Fálkinn


Fálkinn - 01.01.1943, Page 8

Fálkinn - 01.01.1943, Page 8
8 F Á L Ií I N N Walter S. Mastermann: Leðurveskið gj SÁ ELSU í fyrsta skifti á ■““* sendisveitardansleik í Paris. Dökkblátt tjaldið, sem förunautur hennar dró til liliðar um leið og hún gekk inn, myndaði einskonar umgjörð um hana. Hinn fagurlim- aði, ungi likami naut sín til fulls á þessum dimmbláa grunni. Hún var rjóð eftir dansinn, varirnar liálf- opnar og ögrandi og það var eins og i augunum stórum og bláuin speglaðist eilíf undrun, en hárið glóði eins og gull. Einhver kynni að draga þá ályktun af þessari margtuggnu lýsingu, að jeg væri ó- þroskaður unglingur, sem yrði hug- fanginn af hverju laglegu andliti, en því fer fjarri. Er jeg leit þetta andlit i umgjörð tjaldanna, greip mig svo sterk vissa um að hafa sjeð það einhversstaðar áður, að jeg var nærri staðinn á fætur. Heil- brigð skynsemi sagði mjer að slíkt væri óhugsandi. Jeg var alveg ný- kominn frá Indlandi eftir að liafa starfað þar i fimm ár sem námu- verkfræðingur, og þessi stúlka hlaut að hafa verið barn að aldri, þegar jeg var síðast í Evrópu. Curtis, full- trúi við sendisveitina okkar og gest- gjafi minn meðan jeg dvaldi í París, gaf mjer hornauga kýminn á svip. Tjöldin voru aftur dreginn til hlið- ar og inn kom dökkhærður, skugga- legur maður. Hann var þrekvaxinn, en hættumerki hóglifisins voru þeg- ar farin að koma i ljós. Þau gengu fram hjá okkur, stúlkan var bros- andi, djörf og frjálsmannleg. Henni varð litið á mig og jeg gæti svarið að henni brá. Það dró skyndilega hulu yfir bláu augun og hún klemdi saman varirnar. Þessu brá fyrir að- eins í svip. Hún sneri sjer að föru- naut sinum og þau hjeldu áfram. Curtis rak upp stuttaralegan hlát- ur. Jeg vissi, að hann liafði altaf verið þefvis á brögð og bresti ná- ungans. „Þýðir eklcert, gamli minn,“ sagði hann háðslega. „Við rekum lestina.“ „Hver er hún?“ spurði jeg kæru- leysislega. „Vertu ekki að þvi arna,“ hann brosti. „Jeg sá, að hún leit á þig.“ „Jeg hefi aldrei á æfinni sjeð þessa stúlku fyr, en þó finst ,mjer jeg kannast við hana.“ „Hún dvelur í París með fóstur- bróður sínum, þýskum greifa,“ sagði liann hægt og ieit á mig. „Hann var þessi geðugi þorpari, sem þú sást áðan.“ Við reikuðum inn i matsalinn og ■ samtalið beindist í aðrar áttir, en yndislega andlitið sem jeg sá, olli mjer óróa. Það kom róti á eittlivað löngu liðið, sem jeg reyndi árang- urslaust að draga fram úr rölckri minninganna. Jeg er ekki einn af þeim miðaldra fáráðlingum, sem fallegt andlit fær á; lík börn leika best og hið snögga, rannsakandi tiJlit hennar lýsti fremur ótta cn vinsemd. Þegar jeg var að hálta heima á gislihúsinu sveif andlit hennar fyrir liugskotsjónum mínum, mýkt og yndisþokki líkamans og hálfopnar varirnar búnar jafnt til ólundar- geiflu eða ástarkossa. Jeg sat við rafehlinn og hugsaði. í fimm ár hafði jeg aldrei sjeð Jivíta konu. Leiftursnögt skaut upp í huga minn endurminningu um gamlan og gleymdan atburð frá striðsárunum. Jeg sá í anda hinar röku, daun- illu