Fálkinn - 10.04.1942, Qupperneq 12
12
F Á L K 1 N N
Louis Bromfield: 3
AULASTAÐIR.
af blýöntum og skrifpappír, leit síðan
snöggvast í spegilinn og gekk til dyra. Þeg-
ar frúin gekk niður eftir óhirta stígnum,
sem lá gegnum garðinn, var hún eitthvað
svo einkennilega draugaleg til að sjá, og
eins var húsið, því að það var rjett eins og
tíminn hefði numið staðar þar. Frúin var
eins og kvenvera, sem var klædd í fornlcg
og slitin fatnað, sem tilheyrði liðna tíman-
um, rjett eins og Aulastaðir sjálfir. Ef ekki
hefði verið fjörið i augnaráði hennar, hefði
ólcunnugir haldið, að hún væri afturganga.
En það var líka ótrúlega fjörlegt, lijá konu,
sem var 67 ára að aldri, það var augnaráð
konu, sem tók eftir öllu, sem fyrir hana
har, enda þótt hún hefði aldrei út fy'rir fæð-
ingarhorg sína lcomið, nema rjett til allra
nálægustu borga, og vissi alt, sem var að
vita, um mannlegt líf.
Gamla konan var nú að leggja upp i
frjettasöfnunarferðina sína, eins og á liverj-
um morgni. Fyrir mörgum árum hafði hún
skiplagt starf sitt þannig, að fyrri hluta
dags heimsótti hún ákveðnar búðir og verzl-
unarslaði, en síðdegis heimsótti Sjana aðrar
húðir og verslunarstaði, en Villi Frikk fór
í járnbrautarstöðvarnar og aðra þvilíka
staði af leiðinlegra taginu, alla nema Frank-
línsgötu — þangað þýddi ekkert að hleypa
Villa. Hún hafði glæpst á því fyrr á tim-
um, en það varð til þess, — í tvö skifti af
hverjum þremur — að Villi drakk sig full-
an og Ijet sig vanta í tvo daga, og þá ætl-
aði kona Villa, Marta Frikk, sem var gjald-
keri blaðsins, alveg að sleppa sjer og öll
skrifstofan komst á öfuga endann i nokkra
daga. Franklínsstræti var því bannvara fyr-
ir Villa nema eftir klukan sex á laugardags-
kvöldum. Þá átti hann með sig sjálfur og
enginn skifti sjer af athöfnum hans, með-
an þær gátu samrímst hagsmunum hlaðsins.
Gamla konan vissi af langri reynslu, hvar
frjettir var að finna. Hjá líkkistusmiðun-
um fjekk hún að vita um dauðsföll og slys-
farir. Höskuldur líkkistusmiður var full-
komlega nýtískumaður í sinni grein; hann
átti sjálfur ofurlítið líkhús í kirkjugarðin-
um; klæddist fínum fötum og kallaði sig
mortalista. Annars var ekki annað að hafa
i hans búð en kaldranalegar staðreyndirnar.
Skrifstofa hans var einskonar hiðstofa
dauðans, máluð fjólublá og svört, með
dökkgrænni gólfábreiðu og rauðviðar skrif-
horði en hak við það sat Höskuldur, og
var dökkklæddur, jafnvel þó enginn væri
dáinn. Bæði skrifstofan sjálf og öll persóna
hans dró kjarkinn úr frúnni. Það var eins
og einhver óhugnanlegur þungi lægi á allri
stofnuninni, sem ekki einungis nálægði
mann dauðanum, heldur gerði hann einnig
óþarflega hátíðlegan og vandasaman, líkt
og höfðingja-móttöku. Og Höskuldur sjálf-
ur hafði sjaldan neinar upplýsingar eða
hendingar að gefa. ann var eins og af öðr-
um heimi, án nokkurs sambands við sam-
borgara sína.
Heimsóknir þarna urðu því ávalt stuttar.
„Góðan daginn, Höskuldur.“
„Góðan daginn, frú Lýðs.“
Höskuldur útfararstjóri stóð upp og kom
á móti frúnni, núandi saman höndum, áð-
ur en hann heilsaði. Heilsun lians gerði
hana altaf dálitið órólega, því að einhvern-
veginn skein út úr köldum, grænum aug-
um útfararstjórans, að hann skoðaði hana
sem væntanlegt lík. Oftar en einu sinni
liafði hún hugsað gremjulega: „Þegar jeg
dey, getur hann ekki tekið auglýsinguna
sína aftur, þvi Gunnfáninn deyr með mjer.
„Nokkuð í frjettum, Höskuldur?
„Nei, ekkert síðan við jörðuðum hann
Jón heitinn í gær. Gátuð þjer fylgt?“
— Jeg er ekki mikið fyrir jarðarfarir,
svaraði frúin og þokaði sjer út að dyrunum.
Höskuldur var samt fyi-ri til að ná í
hurðarhúninn og opna fyrir henni, því jafn-
vel þótt deyjandi hlað eigi í hlut, er betra
en ekki að koma i því........
„Þjer megið ekki hugsa þannig um jarð-
arfarir, frú. Þetta er ekki annað en að fara
gegnum hlið.“
„Það er sjálfsagt rjett hjá yður, Höskuld-
ur, en .... (hún vildi ekki segja, að hún
kynni ekki við hátíðleika mannsins, sem
við hliðið stóð) .... en .... jeg hef nú
svo mikið að gera, að jeg vil ekki hugsa
svo langt fram í tímann.
„Verið þjer nú sælar, frú Lýðs.
