Fálkinn - 12.03.1943, Page 9
F Á L K I N N
9
Þessvega var ekki um annað að
gera, en að halda af stað. Og með
venjulegri atorku fór sir Algernon
að rannsaka ferðaáætlanirnar, og
komst að þeirri niðurstöðu, að hann
kæmist fljótast til Colon með því
að fara um Ne\y Orleans. En liann
mundi ekki komast til Colon fyrr
en nokkrum dögum síðar, en hún
—- það var augljóst mál.
Sir Algernon hafði komist á spor-
ið eftir kven-frjetlaritaranum frá
„Sun“ einhversstaðar suður í Col-
umbia. Það var öldungis víst, að
hún var einhversstaðar á undan hon-
um, og ekki mjög langt í burtu. Inn-
fædda fólkið i kofahreysunum i
þorpunum, sem hann kom í, dáðist
mjög að liugrekki hennar. Jú, jú,
sir Algernon dró það svo sem ekki í
efa: vitanlega var Anna liugdjörf
manneskja.
Þessa stundina var liann stad^ur í
þorpi, þar sem öll húsin voru úr
viðartágum nema eitt, sem kallaði
sig hótel. Þetta var ekki aðlaðandi
staður, og alt i kring var frum-
skógurinn. Sir Algernon sat á ver-
öndinni,, sólbrendur og magrari, en
hann hafði verið, þegar hann fór
frá Englandi, og beið eftir Pedro,
sem var þjónn hans og ómissandi
förunautur. Sir Algernon hafði ráð-
ið hann til sín í Colon, og hann
hafði reynst einstaklega trúr og sam-
viskusamur, auk þess sem hann var
þaulkunnugur i Columbia. Og svo
talaði hann bæði spönsku og ensku,
og gat á þann liátt verið tengiliður
milli sir Algernons og Spánverj-
anna.
Þegar Pedro kóm aftur utan úr
þorpinu, þar sem hann hafði verið
að spyrja frjetta, hafði hann merki-
leg tíðindi að segja. í fyrsta lagi
var ameríkanska stúlkan ekki nema
fárra kilómetra leið á undan þeim;
það ’voru ekki nema fáeinir klukku-
tímar síðan hún hafði farið um
þorpið og mundi ekki fara lengra
en til Rosario í kvöld, en gista þar
i nótt. í öðru lagi var Juan Navas
þarna i nágrenninu með ræningja-
flokk sinn, svo að það var senni-
legt, að leiðangri frúarinnar væri
hætta búin.
Þegar sir Algernon fjekk þessar
frjettir ákvað hann að halda af stað
í snatri, og eftir stundarfjórðung
voru þeir Pedro og hann komnir inn
i frumskóginn. Þeir riðu eins hart
og þeir komust, þó hitinn væri mik-
111. Lítið töluðu þeir saman á leið-
inni. Sir Algernon gat ekki um
annað hugsað en það, að bráðum
mundi hann fá að sjá Önnu sína,
og hann fjekk ákafan hjartslátt, er
hann hugsaði til þess hvernig erind-
. ið mundi ganga. Stundum hugsaði
hann lika um hættuna, sem liún
væri stödd í. Það inundi ekki mepa
seinna vera, að hann skærist i leik-
inn.
Það var orðið dimt þegar jieir
komu til Rosario og bærinn var
liljóður eins og dauðra manna gröf.
En þeim gekk vel að átta sig þarna,
því að þar virtist ekki vera nema
eitt hús, sem nokkuð kvað að.
Sir Algernon og Pedro bundu
hesta sína undir þakskýli, við gafl-
inn á gistihúsinu. Síðan tóku þeir
upp skammbyssurnar, samkvæmt
ráði Pedros, og spenntu upp gikk-
ina.
A leiðinni að aðaldyrunum hittu
þeir ekki nokkra lifandi veru, og
þeim fór að þykja kyrðin óhugnan-
leg.
Sir Algernon reyndi á ramgerða
hurðina, en hún var harðlæst, og
enginn svaraði, hvernig sem hann
barði.
„Jeg sje ráð við því,“ sagði Pedro
og lileypti af skammbyssunni sinni
út í loftið.
Áhrifin komu brátt í Ijós. Dyrnar
voru opnaðar, hægt og varlega, og
sir Algernon og Pedro gengu hljó'ð-
lega inn.
Þetta var auðsjáanlega stórt aud-
dyri, sem þeir komu inn í, en þar
var dimt eins og í gröf, og ómögu-
legt að sjá neitt frá sjer.
