Fálkinn - 01.01.1943, Síða 9
F Á L K I N N
9
vænti fundur og samband hans við
greifann vakti mig til umlmgsunar.
Stúlkan settist þreytuleg í bragði
og virtist ekki vita, hvað hún ætti
að segja. Jeg sagði henni frá þorp-
inu, sem nú var fagurt í hrörnun
sinni og bygt af miklu listfengi,
handa dnotningunni, en hún svar-
aði aðeins einsatkvæðis orðum á
ensku. Þreyttur á þessum lcróka-
leiðum flumbraði jeg út úr mjer:
„Jeg sá yður á sendisveitardans-
leiknum.“
Bláu, skæru augun litu einarðlega
á mig og liún brosti. „Einmitl það.
Þar var fjarska margt um manninn
— jeg er lirædd um, að jeg hafi
ekki sjeð yður.“
Svarið var lýgi og snoppungur i
senn.
„Það væri 'lika harla ósennilegt,"
svaraði jeg, „en um yður er það
öðru máli að gegna.“
„Jeg hlýt að telja það lirós,“ svar-
aði hún, en svo var eins og hún
rankaði við sjer og hún l)eindi
samtalinu aftur að þorpinu og sögu
jiess.
„Jeg hata þessa’ ægilegu höll,'
sagði jeg og benli í áttina til hall-
arinnar á milli trjánna.
Það fjell skuggi yfir andlit henn-
ar líkt og ský drægi fyrir sólu.
Munnurinn varð eins og mjótt strik
og .augun brostu ekki lengur.
„Þjer getið vart búist við, að jeg
sem Þjóðverji kunni að meta feg-
urð hennar," sagði hún með lieift
í röddinni.
Koma liinna tveggja leysti okkur
úr óþægilegum vanda.
Greifinn var brosandi og auðsjá-
anlega í essinu sínu.
„Nú tölum við ekki meira um
viðskifti “ sagði liann, er við stóð-
um á fætur. Winstow stakk hend-
inni kumpánlega uiulir handlegg
mjer. „Hvað hefir þú i hyggju,
Wendell?“ spurði hann þegar við
gengum liægl í áttina að Litla Tri-
anon, j>ar sem fölnuð lauf svifu
í kringum okkur líkt og vofur ]>essa
vátega staðar.
.Teg var strax á verði. Hjer var
eilthvað á seyði, sem jeg ekki skildi,
því að jeg var ekki trúaður á til-
viljanir. Hversvegna þurfti Winslow •
endilega að velja Versali, gjóstur-
saman haustdag til þess að ræða
viðskifli sín við greifann. Elsa liafði
greinilega sýnt, að hún var ekki
hrifin af staðnum. „Jeg er óráðinn,“
svaraði jeg varfærnislega. „Jeg verð
áfram í París nokkra daga hvað
sem öðru líður. Hvað seinna verð-
ur, veit jeg elcki.“
„Mig langar til að gera þjer til-
boð, sem jeg þykist vita að sjc við
þitt hæfi — og l)ú græðir á því.
Von Brun greifi mun skýra þjer
frá öllum málavöxtum."
Við Vorum komin á vegamót og
jeg ákvað með sjálfum mjer að
skilja þar við þau. .Teg þurfti að
íhuga þetta i næði.
Greifinn sneri sjer kurteislega að
mjer. „Þjer vilduð ef til vill gera
mjer þann lieiður herra Wendell,
að snæða með mjer siðdegisverð,
svo að við getum yfirvegað tillögu
þá, sem við Winslow lávarður liöf-
um rælt með okkur. Það væri eðli-
legra að við gerðum það heima hjá
mjer.“
Mjer varð litið framan i Elsu,
sem stóð rjelt fyrir aftan frænda
sinn. Skuggi var á andliti liennar,
því að tekið var að rökkva. Aug-
un voru ekki lengur skær, en jeg
sá, að þau voru fnll af skelfingu
og hún greip hendinni ósjálfrátt
fyrir munninn. Jeg sá þetta aðeins
í svip, því að hún sneri skyndilega
að Winslow og sagði eitthvað hvers-
dagslegt. Jeg heyrði greifann segja
á sinni óþjálu þýsku: „Jeg er lirædd-
ur um, að þetta boð komi yður
nokkuð á óvart eftir svo stutta
viðkynningu, en málið er all áríð-
andi og lávarðurinn hefir hrósað
yður mjög sem verkfræðing.“
„Jeg skal með ánægju koma,“
sagði jeg ákveðinn, en mjer fanst
jeg vera að taka á móti áskorun
fremur en heimboði.
