Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1942, Síða 9

Fálkinn - 29.05.1942, Síða 9
FÁLRINN 9 „Tíu þúsund louisdora, gotl og vel,“ svaraði hann. „Hvað eru tíu þúsund louisdorar fyrir mig? Jeg kom til að fá lykilinn og það ætla jeg mjer að gera.“ De Nangis fór að borði úti í horni, þar var hlek og penni. „Þjer viljið fá undirskrift mína?“ spurði de Vitz. Hann hló um leið og hann skrifaði undir skuldbindingu um, að borga de Nangis tíu þús- und louisdora — liann hló þeg- ar hann skrifaði nafnið sitt. Honum fanst altaf á sjer, að það væri einhver dularmátlur, sem knúði hann til þessa sterkari máttur en lians eigin vilji. Hann hjelt hlaðinu í annari hendi og rjetti hina fram eftir lyklinum. De Nangis fleygði lyklinum yfir horðið og tók við blaðinu. „Farið nú og finnið hana,“ sagði liann. „Henni hefir eflaust leiðst, að við skulum hafa setið svona lengi yfir borðurn." „Jeg skal finna frú de Nan- gis,“ sagði liann. „Þjer ratið leiðina,“ Urraði greifinn og stakk blaðinu í vas- ann. „Jeg veit, hver hurðin það er,“ svaraði de Vitz. Hann sncri burt og fór út úr stofunni, i anddyrinu tók hann silfurstjaka með logandi kertum og lagði af stað upp breiða eikarstigann honum var orðið rórra núna hvað var þetta annað en æfin- týri, þar sem hjarta hans sjálfs var ekki með í leiknum! „Jeg tek myndina," hugsaði hann með sjer. Það var grafhljótt í höllinni. Ósjálfrátt leit de Vitz við hvað eftir annað; kyrðin virtist í'ela í sjer óteljandi þögul hljóð — fótatak — andvörp — pilsaþyt. Loks komst hann að dyrun- um, sem liann kannaðist svo vel við. Dyrunum, sem liann hafði svo oft sjeð frú de Nangis hverfa inn um — þar sem liann hafði svo oft staldrað við fyrir utan til þess að rejuia að stinga hrjefi i lól'a hennar, þegar hún gengi hjá. Hann tók í hurðina og fann að hún var læst — hann stakk litla lyklinum í skráargatið, leil við og slarði eflir endilöngum göngunum —- nú hlaut de Nan- gis að laumast á eftir honum og reyna að reka hníf á kaf í bakið á lionum. • En hann sá engan — hann opnaði hurðina og fór inn. Það var dimt í lilla anddyr- inu, sem liann var staddur í, en hann fann greinilega til ná- vistar liennar gegnum myrkrið. „Madame!“ hvíslaði liann. „Madame de Nangis!“ Hann lyrfti stjakanum til að sjá betur frá sjer. Þetta var lílið berbergi og jniklu vistlegra en önnur salakynni, er hann hafði sjeð í höllinni. Veggirnir voru hvítir með rósavöndum ináluð- um i reitina. — Útsaumur og Þettu eru leifur af þýskri Junker-sprengjufliigvjel, sem lenti i viðureign við Hurricane-vjel frá enska flughernum. Enskir flugmenn eru að skoðn leifarnar af vjelinni. myndaumgerð lá á einum stóln- um með rauða damasks-áklæð- inu. I cinum af þessum stólum sat gömul kona og svaf. De Vitz hrökk við og það selli að hon- um angistartilfinningu. Ilann skoðaði gömlu konuna — hún var ekki ein af heima- fólkinu, en liann hafði sjeð hana niðri í þorpinu. Hún hafði sofn- að yfir saumaskapnum sinum, — heilmikið af hvítu líni — sem var á víð og dreif um alt herbergið. De Vitz læddist framhjá henni inn í næsta herbergi, dyrnar þangað voru í hálfa gátt. Þar varpaði silfurlampi með rauðu áklæði daufu ljósi yfir afar skrautlegt svefnlierhergi. Upp að veggnum' andspænis dyrunum stóð stórt rúm með tjaldhimni yfir og hliðartjöldin voru úr blábleiku silki. Fyrir framan rúmið stóðu inniskór úr rósasilki, gulur morgunkjóll hafði verið lagður yfir stólbak og það liafði ekki verið tekið tii í herberginu. „Mjadame,“ sagði hann ldjóð- lega, en þó skýrt. „Madame de Nangis!