Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1942, Page 2

Fálkinn - 29.05.1942, Page 2
2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - I)R. KILDARE. Söguhetja þessarar myndar er ungur læknir, James Kildare að nafni (Lew Ayres), sem hefir ver- ið rá'ðinn aðstoöarmaöur yfirlækn- isins Gillespie (Lionel Barrymore). Gillespie hýst við aö eiga ekki langt eftir ólifað, og hefir ákveðiö, að James Kildare skuli verða eftirmað- ur sinn. En hann þykist sjá, að liinn unga lækni skorti enn lífs- reynslu, sem hverjum lækni í á- byrgðarstöðu sje nauðsynleg, og þessvegna sendir hann Kildare á litla lækningarstofu i útjaðri borgarinn- ar. Fyrsta daginn, sem Kildare er þar, er hann sóttur til þess að hjálpa slösuðum manni. Sjúklingur- inn er 17 ára gamall piltur, sem heitir Nick, og það sem að honum er: hann hefir fengið byssukúlu í öxlina. Pilturinn segir lækninum, að hann hafi farið að heiman til þess að liitta veðmangara' nokkurn og með- an jjeir hafi verið að tala saman, hafði einhver skotið veðmangar- ann og drepið liann, en sært hann sjálfan. En tilræðismaðurinn hafi sloppið ósjeður. í sama bili kemur Rosalie, systir Nicks til sögunnar. Og i sameiningu fá þau systkinin læknirinn til að hætta við að senda eftir sjúkrabifreið, en biðja hann um að hjúkra sjúklingnum í kjall- araherberginu, sem hann á heima í, og halda málinu leyndu. Kildare læknir gerir þetta fyrir tilmæli stúlkunnar. Hann nær kúlunni úr öxlinni á manninum og bindur um sárið. En læknirinn hefir orðið hug- fanginn af Rosalie. Og Gillespie gamli læknir fær veður af því, sem gerst hefir, og sendir Kildare heim til sín og lætur, sem hann hafi unnið sjer til óhelgi. En Kild- are sjer, að hjer eru einhver hrögð í tafli og fer aftur að heiman og til New York. Hann fer beina leið til Niclcs og lætur dæla blóði úr sjer í hann, til þess að bjarga lífi hans. En i sömu svifum kemur lög- reglan i þeim erindum að handtaka Nick. Og nú virðist svo, sem þessi lijálp Kildare varði hann stöðumissi. En hann trúir á að Nick sje sak- laus og einsetur sjer að bjarga hon- um, með J)ví að finna hinn rjetta sökudólg. Honum tekst að hafa upp á inanni, sem heitir Crandell, og þyk- ist víss um að hann sje sá seki. En í sambandi við það gerast tíðindi, sem myndir segir frá að iokum. Og endirinn verður annar, en áliorf- endur búast við. Myndin er tekin af Metro-Gold- wyn-Mayer og leikstjórinn er Har- old S. Bucquet. Bækurnar í sveiíina Á hverfandi hveli. „Bak við tjöldin“. í verum og Sekar konur og Kvislingar. Frú Hildur Mcirgrjet Pjeturs- dóttir á Sauðárkróki, varð 70 ára 27. þ. m. Það hefir vakið furðu margra hugsandi manna, að eigi skuli vera til i íslenskri útgáfu rit þess höf- undar, sem árum saman eða jafnvel áratugum hafa varpað ljóma á nafn íslands meðal framandi þjóða. Gunn- ar Gunnarsson er tvímælalaust lang- frægasti rithöfundur Islendinga jafnvel alla leið aftur til Snorra. Og nú dvelur hann „mitt á meðal vor“, kominn heim og sestur að í námunda við ættarslóðirnar eystra. En — það eru eigi nema fyrstu sögurnar hans, sem hafa sjeð dags- ins ljós á móðurtungu skáldsins. Og þær komu út í heldur ljelegum búningi, að því er „prentarans pund“ og „kostnaðarmanninn“ snerti. En nú er nýlega komið út fyrsta bindið af smekklegri og vandaðri útgáfu af verkum Gunnars Gunars- sonar. Atvikin til þess eru þau, að árið 1940 bundust 25 menn samtök- um um, að hrinda af þjóðinni ó- sómanum og koma ritum frægasta skálds íslands út — á íslensku. Þeir stofnuðu fjelagsskap með sjer, er Jón G. Jónsson, Sólvallag. 