Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 26.02.1943, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N FERRIER de la BATHIE: VONIRsn BRUGÐUST EFTIR tveggja mánaöa spít- alalegu kom Francois Lau- get lieim i þorpið aftur, með trjefót og á tveimur hækjum. Hann hafði mist fótinn i starfi sínu við járnbrautina. Hann hafði verið laglegur piltur, snyrtilegri en kunningj- ar hans við brautina, en þeim þótti öllum vænt um hann vegna þess live hann var glaður og kátur. Stúlkunum leist vel á hann, því að liann var laglegur og viðfeldinn, og öll sveitin vissi, að hann ljek ljómandi vel á fiðlu. Hann spilaði á kránni á sunnudögum og á vetrarkvöld- um kom liann á bæina og spil- aði — og svo auðvitað í öllum brúðkaupsveislum. Meðan hann lá á spítalanum hafði sú tilhugsun kvalið hann, að nú mundi hann eftii’leiðis ekkert geta haft fyrir stafni nema leikið á fiðluna sína, en það fanst honum hálfgerð slæp- ingjavinna. Og honum sárnaði líka að geta aldrei farið á skemt- anir með liinum strákunum, og þótti leitt að liugsa til þess, að nú mundu allar stúlkurnar fram- vegis lita sig liornauga. En það sem kvaldi hann mest var, að nú mundi hann áreiðanlega ekki fá hana Madeleine Barraud, dóttur veitingamannsins i „Sól- arupprásmni“......... Þegar örvæntingarköstin setti að honum reyndi hann að lirista þetta af sjer með þvi að ímynda sjer, að æska hans hefði nú samt ekki farið til ónýtis, og hann endurtók i sífellu með sjálfum sjer: „Nei, nei, jeg vil ekki hugsa um þetta .... jeg vil ekki hugsa um þetta!“ Hann reyndi að gleyma óláni sínu, en viðtölcurnar, sem liann fjekk hjá fjölskyldu sinni, er liann kom heim, ýfðu harma Iians á ný. Móðir hans stundi andvarpandi og með tárin í augunum: „Drottinn minn, Iivílík hörm- ung! Yeslings drengurinn minn! .... Hvað verður nú um þig? .... Drottinn minn, nú dugir þú ekki til neins!“ „Vertu ekki að segja þetta, kona...... segðu ekki þetta,“ muldraði faðir hans í skeggið. En svo þagnaði hann, því að nú datt honum í hug, hve slæmt það væri íyrir liann, mikilsmet- inn borgarann, að eiga svona son. Bræður Francois, annar sex- tán ára og liinn átján, gutu horn- auga til trjefótsins og hjeldu sig í fjarlægð eins og bróðir þeirra væri bráðókunnugur maður. Daginn eftir settist Francois á bekk fyrir utan húsið, aðal- lega til þess að komast hjá að sjá, hve fjölskylda hans var vandræðaleg út af honum. Barnaskólinn var þarna rjett hjá og innan skamms komu kralckarnir út, hlæjandi og með háreysti. En þegar þau tomu auga á hann þögnuðu þau þeg- ar og gengu liægt framhjá hon- um með opinn munninn og upp- glent augun. Þegar þau voru komin framhjá litu þau við og horfðu á hann, og Francois heytrði þau hvisla: „ Hvað geng- ur að manninum þarna? Hann er með trjefót.“ Þeir sem betur vissu bættu við: „Hann misti fótinn við járnbrautina.“ Ungu mennirnir, sem voru á leið til vinnu sinnar, sögðu um leið og þeir gengu hjá: „Jæja, kunningi, líður þjer sæmilega.1 Franoois svaraði og bx,,osti biturlega: „Já, eins og einfætt- um manni getur liðið “ „Þetta var nú meiri óheppn- in.“ „Já, það verður ekki annað sagt.“ „Er það satt, að járnbrautar- fjelagið borgi góð eftirlaun .... fjögur hundruð franka, hefi jeg heyrt?“ „Já, það er rjett. Jeg hefi elcki undan neinu að kvarta hvað það snertir.“ Nú varð löng þögn, og ungu mennirnir stóðu og horfðu í gaupnir sjer. Alt í einu þóttust þeir muna, að þeir væru að verða of seinir í vinnuna: „Jæja, vertu þá sæll, kunningi ....... Reyndu að láta ekki hugfallast.