Fálkinn - 12.06.1942, Síða 15
F Á L K I N N
15
Helgi Skúlason, frá Herríðar- Síra Gísli Skúlason á Eijrar-
hóli, verður 75 ára 17. þ. m. bakka, varð 65 ára 10. júní.
Einar Þorkelsson, fyrv. skrif-
stof ustjóri Alfjingis, varð 75 Ingibjörg Haraldsdóttir, Sól-
ára 11. þ. m. vallag. 33, verður 50 ára 13. þ. m.
NOKKRAR MISPRENTANIR
hafa orðið í grein ungfrú A. /,.
Osterman í siðasta blaði. Þar stend-
ur á bls. 5 í 2. dálki neðst ártalið
1688 í stað 1086, í 3. d. „stjórnarlög-
unum“ fyrir lögunum, i 4. d.:
„liindra framkvæmd löglega upp-
kveðinna dóma“ í stað „hrinda i
framkvæmd löglega uppkveðnum
dómum“ og á bls. 14 í 1. d.: „eftir
tali manns skal enginn dæma“ í stað
„eftir eins manns tali skal enginn
dæma“. — í síðari hluta greinar-
innar, á bls. 9 í þessu blaði stendur
í næstu línu fyrir framan fyrstu
greinaskifti: „sjálfsvaldið fyrir aqa-
leysifi og í 3. málsgrein „en hið
beilbrigða jafnvægi“ i stað „af því
að bið heilbrigða jafnvægi“. Neðar
í sömu málsgrein „beldur aðeins
rjett til að skipa þá“ í stað „það
vantar einnig rjett til ... „ábyrgð
þeirra og beilbrigt“ i stað „ábyrgð
þeirra og yfirvaldanna og heilbrigt".
Loks stendur stjórnarbótina frá
1809“ í stað „stjórnarskrána frá
1809“ í næstefstu línu næst siðustu
málsgreinar.
RAUÐA-KROSS GJÖFIN.
Frh. af bls. 1.
Verður henni dreift á hjálparstöðv-
ar Rauða Krosins og sjúkrabúsin,
en þessir staðir eru um 20 i Reykja-
vík. Formaður Rauða Kross íslands,
Sigurður) Sigurðsson berklayfirlæknir,
þakkaði gjöfina með ræðu og skýrði
þar l'rá starfi Rauða Krossins í
þessu sambandi og samvinnunni við
mr. McDonald fyrir hönd hins stóra
ameríkanska systurfjelags.
Frænka: — Hvað gengur að þjer,
Birgir litli?
Birgir: — Mjer þykir kakan svo
vond.
Frænka: — Vertu þá ekki að
hugsa um að borða hana.
Birgir: — Já, en jeg er búinn að
því.
— Hann pabbi hefir aldrei sagt
vanhugsað orð við liana mönnnu.
— Það finst mjer merkilegt.
— Það stendur svoleiðis á því,
að hann stamar.
Hann: — Hann pabbi sagði við
mig í morgun, að nú yrði jeg að
taka mig saman og gera viturlega
áæthm um framtíðina.
Hún (grátandi): — Er það sama
sem að trúlofunin okkar eigi að
fara í hundana?
Anna: — Þig hefir víst dreymt i
nótt, að hann Hallgrímur væri að
biðja þin?
Emma: — Af hverju heldurðu
það?
Anna: — Af því að þú varst altaf
að hrópa upp úr svefninum: Já! Já!
í lyfjabúðinni: — Jeg ætla að fá
keypt svolítið af ormalyfi.
Lyfsalinn: Handa fullorðnum?
— Jeg veit ekki, herra lyfsali,
hve gamlir ormarnir eru.
X
t
►
►
►
:j Ujelsmiðjan
j| HJEÐINN f
11 Reykjavík. Sími 1365 (3 línur). Símnefni Hjeðinn.
Í| RENNISMIÐJA, KETILSMIÐJA, ELDSMIÐJA,
1 MÁLMSTEYPA, HITA- og KÆLILAGNIR.
Byggjum:
Síldarverksmiðjur
Lýsisverksmiðjur
Fiskimjölsverksmiðjur
Frystihús
Stálgrindahús
Olíugeyma.
LITHOPRENT
(framborið Liðþóprent)
hefir að undanförnu litho-prentað (Ijósprent-
að) nokkrar bækur með mjög góðum áraugri.
Á meðal annars hefir firmað endurprentað (i
stærðfræðibækur fyrir mentaskólana eftir er-
lendum fyrirmyndum.
Sökum sívaxandi anna er nauðsynlegt að þeir,
sem hafa í hyggju að láta endurprenta bækur
fyrir jólamarkaðinn, semji við okkur sem allra
fyrst. Að öðru jöfnu verða þeir, sem sjálfir
geta lagt til pappír látnir sitja fvrir.
Lftið inn í Lithoprent.
LITHOPRENT
— Hvenær fæ jeg tíu krónurnar,
sem jeg lánaði þjer?
— Jeg hefi hugsað mjer einhvern-
tíma bráðum, að hefja samninga
við þig til þess að spyrja, hvort,þú
gætir ekki liugsað þjer að gera við
mig samning um frest.
Frúin (við hásetann á skemti-
ferðaskipinu): — Finnið þjer aldrei
til heimþrár?
Hásetinn: — Jú, einstöku sinnum,
þegar jeg er heima.
Gömul kona (við örkumla flug-
hermann): — Veslings maðurinn.
Hafið þjer orðið svona af því að
fara upp í loft á flugvjeluin?
Flugmaðurinn: — Nei, jeg varð
það af þvi að koma niður.