skotgrafir í fremstu víglínu, ömurleik auðnarinnar, óreglulega járnstaura, sem hjeldu uppi ryðg- uðum gaddavír, niðursuðudósir og rusl. Regnið streymdi miskunnar- laust úr loftinu dag eftir dag, þar til strigaskýlin voru gegnvol og brjóstvirkin hál al' for. Þetta alt og fýlan af klór-kalki stóð mjer lifandi fyrir liugskotssjónum. Jeg var ungur undirforingi er þetta gerðist og mjer hafði verið falið að stjórna skyndiálilaupi þá um nótlina. Mjer er enn í fersku minni hugarástand mitt, er jeg sötraði í mig gruggugt teið á aðalbækistöð lierdeildarinnar, þröngu, óhollu greni í baklínunni og hlustaði á fyrirskipanir deildarforingjans. Jeg held, að allir nema þeir harðvítug’- ustu muni lcannast við þau innvortis ónot, er gera vart við sig undir slíkum kringumstæðum. Undirfor- inginn, sem hafði forustuna í slík- um árásum, varð annaðhvort að duga eða drepast. Við skriðum yfir hált brjóstvirkið og í gegnum gaddavírinn. Leitarljós stigu án afláts upp frá viglínu ó- vinanna og við urðum að liggja grafkyrrir þar til aftur varð dimt. Þetta var aðeins venjuleg árás og jeg átli eftir að taka þátt í mörg- um slikum síðar meir. Óvinirnir voru eitthvað að bauka og við áttum að grafast fyrir hvað jieir aðhefðust og reyna að gera sem mestan usla. Hlutverk okkar var umfram alt að gera athuganir. Við ruddumst áfram yfir sprengjugígi fulla af blóðiblöndnum leir, ruhn- um og hrösuðum. Af einskærri lieppni og án að- gerða frá minni hlið, komum við óvinunum algjörlega að óvörum. Tveir varðmenn voru drepnir, einn undirforingi og þrír óbreyttir liðs- menn teknir til fanga. Það var gengið hratt og liljóðlega að verki með byssustingjunum, því að við þorðum ekki að nota handsprengjur nje riffla vegna þess, live þýska línan var örskamt undan. Vinnu- flokkurinn flýði eins hratt og liann lcomst niður göngin. Nú reið á að flýta sjer, svo jeg náði minni sveit og föngunum upp og litaðist um að endingu í skininu frá kyndlin- um minum. * Þung, hálfkæfð stuna barst neðan úi skotgröfinni og jeg koma auga á liðsforingja, sem lá í hnipri, særður í læri eftir byssusting. Jeg laut niður til að skoða hann óg sá þá ljósliærðan risa á aldur við mig og blóðið fossaði úr særðri slagæð. Jeg mátti engan tíma missa: menn minir höfðu haldið áfram og óvin- urinn gat komið á hverri stundu. Jeg reif af mjer mittisólina, byssu- sling frá dauðum Þjóðverja notaði jeg fyrir æðaklemmu, og bjó um sárið. Liðsforinginn opnaði augun og sagði lágt: „Danke Sie“. Skyndilega heyrðist hratt fóta- tak og það heyrðist kallað: Upp irieð hendurnar.“ Jeg snerist á hæli og horfiii beint inn i skammbyssuhlaup, en á bak við það glitti í harðneskjulegt and- litið á þýskum undirforingja. Jeg hlýddi fyrirskipuninni samstundis. Ungi liðsforinginn oþnaði augun. „Nei,“ sagði hann á þýsku. „Þessi enski foringi varð eftir og batt um sár mitt. Hann hefði hæglega getað komist undan með mönnum sínum. Þið verðið að láta hann fara.