“ Og Francois reyndi að láta elcki hugfallast, en hann fann vel, að nú var hann ekki framar „eins og allir hinir“. Átti hann að haltra niður að brúnni og klifra yfir handriðið? Hann mundi geta komist þang- að á hækjunum. Henda sjer í ána .. það var betra að liggja undir tíu fetum af vatni, en að lifa þessu eymdarlífi. .... En þrátt fyrir ógæfuna varð- veita flestir vonina um ein- hverja björgun, á einn eða ann- an undraverðan hátt. Og það var þessi von, sem nú gerði vart við sig og hann hrópaði upp, um leið og hann hagræddi sjer á bekknum: „Nei, nei, .... það geri jeg aldrei ....“ Þarna sat hann á bekknum dag eftir dag og horfði á lífið í þorpinu. Það var svo viðburða- snautt og tilbreytingalaust, og hugsanir hans urðu eins. Svo fór að lokum að honum hætti alveg að gremjast, þó að hann væri á ýmsan hátt mintur á ó- gæfuna, sem hann hafði orðið fyrir. En eitt fanst honum óþol- andi: og það var, að ungu stúlk- urnar, sem áður höfðu brosað til hans, skyldu sjá hvernig komið var fyrir honum. Undir eins og hann sá til stúlku á götubeygjunni fyrir ofan húsið, þreif liann hækjurnar og flýtti sjer inn í húsið. Hreina loftið og kyrðin hafði góð áhrif á heilsufar hans og innan skamms hafði hann náð sjer aftur, eftilr því sem liægt var. Þegar hann var kominn svo vel á veg að hann gat hætt að nota hækjurnar og staulast áfram á trjefætinum með staf í hend- inni, fanst honum sem að nú væri hann ekki orðinn mjög frábrugðinn öllum hinum. Hann hætti sjer lengra niður í þorp- ið, til þess að líta inn í verkstæð- in við veginn, þar sem fjelagar lians störfuðu. Einu sinni þegar hann stóð niður við smiðjuna og horfði á smiðinn vera að járna hest, sagði hann við hann: „Á jeg að segja þjer hvað þú ættir að gera, Francois? Þú ætt- ir að fá þjer gerfifót. Þetta er ný uppgötvun, sem þeir hafa gert í Paris, og jeg hefi sjálf- ur sjeð mann þar, sem var með svoleiðis fót. Maður hefir stíg- vjel á honum og það er varla hægt að sjá annað, en að það sje venjulegur fótur.“ „Hvað heldurðu að svoleiðis gerfifótur mundi kosta?“ 1 Því gat smiðurinn ekki svar- að. En nú fór Francois að hug- leiða, að það væri alls ekkert smáræði, sem liann gæti feng- ið fyrir að spila í brúðkaupum, og ef hann væri sparsamur, þá mundi honum takast að safna sjer fyrir svona gerfifæti. Þessar hugsanir gagnlóku hann og þegar hann kom heim tók hann fiðluna og fór að æfa gömlu danslögin sín, og gleymdi örlögum sínum um stund. Fólkið vandist smámsaman á að líta hann öðrum augum, en það hafði gert í fyrstu. Bræð- ur lians voru hættir að gera mun á því hvernig hann var nú og livernig hann hefði verið áður. Faðir hans var ekki eins áhyggjufullur og móðir hans var hætt að kveina. Einn sunnu- dag, þegar faðir hans kom heim af sóknarnefndarfundi, var hann með skilaboð, sem ollu því að Francois fjekk hjartslátt af gleði. „Francois,“ sagði hann, „jeg hitti lclæðskerann á sóknar- nefndarfundinum. Hann á eng- in börn, og jeg býst við að hann vilji taka að sjer að kenna þjer að sauma. Það er hentug iðn fyrir þig að verða klæðskeri, því að það er ekki erfið vinna, en mikið upp úr lienni að hafa. Þú ættir að hugsa um þetta, drengur minn.“ Hvað var þetta? Gat nokkur maður haft gagn af honum. Honum kom ekki dúr á auga alla nóttina, svo mikið hugsaði hann um þetta .... Hann lá glaðvakandi og taldi tímana og gerði framtíðaráætlanir. Jú, jeg vil verða klæðskei’i .... það er einmitt stai'f, sem hentar mjer. Það er góð hand- iðn, og svo hefir maður tóm- stundir frá henni. Meistai’i Mon- chot græðir víst eina fimtán hundruð franka á ári, og jeg er ekki eins vitlaus og hann, svo að jeg get eflaust grætt meira .... Og svo, hver veit? Trjefótur er enginn sjúkdóm- ur .... Og þegar jeg fæ gerfi- fótinn .... Það er alls ekki óhugsandi, að jeg geti sett upp klæðasaumastofu sjálfur .... Jeg þekki mann í næsta þorpi, sem hefir járngreip í handar- stað .... en konan hans kyssir liann fyrir því. Bara að jeg.gæti nú eignast kærustu . . . fallega kærustu .... góða stúlku ....

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.