„Segðu þeim að kveikja ljós, Ped-
ro,“ sagði sir Algernon, en honum
gafst ekki tími til að biðja um þetta,
því að í sama bili svifu fimm eða
sex menn á þá. Þeir liöfðu falið sig
þarna í myrlcrinu, og þeir stóðu að
öllu leyti betur að vigi. Þessvegna
kom ekki til mála að veita þeim
viðnám, og eftir fáeinar minútur
var búið að fjötra sir Algernon og
Pedro á liöndum og fótum. Mennirn-
ir höfðu steinþagað á meðan á
þessu stóð. Nú hrópaði einn þeirra
sigri hrósandi:
„Við höfum handsamað ræningj-
ana, senorita!“
Þá heyrðist kvenmannsrödd, ein-
hversstaðar úr upphæðum:
„Það er ágætt. Er Juan Naves
sjálfur á meðal þeirra?“
„Það liugsa jeg,“ svaraði maður-
inn alldrjúgur.
„Jeg skal koma rjett undir eins,“
svaraði röddin.
Sir Algernon beit á vörina. Anna
mundi koma eftir augnablik og sjá
hann í þessu kátbroslega ástandi.
Fjárans vandræði.
„Leysið mig!“ hrópaði hann. „Jeg
er elcki Juan Navas!“ Svo mikið
kunni hann i spönsku, að hann gat
sagt þetta.
„Það kemur nú bráðum á dag-
inn,“ sagði varðmaðurinn og var
liinn rólegasti. „En má jeg spyrja
hver þú ert, ef þú ert ekki Juan
Navas?“ heyrði sir Algernon kven-
röddina kalla ofan af lofti, „og jeg
fer á mis við þann stóratburð að
góma frægan bófa? Það væri leið-
inlegt fyrir mig og „Sun“. Leyfist
mjer að spyrja hver þjer sjeuð?“
„Sir Algernon Trevelyan.“
„Hvað í fjáranum eruð þjer að
vilja hingað?“
„Bónorðferð,“ gusaðist upp úr sir
Algernon, en liann iðraðist orðsins
á sömu stundu.
Stúlkan rak upp skellihlátur. „Þjc-r
eruð skrítnasti maðurinn, sem jeg
hefi rekist á í þessari ferð.“
Hún hafði sett ljóskerið á borð
og kveikti á kerti í stjaka. „Leysið
þessa menn. Við liöfum haldið vörð
árangurslaust, að þvi er virðist. Við
liöfðum búist við lieimsókn af Juan
Navas, — og svo kemur biðill í stað-
inn!“ Hún hló dótt.
Bandingjarnir voru nú íeystir í
snatri, og stúlkan gaf varðmönn-
unum bendingu um að fara út.
„Tyllið þjer yður, sir Algernon,“
sagði liún og ýtti fram stól. „Jæja,
svo að þjer ætlið að biðja min?“
„Nei, ekki yðar ....“ tautaði sir
Algernon í öngum sínum. Því að
þessi duglega stúlka með hornspang-
argleraugun og glaðlega hláturinn
var einstaklega lagleg, ekta Ameríku-
stúlka. — En það var ekki Anna.
„Jeg geri ráð fyrir, að hjer sje
ekkert æfintýri að baki,“ sagði hún
brosandi. „Það er auðvelt að sjá,
að þjer eruð sá, sem þjer segist vera.
En hvernig í ósköpunum hafið þjer
vilst liingað inn i frumskógana?“
„Þjer — — þjer eruð þá ekki
Anna Moore?“
„Nei, það er eitthvað annað. Jeg
heiti Elsie Nesbitt — eða rjettara
sagt: jeg heiti ekkert, eins og sakir
slanda. Jeg er að eins erindreki
„Sun“, á ferðalagi um Andesfjöllin,
og hefi skuldbundið mig til, að lenda
í sem flestum æfintýrum.“
„En var það ekki Anna Moore,
sem var send í þennan leiðangur?“
„Það virðist mjer ósennilegt, þvi
að það var símað eftir mjer til Ev-
rópu, líklega einkum af því, að jeg
tala spönsku eins og innfædd. Jeg
fór vestur með „Carintliia“ og tók
skip þaðan til Veslur-India. Larkin
fór með mjer um borð, til þess að
Ieggja mjer iífsreglurnar.“
„Einhversstaðar hlýtur að liafa
orðið misskilningur í þessu móli,“
tautaði sir Algeronon, ,, og jeg hefi
hagað mjer eins og fífl — svo að jeg
noti væg orð!“
Daginn eftir hvarf sir Algernon
heim á leið, en Elsie Nesbitt hjelt
áfram suður ó hóginn um Andesfjöll-
in.
