Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 21.05.1943, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N HARRY GRAHAM: Leðurblökur í Belfry ÞaS mun hafa verið fyrir um það bil fimm árum síðan, að jeg var val- inn meðlimur konunglega dýragarðs fjelagsins. Og frá þeirri stundu hefi jeg ávalt litið á dýragarðinn sem stað þar sem hægt væri að eyða fögrum sunnudagsmorgni á skemti- legan og hagfeldan liátt. Það er eitt- hvað fróandi við návist dýranna þar. — Og jeg er hjartanlega sammála skáldinu Maeterlink um það, að því meir, sem maður hafi saman við mennina að sælda, þess betur geðjist mönnum að sæljónum. Siðastliðinn sunnudag hafði jeg ekkert sjerstakt fyrir stafni og gekk þá inn í dýragarðinn til þess að anda að mjer lireinu lofti og ræða við mína mállausu vini og þá henti j)að, að jeg rakst á gamlan kunn- ingja, Percy Biffin, sem jeg hafði varla sjeð síðan við vorum i skóla. ,Halló Percy,“ kallaði jeg. „Hvað ert þú að gera hjer?“ „Jeg er að bíða eftir nokkrum vinum/ sagði hann. „Þeir hafa lofað að hitta mig eftir messutima.“ Hann hjelt því næst í áttina að leðurblökuhúsinu, sem var í gotneskum hallarstíl. — „Væri nokkuð á móti því að ganga inn og líta snöggvast á leðurblök- urnar áður en þær vakna og fara á kreik?“ bætti hann við. „Mjer líst ekki á að fara inn!“ sagði jeg. „Það fer ávalt kaldur hrollur um mig, þegar jeg horfi á leðurblökur/ Ekki veit jeg af hverju þetta staf- ar, en það er dagsanna, að þessi spendýr, sem eru alveg meinlaus, vekja hjá mjer andúð, sem einungis fær staðist samanburð við óbeit þá, sem fílar — og í minna mæli kven- fólk — hafa á músum, sem eru þó enn þá meinlausari dýr. Óbeit fíls- ins á þvi að vera nálægt músum, nær þvi næstum, að geta talist sjúk- dómur á sálinni. Ef að mús kemur óvænt inn í búrið hans, verður hann hálfmóðursjúkur af ótta og kastar sjer grátandi í fangið á næsta gæslu- manni, og neitar með öllu að láta huggast, þar til músin hefir með harðri hendi verið rekinn á brott. Fyrir mörgum öldupi siðan hygg jeg að skelkuð mús hafi missjeð sig á fílsrana, haldið hann vera holuna sina og hlaupið upp eftir honum. Frásögnin af þessu leiða atviki, hef- ir svo gengið frá einni fílakynslóð- inni til annars, þar til iíkindin fyrir að þáð endurtæki sig hefir verið orðin að stöðugri ásókn, og þvi lítur venjulegur fílsungi, sem líklega hefir fengið fræðslu um þetta við móður- knje, ósjálfrátt á mýs með óbeit og skelfingu. Jeg skal játa það, að jeg er ekkert hræddur um að leðurblökur hlaupi inn í nefið (ranann) á mjer; en samt sem áður get jeg ekki látið af því, að skoða þær með viðbjóði fíls- ins. Það er eitthvað hálf óheillavæn- legt við þær; mjer hefir aldrei geðj- ast vel að þeim vana þeirra að sofa hangandi á löppunum niður úr þak- inu og svo má auðvitað nefna þá venju þeirra að flækja sig í hárinu á mönnum og er ekki hægt að segja að það geti aukið á vinsældir þeirra. Jeg játa þó að jeg hefi aldrei hitt fyrir mann, sem beinlínis þjáðist af leðurblökum í hári. En samt sem áður, eins og jeg út- skýrði fyrir Biffin, þá fyllir það mig viðbjóði að vera nálægt leðurblök- um. „Þú hefir alveg rangt fyrir þjer,“ svaraði hann, þegar jeg reyndi með góðu að fá hann að skriðdýrahús- inu, sem mjer geðjast betur að. „Þá má líta á það sem staðreynd,“ bætti hann við, „að leðurblökur eins og broddflugur og mýflugur, hafi verið skapaðar i einhverjum guð- dómlegum tilgangi, sem okkar tak- markaða skynsemi fær ekki skilið til fulls.