70, verður 50 ára 30. maí. þeir nefndu „Landnámu“, og bundu tilgang sinn eigi aðeins við útgáfu rita Gunnars heldur er tilgangurinn einnig sá, að koma út í fallegri út- gáfu ýmsum þeim ritum sígildum, sem nú liggja óbætt hjá gerði, ef svo mætti að orði kveða. Stjórn þessa fjelags skipa þeir Kristján Guðlaugsson ritstjóri, Ragnar Ól- afsson iögfræðingur, Ragnar Jóns- son cand. jur. fulltrúi, Ármann Halldórsson magister, Andrjes Þor- mar gialdkeri Landsímans, Ragnar Jónsson framkvæmdastjóri og Kr. Andrjesson magister. En forstjóri út- gáfustjórnarinnar er Sigurður Nor- dal prófessor. Til fyrirtækisins var stofnað með frjálsum framlögum hinna 25 manna og var ákveðið, að nýjum þátttak- endum yrði veitt veitt viðtaka i fje- lagsskapinn gegn 42 kr. framlagi. Miðaðist þetta tillag við það, að afla þyrfti fyrirtækinu nokkurs rekstursfjár, m. a. til pappírskaupa, en að öðru leyti yrði tilhögunin sú, að úrgjöld þátttakenda framvegis yrðu miðuð við raunverulegan út- Jakob Kristinsson, fræðslumála- stjóri, varð sextugur 13. maí. gáfukostnað, svo að jieir fengju bæk- ur útgáfufyrirtækisins fyrir sann- virði. Þessvegna er það, að t. d. þeir, sem á þessu ári gerast þátttak- endur í fyrirtækinu —• eða með öðrum orðum áskrifendur að rit- um Gunnars Gunnarssonar — borga ekki þrisvera sinnum 42 krónur, tieldur 52 krónur alls. Og sú upp- hæð er ekki greiðsla fyrir bindið, sem út er komið, eingöngu — held- ur meðfram fyrirframgreiðsla upp í óútkomin bindi. Hver þátttakandi verður með öðrum orðum útgef- andi að ritum þeim, sem hann fær. Þessari safnútgáfu á verkum Gunnars Gunnarssonar er einnig ætlað að ná til óútkominna rita hans, þannig að einmitt þessi út- gáfa verði heildarútgúfa al' öllum lians verkum. Er jjetta fyrirkomulag einkar hentugt, þegar í hlut á smá- þjóð, sem ekki liefir bolmagn til að gefa út heildarútgáfur skálda sinna, sem lífs eru. Og útgáfan er í svo vönduðum búningi, að elcki verður á betra kosið. Eftir venjulegu verði á bókum nú, mundi útsöluverð þess- arar bókar eigi verða minna en um 30 krónur, ef seld væri í bóka- búðum. En þessi bók verður ekki til sölu á sama hátt og aðrar bækur. Hún ler aðeins til áskrifendanna i fyr- irtækinu. Þeir eru orðnir nokkuð margir, því að allir þeir, sem hafa gert sjer ljóst hvernig útgáfunni er liagað, hafa verið fljótir til að inn- rita sig sem „hluthafa" í „Land- námú“. En upplagið af ritunum hef- ir verið haft nokkuð lítið, svo að gera mg ráð fyrir, að eigi líði á löngu þangað til framkvæmdastjórn- in verði að tilkynna, að nú sje ekki hægt að taka við fleirum. Upphafsmenn þessa fyrirtækis eiga þakkir skilið fyrir framtaks- semi sína. Og það er vel, að ein- mitt nú, þe«ar Gunnar Gunnarsson er fluttur til íslands að fullu og öllu, komi verk hans út í útgáfu, sem efninu os skáldfrægð höfund- arins er samboðin. Gert er ráð fyr- ir, að ef ekkert hamlar geti komið út 2—3 bindi af verkum skáldsins á ári hverju, og ættu því eigendur þessa ritsafns að geta „elt hann uppi“ innan nokkurra ára og faiið að bíða með eftirvæntingu þess, sem koma muni frá hinum sívaxandi listamanni þjóðarinnar. Munið Noregs- samskotin. Útvegum flestar fáanlegar vörur frá Ameríku ÞORÐUR SVEINSSON l C0. H. F. Rúllugardinustengur eru komnar. Margar stærðir Húsgagnaverslon Kristjðns Siggeirssonar Rit Gnnnars Gunnarssonar ð islensku. b

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.