Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1943, Blaðsíða 2

Fálkinn - 21.05.1943, Blaðsíða 2
2 F A L K 1 N N \ Nýttsænskt bjðrgunarvesti í síðasta niánuði var ný gerð af björgunarvesti sýnd í Stokkhólmi. Hefir sænska verslunarmálaráðuneyt- ið löggilt þessa gerð og uppgötv- andinn liefir tekið einkaleyfi á henni. Segir hann að vesti þetta hafi tvivegis bjargað lífi sínu — jiegar skipið, sem hann var á, rakst á tundurdufl í Eystrasalti á síðasta hausti, og áður, er skip hans var hæft tundurskeyti suður i Miðjarð- arhafi; Þetta er einskonar stuttúlpa eða vesti og er neðri hluti hennar með kapok milli laga. jJlpan er með lausri liettu, sem einnig er stoppuð með kapok og heldur höfðinu of- ansjávar, jafnvel ])ó að maðurinn í jiessum útbúnaði verði meðvitundar- laus i sjónum. Hugvitsmaðurinn, sem er sænskur skipstjóri og lieitir Kristian Kron- berg, ljet-þess getið, er hann sýndi úlpu sína, að sjómenn væru tregir á að vinna i björgunarfötum úr gúmmí eða með gúmmíbelti, og leggi þau venjulega til hliðar, jiegar þeir hafi l'arið nokkrar ferðir, sem hafi gengið vel. En þessa nýju úlpu má nota sem venjulegan jakka og er hún Jiannig einskonar björgunar- belti, sem maður er í án þess að vita af því, bæði á nóttu og degi. Það er mikill kostur á þessari úlpu að hún er svo voðfeld, að liún hindrar ekki hreyfingar manns, þeg- ar hann er við vinnu sína. Ýmsar aðrar tegundir björgunar- fatnaðar hafa komið á markaðinn í Sviþjóð síðan stríðið hyrjaði. Einn þeirra er úr gúmmi og hefir þann kost, að hann heldur skipsbrots- manninum á floti lengi, og án þess að hann vökni. Kunnust af þessum öryggisfötum eru þau, sem kend eru við Mörner, og önnur, sem gerð voru af sama manninum, sem ræðir um í þessari grein. Hvortveggju þessara fata hafa náð mikilli út- breiðslu í sænskum skipum, en einn- ig hafa þau verið talsvert notuð i útlendum skipum. Daisy og Violet eru einu samvöxnu „síamesisku" tví- buranrnir, sem nokkurntíma hafa fæðst í Englandi. Þessar systur fæddusl fyrir 34 árum, en eigi lítur út fyrir að móðirin hafi talið þær aufúsugesti, því að hún bar þær út. Þær fundust, nýfæddar, í körfu við húsdyr einar í Brighton. Fátækra- stjórnin varð að taka þær að sjer og kom hún þeim fyrir hjá roskinni konu, sem fluttist til Ástralíu skömmu síðar og tók þær ineð sjer þangað. Þegar þær vor'u orðnar tólf ára komu þær aftur til Englands og voru þá orðnar ljómandi laglegar telpur, og vel lieilbrigðar. Þegar fóstra þeirra dó urðu þær að fara að vinna fyrir sjer sjálfar og það var hægðarleikur, því að fjölleika- húsin bnðu þeim stórfje fyrir að sýna sig. Báðar voru þær mjög gefnar fyrir hljómlist og leika á ýms liljóðfæri. í ferðalagi um Am- eriku kyntust þær ágætum fiðlu- leikara, sein giftist Violet og sýndi sig á fjölleikahúsum eftir það, með þeim systrum. Þær hafa aldrei rif- ist, þó að þær hafi mismunandi skoðanir á ýmsu, og einkennilegt er það, að Daisy etur ekkert kjötmeti, en það gerir Violet. Þegar Daisy var spurð, hvort þær yrðu ekki báðar veikar, ef önnur yrði það, svaraðí hún: „Það er öðru nær. Systir mín fær til dæmis oft kvef, en þrátt fyrir það get jeg verið stál- hraust á meðan.“ Fyrir tíu árum var tekin kvikmynd af þeim systrunum og manni Violet, og þar ljeku þær m. a. báðar á flautu og dönsuðu, önnur við marininn sinn en hin við auglýsingastjóra þeirra þremenning- anna. Það er til þess tekið hve syst- urnar liafi dansað vel. Þó að Hebrideseyjar, eða Suður- eyjar, sem þær eru kallaðar i sög- unum til forna, sjeu að eins skamma leið frá Skotlandsströnd, hafa eyja- skeggjar næsta lítið af framförum nútímans að segja, því að þeir eru heimakærir og lifa flestir svo æfi sína á enda, að þeir koma ekki tjl Skotlands og Englands eða sjái stór- borg, því að þær eru engar á eyj- unum. Eru eyjarnar um 500 alls, en flesar þeirra óbygðar, og íbúarnir, sem lifa. á sauðfjárrækt og fiskveið- um, eru um 8000. Einnig er vefn- aður nokkuð stundaður. Aðalfisk- veiðahöfnin er Storno-way. En nú- tímatækni þekkir fólkið lítið. Þegar það kemur til Englands eða Skot- lands sjer það í fyrsta skifti