Fálkinn


Fálkinn - 05.03.1943, Blaðsíða 2

Fálkinn - 05.03.1943, Blaðsíða 2
2 FÁL.KINN Guðm. Pjetilrsson Gísli Kristjánsson Bjarni Pjetursson Bjarni Þorkelsson. Jón Þ. Jónsson Sigriöur Egjólfsd. Þormóðsslysið í dag ríkir sorg- í landi. Með átakanlegum hætti hefir enn komi í ljós, að líf er hverfult og fallvalt. Hvarvetna á Islandi hugleiða menn í dag sannleikann um það, að „hér höfum vér ekki borg sem stendur“. Þormóðsslys- ið er eitt hið hörmulegasta slys sem orðið hefir á íslandi um langan aldur. Nokkru áður fórst bátur í fiskiróðri. Heilir fóru allir að heiman, en aldan reis og eins og þjóðskáldið Matthías segir: „Ó Guð sú báran er brött og há, hún brotnar i himininn inn“. Víðsvegar horfa ástvinir dapr- ir út á hafið í dag. Þessar línur eiga að flytja þeim hjartanlegar samúðarkveðjur. I stríði lífs og sorgum „gefst ai skjól, nema Guð.“ Fyrir trúna á hann birtir yfir heimkynnum saknaðar og trega. Þessvegna er það sameiginleg bæn allrar íslensku þjóðarinnar, að Guð veri harmandi eftirlif- andi vinum huggari og finni þeim fótstig um framtíðina. Sigurgeir Sigurðsson. Fálkinn birtir hjer átta mynd- ir til viðbótar þeim, sem birtar voru í síðasta blaðk af þeim sem fórust með „Þormóði“. Samúel Pálssort, kaupm. á Bíldudal, verður 65 ára 6. þ. m. DÓMKIRKJAN í STRASBOURG er talin ein af frægustu og tilkomu- mestu kirkjum veraldarinnar, þó að eigi sje lnin jafn stílhrein og dóm- kirkjan í Köln. Strasbourg-kirkjan gefur nefnilega sýnishorn af flestum stíltegundum miðaldanna. Sá hluti kirkjunnar, sem mesta aðdáun hefir vakið, er aðaldyraboginn, með fjölda standmynda, rósaglugginn mikli og stjarnfræðilega klukkan, með mörg- um hreyfanlegum myndum. En sjer- kennilegust er þessi dómkirkja fyr- Pjetúr Ingimundarson, slökkvi- liðsstjóri átti 25 ára starfsaf- mæli 1. þ. m. ir það, að aldrei var fullgerður nema annar turninn á henni. Þessi einhyrningur er 142 metra hár og endar í stórri spíru, en hinn turn- inn er kolióttur. FLÓÐGARÐARNIR í HOLLANDI. Fra uppliafi vega sinna hafa Holl- endingar átt í sífeldri baráttu við sjó- inn. Hann var höfuðóvinur jjeirra, og ruddist oft inn yfir hið lága land, sem að nokkru leyti er neðar sjáv- armáli, og hefir verið varið með flóðgörðum. Árið 1421 var í Hollandi eitt mesta sjóflóð, sem sögur fara af, og eyðilögðust þá 72 bæir en um 100.000 mann fórust. En hafið gat stundum verið vinur þjóðarinnar, sem hún leitaði til þegar erlendir óvinir rjeðust með her á Hollendinga. Þá voru flóðgáttirnar opnaðar og sjór- inn látinn helja inn yfir landið, svo að óvinurinn varð að liörfa unda. Með þessu vota vopni björguðu Hollendingar Leyden Jjegar þeir háðu frelsisstrið sitt ög þannig ráku þeir lier Lúðvíks XIV. af höndum sjer, þegar hann ætlaði að ráða niðurlögum þjóðarinnar. Hinsvegar verða Hollendingar sifelt að vera á verði gegn sjónum, Jjví ef hann næði að flóa yfir hið lága merskiland mundu Hollendingar missa einn besta hluta landsins. Þar, sem sand- hólakampurinn ver ekki landið, hafa verið hlaðnir flóðgarðar, sem sum- staðar eru 12—14 metra háir. Og meðfram ánum verður einnig að hlaða garða, svo að Joær komisl til liafs en flæði ekki yfir Jandið. Án læssara skurða og vindmyllanna sem dæla vatni af láglendinu, mundi mikill hluti landsins liverfa undir sjó. En Hóllendingar gera meira en að halda við því landi sem þeir áttu. Þeir hafa þurkað upp mikiiín liluta Suðursjávar með stórkostlegum fyr- irhleðslum, og er þessi landþurkun eitt hið mesta mannvirki, sem fram- kvæmt hefir verið á siðari árum. VICTORIA-FOSSAIINIR. Niagarafossarnir eru í meðvitund flestra stærstu fossarnir í heimi, en svo er ekki. Hinsvegar er eklci auð- velt að skera úr um „stærðina", því að hjer kemur til mála bæði hæð og vatnsmagn. En Victoriafossarnir í Zambezi í Afríku eru yfirleitt taldir mestu fossar lieims, þvi að þeir eru meira en heimingi liærri en Niagara (343 fet, en Niagara 167) og fult eins vatnsmiklir, að minsta kosti þegar mest er í fljótinu, en Jjað er í apríl á vorin. Enginn livítur maður vissi um Victoriafoss fyr en Living- stone fann ])á 1855, og skírði þá eft- ir drotningunni sinni. — Fossarnir skiftast í fernt, því að þrír klettar sjtanda upp úr sjálfri fossbrúninni, og fossarnir falla ekki beint niður, liejdur brotna Jæir á hamrastöllun- um. Fossbrúnin er skálialt við ár- farveginn, svo að fossarnir skella við bergið öðrumegin í gljúfrinu, eins og títt er um ýmsa stóra fossa lijer á landi, og verður af þessu gíf- urlegur liávaði. Kringum fossana er skógivaxið land, sem liefir verið friðað af stjórninni í Rliodesia og gert að þjóðgarði. EDDYSTONE-VITINN. Á hinum liættulegu Eddystone- skerjum, 22 kílómetra í suðvestur frá Plymouth hafa fjórir vitar staðið, svo að sögur fari af. Sá fyrsti var bygoúr af Iienry Winstanley, sem var listamaður og sjervitringur. Var sá viti úr timbri og ekki ólíkur ind- verskri pagóðu í lögun. Hann var ekki sterkur, en Winstanley treysti honum og ijet þá ósk í Jjósi, að hánn gæti orðið staddur í vita sín- um, ef verulegt óveður og stórsjór kæmi. Og eitt kvöldið, Jiegar ákveðV ur virtist vera i aðsigi, Ijet hann ferja sig út í ískerið, til að sanna, að þessi ósk hans væri meira en látalæti. Þetta var árið 1703 og lengi á eftir var það færl í frásögur, hví- likt tryllingsveður liefði verið þessa nótt. En Jiegar birti af degi morg- uninn eftir sásl að vitinn var horf- inn af skerinu, og ekki urmull eftir af byggingu Winstanleys. Fórst hann þar ásamt mannvirki sinu. Siðar var reistur nýr viti, en hann brann árið 1755. Þriðji vitinn var bygður 1759, en þegar hann hafði staðið rúm 100 ár þótti honum ekki treystandi leng- ur og var liann þá rifinn, að mestu. En undirstaðan stendur enn, við hliðina á hinum nýja Eddystone- vita, sem var fullgerður árið 1882 al' sir James Douglas. „Varðjötunn Ermasunds“ er þessi viti nefndur, og er hann 51 metir á hæð. Drekkið i Egils-ðl t I

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.