“ Undirforinginn maldaði í móinn, en Ijet skamrnbyssuna síga. Járn- harður aginn liafði kent honum að hlýða. Hann óskaði einskis fremur, en að yfirmaður sinn fjelli í ómeg- in — þá horfði inálið öðru vísi við. „Weg gehen,“ sagði hann grimd- arlega og bandaði mjer frá sjer með hendinni. Liðsforinginn rjetti fram hendina af veikum inætti og fjekk mjer leð- urveski. „Takið þetta,“ sagði hann á ensku; „í þyí er nafn mitt og heimilisfang. Eí við skyldum hittast eftir stríðið, langar mig að votta yður jrakklæti mitt — farið nú.“ Hann átti örðugt með andardrátt, og jeg beið ekki lengur boðanna. Áður en þeim kynni að snúast hug- ur, stökk jeg yfir moldina, sem jreir höfðu ráokað upp úr skotgröfinni og þaut út í myrkrið. Á miðri leið mætti jeg flokk, sem var sendur til að leita að mjer og við urðunr að halda þar kyrru fyrir á meðan óvinurinn gerði gagnáhlaup á okk- ar stöðvar. Jeg tilkynti deildarforingjanum árangurinn eins og lög gera ráð fyrir, en mintist ekki einu orði á atvikið. Jeg var hálf hræddur um, að það yrði skilið sem grobb, og sagðist aðeins hafa tafist. Sýnin hvarf og ieg starði í eld- inn, undarlega órór. Jeg stóð upp og gelck að ferðakistu minni. Jeg er heimilislaus og lrefi ekki einu sinni bækistöð, þar sem jeg get geymt eigur mínar. Jeg rótaði í ]jessari rúmgóðu hirslu, þar til jeg fann dálítið skrín. í jrví geymdi jeg ávísanahefti mitt og önnur skjöl. Á meðal þeirra var leðurveskið, sem jeg fór með að eldinum. Það var af vandaðri gerð, en mjög snjáð og í því voru tvær liti- ar smámyndir, hvor á móti annari. Önnur var af liðsforingjanum í full- um skrúða, en hin var af undur fagurri stúlku og undir myndinni stóð: „Elsa“. í því var ekkert ann- að, en fyrir ofan myndirnar stóð í máðu, gyltu letri: „Otto von Brun greifi, Veineginhöll, Efri-Slésíu,“ letrað á þýsku. Jeg starði liugfanginn á stúlku- andlitið. Það gat ekki leilcið neinn vafi á likingunni. Stúlkan á mynd- inni var lifandi eftirmynd þeirrar, sem jeg sá um kvöldið. Jeg ætlaði aðeins að vera nokkra daga í París, en l'ara síðan til Lon- don í leit að nýju starfi. Mjer lá ekkert sjerstaklega á, því að jeg efnaðist vel þessi fimm ár í Ind- landi og fjölskylduáhyggjur hafði jeg engar. Daginn eftir heimsótti jeg Curtis á skrifstofu hans og bauð honum til hádegisverðar á Café de París. Jeg kærði mig kollóllann unr ertnina, sem jeg mátti eiga vísa og spurði hann um nafn stúlkunnar og hvar hún byggi. Hann rak upp óþægilegan hlátur eins og jeg bjóst við. „Föðurbróðir liennar heitir Olto von Brun greifi —- það er að segja, ef hann er föðurbróðir hennar.“ Jeg flýtti mjer að taka upp hníf og gaffal til að leyna geðshræringu minni. „Ungfrúin heitir Elsa,“ blaðraði lrann áfram. „Allra snotrasta nafn, finst þjer ekki?“ „Hvar býr hún?“ spurði jeg eins rólégur og jeg gat. „Langar þig til þess að vila jjað, gamli vinur! Þú ert ekki sá fyrsti, sem hefir spurt að þvi. Greifinn er innundir á hærri stöðum,“ og gretturnar á andliti hans mátti skilja á margan hátt. „Hann lætur aldrei uppskátt, hvar hann býr, en brjef hans eru öll send lil þýsku sendi- sveitarinnar." „Þú virðist vera all kunnugur þessu,“ sagði jeg afundinn. Hann brosti framan i mig íbygginn. „Það er mitt starf. Stiltu þig, gamli skrjóður. Hún er köld eins og klaki — þjer verður ekkert ágengt.