Fálkinn - 26.02.1943, Blaðsíða 12
12
F Á L K I N N
Louis Bromfield: 46
AULASTAÐIR.
Þau óku nú með ofsahraða, eins og Iíobbi
var vanur, út úr borginni. En þetta var
annars ekki líkt borginni, eins og þau þektu
hana best, því einhver annarlegur töfra-
ljómi lá yfir öllu. Þau sögðu ekki auka-
tekið orð, og þau voru komin tíu mílur út
í sveit, þegar Kobbi ók út á vegarbrún og
stöðvaði græna bílinn. Þarna hefði þurft að
vera trje eða bara blómrunnar, en þarna
á víðlendu sljettunni var slíkt ekki til, nema
þá einhverjir runnar kringum sveitabæ-
ina.
Þarna á þessu víðlendi miðju, þar sem
enginn sjónarvottur var, nema noklcrar góð-
látlegar beljur hinumegin við vírgirðing-
una, tók hann liana í fang sjer, kysti hana
og hjelt henni í örmum sjer, lengi, lengi.
— Loksins, þegar bæði voru orðin föl og
taugaóstyrk, sagði hann: „Ætli við ættum
ekki að flýta okkur til Mylluborgar, áður
en eitthvað skeður?“
Þessi ökuferð var býsna ólík hinni, fyrir
mánuði, þegar þau höfðu rifist og Kobbi
stöðvað bílinn og hótað að snúa aftur til
Flesjuborgar. Nú töluðu þau um kross-
ferðina, Ríkharðs, Bókina, fangelsisrofið
og jafnvel um væntanlega brottför Dorta
gamla, þó ekki alvarlega, lieldur rjett eins
og þetta væri alt mesta hlátursefni. Já, nú
stóð líka sannarlega á sama um það! Sjana
gerði sig seka um það að skríkja, en þá
íþrótt hafði hún aldrei borið við áður á
allri æfi sinni: En inst í huga sínum var
hún hugsandi: „Kannske þetta, sem skeði,
hafi nú alt verið til góðs? Jeg er búin að
fá svolítið vit nú orðið. Jeg veit, hvað máli
skiftir og hvað ekki. Og jeg skal aldrei
verða ónotaleg oftar. Nei, svo lijálpi mjer
guð, aldrei ónotaleg, hvað sem Kobbi kynni
að gera.....nú, þegar jeg veit orðið, hvað
jeg vil. Jeg er hálfhrædd við það að vera
svona sæl. Og öðruhvoru skotraði liún aug-
unum til Kobba, til þess að vita, livort liann
væri nú þarna og þetta væri nú ekki alt
saman draumur. Og hún hugsaði: „Kannske
var það nú bara betra, að hr. Rikharðs
skyldi koma og hræra upp í pottinum.“
Þegar þau fóru niður síðustu brekkuna
niður að safírbláa vatninu, sagði Kobbi:
„Þessi Ríkharðs er nú eiginlega allra besti
náungi.“
Hún hló. — „Þú varst samt einu sinni
hræddur um mig fyrir honum, var það
ekki ?“
„Jú, víst skal jeg játa það; afbrýðissam-
ur eins og fjandinn sjálfur.“
„Það var óþarfi. Hann er ekki annað en
vjel. Hann er als ekki eins og maður. Hann
er bara uinbótamaður.“
„Jeg skal bölva mjer upp á það, að þú
hefir reynt að gera þig til fyrir honum.“
„Já, en það var bara til þess að gera þig
afbrýðissaman.“
„Þjer tókst það líka.“
Það var hr. Rikharðs, sem stakk upp á
því að halda miðdegisveislu mikla, til
þess að halda liátíðlegar sættirnar og svo
trúlofun Sjönu Baldvins og Kobba Dorta.
Hann vildi fá að lialda liana sjálfur, í fín-
asta gistihúsi borgarinnar, en þá spyrnti
frú Lýðs við fótum. „Það getum við ekki,
Öddu vegna,“ sagði hún. „Hún yrði aldrei
jafngóð aftur, ef hún fengi ekki að búa til
matinn. Hún getur fengið hana Aþenu
l’rænku sína til til þess að ganga um beina
við borðið. Við liöfðum hana altaf forðum
daga, þegar gestir komu. Hún liefir unnið
lijá ríkum bruggara í St. Louis og kann
þetta á fingrum sjer.“
Þau settust nú við og sömdu boðslistann.
Þar mátti fyrst frægan telja, hi'nn mikla
mann, Burnham frá Blaðahringnum með
sama nafni, Villa og Mörtu Frikk, »Jabba
Nýborg og svo foreldra Sjönu.
„En Dorta gamla?“ spurði Ríkharðs.
„Hann er farinn. Fór til Daytona, daginn
fyrir blysförina.“ Hún hugsaði sig ofur-
lítið um og sagði siðan: „En það er annar
gestur, sem mig langar til’að bjóða.“
„Hver er það?“
„Gasa-María.“ ....
„Já, auðvitað bjóðum við henni.“
I stiheila tvo daga þræluðu þær frænkur,
Adda og Aþena, við undirbúning veisl-
unnar og sváfu saman í rúmi Öddu á næt-
urnar. Þetta átti nú heldur en ekki að vera
veisla í lagi og það yrði of langt mál að
telja upp alla rjettina, því Adda vildi helst
búa til alt, sem hún kunni, en það var
býsna margt.
