Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 08.01.1943, Blaðsíða 8
F Á L K I N N Walter S. Nastermann: Leðurveskið Niðnrlag. „Við höfum útvarp," sagði hann, „en jeg er satt að segja lítið hrif- inn af því. Elsa syngur fyrir yður, ef yður langar til." Við gengum inn í salinn og ekki leið á löngu áður en greifinn stein- sofnaði. Elsa söng lágt og þýtt göm- ul þjóðlög fi-á Bæheimi, en jeg var annars hugar. Jeg hafði tekið.með mjer leðurveskið i þeim tilgangi að segja þeim alla söguna, en nú gat jeg það ekki. Fyrst var það, að jeg var nú nokkurskonar starfsmaður greifans og sagan myndi varpa á mig einskonar gerfiljóma, en hitt rjeð meiru, að á bak við þetta alt var ráðgáta, sem jeg varð að leysa áður en jeg segði nokkuð. Jeg hirði ekki um að greina nán- ar frá atburðum næstu daga, en flýti mjer að skýra frá hinum hörmulegu endalokum. Greifinn krafðist nærveru minnar dag hvern til skrafs og ráðagerða og virtisi ó- gjarna sleppa mjer úr augsýn. A hverju kvöldi stakk hann upp á ein- hverju, annaðhvont að fara f leik- húsið eða borða i næði heima h]á honum. Með hverjum degi óx undr- un mín yfir hinni dutlungafullu íramkomu Elsu. Stundum sýndi hún mjer vinsemd og trúnað eins og besta vini, en annað veifið kom á hana kuldagrima, og þótt hún reyndi altaf að vera kurteis og blátt áfram var eins og hún sveipaði um sig órjúfandi dularblæju. Hún heill- aði mig — jeg var ekki ástfanginn af stúlkunni, en jeg var farinn að þrá návist hennar og mjer dauð- leiddist þegar jeg reikaði aðgjörða- laus um París. Og svo kom siðasta máltíðin. Þau ætluðu á undan, en jeg átti að koma á eftir og greificn hafði útvegar mjer vegabrjef og far- seðla. Elsa var óróleg og í einkennilegu skapi, kurteis, kát og brosandi, en jeg sá, að hún átti í striði við sjáJfa sig. Einum tvisvar sinnum vaið jeg þess var, að hún horfði svo undar- lega á mig. Þegar jeg kom inn í salinn var greifinn að tala, hávær og skyjandi og nú sá jeg i fyrsta sinni á svip hans einkenni hins ofstopafulla rudda. Slúlkan ætlaði að fara að svara horium, þegar hún sá mig i speglinum og þau þögr- uðii bæði. Þetta var mjög óþægileg máltíð og jeg var feginn, þegar henni var lokið. Greifinn ljet dæluna ganga og sagði skrumsögur, sem sumar voru helst til kámugar fyrir unga stúlku að heyra. Rjett áður en við stóðum upp frá borðum leit Elsa, sem fram að þessu hafði verið þögul, beint fram- an i mig og spurði ákveðin: „Tók- uð þjer þátt í stríðinu, herra Wen- dell?" „Já, auðvitað," svaraði jeg. „Það var heldur lítið sem jeg gerði — en jeg komst i flokksforingjatign í Middlesex herdeildinni." Greifinn reis harkalega á fætur. „Nc^g um það — jeg vil síður tala um striðið, ef ykkur er sama." Hann hneigði sig tíl merkis um að Elsa gengi á undan, og við fórum inn i næsta herbergi. Það hvíldi á m]er þungt farg. Jeg var viss um, að nú myndi jeg verða einhvers vísari, en greifinn hreiðraði notalega um sig i stólnum sinum og sofnaði brátt. Elsa gekk að hlióðfærinu, og mjer fanst hún. vilja forðast mig, en söngur hennar var sálarlaus. Jeg reis á fætur og laut niður að henni eins og jeg væri að horfa á nóturnar, en þá hætti hún snögg- lega. „Elsa," sagði jeg rólega, „hvers vegna spurðuð þjer mig um stríðið?" Hún byrgði andlitið í. höndum sjer og hálfkæfð stuna leið 'frá brjósti hennar. Svo stökk hún á fætur og fór út. Greifinn rumskaði og opnaði augun. „Hvar er Elsa?" „Hún fór út," svaraði jeg. Hann reis á fætur, svefndrukkinn og teygði úr sjer. „ Hvað voruð þjer að segja við stúlkuna?" „Hvað eigið þjer við, greifi?" sagði jeg gramur. Yfir andlit hans færðist annar- legur svipur og hann svaraði: „Mig hefir víst verið að dreyma." Jeg fór frá honum eins fljótt og mjer var unt. Hann ætlaði að fylgja mjer til dyra, en kvöldið var svalt og jeg sagðist rata einn út. Langa bifreiðin beið fyrir utan og jeg staldraði á tröppunum á meðan jeg ljet á mig hanskana. Lág suða gaf til kynna að búið væri að set.ja yjelina í gang. Myrkrið grúfði