“ „Heldurðu að sendisveitin viti elcki hvar hann á heima?“ hjelt jeg áfram. „Vafalaust“ og liann leit beint í augu mjer. „Jeg efast ekki um, að þeir viti það, en þeir myndu eklci segja lrað.“ „Fjandinn hafi það, jeg hjelt að París þekti alla og að þú þektir ajla París.“ „Þú ert töluvert áfjáður,“ sagði hann og brosti háðslega. „Það er ekki jjað, asninn þinn! Mjer er sama um stúlkuna, en það ei eitthvað dularfult í sambandi við hana, sem jeg verð að fá botn í.“ „Fagrar konur eru altaf dular- fullar,“ svaraði Curtis spekingslega. ^ ÍÐAR um daginn fór jeg til U Versala. Jeg hata þann stað, en jeg vildi vera í næði og liugsa ráð mitt og jeg vissi, að um þetta leyti árs yrði þar fátt eitt gesta. Jeg fyltist andúð, er jeg leit þessa Jjótu, víðáttumiklu liöll. í sínu blindu almætti er liún ímynd þess manns, sem byggði liana, og kallaði sjálfan sig Sólkonung (Roi de Soleií) og stálaði með þvi að segja: „Ríkið, það er jeg“. (L’État cest moi). Jeg hjelt sem leið lá í gegnum skrautgarðinn til „þorpsins“ angur- væra, sem Marie Antoinette ljet reisa. Þangað flúði hún hryllingar hins rígskorðaða hirðlífs og Ijek mjaltastúlku með hirðmeyjum sín- úm. Jeg sat á löngum, liörðum bekk og horfði á tjörnina, þár sem gríðar- stórir, gráðugir karfar eru ofurseldir sinni eigin græðgi. Það heyrðist mannamál á eyði- legum gangstígnum og jeg gat greint hið hrjúfa málfar Prússans, svo ólíkt hinum þýða bælieimska fram- burði. Jeg fjekk einkennilegt hug- boð áður en sá sem talaði kom í ljós við bugðu á veginum. Þrjár manneskjur komu gangandi eftir stígnum, sem lá meðfram tjörninni. Greifinn, sem jeg sá á dansleiknum var niðursokkinn í samræður við Winslow lávarð, senr jeg hefi þekt í fjöldamörg ár og ávalt talið heið- arlegan mann, senr óhætt væri að treysta. Ungfrú Elsa hafði dregist áftur úr á rneðaii hún var að virða fyrir sjer karfana. Winslow leit upp og sá mig. „Nei, er jjað Wendell?“ sagði hann og rjetti mjer hendina. „En hvað það var skrítið að hitta þig hjer. Undarleg tilviljun! Jeg var einmitt að ininnast á þig við greif- aiin. Ó, afsakið.“ Hann kynti okkur á þýsku. Greifinn horfði rannsakandi á mig og sagði: „Þjer eruð námu- verkfræðingur og talið þýsku. Ágætt.“ Stúlkan kom nú nær og augu okkar mættust, en augnaráð hennar bar þess erigin merki, að hún kann- aðist við mig. „Þetta er Elsa frænka min,“ sagði greifinn uin leið og Iiann kynti okkur. Jeg hneigði mig og bcið átekta. „Við þurfum að ræða lítilshátlar viðskifti,“ mælti Winslow, „og að hitta þig hjer, gerir rnálið talsvert auðveklara. Ef þú vilt afsaka okk- ur andartak, getum við rætt málið frá nýju sjónarmiði. Þú rabbar við ungfrú Elsu á meðan.“ Jeg vissi að Winslow var riðin við margskonar fjármálafyrirtæki og var þessvegna ekkert hissa á þvi að rekast á hann í París, en jjessi ó-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.