Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1942, Blaðsíða 8

Fálkinn - 29.05.1942, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N 'TVEIR menn sátu saman og -*■ reyktu og drukku í borS- salnum í gamalli höll. Leifarn- ar af íburðarmikilli kveldmál- tíð stóðu enn á dökku eikarborð- inu, og kertaljósin spegluðust i borðplötunni. Umhverfið var skuggalegt og napurlegt, lierbergið skuggalegt með þunglamalegum liúsgögn- um og þarna sást litið nema mennirnir tveir, sem sálu i bjarmanum af kertunum, er vörpuðu gulum gljáa á silkið og flauelið í klæðum þeirra. Annar maðurinn einblíndi lát- laust út um opinn gluggann, út yfir landið, sem var sveipað tunglsljósi. En hinn hafði varla augun af glösunum og gesti sín- um. Þelta var sá eldri, rjóður mað- ur og feitur, í svörtum flauels- klæðum. Hann liafði ýtt þungri hárkollunni upp á ennið, svo að sá í rautt hárið og reigingslegt andlitið blasti við sjónum. Hann helti í sífellu á glasið sitt og skotraði augunum lil gestsins. En hinn sinti því ekki neitt. Samtal þeirra var alt í brotum og svör gestsins við fyndnisetn- ingum húsráðanda voru út i hött. Gesturinn var á að giska kom- inn nær fertugu. Fríður gat hann ekki kallast, en prúður í klæða- burði og fágaður í háttum og framkomu. Enda var þetta de Vitz markgreifi, einn af hirð- mönnum konungs og í flokki hinna tignari aðalsmanna Frakk- lands. Hann hafði sóað heilum mán- uði þarna í höll greifans de Nangis, sem var lítils liáttar að- alsmaður og mesta naut, því að hann taldi sjer trú um, að hann væri ástfanginn af frú Nangis. Hann hafði kynst henni í Ver- sölum, þar sem æskuþokki henn- ar hafði notið sín i fullum mæli í einn eða tvo daga, áður en af- brýðisamur eiginmaður hennar liafði hana á burt með sjer beim á þennan ömurlega stað, sem var likastur klaustri eða fang- elsi. De Nangis var í sannleika þrautheimskur maður — en þó skildist honum fljótt hver senni- legasta ástæðan til dálætis mark- greifans á sveitalífinu mundi vera — og de Vitz var ekki held- ur í vafa um þetta. Og þetta skemti honum og erti hann upp i það að verða á- fram, jafnvel eftir að honum fór að standa á sama um liina Ijóshærðu Mariu de Nangis. Hann sá hana næstum því aldrei, — og hann hafði ekki einu sinni fengið svo mikið sein bros af hennar fagra munni. Honum hafði legið við að gef- ast upp við veiðina, ef liann ekki í gáskafullu augnabliki liefði veðjað við kunningja sinn, sem liafði lilegið að dálæti lians á frú Nangis, og sem hafði reynt að sannfæra liann um, að það Hann fjekk það sem hann vildi. væri ekki nokkrum manni mögu- legt að vinna blíðu hennar. „Ef þjer teksl að fá að tala fimm orð við hana undir fjögur augu, de Vitz, þá skal jeg borga þjer liundrað louisdora.“ Og markgreifinn liafði svarað: „Jeg skal til sönnunar liafa með mjer mynd af karlþrjótn- um hennar, þegar jeg kem aftur til Paris. Myndina, sem Sagilliére málaði, og sem hangir inni í svefnherbergi hennar.“ De Vitz rendi hatursfullum augum til de Nangis, honum var farið að leiðast þetta þóf. Hann rendi augunum frá and- liti hans og niður á vestið; þar lafði silfurfesti með skrautlegu silfurhylki á endanum. De Nangis liló lika, en hreyfði sig ekki úr sporunum; liann sat grafkyr og starði á gestinn. De Vitz gat ekki greint, live miki.ð eða lítið drukkinn hann var, en lionum fanst orðið ó- þolandi þarna. Hann stóð upp. „Jeg hefi drukkið líka,“ sagði Iiann upphátt og méð ánægju- hreim í röddinni. „Góða nótt, herra greifi.“ „Það hafa margir orðið ásl- fangnir af konunni minni,“ sagði de Nangis, eins og hann hefði ekki heyrt, livað hinn sagði. Það var raunablær í röddinni, en þó stærilæti um leið. „Skrítið, að liún skyldi talca upp á því að giftast mjer, ha?“ SAGA EFTIR LEIF KLOED BREIEN. Þetta var lykillinn að her- bergjum frú de Nangis — það hafði þernan sagt honum. Það var takmark lians að ná þessum lylcli i sínar hendur — og liann geispaði af leiðindum og var að brjóta heilann um, hve langt hann yrði að bíða eftir því, að de Nangis yrði dauðadrukkinn. Alt í einu rjetti karlinn úr sjer og sagði æfareiður, en þó skýrt eins og ódrukkinn væri: „Þjer eruð ástfanginn af kon- unni minni, er ekki svo?