Fálkinn - 12.06.1942, Page 12
12
F Á L K 1 N M
Louis Bromfield: 12
AULASTAÐIR.
hennar væri tæmd í botn. Hún ýtti þreytn-
lega frá sjer handritahrúgunni og lokaði
hana niðri ásamt slitnu blýöntunum. Síðan
slökti hún gasljósið. Nú var lienni líka orð-
ið kalt og meðan hún var að staulast upp
stigann, varð henni hugsað lil |iess hvernig
öllum veslings flökkurunum hlyti að líða,
sem ekki áttu þak yfir höfuð sjer, og livergi
gátu sofið. Og það miiiti hana aftur á vesl-
ings unga manninn, sem lögreglan hafði
tekið, og í sambandi við þetta fjekk bún
hugmynd, sem lá svo beint við og var svo
sjálfsögð, að hún furðaði sig á því, að henni
skyldi ekki hafa komið hún í hug löngu
fyrr. Hún hafði ráð lil þess að bjarga hon-
um frá því að sofa margar nætur i fangels-
inu og vinna að múrsteinaburði og götu-
sópun á daginn. Hann var blaðamlður.
Hún gæti boðið honum atvinnu og þá væri
hann ekki lengur flakkari. Þetta var ekki
of seint enn, því sennilega yrði ekkert rjett-
arhald fyr en á mánudag. Ilann var ekki
kominn fyrir dómarann. Lögreglustjórinn
var kunningi hennar og gat áreiðanlega
komið þessu í kring. Að vísu gat hún ekki
boðið neitt verulegt kaup, en sennilega yrði
það ekki að ágreiningi. Hann myndi gera
sjer að góðu að fá sinn hluta af hinum
stopulu vikutekjum blaðsins. Hann var ung-
ur og virtist vera duglegur. Hver veit nema
barna væri nú einmitt maðurinn, sem hún
var að leita að, sendur af forsjóninni. Að
minsta kosti var betra að vinna við Gunn-
fánann en moka sorpi á daginn og sofa í
l'angaklefa á nóttunni.
Hún var enn skjálfandi að hugsa um
þessar fyrirætlanir, í stóra rúminu þeirra
J. E., þegar sólin kom upp á loft og þá loks-
sofnaði hún, á þessum sunnudegi sem hafði
átt að vera hvíldardagur hennar. En á
sunnudögum datl Oddu ekki í hug að vekja
hana, og því svaf lnin stanslaust til klukk-
an fjögur síðdegis.
Á sunnudagskvöldið borðaði Sjana kvöld-
verð með frú Lýðs og fór að því búnu beint
í rúmið. Borðræðurnar höfðu ekki verið
fjörugar og Dortarnir voru ekki nefndir á
nafn. Frúin mintisl lieldur ekki á fyrirætl-
anir sínar viðvíkjandi unga manninum, sem
kvaldist í fangelsi Flesjuborgar. Hún stein-
Jiagði um bana, af Jjví að hún vissi, að
Sjana myndi segja, að þetta væri eins og
hver önnur vitleysa, að hún þekti manninn
alls ekki og hann gæti vel verið Jjjófur og
morðingi. En í raun og veru hræddisl frú-
in ekki nærri eins mikið röksemdir Sjönu
eins og sjálfa sig; ef hún færi að rökræða
Jiessa fyrirætlun sína við Sjönu, var það
nóg til Jjess, að hún fengi henni aldrei
framgengt, þvi heilbrigð skynsemi hennar
sagði henni, að fyrirætlunin væri bæði fífl-
dirfskuleg og heimskuleg. En Jiannig hafði
hún sjálf einmitt verið alla sína tíð og hún
hafði altaf hafl mikla ánægju af því að lifa,
jafnvel eftir að hún misti mánninn, og lijell
liún þó Jjá, að hún hefði ekki mikið að lifa
fyrir. Jafnvel J>ó ungi maðurinn reyndist
nú vera vandræðaskepna, gæti Jjað engum
gert verulega tii, en hinsvegar var óneitan-
lega gaman að gera Jiessa tilraun, og sjá,
hvernig færi. Menn fengju yfirleitt aftur
J)að, sem Jjeir gáfu í Jjessu lífi og hún sjálf
hefði fengið þessa l)jánalegu góðsemi sina
rikulega launaða ekki i beinhörðum pen-
ingum, að vísu, en i velvild, Jjakklæti og
virðingu.
Hegar mánudagsmorguninn kom, borgaði
lnin morgunverðinn hálfri slundu fyr en
hún átti vanda til, til J)ess að geta komist
i fangelsið áður en lögreglurjetturinn yrði
settur, og gæli talað cinslega við unga
manninn. Kæini hún of seint væri máske
J)egar búið að dæma hann í tveggja mán-
aða fangelsi fyrir flakk.
Þessi breyting á morgunverðartímanum
vakti grunsemdir öddú, og i hvert skifti
sem hún kom inn, til J)ess að láta eitthvað
á borðið, rjetti hún út fáhnarana, ef svo
mætti segja, þ. e. sagði citthvað, sem gæli
gefið tilefni til þess, að frúin talaði af sjer
og opinberaði livað á sevði væri.
