Fálkinn


Fálkinn - 08.01.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 08.01.1943, Blaðsíða 11
F Á L K 1 N N 11 LESSING. rwwwwwww w w Frh. af bls. 6. heim, þekkir hringinn — þa'ð er trúlofunarhringur, sem von Tell- heim hefir gefið henni á sínum tíma. Og hún verður harla glöð, þvi að nú muni hún geta hitt elskhuga sinn, sem hún hefir svo lengi leitað að. Þegar Tellheim kemur og hittir hana, neitar hann að lofast henni á ný eða taka upp kynni við hana, vegna þess hve ástœður hans eru bágar. Minna von Barnhelm grípur þá til þess úrrseðis, að þykjast sjálf vera öreigi, og Franziska þerna hennar hjálpar henni í þeim leik. Þegar Tellheim verður þess vísari vill hann fúslega endurnýja gömul héit við Minnu von Barnhelm. Þegar hjer er komið sögu kemur brjef frá konunginum. Þar er til- kynt, að von Tellheim fái aftur all- ar sínar eignir og rjettindi. En nú vill Minnax hefna sin fyrir fyrri framkomu von Tellheims, og segist ekki geta gifst honum, því að svo ójafnt sje á komið um efnahag þeirra. Þegar hann reynir að telja henni hughvarf þá notar hún sömu rökin sem hann áður hafði notað gcgn henni. En á siðustu stundu segir Minna honum allan sannleikann. Og leiknum likur með hjónabandi þeirra von Tellheims og Minnu Barnhelm, og. Franziska og Werner undirforr ingi giftast svo i þokkabót. Þegar Bretar tófcu Madagaskar. Hinn 10. september að morgni rjeðst enskt landgöngulið á hafnirn- ar Majunga og Morendava og fleiri staði á vesturströnd Madagaskar. Japanar voru þá farnir að nálgast þetta eyland ískyggilega mikið, svo að Bretum hefir þótt nauðsynlegt, að láta þá ekki ná fótfestu þar, því að eyjan er í siglingaleið á austur- strönd Afríku. — Franska setuliðið í Majunga gafst fljótlega upp og sýnir myndin franskan foringja er hann dregur upp friðarflaggið til þess að biðja um vopnahlje. Mozambikssundið, sem liggur milli Madagaskar og meginlands Afríku er um fjórum sinnum stærra en ísland, eða 427.000 ferkilómetrar og heitir höfuðborgin Antananarivo, en aðalhafnarborgin er Tamatave. Eylandið er bygt þjóð af Malajakyn- stofni og Evrópumenn eru þar fáir. íbúatalan er tæpar fjórar miljónir. Madagaskar er fjallaland og er þar MAISKY OG SIK CHARLES PORTAL. Ivan Maisky, sendiherra Rússa í London, hefir gegnt stöðu sinni þar síðan 1932, en hún hefir eigi ætíð 'verið Ijett. Eng- lendingar höfðu yfirleitt illan bifur á honum, þó að þeir teldu víst að hann hallaðist fremur að stefnu Litvinoffs, sem var talinn vinveittur Bretum, en að stefnu Molotoffs, sem i byrj- un stríðsins var talinn andvígur þeim. Mcðan samningar fóru fram milli Rússa annarsvegar og Breta og Frakka hinsvegar var Maisky nefndur oftar í enskum blöðum en nokkur annar sendiherra, og ekki altaf vinsamlega. En nú er þjóð hans sam- herji Breta og vináttan mikil. Maisky er fæddur i Siberíu og gekk í háskóla i Petrograd uns hann fór til Englands, árið 1912. Þar dvaldi hann til 1917, er hinir landflótta byltingar- sinnar fengu að koma heim, og lærði hann ensku til hlitar. Maisky stjórnaði fundum alþjóðasambandsráðsins i Geneve í maí 1939, siðasta fundinum, sem þar var haldinn. — Myndin hjer að ofan er tekin af Maisky og sir Charles Portal, yfirflugmarskálki Breta, á samkomu, sem flugmálaráðuneytið breska hjelt í London nýlega. ???????< Súesskurðurinn. Þegar Vasco da Gama uppgötvaði sjóleiSiná til Indlands framhjá GóSravonarhöfða árið 1498 ruddi hann heimsveisluninni nýja braut, svo að hún gerbreyttist. En afrek það, sem Ferdinand de Lesseps vann 370 árum siðar var ekki minna. Honum tókst að fullgera Súesskurð- inn, sem stytti leiðina til Indlands og Austur-Asiu um nálægt helming. ÞaS var snemma á öldum, sem ýmsir gerSu sjer Ijóst, aS eigi mundi mjög miklum erfiSleikum bundiS að grafa skurð milli Miðjarðarhafs og Rauðahafs, gegnum Súes-eiðið, þvi aS landið er mjög láglent þarna og jarðvegur auðveldur viðureignar. Á stórveldistimum Egypta hafSi verið grafinn skipaskurður milli Nílar og Rauðahafs. ÞaS var á 14. öld f. Kr. sem faraóarnir Seþos I. og Ramses II. grófu þennan skurð úr Nil til Timsahvatns og þaðan til Rauðahafs, en eftirmenn þeirra hjeldu honum illa við og hann fyltist