Fálkinn


Fálkinn - 29.01.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 29.01.1943, Blaðsíða 10
10 F A L K I N N VNCSSVV lA/SHbURMIR Ljóti draumurinn kongsins Gusi kongur, hinn 27. með því nafni i Sœlingjaríki, liafði akaflega gaman af því að eta góðan mat. Þið skiljið það sjálf, krakkar, að jaegar maður er konungur í Sælingjaríki vill mað- ur helst ekki eta nema það besta, sem hægt er að fá. En þetta var vondur og óvitur kon- ungur, og oftast nær borðaði hann miklu meira, en hann hafði gott af. Þess vegna dreymdi hann oft illa, því að það gerir flesta, þegar þeir hafa etið of mikið. Og hjerna kemur uú ljóti draumurinn, sem hann dreymdi. En fyrst verð jeg að segja ykkur það, að þegar hann kom ofan, og var að eta litla skattinn með drotning- unni sinni, þá var hann náfölur, og hún tók eftir þessu og spurði, ákaf- lega angistarleg: „Hvað gengur að þjer, Gusi minn það hlýtur að vera eitthvað að þjer. Þú ert náfölur, og svo snertir þú varla á öllum bollunum, sem mat- sveinninn okkar var að baka handa þjer.“ „Nei,“ svaraði kongurinn og dró djúpt andann. „Jeg hefi enga matarlyst núna, af því jeg er svo hræddur um, að eitthvað óttalegt komi fyrir mig. Mig dreymdi svo skelfing illa í nótt.“ „Vertu ekki að setja það fyrir þig,“ sagði drotningin. „Jeg get ekki að því gert,“ sagði kongurinn. „Hugsaðu þjer hvað mig dreymdi. Mig dreymdi, að jeg væri orðinn að bók, í grænu bandi, en öll blöðin voru gul.“ „Mjer finst nú eitthvað annað, en að þú sjert orðinn að bók. Skelfingar vitleysa getur þetta verið hjá þjer,“ sagði drotningin. „En jeg get nú ekki að þessu gert, samt,“ sagði kongurinn, og stundi svo þungan.. „Getur þú ráðið þennan draum, væna mín?“ „Jeg skal nú gefa þjer gott ráð. Sendu öllum stjörnuspámönnunum og galdramönnunum þínum orðsend- ing, og láttu þá spreyta sig á þessu. Jeg held þeir geri ekki annað þarf- ara,“ sagði drotningin. Nú var eins og konunginum ljetti. „Þetta var viturlega mælt,“ sagði hann. „Nú geri jeg þeim boð, og skipa þeim að ráða drauminn.“ Og svo gerði hann þetta, og þið megið trúa þvi, að það var nóg að gera í höllinni, þegar þeir komu allir þessir vitringar, til að ráða draum- inn. Sumir voru með kíki, aðrir komu með stórar bækur, og einn hafði náð i ofurlitla álfamær — hann hugsaði sem svo, — kanske verður hún betri draumþýðan_i en við sjálfir erum. En honum skjátlaðist nú hrapa- lega, því að litla álfamærin, sem var með vængi, flaug á burt eins og fiðr- ildi áður rn farið var að spyrja vitr- inginn. Og svo stóð hann þarna eins og glópaldi, og þeir fóru að hlæja að honum, allir hinir. Svo var þeim nú vísað inn i stóra salinn konungsins. Og hann sat þarna með kórónu á höfðinu, uppi í sjálfu hásætinu. „Viljið þjer nú segja okkur þennan draum yðar, herra konungur,“ sagði sá galdramaðurinn, sem hjelt að hann væri göldróttari en allir hinir. Og nú lilustuðu allir. Sumir tóku fram blað og blýant, til þess að skrifa hjá sjer allt, sem sagt væri, aðrir settust álútir og tóku hendinni um ennið og vildu láta sýnast, að þeir væru lærðir menn. En allir hlustuðu þeir mjög vel á hvert einasla orð, sem konungurinn sagði. „Jæja,“ sagði konungurinn, „mig dreymdi, að jeg væri orðinn að stórri þykkri bók í grænu bandi. En blöðin voru gul i bókinni.