Forvitnin var óviðráðanlegur löstur hjá
Öddu gömlu. Hún vcirð að vita alt, sem
fram fór, annars varð hún önug i skapi og
varð „vesæl“. Áður en máltíðinni var lokið
varð frúin J)ess vör, að Adda var i þann
veginn að fá „vesældarkast“. Ilún tvísteig
og skelti svo eftir sjer hurðinni þegar liún
fór út. Og hún horfði á húsmóður sína
með ólundarlegu, næstum ískyggilegu augna-
lilliti. Og Jægar morgunverðinum . var lok-
ið, stundi hún eins og hún þjáðist af ein-
hverjum dularfullum og hættuleguln sjúk-
dómi. Þá vissi frúin að timi var til kominn
að spyrja hana, hvað að henni gengi og
|)egar hún spurði, setti Adda upp svip, sem
hefði best liæft einhverjum píslarvotti
frumkristninnar og sagði: „0, það er ekk-
erl nema þessi gamla vesöld mín .... liún
fer með mig einhvern daginn.“
„Ó, bull og vitleysa;“ svaraði frú Lýðs,
glaðklakkalega. „Hún fer ekkert með þig.
Hvar hefurðu verk? í maganum? Kjálkan-
um? Eða hvar?
„Hann er ekki á neinum sjerstökum stað.
Jeg er altekin, ef jeg mætti svo segja.“
„Jeg skal biðja lækninn að líta til þín.“
Adda stundi þungan og svaraði: „Nei,
hjer duga engir læknar. Þelta er andleg
vesöld.“
En nú brá svo við, að frú Lýðs Ijet hvergi
hrærast, og yfirgaf Öddu, þar sem hún
dragnaðist áfram og gat í hvoruga löppina
stigið fyrir „vesöld", en vissi vel, að hún
yrði jafnskjótt heilbrigð og ungi maðurinn
kæmi heim með henni aftur.
Frúin var i þungu skapi, et* liún lagði
af stað að heiman og gekk gegnum garð-
inn milli blómarunnanna. Mánudagur var
vfirleitl slæmur dagur í skrifstofunni. Al-
drei neinar frjettir og el' Yilli Frikk kom á
annað borð, var hann altaf ineð höfuðverk
og magaslæmsku, en á neðri liæðinni var
konan hans, Marta Frikk, i slæmu skapi,
al' því að Villi hafði drukkið sig fullan hjá
Gasa-Maríu og hafði alls ekki komið heim
á sunnudagsnóttina. Og nú var Sjana lika
í vondu skapi, annað hvort af sinni eigin
vondu samvisku, eða J)á af J)ví, að einhver
snurða hafði hlaupið á Jjráðinn hjá henni
og Ivobba Dorta. Já, mánudagurinn var
sannlega slæmur, og J)á fanst henni jafnan
hún verða að bera allan heiminn á sínum
eigin mjóu herðum.
Henni gekk nú saml vel við lögreglu-
stjórann. Ilún varð að bíða eftir J)ví að
liann kæmi, og J>egar hann kom, sneri hún
sjer beint að efninu.
Já, el' hún vildi úlvega manngreyinu eitl-
hvað að gera, sagði lögreglustjórinn, og
hann vildi J)iggja atvinnuna, og J)á ættu yf-
irvöldin ekki að verða J)ví til fyrirstöðu.
Þessi maður virtist yera meinlaus og gagns-
laus ræl'ill og væri altaf að lesa bækur, sem
hann hafði' haft í vösunum. Að minsta kosti
Virtist hann ekki vera eins og Jæssir venju-
legu umrenningar, sem þarna lentu, bætti
hann við. Sennilega væri ekkert gagn í
honum til þess að hreinsa göturnar og bera
öskufötur. Og vitanlega væri hann ekki
flakkari lengur, ef hann hefði atvinnu, og
J)á gætu lögin ekki neitt hafl liendur i hári
hans — fræðilega sjeð.
„Að minsta kosti er jeg altaf reiðubúinn
til J)ess að gera þjer greiða, Villa,“ sagði
lögreglustjórinn og þóttist vera göfuglynd-
ur. „Þú hefir altaf komið lieiðarlega fram
við mig.“
Við J)essi orð lögreglustjórans fjekk
gamlakonan alt í einu vonda samvisku, eins
og hver annar svikari, en stilti sig saml
um að segja neitt i þá átt. Þess í stað sagði
hún: „Kanske mjer væri betra að tala við
hann áður en nokkuð er afgert í málinu?“
„Já, J)að gæti aldrei neinu spilt. Jeg skal
láta einlivern strákanna fylgja J)jer í
fangelsið.“
Hún þakkaði lögreglustjóranum með
lnmdabandi, og kærði sig nú kollótlan um
J)að, að þetta var- á mánudegi. Því nú vissi
hún, að eitthvað óvenjulegt ætlaði að ske.
Fanginn var að raka sig, þegar hún kom,
og bað því um augnabliks frest til J>ess að
þurka framan úr sjer sápuna, áður en gest-
urinn kæmi inn til hans. Nú var hann miklu
snyrtilegri útlits en Jjegar hún rakst á hann
hjá gosbrunninum, og eftir því, sem hún
gat sjeð gegnum grindurnar, var þetta allra
snotrasti maður, og larfarnir sem liann var
í, og gamli hatturinn, var áreiðanlega ekk-
ert annað en dularbúningur. Fangavörður-
inn opnaði dyrnar á klefanum og skipaði
lionum fram í ganginn, og skildi hann J)ar
eftir með frú Lýðs.
„Góðan daginn,“ sagði hún og hann svar-
aði í sama. Síðan varð þögn þangað til hún
tók J>að í sig að leika gestgjafann og sagði:
„Viljið J)jer ekki fá yður sæti?“
„Þakka yður fyrir.“
Hann leit á hana kuldalega grábláu aug-
unum, sem hún hafði ekki tekið almenni-