af sandfoki úr eyðimörkinni. Á 7. öld f. Kr. tók faraóinn Neko sig til og ætlaði að koma skurðinum i lag, en gafst upp á því, vegna þess að vjefrjett spáði, að skurðurinn mundi koma útlend- um villiþjóðum en ekki Egyptum aS gagni. Enda mun verkið hafa reynst fjöldi útbrunninna eldfjálla. Én frjó- semi er þar mikil, enda liggur land- ið í hitabeltinu en nýtur hinsvegar nægilegrar úrkomu. Allur þorri landsmanna lifir á landbúnaði og er kvikfjárræktin afar mikil, en ræktað er bæði risgrjón og kaffi,. kókó, tóbak, bómull og gúmmí. Það var portugalskur landkönn- uður, sem fyrstur fann Madagaskar, en ekki hjelst Portugölum þó á land- inu og það lenti undir yfirráðum Frakka árið 1916. Höfðu þá kon- ungar af innbornum ættum hafl völdin um hríð, að minsta kosti í orði kveðnu, og hinn síðari þeirra dó árið 1916. Síðan hafa Frakkar hafl þar herstjóra, sem er æðsti maður landsins, og hefir hann valda-« litla ráðgjafanefnd til aðstoðar sjer. KAUPIÐ »FÁLKANN« erfitt á þessum stað, þvi að sagnir herma, að það hafi kostað 120.000 verkamenn lifið. Síðar Ijet Darius Persakonungur ljúka verkinu, en þegar Kleopatra varð drotniiíg i Egyptalandi, var þessi skurður orð- inn fullur af sandi. Þegar Arabar lögðu undir sig Egyptaland Ijet Amr herstjóri þeirra koma skurðinum í lag, en á 8. öld e. Kr. var hann orð- inn óskipgengur í þriðja sinn, og nú heitir varla, að sjáist móta fyrir honum. Oft var á það minst hvílikt ómetanlegt hagræði gæti orðið að því, að gera siglingafært milli Mið- jarðar- og Rauðahafs, en kostnaður- inn virtist mundu verða óviðráðan- legur, þangað til Frakkar rjeðust i verkiS undir forustu de Lesseps. Honum tókst aS vekja áhuga Egypta- konungs, eSa khedivans og fá hann til aS láta land af hendi til fyrir- tækisins, útvega verkamenn, og veita verktakanum sjerleyfi til 99 ára, gegn þvi að Lesseps útvegaði pen- ingana. Honum tókst að stofna hluta- fjelag með 200 miljón franka fram- lögum, og 1859 var fyrsta .skóflu- stungan gerð að skurðinum. En and- staða varð mikil gegn fyrirtækinu, ekki sist af hálfu Breta. Þeir áttu Höfðaborg, sem hafði blómgast á verslun og siglingum suður fyrir Afríkuodda, og hlaut að verða hart úti vegna hinnar nýju leiSar. Var mikið deilt um fyrirtækið og margt fáránlegt notað þvi til niðurdreps, svo sem þaS að sjávarborð Miðjarð- arhafsins væri tíu metrum hærra en Rauðahafs og mundi þvi Rauða- haf flæða norður skurðinn. Og á laun var Ismail, næsti khedivinn eftir Said pasha fenginn til að sýna fyrirtækinu hverskonar , óþjálni. En Lesseps sigraðist á öllum andróðri, og eftir að hann hafði boðið 100 verkfræðingum og kauþsýslumönn- um frá ýmsum löndum að skoða hve langt verkinu var komið, árið 1865, efaðist enginn um,að honum mundi takast að fullgera það. Vatnsleysið var það, sem olli mestum vandræð- um viS skurðgröftinn. 25.000 verka- menn störfuðu aS honum, en 1600 úlfalda þurfti til að reiða á vatn handa þessum hóp, og kostaði það um 8000 franka á dag. Drepsóttir komu upp og deyddu fjölda rnanns, þar á meðal kólera, en úr henni dóu um 50 manns á dag, og aðrir skelfd- ust þá þetta pestabæli og flúðu á burt. En Lesseps Ijet ekki bugast, og hann virðist vel að því kominn aS minnismerki hans stendur viS innsiglinguna aS skurðinum. í nóv- ember 1868 var hann vígður og tek- inn til afnota, en í stafni fyrsta skipsins, sem um hann fór, stóð Eugenia Frakkadrotning og klipti sundur blátt silkiband, sem strengt var yfir skurðinn, bakka á milli. Veisluhöldin keyrðu svo úr hófi, að frægt er orðið, og er táliS að þessi gleðskapur allur hafi kostað khedív- ann um 20 miljón franka. Einn gest- anna var Henrik Ibsui, en tón- skáldið Verdi samdi óperuna „Alda", sem var leikin sem hátiðarsýning við þetta tækifæri. — Skurðurinn kostaði 380 miljón franka, en þeir peningar komu fljótt aftur og Eng- lendingar sneru brátt við blaðinu og tóku að kaupa hlutabrjef fje- lagsins. — Súesskurðurinn er 160 kílómetra lnngur, eða álíka og úr Reykjavík og austur að Kötlugjá og . eru skip nálægt 18 tíma aS fara hann, því að ekki má sigla nema hægt. Yfir 4000 skip fara um skurð- inn á ári.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.