Fálkinn


Fálkinn - 23.04.1943, Qupperneq 7

Fálkinn - 23.04.1943, Qupperneq 7
FÁLKINN ,,Sailor“ A. C. Malan flugmaður, (t. v.) hefir skotið niður i2 ftugvjelar og er nú orðinn flugsveitarhöfuðsmaður sömu flugsveitarinnar, sem hann vann við sem liðsforingi, er hann tók þátt i „baráttunni um England“. Hann er Suðurafríkubúi og er aðeins 32 ára gamall, eða með yngstu sveitarhöfðuðsmönnum í flughernum. Áður var hann sjómaður á kaupförum, og þess vegna hefir hann hiotið auknefnið „sailor“. Hjer er hann að tala við or ustuflugmanninn Vincent Banting frá Jamaica. Myndin er af nýtísku „Volga-bátsmanni“ á einu af rúss- nesku varðskipunum á Volga, sem hjálpuðu til að verja Stalingrad. Þessir menn fluttu borgarbúum vistir og börð- ust með þeim gegn Þjóðverjum þegar mest lá á. Myndin er af enskum „Crusader“-skriðdreka, en þeir hafa verið mikið notaðir í Afríku- hernaðinum. Þeir eru afar hraðskreiðir og vel vopnaðir, og hafa átt mikinn þátt í hinni hröðu framsókn Montgomerys i Tripolis. Skriðdrekar þessir hafa ti-punda fallbyssu. Það eru einkum Hurricane-vjelar, sem Bretar hafa á Malta, og sjest hjer ein þeirra. Vjelar þessar hafa grandað fjölda óvinaskipa og gert árásir á Sikiley og Suður-Ítalíu. Á Madagaskar eru það einkum Lysanderflugvjelar, sem sem notaðar eru til varnar. Hjer er sveit Lysandervjela. Þegar Darlan aðmiráll var myrtur síðastliðinn aðfangadag varð Henri Giraud æðsti maður frönsku nýlendanna í Afriku. Sjest hann hjer a miðri myndinni, en til vinstri er franski hershöfðinginn Nogues og t. h. generallautinant Clark frá Bandarikjahernum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.