Undir eins og liann kom á næstu
símstöð, sendi hann skeyti með
borguðu svari til „Sun“ í New York:
„Hvar er ungfrú Moore þessa
stundina?"
Svarið kom um hæl og var ekkert
huglireystandi: „Ókunnugt. Hefir
ekki látið uppi neitt heimilisfang."
„Ojæja,“ tautaði hann með sím-
skeytið í hendinni. „Þetta er nú
sama. En einkunnarorðin á skjald-
armerkinu minu eru enn i gildi:
Jeg skal aldrei gefast upp, — jafn-
vel þó að forlögin sendi mig til Si-
beriu næst.“
En samt hjelt hann nú fyrst heim
til Englands, því að hann gat ekki
látið sjer detta neitt annað i hug.
Hann gæti svo lialdið ófram rann-
sóknunum þaðan. Frú Burton mundi
líklega hafa lieyrt eitthvað af Önnu.
Og þegar hann kom einn fallegan
lmustdag akandi heim að húsinu
hennar, í ‘fallegum vagni, sem liann
liafði leigt sjer í London, stóð Anna
í húsdyrunum lijá frú Burton, —
Anna í eigin persónu. Sir Algernon
tjet vagninn nema staðar að vörmu
spori og hraðaði sjer til liennar.
„Hvar í ósköpunum hafið þjer
verið?“ spurði hann með öndina i
hálsinum.
„Hjerna,“ svaraði hún og brosti.
„Þegar jeg fór um borð í „Carinthia"
fjekk jeg skeyti frá ,Sun“ um, að
fyrra skeytið hefði verið bygt á
misskilningi. Þeir höfðu haft hausa-
víxl á mjer og stúlku, sem kann
spönsku. Jeg kann ítölsku. Þess-
vegna sneri jeg hingað aftur, —
annars var jeg orðin svo rei'ð og
vonsvikin, að jeg sagði lausu öllu
sambandi við „Sun‘. •— En þjer sir
Algernon?“ Hún roðnaði ofurlitið.
„Jeg hefi lieyrt að þjer hafið gerst
langferðamaður.“
„Segið þjer heldur flón,“ svaraði
hann. „Jeg hefi ferðast um hálfa
veröldina til þes að fá tækifæri —
til að segja yður — að jeg elski yð-
urj“
„Ekki finst mjer það neitt flóns-
legt,“ svaraði Anna og roðnaði enn
meira.
Skömmu síðar leiddust þau um
garðinn í Glencourt Castle og voru
að skoða framtiðarheimili hennar.
„Þetta er í rauninni skritið“ sagði
hann, „að ferðast langt út í heim
til þess að leita að þjer, en þú sit-
ur hjer á næstu grösum á nieðan,
tiu mínútna leið frá Glencourt Castle.
Jeg liefði getað sparað mjer jiá lang-
ferð.“
„Það held jeg ekki,“ svaraði Anna
og brosti. „í fyrsta lagi sýnir lnin
að þjer þykir vænt um mig. í öðru
lagi,“ — liún varð alt í einu alvarleg
„held jeg að þessi ferð hafi fært
okkur nær livoru öðru. Nú hefir þú
kynst lífi mínu dálítið,*er það ekki?
Og án þess hefði jeg naumast þorað
að taka jafn ósviknum Englendingi
og þú ert. Ætli við hefðum skilið
hvort annað?“
„Það hefði kanske ekki leift af
því,“ svaraði sir Algernon hugs-
andi. „En þetta hefði nú orðið samt.
Því að jeg vil skilja þig. Og svo skal
jeg segja þjer nokkuð. Á skjaldar-
merkinu minu stendur: Jeg skal al-
drei gefast upp! Og samkvæmt þvi
boðorði breyti jeg.“
Á undanhaldi vestur
eftir eyðimörk Libyu
var það eitt aðalvopn
Þjóðverja að tefja fyrir
lier Montgomerys með
því að grafa niður jarð-
sprengjur, sem eyði-
lögðu skriðdreka 8.
hersins og birgðalestir
oans. Varð þvi að senda
menn á undan hernum
til þess að leita uppi
jarðspréngjurnar og ó-
nýta þær. Myndin sýnir
ástralskan hermann,
David Hursthouse, sem
er að starfa að þessu
hættulega verki. Hurst-
housp hetfir eyðilagt
jarðsprengjur svo j)ús-
undum skiftir suður i
Afríku.