yfir garðinum og það var suddarigning. Alt í einu kom lítill brjefmiði fljúgandi niður til mín og hring- snerist i loflinu áður en hann f.jell við fætur mjer. Jeg heyrði að glugga var skelt aftur, einhvers- staðar fyrir ofan mig. Jeg verð að játa að hjarta . mitt titraði; þelta minti á gömlu skáldlegu tímana, sem nú eru löngu liðnir. Jafnskjótt og jeg var sestur í vagnirm, reif jeg upp sendibrjefið og las með hálfum huga það sem í því stóð: / auðs nafni komið þjer ekki til Veineffin. Hverfið samstundis hjeðan oa qleymið því að þ'\er • hafið nokkurntíma hitt okkur." Þetta var alt og sumt. Jeg er sauð- þrár að eðlisfari og mjer kom ekki til hugar að láta flónsku ungrar stúlku aftra mjer frá því að halda gerða samninga. Koma min til Veineginhallar var ömurleg. Jeg var þreyttur eftir langa ferð. Síðasta áfangann lá leið in gegnum eyðilega furuskóga eftir ósljettum vegum. Fyrir innan hátt, breitt járnhlið, sem var orðið ryðg- að af elli tók við langur vegakafli þar sem alt bar vott um niðurníðslu. Garðarnir höfðu eitt sinn verið fagrir, en nú var alt á kafi i ill- gresi og það lagði fúaþef -af staðn- um. Hallarstíllinn benti á síðari hluta miðalda, að hálfu kastali og að hálfu ibúðarhús með keilumynd- uðum, mjóum turnum, vigskörðum á veggjum, en gluggarnir voru stór- ir og viðkunnanlegir. Hið rúmgóða anddyri náði alveg upp undir mæni og í rjáfrinu hjekk stórt ljósker. Gamlar riddarabrynj- ur stóðu meðfram veggjunum og gríðarstór, opin eldstó benti á, að hjer hefði verið borðsalur kastalans. Gamall þjónn í anða staðarins vísaði mjer inn. Hann var hár og magur, höfuðið minti á hauskúpu og ljótt ör var um þvert andlit hans. Dyr voru opnaðar og greifinn kom brosandi á móts við mig og rjetti mjer holdugan hramminn. „Yður tókst að rata," sagði hann hjartanlega. „Giörið svo vel að ganga i bæinn." Jeg kom inn i háreistan sal; þar inni voru ríkmannleg húsgögn, en þau voru orðin snjáð og upplituð. Höfðinglegur öldungur með hvítt skegg, klipt samkvæmt tísku keis- aratímabilsins, bláeygur og snar- eygur stóð teinrjettur fyrir framan arininn, þar sem eldurinn ljek sjer að furukubbum. Jeg þekti þegar, að þar var kominn Herjnann Schultz hershöfðingi, afburðamaður og fyr- verandi meðlimur herforingjaráðs- ins þýska. Otto greifi sýndist verða að engu við hliðina á þessum aðsópsmikla manni, er hann kynti mig. Hers- höfðinginn hvesti á mig augun og jeg hefi aldrei hvorki fyr nje síðar mætt svo ferlega starandi augna- ráði. Hann hneigði sig lítið eitt, en rjetti mjer ekki hendina. „Svo þetta er þá herra Wendell," mælti hann kuldalega. Jeg hugði þetta stafa af hinum prússneska rembingi hans, en and- rúmsloftið alt nisti mig í gegn. Jeg bolnaði ekkert í þessum sani- fundum okkar, því að greifinn hrað- aði sjer út með mig og fylgdi mjer sjálfur til svefnstofu á fyrstu hæð. Eldur skíðlogaði á arni og vagn •hlaðinn úrvalsdrykkjum stóð þar upp við lítið borð. Samkvæmisföt mín voru lögð fram og búið var að taka upp >v töskum mínum. Jeg var feginn að hafa leðurveskið og skilríki min í vasanum. Einhversstaðar í kastalanum var barið á málmbumbu og gestgjafi minn sagði um leið og hann fór: „Þetta er fyrsta hringing. Þjer haf- ið nægan tíma." Jeg flýtti mjer samt að hafa fata- skifti, því að jeg hafði sterkan grun um að eitthvað hryllilegt væri i vændum. Jeg afrjeð að fara niður og skygnast betur um á þessum af- skekta, undarlega stað, þar sem bú- ast mátti við öllu. Jeg stákk leðurveskinu á mig til vonar og vara og gekk út a ganginn. Hann var breiður, og steinveggirnir voru klæddir slitnu veggfóðri. Út um opnar dyr til hægri handar barst dauf ljósrák. Er jeg nálgaðist var þeim hrundið upp á gátt og Elsa stóð þarna föl eins og vofa. Hún benti mjer skipandi að koma inn fyrir, og jeg gekk inn i her- bergi hennar. Hún flýtti sjer að loka og sneri sjer að mjer. „Jeg sagði yður að koma ekki," rödd hennar var óstyrk og annar- leg og jeg sá barm hennar bifast ótt undir kvöldkjólnum. „Hversvegna mátti jeg ekki koma?" spurði jeg hana brosandi. 