“ „Þú gerir ráð fyrir þvi!‘ „Örlögin vinna sitt verk á leynd- ardómsfullan hátt og leðurblaka hafði einu sinni mikil áhrif á líf mitt. En jeg hefi sennilega sagt þjer frá því.‘ „Hafirðu það, þá hefi jeg gleymt því aftur,“ sagði jeg. „Segðu mjer það aftur.‘ „Gott og vel, var svarið, „jeg skal gera það.‘ „Fyrir sex árum siðan þegar jeg var heldur yngri — raunverulega sex árum yngri en jeg er í dag — þá fjekk jeg boð um að eyða einni helgi í júlímánuði á Balsam Friarybúgarð- inum. Og eins og þú að öllum lík- indum veist er þar að sjá einhver þau veglegustu hús í byggingarstíl Elísabetar-tímabilsins, sem til eru hjernamegin Atlantshafsins. Á þeim tíma, sem jeg nú ræði um, höfðu byggingar þessar verið leigðar yfir sumarið sir Borwick Trout, hinum fræga Egyptafræðingi, sem með frú Trout og dóttur þeira Júlíu hjelt þar fjölsótt heimboð um hverja helgi, frá laugardegi til mánudags. Sir Borwick var altaf í Egypta- landi á veturna og var hann þar að grafa upp jarðneskar leifar látinna höfðingja, sem höfðu gert sjer til hins ýtrasta far um að komast hjá slíkri ógæfu og með því að ræna fjölda grafa, hafði honum tekist að afla ótölulegrar mergðar tordýfla, alveg einstætt safn, sem hann oft án nokkurs tilefnis lagði mjög að gest- um sínum að skoða. Hvað mig snert- ir voru að eins tvær mótbárur gegn því að jeg þæði heimboðið til Bal- sam Friary. Önnur var sú, að jeg myndi neyðast til að skoða hið ein- stæða tordýflasafn húsráðandans og hin, að jeg gat ekki vel verið tvo daga i húsinu, án þess að hitta dótt- ur hans, Júlíu. Nú var því svo háttað, að Júlia Trout var einhver sú fríðasta stúlka sem jeg hefi nokkurntíma sjeð og jafn ljúf í lund og fríðleikinn var mikill. Hún átti einnig fyrir hönd- um að eignast arf, en jeg get með sanni sagt að það var staðreynd, sem jeg harmaði mjög. í meira en ár hafði jeg notað hvert tækifæri til þess að segja henni hvaða álit jeg hefði á henni, og í síðasta skift- ið, þá er jeg hafði hreinskilnislega sagt henni, að jeg væri frávita af ást til hennar og gæti ekki hugsað mjer lífið án hennar, hafði hún ein- ungis sagt mjer að vera ekki með neina vitleysu og að henni geðjað- ist alt of vel að mjer til þess að giftast mjer, og að jeg yrði hjeðan í frá að skoða hana sem ákaflega hjartfólgna systur. Hryggur yfir að hafa orðið ,aftur- reka, hafði jeg reynt að drekkja sorgum mínum í allskonar svalli og skemtunum, alt frá vínborðunum í Chelsea að Brahmshljómleikum í Albert Hall, og i næstum þvi þrjá mánuði, hafði jeg vandlega sneitt hjá öllum samkomum, þar sem mín grimmlynda Júlía, kynni að vera ein í hópi gestanna. Heimboðið til Bal- sam Friary hafði gert mig ruglað- an í riminu og vakið furðu mína. Jeg var hræddur um að hið blæð- andi hjarta mitt kynni að eiga nýtt áfall á hættu. En þó var um mig líkt og fluguna, sem vill fljúga í logann bjarta, eins og skádin hafa lýst á svo mælskulegan hátt, og var mjer jiað enda ljóst að jeg mundi aldrei að eilífu geta haldið mig frá svo aðlaðandi ljósi. Það var því með talsverðum trega, og þó ef til vili með veikri endurvakningu vonar i hjarta mjer, að jeg reit til frú Trout, að jeg tæki með ánægju á móti heim- boði hennar. Jeg kom til Balsam Friary klukk- an sjö á laugardagskvöldi, og var þa mikill boðsgestafjöldi samankominn i hinum stóra eikarforsal hússins. Nokkrir gestanna höfðu auðsjáan- lega verið þarna frá síðdegisteinu. og ályktaði jeg þannig með þvi að viðræðurnar voru farnar að dofna, og með því líka að