Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1943, Síða 14

Fálkinn - 12.03.1943, Síða 14
I 14 FÁLKINN BOLLUDAGURINN .... Frh. af bls. 3. rúminu og breiddi út fáðminn á móti honum og sagði: „Æ, ertu kom- inn þarna, elskú drengurinn minn“. Só, sem tók til fótanna var pabbi og reyndi vist ekki oftar við hana. Sumir karlmenn reyndu að ná í skottið á stelpunum og taka þær upp i til sín og þá þurfti hálfan daginn til að ná sjer eftir þann ósigur. Bollurnar voru ekki eins marg- háttaðar og á seinni árum. Það voru hvorki rjómabollur, súkkulaðibdllur eða krembollur, það var bara ein bollutegund, en til hennar var mjög vandað. Siðar um daginn var svo herfanginu skift og síðan drukkið bollukaffi ó heimiluniun. Þetta var einhver mesli gleðidagur ársins og komust engir dagar i hólfkvisti við hann sem barnahátíð, nema blessuð jólin sjálf. Sprengikvöld er gamal), þjóðlegur hátiðisdagur, en lítið var haldið upp á hann hjer í bænum á æskuárum mínurn, nema hvað húsmóðirin varð að sjá um að rjettur matur væri á borðum, en þessi dagur var aftur á inóti mesti annadagur dætranna í liúsinu, þvi að nú þurfti að sauma mergð af öskupokum, ekki þessa skrautlegu, útsaumuðu, sem nú tíðk- ast sem vinagjafir og sendir eru manna á milli, heldur litla poka, sem hafðir voru til að hengja aft- an á náunganri. En satt er það, að skemtilegra þótti, að hafa laglegt efni i þeim. Á öskudaginn voru börn- in úti myrkranna á milli, að hengja öskupoka.- Þá var fjörugt, en ekki friðsamlegt á götunum. Karlmenn hengdu steinapoka á kvenfólkið, en kvenfólk öskupoka á karlmennina. Þetta hefir tíðkast til skams tíma, en er nú vist í rjenun. Sumir menn voru ákaflega varir um sig og þurfti mesta lag og natni til að koma ösku- poka á þá. Jeg man eftir einum frænda mínum, sem var fjarskalega illa við að bera poka, hann borðaði hjá okkur, en jeg var þá lítið barn. Mamma var stúlkunum hjálpleg með að koma pokanum á hann, þvi að jeg held að hann hafi ekki varað sig á henni. Jeg lá á hnjánum við glugg- ann, upp á lofti í húsinu nr. 8 við Suðurgötu, það er hátt hús og var gott útsýni upp í latínuskólann, en þar var áfangastaður frænda mins. Á leiðinni sá jeg altaf skína á hvitan pokann á bakinu á honum og sjer- staklega er mjer minnisstæður fögn- uður minn, þegar hann hvarf, með pokann á bakinu, inn um dyrnar i Iatinuskólanum. Sumar litlar telpur, sátu um að hengja öskupoka á helstu menn bæj- arins. Einu sinni man jeg eftir, að ein vinkona mín hengdi öskupoka á biskupinn, en hún var vist búin að prýða bakið á mörgum höfðingjum þann daginn. Einn heiðarlegur borg- ari, sá pokann á baki biskupsins og liljóp á eftir honum og kallaði: „Biskup, biskup, þjer eruð með poka“, og hjálpaði svo biskupnum að losa sig við djásnið. En þetta dró töluvert úr sigurhrósi okkar telpn- anna og þótti okkur þetta óþarfa íhlutunarsemi af mannsins hálfu og minnir mig að hann fengi ýms orð ó bakið á sjer, eins og „höfðingja- sleikja" og fleiri af sömu tegund. Þessi öskudagsfagnaður er nú óðum að hverfa og er ekki laust við að jeg minnist hans með söknuði. Enginn getur kallað liðna tímann upp úr gröf sinni og er það ekki vonlegt og því síður æskilegt. Enn er samt drukkið bollukaffi í Reykja- vík og enn eru saumaðir öskupokar og þeir meira að segja miklu skraut- legri en þeir, sem búnir voru til á æskudögum minum og enn er þá gaman að minnast þess, sem liðið er og þeirra daga, þegar maður hafði ekki „illt sjeð“, eins og stendur í vísunni. En að líkindum fegra jeg þetta alt fyrir mjer, eins og gamli presturinn okkar, sem sagði þegar rætt var um fylliríið á uppvaxtar- árum hans: „En þetta var alt svo saklaust í þá daga.“ Á bolludaginn 8. mars 1943. Björn Hannesson, útvegsbóndi, Litla- teig á Akranesi, varö sjötugur 10. þ. m. Jón Sigurðsson, bóndi að Reynistað, verður 55 ára 13. þ. m. ** mu 0* r+. Friðrik P. Jensen, vjelstjóri, verður 60 ára 15 þ. m. HAMAR Símnefni: HAMAR, Reykjavík. Sími: 1695, tvær línur. Framkvæmdastjóri: BEN. GRÖNDAL, cand. polyt. VJELAYERKSTÆÐI KETILSMIÐJA ELDSMIÐJA JÁRNSTEYPA FRAMKVÆMUM: Allskonar viðgerðir á skipum, gufuvélum og mótorum. Ennfremur: Rafmagnssuðu, logsuðu og köfunarvinnu. ÚTVEGUM og önnumst uppsetningu á frystivjelum, niðursuðuvjelum, hita- og kælilögnum, lýsisbræðslum, olíugeymum og stálgrinda- húsum. F YRIRLIGG J ANDI: Járn, stál, málmar, þjettur, ventlar o. fl. ■ Ljósaskermar Veggljósaskermar handmálaðir í miklu úrvali. Borðlampaskermar — Standlampaskermar, Einnig Standlampar, Borðlampar, Veggljós, Rúmljósa- lampar, Skrifstofulampar og Vindlakveikjáfar. Saumum pergament á grindur eftir pöntunum. Skermagerðin Iðja Lækjargötu 10 B. Hefi til solu O ookkur stykki at hinnm viðurkeoðn | HOOVER - ryksugum ;; (notaðar en uppgerðar), < ► i * i > ii Jón Ormsson ■: . Slmi 1867

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.