“ Svo kallaði hann á þernuna, sem hann hafði mútað: „Therése!“ Ekkert svar. Augnablik hlustaði hann eins og hann gat, en það heyrðist ekkert hljóð nema hroturnar í kerlingunni fyrir framan. Honum var litið á myndina á veggnum — þetta var, þegar öllu var á botninn hvolft, það eina, sem liann var að leita að. Hvað kærði hann sig um Mar- iu greifafrú — hann hafði aldrei lcært sig um liana, jafnvel ekki á því augnabliki, sem hann borg- aði tíu þúsund louisdora fyrir lykilinn að svefnherberginu liennar. Myndin var stór og ramminn þungur og hann svipaðist uin eftir einhverju bitjárni til að skefa myndina úr umgerðinni. Honum varð aflur litið á tjald- sængina — hláhleiku tjöldin voru dregin fyrir — og hann fjekk skyndilega löngun til að draga þau frá og sjá frú de Nangis. Hann nálgaðist rúmið — það sá á litla hönd milli tjaldanna. Litla hönd með einkennilega gulhvítum fingrum. Undir eins og hann sá þessa fingur, vissi hann, að frú de Nangis var dáin. Hann svipli tjaldinu til hlið- ar. Rósrauða birtan varpaði fölskum roða á lcinn ungu kon- unnaar. Hárið var slegið og lá út á koddann. Hún var alldædd, í gulum rósagerðarkjólum, sem liann hafði sjeð hana í seinast. Skyrtan var hnept frá og lít- ið krossmark liafði runnið ofan af brjósti hennar og lá á lak- inu við hliðina á lienni. De Vitz góndi á liana eins og fábjáni. „Jeg held, að jeg hafi elskað hana,“ sagði liann, „jeg held, að jeg liafi elskað hana, þrátt fyrir alt.“ Og nú ruddi reiðin furðu lians frá. „Hann myrti hana — hann myrti hana!“ Hann tók liana í faðm sjer og kysti liana héitt og innilega — liann mintist alt í einu snertingarinnar, er kald- ur silfurlykillinn kom við var- irnar á lionum. Svo lagði hann liana varlega i rúmið aftur. Hann rak upp óp — af bræði og örvæntingu. Þá vaknaði gamla konan i fremra herberginu. Hún kom ldaupandi lafhrædd, mcð líkklæðin í eftirdragi. Þeg- ar hún sá grcifann, staðnæmd- ist hún þegar. „Hvað er þetta, greil'i.... ?“ hún stamaði og þagði svo. „Hvenær dó hún?“ „I gærkvöldi.... En hvers- vegna eruð þjer kyr, þegar allir aðrir flýja á burt?“ „Flýja á burt? Hafa nokkrir flúið á burt?“ „Alt vinnufólkið — liver ein- asta manneskja — og það er ekki nokkur manneskja í þorp- inu, sem þorir að koma nærn höllinni.“ „Engin?“ „Engin nema jeg — og jeg er of gömul til að verða hrædd.“ „Ilrædd við hvað?“ „Veit greifinn það ekki? Hef- ir húsbóndinn ekki sagt yður það? Húsbóndinn sjálfur þorði ekki að koma nærri henni, þó að honum liefði verið gefið stór- fje til þess.“ „Hversvegna?" spurði de Vitz óttasleginn, en í hjarta sínu vissi hann svarið. Gamla konan — sem var al- veg ósnortin af öllum ótta við dauðann — svaraði lionum lík- ast því og hún hefði gainan að svarinu: „Hún dó úr svartadauðanum, lierra greifi — og þjer andið að yður dauða í hverju andar- taki!“ De Vitz, dæmdur maðurinn, skildi liefnd de Nangis. ÁRÁSARFLUGVJELIN AFRGEIDD. Þegar úrásir eru gerðar frá ensku.m flugstöðvum á flugvelli Þjóðverja í Belgiu, Hollandi og hernumda Frakklandi, fara þœr að jafnaði fram að næturlagi. Það eru mest ameríkanskar Havoc-flagvjelar, sem notaðar eru til þessara árása — sam- bland af sprengju- og orustuflugvjel. Á mgndinni sjest bensín- bifreiðin, sem er að fglla eldsnegti á flugvjelina áður en hún leggur i ,,næturæfintgrið“.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.