,Eigum við þá að segja, ja, í
kvöld?“ sagði greifinn með full-
miklum ákafa.
Elsa tók fram i fyrir honum. „í
kvöld erum við boðin út og á morg-
un eigum við að vera i operunni.“
Jeg hafði það einhvern veginn á
tilfinningunni að nú tiafði hún aftur
skrökvað.
Greifinn rak upp liáværan hlátur,
„Jeg er heppinn að hafa Elsu til að
lita eftir rnjer. Jeg man aldrei eftir
þessuin lieimboðum. Eigum við þá
að segja á föstudag?"
„Jeg get komið á fösludag," svar-
aði jeg og beið eftir heimilisfang-
inu.
„Jeg sehdi bifreið að gisthúsinu
yðar um liálf sjö leytið. Við fáum
þá nægan tíma til að ræða sakirn-
ar þar til við setjumst að snæðingi."
Hann rjetti nijer þvata hönd sína
og við skildum þar.
Jeg lijelt áfram löngu göngin upp
að höllinni, en þau stefndu í áttina
að Stóra Trianon. Er jeg hafði geng-
ið .svo. sem hundrað stikur, stað-
næmdist jeg alt í einu.
„Hvernig í fjandanum veit hann
hvar jeg bý!“
Daginn eftir lieimsótti jeg Wins-
low á skrifstofu lians. Jeg bjóst við
snuprum, því að hann var önnum
hlaðinn maður, en hann tók mjer
afar vinsamlega. Jeg inti liann eftir
þessu ráðabruggi hans, því að jeg
óskaði nánari skýringa.
„Mikill grunsemdargepill geturðu
verið, Wendell,“ sagði hann. „Jeg
ætla ekki að teygja þig út í neitt á-
liættuspil og þú þarfl ekki að taka
þessu tilboði fremur en þjer sýn-
ist. Þú veist að fyrirtæki mín eru
fullkomlega örugg og jeg ábyrgist
fjárhagshliðina. Jeg þóttist aðeins
vera að gera þjer greiðá.“
Jeg flýtti mjer að biðja afsökunar.
„Hvernig vissirðu að jeg var i
París?“
Hann leit á mig skringilega eins
og froskur. „Það man jeg svei mjer
ekki. Jeg býst við að Curtis liafi
sagt mjer það.“
„Óg þú mæltir með mjer við
greifann,“ hjelt jeg áfram.
„Þegar þú nú minnist á það, þá
held jeg lielst að rf>reifinn hali sagt
mjer, að liann liafi heyrt þin getið
og spurt um álit mitt, annars man
jeg það ekki með vissu.“
Fleira fór okkur ekki í milli að
sinni, en þetta festist mjer í minni.
Greifinn hafði án efa sagt honum
að jeg væri i París og stungið upp
á mjer. Mjer var því næst að halda,
að hann hafi vitað að jeg fór til
Versala og elt mig þangað.
Hvaða samband var milli stóra,
skuggalega mannsins og bjarthærða
unga mannsins, sem hjet þessu
sama nafni? Og' unga stúlkan? Jeg
gafst upp og beið föstudagsins með
óþreyju.
Stundvíslega klukkan hálf sjö
stöðvaðist langur, rennilegur Paclc-
liard fyrir framan gistihúsdyrnar,
þar sem jeg beið... Bifreiðastjórinn
tók í luifuna og opnaði lmrðina án
þess áð mæla orð og við ókum með
þeim skrykkjótta liraða, sem ein-
kennir Paris upp Rivoligötuna, á-
fram yfir Concorde torgið, þar sem
vegfarandanum er hætta búin i
hverju spori. Við lijeldum áfram
eftir Champs Elysées upp að Sigur-
boganum og beygðum þar til vinstri
inn í Kléberstræti.
Vagninn staðnæmdist þar fyrir
framan hús er stóð lítið eilt frá
götunni með járngrindum að skraut-
legu hliði fyrir framan. Jeg stje út
og gekk upp að aðaldyrunum.
Greifinn opnaði fyrir mjer sjálfur
og bauð mig velkominn. Elsa var
að skifta um kjól, sagði hann, svo
að við gátum talað saman á skrif-
stofu hans.