járn- brautarlestir, stórverslanir, Ijósaaug- lýsingar, sporvagna og annað það, sem fyrst mætir auganu í stórborg- um. Árið 1932 var að ýmsu leyti merk- isár í sögu loftskipanna. Meðal ann- ars vegna þess, að þá flaug „Graf Zeppdin“ níu áætlunarferðir yfir Atlanthafið, milli Evrópu og Suður- Ameríku og tékst að sanna, að þetta væri kleyft, og að flugið væri á- hættulítið. Ferðirnar voru farnar hálfsmánaðarlega, og lpiðin, sein var 8000 kílómetrar, var farin á 96 tím- um, og þurfti loftskipið aldrei lengri tíma, en oft skemmri. Alls voru 1218 farþegar fluttir yfir hafið í þessum ferðum. — Þetta vakti athygli þá, en nú ]>ætti lítið til þess koma. Þvi að það þykir seinagangur nú, að komast ekki nema innan við 100 kílóinetra á klukkustund í lofti. Nú fljúga flugvjelarnar sömu vegalengd á 4—6 sinnum skemmri tíma, og það þykir svo lil áhættulaust, að fara með þeim yfir Atlantshafið. Má þykja sennilegt, að þær hafi alger- lega yfirbugað loftskipin, og að þau eigi enga framtíð fyrir höndum, nema þau verði stórlega endurbætt. Maður, sem er nálægt 70 kg. á þyngd etur á ári hverju um tifalda þyngd sína af „fastri fæðu“. Af brauði og kartöflum etur hann 365 kg. eða 1 kiló á dag. Af grænmeti (þetta á ekki við islenska staðhætti) etur hann sem svarar fullu baðkeri, og auk þess etur hann sem svarar stórum alikálfi af keti. Ekkjan Þórlaug Sigurðardóttir fra Iieyni, Akraneshreppi, nú lil heim- ilis á EUiheimiIinu Gmnd, varð 90 ára 19. }). m. Þorsteinn Eyfirðingur, skipstjóri, Ránary. 44, verður 00 ára 20. þ. m. Víða í Indlandi eru settir spari- baukar á almannafæri, sem fólk gef- ur ölmusu til hinna heilögu kúa Indlands í. En heilögu kýrnar eru eign musteranna. í þessa sparibauka safnast jafnan fje, sem nægir til að kaupa fóður handa beljunum — og meira til. Kanínan er frjósamt dýr. Hún get- ur eignast yfir hundrað afkvæmi á einu ári. Það er engin furða, þó að kaninan gæti orðið landplága i Astralíii á stuttum tima. Fluginaður, sem flýgur í 1500 m. hæð, getur í góðu skygni sjeð 225 kílómetra frá sjer. En þá þarf loft- ið líka að vera vel tært. Hæðin er álíka og á hátindinum á Eyjafjalla- jökli. A Suðurhafseyjum hefir reynslan víða orðið sú, að siðan innfæddir ibúar þar fóru að ldæðast að hvítra manna sið, liafa ýmsir sjúkdómar menningarþjóðanna breiðst ískyggi- Jega út þar, svo sem berklaveiki, lungnabólga og inflúensa. handarkrika jREAM DEODORANT stöóuar suitan örugglega 1. Skaðar ekki föt eða karl- mannaskyrtur. Meiðir ekki hörundið. 2. Þornar samstundis. Not- ast undir eins eftirrakstur 3. Stöðvar þegar svita, næstu 1-3 daga. Eyðir svitalykt, heldur handar- krikunum þurrum. 4. Hreint, livítt, fitulaust. ómengað snyrti-krem. 5. Arrid hefir fengið votf orð alþjóðlegrar þvottar- rannsóknarstofu fyrir þv: að vera skaðlaust fatnaði A p r i d er svitastöðv- unarmeðalið sem selst mest . ■ reynið dós I dag ARRID Faest í öllum betri búdum J Skeljar sem baðker. Við Molukkaeyjar, sem stundum eru kallaðar Kryddeyjar, og eru milli Sundaeyja og Nýju Guineu, lifa í sjónum stærstu skeljar, sem til feru í veröldinni. Vöðvar þessara skeldýra eru svo sterkir, að ef gild- asti kaðall lendir á milli opinna skeljabrúnanna, klippist hann sund- ur, þegar skeljarnar lokast. Þessar skeljar geta orðið alt að því þrir metrar í þvermál og mörg hundruð kíló á þyngd. Innfæddir menn á Molukkaeyjum nota skeljar þessar sem baðker handa krökkuin sínum. Við Frakkland lifir ættingi þessara risaskelja, en þó er hann ekki eins stórskorinn. Franska slcelin er því ekki nothæf sem baðker, en hinsveg- ar er algengt, að hún sje notuð und- ir vígt vatn í hinum katólsku kirkj- um Frakklands. Það er gömul staðreynd að roskna fólkinu finst „heiniur versnandi fara“ og finst unga fólkið eftirbát- ar liinna eldri. „Ekki var það svona í inínu ungdæmi“ er viðkvæðið. Elstu ritaðar heimiklir, sem fundist hafa fyrir þessari skoðun, er að finna á steintöflu frá Assyriu. Þar er faðir að iesa syni sínum textann og segir, að unga kynslóðin sje ger- spilt, og að heimurinn muni bráð- lega forganga. ♦------- Drekkið Egils-öl

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.