Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1942, Qupperneq 6

Fálkinn - 12.06.1942, Qupperneq 6
6 FÁLRINN Litla sagan: J. Seashore: Slæmt mínm. C KRÍTIÐ að tarna! sagði Tom Marshall, sem gekk venjulega undir nafninu Vjefrjettin, þvi að hann skakkskaut að jafnaði vinstra andlitshelmingnum og þrýsti um leið stórum, breiðblaða hníf að hægra eyranu. — Jeg hefi að vísu heyrt talað um svona tilfelli, en ínjer finst ó- skiljanlegt, að þau geti komið fyrir hjer. Þeir sátu í byrgi, eins og sauðaklipparar i Ástralíu eru vanir að nota og hvíldu sig um stund í svalanum, sem vanur er að koma um sólarlagið. „Tilfellið“ var ein af þessum aumkvunarverðu flökkurum, sem flækjast um með aleigu sína í mal eða rýju. Einn smalinn liafði rekist á þennan mannaumingja liti í auðn- inni og haft hann með sjer á smala- stöðina. Þetta var lítill veslingur, en skelfing höfuðstór og það eftirtekt- arverðasta í andlitinu voru bláu augun, sem góndu út i ekki neitt. Langar og magrar hendurnar á Jionum voru viðkomu eins og blautt þang og öll framkoma mannsins var skríðandi og eins og liann bæð- ist afsökunar á að vera til. Hann staðhæfði að hann gæti ekki munað neitt um sitt fyrra líf. Og ekki mundi hann einu sinni, hvað hann hjet. Vjefrjettin, sem ávalt vildi for- vitnast um alt, sem var nýtt og ó- venjulegt, afrjeð að kryfja „tilfellið“ til mergjar. Vjefrjettin sjálf sem var rúningamaður, var mesti beljaki, meiri tilfinningamaður en vitmað- ur í framkomu, en hafði mikla og margháttaða lifsreynslu og var for- vitinn. Þvi var ekki nema eðlilegt, að hann langaði til að skygnast í þessa ráðgátu, sem smalinn hafði komið með. Hann hað formanninn að ráða gestinn í vinnu á stöðinni og sjálfur gerði hann, sem í hans valdi stóð til þess að reyna að vekja minnið til lifsins hjá lionum. En það varð árangurslaust. Það, sem hafði gerst áður en hann fanst sofandi úti í auðninn með malinn skamt frá sjer, var týnt og tröllum gefið. Ómögulegt að toga nokkurt orð út úr manngarminum um það. Það stóð á sama, hvernig hann var spurður. Malurinn hans og vas- arnir var þrautkannað, en ekki bar það neinn árangur nje gaf neina vísbendingu. Piltarnir höfðu í fyrstu látið í ljós efa um „minnisleysið“ og haft í flimtingum um það. — Þið verðið nú að játa, sagði Vjefrjettin, að þetta er einstakt til- felli. Jeg er viss um, að margur læknirinn vildi borga þúsund pund fyrir að fá að rannsaka það. — Áreiðanlega, sagði Mitchell, og þá gætum við skift peningunum milli okkar eða stofnað hlutafjelag til að ráða fram úr málinu eða út- vega okku ný tilfelli til að selja. Hinir hlóu, en það hafði engin á- hrif á Tom. — Það sem mjer finst leiðinleg- ast, sagði „tilfellið“ og leit aðdá- unaraugum á Tom, — að maður gæti vel verið lávarður eða hertogi án þess að hafa hugmynd um það. Það getur vel verið, að jeg sje rikur maður og eigi mörg hús og sand af peningum. Mjer þykir ekkert ó- sennilegt, að jeg sje að minsta kosti lávarður. Piltarnir skellihlóu. — Verið þið ekki að hlæja, mjer finst þetta ekkert ósennilegt, tók Mitchell fram í. Eftir útlitinu að dæma gæti hann vel hafa verið lávarður. Jeg hefi sjeð tvo lávarða. En án jjess að skifta sjer af orðum Mitchells sneri Tom sjer á nýjan leik að jjeim minnislausa. — Já, það er alveg satt, sem þú segir. En þú gætir líka vel liafa verið Oddur háleggur eða eitthvað svoleiðis. Nei, liættu að brjóta heil- ann um, hvað þú liafir verið, lags- maður. Það er betra að byrja á nýj- an leik og nýtt líf. — En jeg veit ekki einu sinni, hvað jeg heiti eða hvort jeg er gift- ur eða ekki, sagði mannræfillinn góðlátlega. Hver veit, nema jeg sje giftur og eigi mörg börn? — Lifðu bara í gleymskunni, sagði Mitchell. Hvað nafnið snertir, þá er nóg til af þeim. Jeg jjekki mann, sem lifði og dó undir nafninu Smith. Þú getur tekið það, það fer þjer vel — Jiin Smith og jeg held ekki, að nokkrum manni detti í hug að stela því frá þjer. En ef einhver reynir jjað, jiá skaltu segja, að þú sjert fæddur með jjessu nafni. Og svo var „ráðgátan" kölluð Smith. Hann var svo eftir þetta talin hálfgerð hjáræna og