Er hann hafði vísað mjer til sæt-
is í stórum hægindastól við eldinn,
blandaði liann cocktail og bar mjer
á bakka. Síðan fjekk liann sjer sæli
andspænis mjer og varpaði öndinni
Tilboð hans virtist ósköp blátt
áfram, en jeg ætla ekki að lýsa þvi
nákvæmlega. Efni jiess var í stuttu
máli þetta: Efnahagur lians var orð-
inn mjög bágborinn i seinni tíð,
eins og flestra Þjóðverja af gömlum
aðalsættum, vegna hinna lniu slcatta
og þungra álaga stjórnarinnar. Hann
gat með naumindum haldið lrinu
mikla óðali sínu. En á hinni víð-
lendu landareign lians \oru stórir
hellar eins og víðar þar um slóðir.
Hann liafði ástæðu til að halda að
þeir vær auðugir af kopar og zinki
og jafnvel radium.
Mönnum var þetta ljóst fyrir strið,
sagði hann mjer, en vinnan hafði þá
slöðvast. Vandræði lians voru í því
fólgin, að ef liann rjeði þýskan
verkfræðing, myndi nasistastjórn-
ir: annaðhvort taka námurnar eign-
arnámi eða greiða litilfjörlega þókn-
un fyrir eignarrjettinn. Winslow
lávarður hafði hins vegar boðist til
að stofna fjelagsskap fyrir breskt
hlutafje, ef rannsóknin bæri góðan
árangur. Þýska stjórnin tæki því
með þökkum að fá enslct fje inn í
landið og þar með markað á er-
lendum vettvangi. Þetta var alt
ldappað og klárt. Greifinn átti að
fá nokkra fjárhæð frá fjelaginu og
liagkvæman leigumála. Alt valt á
þeirri skýrslu er jeg gæfi. Jeg leit
í kringum mig í þessu notalega
herbergi, þar sem eldur flökti á
arni i stað ofns, og grunur minn
virtist barnalegur. Mjer var ætluð
rífleg uppliæð, þúsund krónur, fyr-
ir greinargerð nrina og ef hún yrði
fullnægjandi, mátti jeg eiga von á
uppbót og lilutum í fjelaginu ásamt
fastri stöðu.
„Komið, jeg skal sýna yður,“
sagði liann og stöklc á fætur. Á
borðinu var stór uppdráttur af
hjeraðinu og greifinn sýndi mjer
með blýanti livar hellirarnir væru.
Á miðjum uppdrættinum kom jeg
auga á nafnið Schloss Veinegin og
jeg mintist leðurveskisins, sem jeg
geymdi i brjóstvasanum.
Hafi nokkur vafi leikið á sam-
henginu livarf það nú að fullu.
Þetta var staðurinn, sem ungi liðs-
foringinn hafði boðið mjer til að
stríðinu loknu. Það ásamt nafni
greifans og andlit stúlkunnar bar
alt að sama brunni, en þarna var
leyndardómur, sem jeg gat ekki
skilið, nema örlögin væru að spinna
einhvern undarlegan þráð.
Greifinn gekk yfir að hliðarborði
til þess að bæta í glösin, en er jeg
laut í liugsunarleysi yfir uppdrátt-
inn, ýtti jeg honum óvart til, svo
’að liann var kominn að þvi að
delta. Jeg náði i uppdráttinn, en
ýms laus blöð höfðu runnið niður á
gólf og jeg beygði mig til að taka
þau upp. Jeg lyfti uppdrættinum
svo að jeg gæti stungið þeim undir,
en rak þá augun i nafn rnitt,, Frank
Wendell, efst á einu blaðinu. Jeg
stakk því hiklaust í vasann, en ljet
hin á sinn stað.
Greifinn varð einskis var.
Er við höfðum drukkið úr glös-
unum, sagði liann: „Þjer vilduð ef
til vill þvo yður um hendur; þessi
uppdráttur er ekki sjerlega hreinn."
Jeg tók þessu boði fegins liendi
eins og nærri má geta, því jeg brann
af löngun til að sjá hvað stæði á
blaðinu, en greifinn fylgdi mjer til
skrautlegs baðherbergis og skildi
þar við mig.