Veisludaginn braust Adda um fast og
ljómaði öll af gleði. Við þetta var ekkert að
athuga, þvi mesta gleðiefni hennar i lif-
inu var það að fóðra sem flesta í senn á
sem bestum mat. En það var annað í fasi
liennar, sem vakti grunsemdir í brjósti
frú Lýðs. 1 þrjátíu ár höfðu þær verið hús-
móðir og hjú og í þrjátíu ár höfðu þær
verið óaðskiljanlegir vinir og þekt hvor
aðra út í æsar. Frú Lýðs þekti því öll kenni-
teikn, sem gáfu það til kynna, að Adda
byggi yfir leyndarmáli. Þau voru næstum
eins greinileg og hin, sem gáfu til kynna
„vesöldina“ i henni. Þarna gekk Adda um
allan daginn brosti undurfurðulega, skríkti
og Ailaði við sjálfa sig. Alt frá hádegi,
veisludaginn, vissi frúin, að Adda bjó yfir
einhverju.
Hinsvegar þýddi ekkert að spyrja hana.
Þegar Adda bjó yfir leyndarmáli, eða ætlaði
að gera einhvern hissa eða koma á óvart,
varð tilefnið ekki togað upp úr henni með
töngum. Og ekki hafði frúin minstu hug-
mynd um, hvað það væri í þetta sinn. En
grunsemdirnar beindust í sjerstaka átt,
þegar frúin fór inn, til þess að athuga borð-
ið og sá þá, að lagt hafði verið á það ein-
um diski of margt. Þegar frúin spurði
Öddu um þetta, kom liálfgert fát á gömlu
konuna, en sló því samt upp í það, að
Aþena hefði gert þet'ta i ógáti. „Hún er
orðin hálfgerður bjáni,“ sagði Adda og tók
diskinn burt með eigin hendi. En skömmu
seinna, þegar frúin kom inn aftur, var
diskurinn kominn þar á sinn stað, og þá*
þóttist hún viss um, að nú byggi Adda yfir
einhverju í sambandi við hann. Árangurs-
laust braut hún heilann um þetta, en gætti
þess hinsvegar vel, að nefna það ekki frek-
ar við Öddu.
Frú Lýðs tók sjer ldukkustund seinni
partinn og fór i hárgreiðslustofu — i fyrsta
sinn á æfinni. Síðan klæddist hún sínum
besta skrúða og þegar hún leit í spegilinn,
varð liún alveg hissa, hve vel liún leit út
— og einkum hve róleg. Hún var næstum
ungleg, að minsta kosti hafði hún ekki
verið svona upg, síðustu tiu árin. Það var
eins og síðustu tveir—þx-ír dagarnir hefðu
sljett út hrukkur í tugatali. Þegar hún stóð
þarna, heyrði hún, að hr. Ríkharðs kom
út úr sínu herbei’gi, gekk niður stigaiin
og út á götu.
„Hvað getur maðui-inn verið að fara,
og ekki nema hálftími þangað til við eig-
um að fara að borða?“ hugsaði frú Lýðs.
Lengra komst hún ekki í þessum heila-
hi-otum, þvi nú kom vagninn, sem hafði að
færa foi-eldra Sjönu, og hún varð að fara
fram og fagna þeim.
Stundarkorni síðar kom Jabbi Nýborg
og þá kom Sjana niður til þess að sjá um
kokkteilinn, síðan kom hr. Burnham og
loks Gasa-María í leiguvagni, íklædd ljós-
grænum kjól með hvítan ref á herðunum.
Hún var með kamba í hárinu, alsetta gim-
steinum og alt brjóstið var prýtt skraut-
gripum. Næst kom Villi Frikk, 1 leigðum
kjólfötum, sem hjengu utan á honum eins
og tjald, og Marta kona hans i bláum kjól.
Rjett á eftir þeim kom Kobbi Dorta. Nú
var vörin á honum ekki lengur bólgin, en
augað liefði getað verið fallegra, og yfir
andlit hans breiddist nú bros, sem var bæði
ánægjulegt og kindarlegt í senn.
Sjana gekk um með glösin og brátt tóku
gestirnir að verða skrafhreyfnir og fjör-
ugir. Hr. Burnliam og Gasa-Max-ía ui'ðu á
svipstundu mestu kunningjar og gæddu
hvort öðru á sögum af því, hvernig lífið
var áður fyrr i danssölum og drykkjukrám
hinna ýmsu borga á Árbakkanum. Einu
sinni, tvisvar og þrisvar fór frú Lýðs út að
glugganum, til þess að vita, hvort ekkert
sæist bóla á lir. Ríkharðs, en svo var ekki.
Loksins í fjórðu ferðinn sá hún til hans.
Hann kom upp þrepin og með honum
„númex-ið“ hennar Öddu gömlu: ókunnug
stúlka. Fx’úin sá hana ekki nema rjett í
svip en gat þó sjeð af klæðaburði hennar,
að hún var lengra að komin en úr Flesju-
borg sjálfri. Augnabliki síðar voru þau
komin inn, og Ríkliarðs sagði: „Má jeg
kynna yður unnustu mína, ungfrú Higg-
inson.“