menn ljetu fortíð hans sig engu skifta. Smith vann með hinum, svaf eins og þeir, lánaði tóbak, sem hann borgaði aldrei aftur og sætti sömu meðferð og allir aðrir. Einn laugardagsmorgun á að giska hálfum mánuði síðar en klippingunni yrði lokið kom Tom Marchall mjög seint til vinnunnar. Það var eins og eitthvað gengi að honum. Smitli sást hvergi og fje- lagar hans höfðu orðið að taka að sjer vinnuna hans. Hefirðu sjeð hann Smith? spurði Mitchell Tom. — Hann hefir auð- sjáanlega gleymt að fara á fætur. Tom var hálf fýlulegur. -— Nú hefir hann gleymt öllu á nýjan leik. í morgun, jjegar liann vaknaði spurði hann mig hver hann væri og livar liann væri. Piltarnir ljetu þetta gott heita, en Mitchell sagði: — Láttu karlinn fara til fjandans, það er ekkert gagn i honum hvort sem er. Hann veit ekki, liver liann er eða hvar hann er. Jeg lield jjað sje best að láta verkstjórann liirða hann. Verkstjórinn sagði Smith upp vistinni samdægurs. Við miðdegis- matinn var verið að tala um þetta. Þá heyrðist rödd Mitchells upp úr diskaglamrinu og sötrinu. — Hann skyldi Jjó aldrei liafa gleymt bykkjunni, sem hann var á? Það kom brátt á daginn, að þetta var ekki tilfellið og svo var haldið áfram að jeta. Þá heyrðist rödd Mitchells aftur: — Heyrðu, Vjefrjett, áttu nokkurt verðmæti geymt í skápnum jjínum eða skrínunni? Tom leit hvasst á Mitchell og svaraði svo — Af hverju spyrðu? — Mjer datt i hug að það væri kanske eitthvað, sem Smith hefði gleymt. Gleymt að hirða, meina jeg. Piltarnir fóru að tala nánar um þetta og störðu á Tom, sem góndi á þá á móti. Svo skaut hann frá sjer diskinum og stóð upp og gekk að skrínunni sinni. Hann rannsak- aði alt vandlega. Smith hafði ekki gleymt neinu. Þegar þeir sáu loks framan í Tom aftur var andlitið á honum einkenni- legt, líkt og á sjúklingi, sem hefir verið skorinn á liol án jjess að vera svæfður. Hann sagði ekki eitt ein- asta orð. Sú staðreynd að ekki kom eitt einasta blótsyrði af hans vör- um sýndi hve reiði hans var inni- leg. 1 þögulli samúð horfðu piltarnir á Tom taka beisli sitt og hnakk of- an af ljili og fara til dyra. Svo liðu nálægt fimm minútur en þá heyrðist rödd Mitchells aftur: — Piltar, jeg held það væri ekki úr vegi, að þeir sem sofa sama niegin og Tom athuguðu skrinurnar sínar. Scotty sefur næst Tom. Scotty spratt upp eins og nöðru- bitinn. Ein fjölin í gólfinu brotn- aði undan honum og hann greip í l'letið sitt eins og druknandi mað- ur í hálmstrá. Svo rótaði hann öllu upp í flelinu til að sjá hvort Smitli hefði ekki gleymt að taka með sjer það, sem var einlivers virði. Og nú fór fram nákvæm skoðun, sein leiddi í ljós, að Smith hafði fengið minnið aftur og að það var meira að segja einstaklega gott minni. Sama kvöldið tókst Vjefrjettinni að elta Smith uppi. Hann rakst á hann á knæpu. Áður en hann gerði vart við sig hafði hann l'engið að vita að Smith hafði fengið minnis- leysisköst stundum áður, en reyndi að hæta úr Ijví með vvliisky, eins og þarna á knæpunni i jjctta sinn. Tom fór inn bakdyrameginn og fjekk gestgjafann í lið með sjer og rannsökuðu þeir farangur Smiths. Tom kannaðist við hann — mest- megnis þýfi frá honum sjálfum. Sið- an skerpti Tom minnið í Smitli betur en gert hafði verið nokkurn- tíma áður, og fór síðan á burt með hestinn hans, eftir að hafa harið liann til óbóta. Eftir nokkrar vikur var Smith kominn á stjá aftur. Að vísu haltur • og skakkur, en ineð óskert minni. Theodor Árnason: Merkir tónsniUingar iffs og iiðnir: PaderEu;ski 1860—1941. v Langsamlega stórfenglegasli mað- urinn, af tónsnillingum, sem tippi liafa verið á vorri öld, var liann sá göfugi pianóleikari og mikli þjóð- skörungur — Paderevvski. Pólverjar gleyma honum aldrei, og jeg býst við því, að hans verði einnig geti'ð æðilengi í veraldarsöf/unni — hvað sem um tónlistarsöguna er. En í henni verður lians minst lengi sem einhvers liins mesta snillings í píanóleik og má einnig vera að sumar tónsmíðar hans verði lang- lifar — t. d. má telja víst, að G- dúr menúettan hans verði eitt þeirra verka, — þó að ekki sje fyrirferða- mikil, — sem talin verða