“ „Já, og livað svo meira?“ sagði einn vitringurinn. „Meira? Er þetta sosum ekki nóg?“ sagði konungurinn og var byrstur. „Hvort það nú er,“ sögðu allir hinir vilringarnir og hneigðu sig. „Var bólcin í rjettan ferhyrning eða var hún lengri en hún var breið?“ spurði einn vitringurinn. „Það man jeg eJtki,“ sagði konung- urinn dálitið ergilegur. „Voru spjöldin ú bókinni dökk- græn eða ljósgræn?“ spurði annar. „Eins og það komi ekki í sama stað niður,“ sagði konungurinn. Hann var nú orðinn bálvondur og nenti varla að svara svona þvættingi. — „Flýtið ykkur nú að ráða drauminn," hreytti hann svo út úr sjer. En þeir gátu.ekki svarað honum. Einn fór að segja eitthvað, en þá tók sá næsli fram i og sagði eitthvað ann- að, og eftir tiu minútur voru allir farnir að tala, svo að ekki heyrðist mannsins mál. Það var alveg eins og í frímínútunum i Barnaskólaportinu. Kongurinn tók báðum höndunum fyrir eyrun og hljóp á burt. Hermenn irnir hlóu og vitringarnir fóru að skammast, og svo lenti þeim saman i áflogum. Og áflogunum lauk -vitanlega þann- ig, að sá sterkasti af þeim stóð einn uppi. Og svo fór hann og leitaði uppi konginn. „Jeg veit hvernig á að ráða draum- inn,“ sagði .hann og setti upp spek- ingssvip. „Þetta er ákaflega merki- legt mál.“ „Jæja,“ sagði konungurinn. Hann varð forvitinn og hætti við að eta gtáfíkjuna, sem liann var um ljað þil að stinga upp í sig. „Draumurinn táknar það, að hár- ið á yðar hátign verður grátt í vor,“ sagði sterki vitringurinn og hneigði sig. „Hvaða dómadags vitleysa er þetta?“ sagði konungurinn og fleygði gráfíkjunni beint í andlitið á vitr- ingnum. En nú voru fleiri vitringar komn- ir þarna að, og þeir sáu þetta. Og nú varð enn meiri hávaði en i fyrra skiftið, og konungurinn kallaði á hermennina sína og sagði þeim að reka alla vitringana út. Og svo settist hann í liásætið og sagði: „Skelfing var gott að fá svo- litið næði. Miklir óskaplegir blaðr- arar eru þeir, allir jiessir vitringar.“ En Jiegar drotningin heyrði þetta, þá sagði hún: „En við erum jafn nær. Við höfum ekki hugmynd um hvað draumurinn merkir.“ „Nei, það veit enginn,“ sagði kon- ungurinn og stundi. „Jú, jeg veit það, yðar hátign,“ var þá sagt með djúpri rödd, rjett hjá honum. Þegar hann hafði ólmast sem mest við að láta alla vitringana út, hafði liann eða hermennirnir hans ekki tekið eftir, að þarna stóð tötralegur fiðluleikari úti í horni. Nú gekk hann fram og hneigði sig. í sama biii kom yfirbryti kongs- ins inn, og hafði með sjer skrifað plagg, þar sem skráðir voru allir rjettirnir, sem hans liátign konung- inum vildi Jióknast að velja úr i næst(u máltíð. Hann hrökk við þegar hann sá fiðluleikarann, Jjví að hann var svo illa til fara. „Heyrðu, fiðlari,“ sagði konungur- inn. „Þóttist þú geta sagt mjer hvað draumurinn minn þýddi,“ sagði kong- urinn. „Já, það get jeg,“ sagði fiðlarinn og hneigði sig. „Leyfið mjer að lieyra, hvað konungurinn ætlar að eta næst?