Jeg dró upp blaðið í skyndi og
breiddi úr því. Jeg þóttist hafa
rjett til þess, þegar nafn mitt stóð
efst á því. Fyrir neðan það var
eingöngu röð af dagsetningum með
atliugasemdum aftan við. Jeg fann
engan botn í þeim. Ein var þetta:
29. sept. 1926: Kvæntur Caroline
Hobson í Reigate, en yfir þetta var
dregið mjótt, rautt strik, og svo
voru ýmsar aðrar greinar. Jeg las
þær til enda og jeg held að mjer
hafi runnið kalt vatn milli skinns
og hörunds af ugg.
1. Ágúst: Fór frá Karachi með P.
& O. Orean til Marseille.
15. sept.: Kom til París (hefir
sennilega tafist).
Býr á Bristol gistihúsinu.
Jeg stakk blaðinu aftur vandlega
í vasann og fór ofan til siðdegis-
verðar.
Elsa beið eftir nijer, fögur á að
líta, i svörtum nærskornum kvöld-
kjól. Hún var óeðlilega rjóð og virt-
ist vera í æstu skapi af hverju sem
það nú stafaði.
„Greifinn kemúr rjett strax, hann
gekk inn i skrifstofuna til að svip-
ast eftir einhverju.“
Hún brosti til mín, vingjarnlegar
en jeg hafði áður sjeð.
„Það var fallegt af honum að
bjóða mjer að koma,“ svaraði jeg.
„Það er honum líkt,“ sagði hún
hispurslaust, „annaðhvort geðjast
lionum að mönnum við fyrstu sýn
eða ekki. Englendingar falla lion-
um mjög vel í geð. Ilann var einu
sinni i enskum mentaskóla."
Jeg greip um borðröndina og
þakkaði mínum sæla að liún skyldi
ekki sjá hversu nijög mjer brá. í
enskum mentaskóla!
Jeg reyndi að liafa vald á rödd-
inni er jeg svaraði: „Þessvegna,
talar liann svona vel ensku.“
„Auðvitað“ og augu hennar voru
aftur skær og hreinskilin. „Hann
var svó óheppinn að vera staddur
i Englandi þegar stríðið braust út
og var þá tekinn fastur. Þeir not-
uðu liann sem túlk.“
Mjer var farið að þykja nóg um.
Greifinn hafði ávalt talað þýsku og
það lilla sem jeg hafði heyt liann
segja á ensku var bæði stirt og
beygingar rangar.
Mjer ljelti þegar liann kom inn.
Hann afsakaði — á þýsku — hve
seint hann kæmi, opnaði vængja-
liurðina og gekk á undan inn í
borðsalinn.
Ottó greifi var malmaður eins og
margir landar hans. Hann rjeðst á
mafinn eins og hungrað Ijón, er
hann hafði skorðað pentudúkinn
vandlega undir liálsfellingunum.
Maturinn var ágætur og vínin óað-
finnanleg. Vindlingar voru reyktir
á milli rjettanna að þýskum sið og
ísvatn greiddi fyrir meltingunni.
Andlitið á greifanum varð smám-
saman rautt og þrútið.
„Okkur lierra Wendell hefir sam-
ið ágætlega, vina mín,“ sagði hann
glaðlega við Elsu, „og jeg held að
liann ætli að lofa okkur að verða
aðnjótandi sinnar ágætu reynslu.
Það er aðeins eftir að gera út um
smáatriði, sem ekki verður minst
á_hjer.“ Hann neri saman lioldug-
um höndunum, lyfti glasi sinu og
mælti: „Skál fyrir vaxandi við-
kynningu.“
Við skáluðum, en þegar jeg
klingdi við Elsu, sá jeg að liún
kveinkaði sjer eins og liún kendi
skyndilegs sársauka.
„Já,“ sagði greifinn, „þekking
yðar á tungu vorri kemur sjer mjög
vel. Jeg get því nriður ekki talað
ensku.“
Jeg sá út undan mjer að blóðið
þaut fram í lcinnar Elsu og flæddi
eins og alda niður fannhvítan háls-
inn. Jeg vildi ekki lita á hana, en
kinkaði aðeins kolli til gestgjafa
míns. Það var farið að svífa á
hann. Hann helti gömlu, tæru
brennivíni í gríðarstór glös og
sveiflaði þeim til þess að finna
eiminn áður en hann rjetti mjer
annað glasið. Frh. í næstn thi.