ódauð- leg, eins og til dæmis „Sunnudagur selstúlkunnar“ eftir Ole Bull. Nú er að vísu ekki rjett að jafna þeim •saman, þeim ágætu snillingum, því að Paderewski var miklu ljettara um að koma í búning, þvi sem honum lá á hjarta, lieldur en Bull — en hinsvegar mun Bull hafa bú- ið yfir mikið meiru en Paderewski, en liann átti altaf erfitt ineð að koma því í þann búning, sem liann gat unað við. Þessvegna var alt í brotum hjá honum. Annars finst injer altaf, að þessir tveir menn, Paderewski og Ole Bull, muni liafa verið að ýmsu leyti nokk- uð svipaðir eða skyldir, bæði að fádæma gáfum og leikni i list sinni, hvor á sinu sviði — og svo i „patriotisna“. En um það er ekki Iiægt að ræða hjer. Ignaz Jan Paderewski var fædd- ur í Kurylówka i Póllandi, hinn 18. nóvember 1860. Faðir lians var Jjjóðrækinn maður og i honum ólg- aði frelsisþráin, — þrá og von um það, að Pólland yrði frjálst land. Þessa Jjrá og von drakk hinn ungi Ignaz í sig með móðurmjólkinni, og þessi sama þrá og von varð jafn- vel á stundum, siðar á æfi lians, sterkari liinni glæsilegu listargáfu hans. Um æskuár hans er lítið að segja annað en ljað, að honum var komið fyrir kornungum á tónlistarskólann í Varsjá og þótti þar afburða nem- andi. Hann var sextán ára gamall, þegar talið er, að náminu væri lok- ið á tónlistarskólanum (Raguski hjet kennari hans þar í píanóleik) og lor liann Jjá í liljómleikaleiðangur og kom víða við í stórborgum meg- inlands Evrópu (1876—77). Árið 1879 gerðist hann kennari i pianó- leik við tónlistarskólann i Varsjá, þar sem hann hafði sjálfur verið nemandi áður, en það stóð ekki lengi, þvi að hann vildi læra meira en hann þóttist kunna og fór til Berlín 1881 og naut ljar tilsagnar Urbans og Wúersts og loks fór hann til Vínarborgar og var um hríð nemandi Leschetizkys (1884). Ilann kom til Lundúna í mai- mánuði 1890 og hafði þar liljóm- leika hvað eftir annað í St. James Hall. Áður þektu Englendingar hann ekki af öðru en menúettunni, sem fyr er nefnd (G-dúr). En sennilegt er Jjað, að ekki liafi það verið m^núettan, lieldur maðurinn, sem hreif Lundúnarbúa þá. Næsta ár fór hann til Vesturheims og ljek Jjar í fyrsta sinn í Carnegie Hall í New York 17. nóvember (1891). Það varð uppliaf frægðar hans, raunverulega, eða svo taldi liann það sjálfur, að liann hefði fyrst merkt manndóm sinn Jjar, „eftir að liafa gengið i gegnum eld og brennistein i New York“. Ekki veit maður, hverjir erfið- leikar þar hafa verið á ferðinni. En þó er Jjar eitthvað í sögu Pader- ewskis, sem ekki kemUr fram fyr en einhverntíma síðar. Fyrstu sigra sina vann Paderewski sem túlkari tónsmiða Beethovens, — jafnvel nú, svo skömmu eftir að Paderewski ljest, er ekki liægt að segja hlutlaust hvar liann var sterk- astur sem píanóleikari. Og i Jjcss- um þáttum hefir verið reynt að „halda sjer við efnið“. En Jjó má skjóta Jjví inn í lijer — og jeg bið lesendur að fyrirgefa injer það — að karlinn kom til Kaupmannahafn- ar að Jjví er mig minnir i lok nó- vembermánaðar eða byrjun desem- ber 1916. Við fengum oft, nemend- ur á tónlistarskólanum „frimiða" á hljómleika merkra manna. Og Anton gamli Svendsen, minn ágæti vel- gjörðamaður Jjar, laumaði að mjer miðum fyrir tvö kvöld. Það eru ó- gleymanleg kvöld. En ekki aðeins fyrir Jjað, að músikin sjálf, inúsik þessa dæmalausa snillings kom injer í einhverskonar „trance“-ástand, lieldur var sjálfur maðurinn, per- sónan, Jjannig, að hver maður — og Jjá ekki síst listamenn, lilutu að falla lionum til fóta. En í það sinn spilaði hann ein- göngu Chopin. í fyrri styrjöldinni kom fram eðli Paderewskis. Hann var baráttumað- ur, og miklu stórfenglegri en vjer Jjekkjum annars. — Ilann Ijet sig miklu skifta friðarsamningana, sem þá voru gerðir í Versölum, og var mikið tillit tekið þar til Jjess, sem hann lagði til mála. Pólland er siðan frjálst land, og hann telcur það á sig, þessi gamli píanósnillingur, að gerast fyrsti ríkisstjóri landsins. Sennilegt er, að það hiafi ekki verið auðvelt starf, enda sagði liann þvi af sjer — með Frh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.