“ „Það er nú hægur vandi. Heyrðu bryti. Viltu lesa upp rjettina, sem jeg á að velja úr?“ Og svo fór matsveinninn að lesa, og Jietta var löng skrá, þó að þelta væri aðeins venjulegur málsverður en ekki neitt gestaböð, sem i hönd fór. Og á meðan verið var að lesa J)á sagði konungurinn ekki neitt nema ,,nam-nam“ om „u-uhmm“. En firðlarinn stóð þarna og hristi á sjer hausinn. „Jeg lield að það sje litill vandi að ráða þennan draum,“ sagði fiðl- arinn að lokum. Hann þýðir ekki annað en það, að Gusi konungur í Sælingjariki etur meira en hann hefir gott af, — og það gera líka allir Jsegnar lians.“ „Hvað segir mannskepnan?" sagði konungurinn. „Vil yðar hátign reyna mitt mat- aræði, þó ekki sje nema einn dag?“ sagði fiðlarinn. Þá munuð þjer sanna, að J>jer sofið eins og hrútur næstu nótt á eftir.“ 4 Konungurinn varð alvarlegur á svipinn. Það var orðið svo langt síðan hann hafði sofið vel, og nú varð hann forvitinn, og langaði til að hlusta, ef fiðlarinn ætlaði að segja eitlhvað meira. En hann sagði ekki meira og þá hugsaði kongurinn sem svo: „Það er best að reyna þetta einn dag, og sjá til hvorl það er nokkuð vit í þessu, hjá honum. Og daginn eftir át hann aðeins allra óbrotnasta mat og drakk mikið vatn. En nóttina næstu á eftir svaf hann eins og steinn og dreymdi ekki neitt. » Morguninn þar á eftir sendi hann eftir fiðlaranum og fjekk honum hrútspung, fullan af peningum og sagði: „Þú útskýrðir fyrir mjer, hvernig átfi að ráða drauminn. En þú gerðir meira. Þú kendir mjer hvernig á að forðast að láta sig dreyma illa. Þess- vegna veiti jeg þjer þessi heiðurs- — Þjer eruð Pjetur, keisari allra Rússa, skiljið þjer. Og ef þjer gerið ekki eiris og jeg segi þá getið þjer snáfað burt. — Ef pabbi tekur hlaupahjólið mitt þá tek jeg teborðið hennar mömmu! Nótt eina um tvö-leytið er dyra- bjöllunni hringt á geðveilcrahælinu. Næturvörðurinn hleypir sjer í bræk- urnar og fer til dyra og sjer þar mann, sem virðist vera mjög trufl- aður og i geðshræringu. — Hleypið mjer inn, jeg held jeg sje að verða brjálaður? Dyravörðurinn starir á manninn og svarar ólundarlega: — Núna um miðja nótt. Svei mjer ef jeg held eklci að Jjjer sjeuð vit- laus! Betlari hafði löngum staðið á á- kveðnu götuhorni í útlendum bæ, nieð pappaspjald á maganum, en á það var letrað „Blindurí“ Einn góð- an veðurdag var komið nýtt spjald á magann og á þvi stóð: „Mállaus!" Gömul og góð kona, sem oft hafði lagt skilding í húfu betlarans tók eftir breytingunni og segir forviða: „Ilvað er að vita þetta. Eruð Jjjer búinn að fú sjónina?" „Nei,“ svaraði betlarinn. „En það var farið að safnast svo mikið al' buxnatölum i lmfuna mína, að það þýddi ekkert að vera blindur.“ laun i hrútspungnum, en þú verður l>á að gera mjer greiða í staðinn. Þú átt altaf að ákveða, hvað við eigum að borða hjerna i höllinni. Þannig atvikaðist það, að kong- inn í Sælingjalandi dreymdi aldrei illa framar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.