„Verið þjer nú sælir, Höskuldur.
Þegar hún var komin út á götuna, dró
hún djúpt andann og sogaði að sjer þetta
þurra, hreina loft, sem Flesjuhorg var svo
fræg fyrir. Hún stakk blýantinum niður,
smelti aftur töskunni og stefndi i næsta
stað, sem var útfararstofan hans Jahha
Nýborg.
Jabbi var á hennar aldri og' lifsskoðun,
svo hún kom inn til hans alveg laus við
þennan lotningarótta, sem jafnan greip
hana í návist Höskulds. Hún hafði líka
þekt Jabba síðan hann var strákur. Hann
var úr nágrannasveitinni við húgarð föð-
ur hennar. En Ilöskuldur var frá Brook-
lyn. Verslun Jahha var i þægilegu, gömlu
húsi úr rauðum tígulsteini, sem stóð spöl-
korn frá sjálfu strætinu, og öðrumegin við
það var hesthús, sem liafði að geyma svarla
líkvagninn og svörtu vagnhestana. Frú
Lýðs kunni þessu vel; henni þótti vænl
um, að enn skyldu vera til tveir hestar i
heiminum, sem gætu dregið hana síðasta
áfangann hjerna megin, þegar til kæmi.
Henni gast alls ekki að þeirri tilhugsun að
láta þeyta sjer í gröfinu í lík-Buicknum
hans Höskuldar.
Þegar hún opnaði dyrnar, sat Jahbi og
nokkrir kunningjar hans kring um gamla
ofninn. Hiti var þar inni og loftið mettað
tóhaksreyk og ljettum ilm af líksmurnings-
vökva, en einhvernveginn tók aðkomu-
maður ekki meira eftir þessum hálfsúra
ilm en hann myndi hafa tekið eftir bjór-
lyktinni í ölstofu. Þetta heyrði staðnum
til, og ekkert við það að athuga. Kunn-
ingjarnir vorú flestir á aldur við Jahha,
allir yfir sextugt, allir ættaðir úr sveit, og
áttu sjer því svipaðar endui-minningar og
gamla konan sjálf. Hún þekti þá alla. Þeir
voru frá húgörðum Liti á sljettunum, en af
því að laugardagur var, voru þeir komnir
til horgarinnar í bíltrogunum sínum. Einn
þeirra, þverhausinn Samúel Hansson, vildi
ekki einu sinni eiga híl, lieldur kom liann
í grindavagni, með tveimur skjóttum fyr-
ir, og var lireykinn af. Allir lieilsuðu þeir
henni, er hún kom inn, og Samúel gamli
þejrsti gusu mikla af tóbakslegi í sagdall,
sem stóð við ofninn og sagði: „Sæl, Villa
min! Altaf liefir þú yngst í livert skifti,
sem jeg sje þig.“
Jabbi skipaði Samúel að eftirláta frúnni
stólinn sinn, því á þessum stað aflauk frú
Lýðs ekki erindi sínu standandi, eins og
í himnaríkisbiðstofunni hjá Höskuldi. Iljer
sat hún og skrafaði. Hér safnaði hún að
sjer frjettum utan úr sveitinni, og bend-
ingum um fæðingar, giftingar og jarðar-
farir, sem þar voru yfirvofandi, — og þetta
var stórt svæði, sem um var að ræða. Hjer
tók hún upp pappír og blýant og ritaði
með torlæsilegri rithönd safn sitt til sögu
hjeraðsins, sem hún elskaði svo heitt.
Jabbi Nýhorg var maður feitur — ok-
feitur. Þegar hann sat, seig maginn á hon-
um fram og hvíldi á hnjánum. Hann stóð
ekki upp þegar frúin kom inn, því liann
lyfti ekki maganum af hnjánum, nema
nauðsyn hæri til. Hann ljet sjer nægja að
hrosa og segja: „Jæja, Villa, hvað segirðu
í frjettum?
„Jeg verst allra frjetta, svaraði frú Lýðs.
Samúel gamli rjetti henni Mexíkóvindl-
ing, kveikti i hjá henni og sagði: „Nú
ætlar dóttir hans Hensa gamla að fara að
giftast strálcnum hans Jóa.“
„Hver þeirra?“
„Sú, sem var á hárgreiðsluskólanum.“
„Þá hættir hún víst við hárgreiðsluna
og snýr sjer að bleyjunum,“ sagði Jabbi.
Pappírinn og blýanturinn komu upp úr
gömlu töskunni.
„Hvernig gengur það með snepilinn?“
spurði Samúel.
„O, sona og sona,“ svaraði frú Lýðs og
hamaðist að skrifa.
„Það, sem þú þai'ft, er einhver ungur og
upprennandi maður, sem getur hjálpað
þjer,“ sagði Jahhi. „Aldurinn færist vfir
okkur öll, jafnvel þig, Villa mín.“
„Hvar á jeg að ná í þann mann?“
„Reyndu að biðjast fyrir,“ sagði einn
kunninginn. „Metódistarnir ætla að fara
að halda einhverja stóreflis vakningasam-
komu yfir á Litla-Gili. Þú ættir að fara
þangað og biðja prestinn að leggja gott
orð með þjer.“
Nú kom hver með sína ögnina af frjett-
um úr sveitinni og frúin skrifaði alt hjá
sjer. Gunnfáninn var gott hjeraðsblað,
það flutti altaf nógar frjettir úr sveitinni,
og áskrifendurnir hrugðust heldur ekki i