1 stað þess að svara, gekk hún fram hjá mjer að borði sem stóð við gluggann. „Jeg ætti að hata yður," sagði hún og beit i sundur orðin, „en jeg get ekki horft á að þ.jer sjeuð drepinn." Jeg hjelt að hún væri ekki með sjálfri sjer, en hún herti sig upp og sagði rólegri en áður: „Þjer hefðuð átt að geta sagt yður það sjálfur, flónið yðar." Blóðið svall í æðum mjer — á- þreifanleg hætta olli mjer engum kvíða. „Mjer var margsinnis ljóst, að þið luguð að mjer bæði tvö," sagði jeg kuldalega. „En jeg hafði staðfest með undirskrifuðum samningi að rannsaka þessa námu, og jeg geng ekki á bak orða minna." „Skiljið þjer ekki," sagði hún og hló beisklega. „Hjer er enain náma!" Jeg held að þetta hafi komið mjer allsendis á óvart. í gegnum þoku óvissunnar sá jeg allar grunsemdir mínar rætast í björtum brennidepli. ,Þjer eigið við, að föðurbróðir yðar hafi lokkað mig hingað i ákveðn- um tilgangi." „Föðurbróðir minn! Hann er eng- ínn föðurbfóðir minn — hann er unnusti minn." „Hvað á þetta alt að þýða," spurði jeg. „Jeg get ekki sagt yður það," hrópaði hún; „við verðum að fara.. Ó, gætið yðar, þjer megið ekki ekki segja neitt. Jeg ætla að reyna að bjarga yður, ef jeg get, en mun- ið að seeia ekki neitt," endurtók hún og ýtti mjer fram að dyrunum. Hún tók eitthvað af borðinu og hjelt á þvi fyrir aftan bakið. Jeg lauk upp hurðinni»og var á leiðinni út, er hún þreif i handlegginn á mjer en brá um leið hendinni upp að and- litinu á mjer. Jeg sá að hún hjelt á mynd af unga liðsforingjanum von Brun greifa, það var sama andlitið og á litlu myndinni. „Kannist þjer við þetta?" spurði hún og virtist bíða með öndina í hálsinum eftir svari minu. „Já, jeg geri það," byrjaði jeg. Andlit hennar varð eins og steinn. „Guð hjálpi yður þá. Hann var faðir minn." Jeg kom til siálfs mín úti á gang- inum. Hurðin var lokuð, en jeg heyrði niðurbældan grát fyrir inn- an. Jeg hleypti í mig kj'arki áður en sest var að borðuin; jeg var ringlaður af þvi sem hún hafði sagt. — Jeg hefði átt að geta getið mjer þess til, eins áþekk og þau voru. í stóra borðsalnum voru saman- komnir auk freifans og hershöfð- ingjans, fölleitur un«ur maður er virtist vera einkaritari hans og þrir liðsforingjar. Það fór mjög lítið fyr- ir okkur í þessum stóru salarkynn- um. Það logaði ekki á öðru en r.öð af silfurstjökum, er stóðu á miðju borðinu og stungu þeir einkennilega í stúf við tiskuna á vorum dögum. Salurinn lá að öðru leyti í skugga. Matur og drykkur var borinn svo hljóðlega fram, að maður fann frem- ur til návistar þjónanna, en að mað- ur sæi þá. Uppi yfir okkur hjekk stærðar liósakróna, sem eitt sinn hafði borið aragrúa af kertum. Ein- hver óhugnaður hvíldi yfir öllu. öðru megin við mig sat maður, er kallaðist Stein majór, en hinu megin sat Elsa og var jeg hálf hissa á þvi. Samtalið var slitrótt, þólt majórinn reyndi að fá mig til að tala. Jeg fann að honum hafði verið falið það hlutverk. Alt í einu ræksti hann sig eins og honum hefði verið gefið merki, og hann spurði: „Voruð þjer ekki einhvern- tíma í FrakkJandi á stríðsárunum, herra Wendell?" Nú stóðst jeg ekki lengur mátið. Áhrif vinsins, orð Elsu og senni- lega öngþveitið sem jeg var í, olli því að jeg tók skjóta ákvörðun. „Jeg var þar," svaraði jeg ákveð- inn. Ef til vill var það ímyndun ein, en mjer fanst allra augu mæna á mig og allir leggja við hlustirnar. „Þar kom fyrir mig einkennilegt atvik, sem mig langar til að segja ykkur frá, vegna þess að það' sýnir að jafnvel stríð á sínar björtu hlið- ar." Jeg heyrði að Elsa greip and- ann á lofti og fann að hún kom snögt við handlegg minn. Jeg sagði þeim síðan viðstöðu- laust nákvæmleaa það sem gerðist í áhlaupinu og fór fögrum orðum um drenglyndi Þjóðverjanna, en forðaðist að nefna nokurt nafn. Jeg leit í kringum mig. Þeir sátu allir sem steini lostnir. Gamli þjónninn, sem Jeg sá um leið og jeg kom hafði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.