsi: — Af hverju heita allir drengirnir hans Pjeturs frænda Agúst ? Pabbi: — Ilvernig spýrðu, barn? Dengsi: — Það stendur í brjefinu lians: Við eignuðumst í gær, áttunda ágúst, ljómandi fallegan dreng. sínum átt vingott við ýmsar ungar stúlkur, sjerstaklega þrjár, sem lieita Kitty, Pauline og Sonya (Eve Ar- den, Zasu Pitts og Tamara). En nu er hann harðgiftur skrambi stremh- inni konu og hcfir mist eina miljón dollara í kreppunni 1929, en konan heldur fast á því, sem eftir er af eignunum, og Jimmy fær ekki nema 10 dollara á viku, til þess að eyða í óþarfa. En þetta er full litið, til þess að geta fullnægt kröfum þeim, sem hinar fornu vinstúlkur hans gera til hans. Væri Jimmy því ekki öfundsverður af lífinu, ef ekki stæði svo á, að þarna á heimilinu hjá honum er ung frænka þeirra hjón- anna, Nanette að nafni. Það er Anna Neagle, liin ágæta söngkona og gamansama leikkona, sefn leikur þessa stúlku. Henni verður aldrei ráðafátt í þvi að bjarga Jimmy frænda úr hverri klípu, sem liann kemst í og neytir hún stundum hinna furðulegustu bragða til þessa. Það er blátt áfram ótrúlegt, hverju hún er látin taka upp á. Vitanlega eru þarna ýmsir ungir menn og skal aðeins einn nefndur. Það er Tom Gillespie (Ricliard Carlson). Hann flæktist út í bragða- vef Nanette, en fær hana sjálfa að launum fyrir. Þarna koma ýmsar slcrítnar aukapersónur einnig við sögu, hver annari skemtilegri. Þetta er ósvikin skemtimynd og hljómlistin í henni er einkar lað- andi og vel með hana farið. Einar G. Einarsson kaupmaður Grindavík verður 70 ára 16. þessa mánaðar. Er miðstöC verCbrjefaviðsklftanna. Bókin, sem hver góður bóka- maður þarf að eiga, er Mariu Stuart eftir Stefán Zweig Hún er snildarlega skrif- uð, prýðilega þýdd og bundin í fallegt sldnnband. Kaupið bókina í dag- BÓKAVERSLUN ÍSAFOLDAR Á STRANDVEftÐI VIÐ ISIIETLAND. Nokkrar mílur undan landi ,,einhversstaðar í Norðurhafi“ er strandvirki úti á eyju, þar sem stórskotaliðsmenn úr strand- varnarliði landhersins halda vörð. Þeir búa við lítil þægindi, að undanteknu því, að þeir hafa góðan og mdkinn mat. Lífið er heldur fábreytilegt i svona eyvirkjum og stundum er sjór- inn svo úfinn, að ekki er fœrt til lands dögum saman. En þá skemta setuliðsnjenn sjer við söng og ýmsa dægradvöl. Myndin er af vökumanni, sem siendur vörð við eina fallbyssuna að næturlagi. HANN FJEIÍK VICTORÍU-KROSSINN. Hjer er P. J. Gardner höfuðsmaður í skriðdrekaherdeild, sem verið hefir i Líbyuhernaðinum. Hann hafði áður verið sæmdur „military cross“ fyrir hraustlega framgöngu, en hefir síðan fengið Victoriu-krossinn, sem er æðsta tignarmerki Dreta fyrir dáð og hreysti, og fá það aðeins fáir menn. Gardner vann sjer til ágætis, að þó særður væri og sprengjuregnið alt í kring um hann, gat hann bjargað liðsforingja frá fyrirsjáan- legum dauða, með því að leggja lif sitt í sölurnar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.