“ De Vitz tók árásinn mjög ró- lega: „Jeg skil ekki, livert þjer er- uð að fara. Þetta er eins og bver önnur vitleysa.“ „Hver önnur vitleysa?“ át de Nangis eftir. „Jeg er eigin- mannsflónið í skopleiknum.“ Markgreifinn brosti bara. „Hún er ljómandi lagleg, finst yður það ekki? Og þjer hafið verið dásamlega þolinmóður, lierra markgreifi — beðið þang- að til maðurinn hennar væri oltinn undir borðið blindfull- ur.“ „Raddhreimurinn. breyttist úr spotti í ofsareiði. „Því í djöflinum lcomuð þjer bingað?“ spurði hann. „Jeg var sæll maður, þangað til þjer komuð.“ „Jæja,“ sagði markgreifinn. Ilann var fölur og þrýsti knýtt- um hnefanum að vörinni á sjer. „Og nú verð jeg aldrei sæll maður framar.“ Markgreifinn hló kuldahlátur. „Það er ekkert gaman að yð- ur núna,“ sagði liann. „Er eklci betra, að við förum að hátta?“ „Kvenfólkinu er trúandi lil slíks,“ sagði marlcgreifinn. „Mikið bafið þjer baldið mig heimskan. — Eins og jafnvel „bóndi“ gæti ekki gert sjer í bugarlund í livaða erindum þjer komuð hingað.“ „Jeg vissi, að þjer vissuð það,“ sagði markgreifinn í ó- svífnum tón. Hann barðist við það, sem honum hafði dottið í liug: — að kyrkja de Nangis i greipum sjer og kasta honum út um gluggann — út i tunglbjarta nóttina. En liann mundi, að hann var aleinn í annars manns húsi, og að þar var nóg af þjón- um, sem mundu vera húsbónd- anum trúir. „Jæja, jæja,“ sagði de Nan- gis og starði fast á liann. „Jeg er ófyllri en þjer lijelduð — er það ekki? Þjer skuluð viður- lcenna það — og svo skulum við vera vinir.“ De Vitz svaraði ekki, en gekk út að opna glugganum og liorfði úl. „Lítið þjer á, hjerna er dá- lítið, sem þjer hafið víst gaman af að sjá. — Þetta.“ De Vitz sneri sjer fljótt að lionum. „Þetla,“ endurtók greifinn. Hann tók silfurlykilinn úr fest- inni og lienti honum á borðið. Ö'“ De' Vitz reikaði að borðinu. Hann fór að gruna, að maður- inn væri búinn að missa vilið. „Hann er.til sölu!“ Markgreifinn misti alveg stjórnina á sjer. „Eruð þjer brjálaður, maður — eða eruð þjér drukkinn?“ De Nangis brosti eins og fá- bjáni .„Til sölu!“ eindurtók liann og fleygði lyklinum í andlitið á de Vitz. De Vilz hörfaði undan. Kald- ur málmurinn snerti varir lians, eins og deyfandi koss — fanst lionum. Hann stilti sig — liann þóttist viss um, að de Nangis væri annaðhvort brjálaður eða fullur. „Hvað kostar hann?“ spurði liann og gekk nokkur skref aft- ur á bak. „Jeg er fátækur maður og geri mjer ekki að góðu að fá nokkra louisdora, kunningi.“ „Verðið, herra greifi — verð- ið?“ „Hvað bjóðið þjer, lierra?“ „Þúsund louisdora.“ „Engin óperudansmær fer svo ódýrt.“ „Eruð þjer að selja konuna yðar?“ „Jeg sel lykilinn að herbergj- um hennar.“ „Hvað kostar lykillinn að lier- bergjum frú de Nangis?“ spurði bann og gerði röddina eins ó- svífna og liann ,gat. „Fimm jiúsund louisdora,“ svaraði de Nangis kuldalega. Markgreifinn hló, öllu frem- ur að sjálfum sjer en að greif- anum. Því að harin fann með sjálfum sjer, að liann var reiðu- búinn til að borga aleigu sína en ekki vesæla 5000 louisdora fyrir lykilinri. Enda þótt liann skevtti ekki hót um veðmál sitt og stæði alveg á sama um frú de Nangis og liirti lílt um þann hjegómalega sigur, að koma aftur lil Versala með myndina af Francois de Nangis, úr svefn- herbergi konunnar hans. „Jæja,“ sagði de Nangis. „Við skulum . þá segja 5000 louisdora,“ svaraði markgreif • inn. Ilonuin var ómögulegt að hafa augun af augum andstæð- ings síns — honum fanst hann horfa inn í vitfirringu, lireina vitfirringu. „Tíu þúsund,“ sagði de Nan- gis. Síðasta kertisskarið blakti og var að deyja út. „Fari þjónarnir til fjandans,“ hrópaði markgreifinn æstur. „Hversvegna hringið þjer ekki og biðjið um ný kerti?“ „Tíu þúsund louisdora,“ end- urtók de Nangis. Markgreifinn flutti kertisskar- ið úr dragsúgnum, hann hafði megnasta óhug á að vera einn með de Nangis í myrkrinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.