húsráðandinn hafði náð trausttaki á talsverðum hópi af gestunum til þess að syna þeim stóran bakka með tordýflum, sem hann flutti sínar venjulegu mælskuræður út af, en gestirnir störðu á alla dýrðina með frosnum augum, af leiðindum. Koma mín losaði gestina við þessa leiðinlegu skemtun. Uppástunga hús- ráðandans, að þeir myndu kanske æskja þess, að þeim væri vísað til herbergja sinna, var tekið með ein- stakri lirifningu. Frú Trout og Júlia — sú síðari hafði boðið mig vel- kominn með tvíræðu augnatilliti sem gerði mig undarlega órólegan — vísuðu kvenfólkinu á herbergi þeirra og sir Borwick tók upp tordýfla bakkann sinn og kallaði til karl- mannanna á meðal boðsgestanna, að fylgja sjer eftir. „Jeg vona að yður standi á sama, kæri Biffin,“ sagði hann við mig, þegar búið var að koma öllum hin- um gestunum fyrir I svefnherbergj- um þeirra, að jeg varð á síðasta augnabliki að láta af hendi her- bergið yðar við bróður konunnar minnar, Waterspoon gamla, ofursta sem koin alveg óvænt. Jeg muldraði eitthvað á þá leið að mjer væri sama um alt. „Jeg hefi sett yður i herbergi yf- irþjónsins,“ hjelt hann áfram. — „Munnings getur sofið í rúmi i vagn- húsinu, þarna hinum megin. Það mun fara sæmilega um yður hjer. Það er jeg viss um.“ „Jeg er líka viss um það,‘ sagði jeg. „Jæja, hingað erum við þá komn- ir,‘ sagði hann og vísaði mjer inn í lítið og heldur óvistlegt herbergi á neðstu hæð. „Gætið að höfðinu á yð- ur,“ bætti hann við, er jeg rak það harkalega á eitt af þessum lágu dyratrjám, sem gera sitt til þess að hús í Tudorstíl sjeu með öllu ó- byggileg. — „Hver þremillinn er þetta?“ spurði jeg og benti á stóra líkkistui sem var lögð ábreiðu og stóð i einu horrii herbergisins. „Það er ekkert,“ svaraði hann. „Það er peningaskápurinn, það er nú alt og sumt.‘ Hann tók lykil upp úr vasanum og opnaði skápinn. „Peningaskápurinn?‘ „Jeg set tordýflana mína í hann til geymslu á hverju kvöldi,“ sagði hann til skýringar og samhæfði fram kvæmdir sinar orðum sínum. „Kon- an min geymir líka gimsteinana sína hjer og nokkuð af gullborðbúnað- inum sínum. En þjer skuluð ekki hafa áhyggjur út af því. Ef að þjer eruð hræddur við þjófa, þá skal jeg' láta hundinn Ponto sofa hjá yð- ur. Annars,“ hann sýndi mjer reipi, sem hjekk niður hjá arininum, „er þetta brunakallarinn. Klukkan er uppi á þakinu. Ef að þjer takið í þetta reipi, verður alt þorpið koir ■ ið hingað eftir tvær mínútur..“ „Þá skal jeg sannarlega ekki taka í það,‘ sagði jeg hlæjandi. „Jæja, þá er nú alt í lagi,‘ bæ'ii hann við. „Matur klukkan hálf niu. Svart bindi auðvitað.“ Hann gekk á brott og jeg fór að klæðast til matar. Ekkert merkilegt gerðist þetta kvöld annað en að það dæmdist á mig, að sitja næstur Júlíu við borð- ið og var jeg svo óframfærinn, að jeg gat ekki komið upp nokkru orði. Hinum megin við hana sat ungur varðliðsmaður, sem hafði svo mikla ástleitni í frammi við hana að jeg varð fokvondur út af því. Og síð- ar þegar jeg var að spila „Bridge“ við Waterspoon ofursta, sem mót- spilara, þá sveik jeg tvisvar lit i einni „rúbertu“ með þvi að mjer var ómögulegt að einbeita huga mínum að spilamennskunni. Mjer dauð- leiddist yfirleitt þetta kvöld, en það var eins og mjer ljetti nokkuð, er kvenfólkið gekk til hvílu klukkan hálf tólf. Það var einnig um það leyti að frú Trout sneri sjer að mjer við stigauppgönguna. „Ponto er kominn í herbergið yð- ar,“ sagði hún. „Það er elskulegasti hundur. Júlía á hann í rauninni. Yður mun sjálfsagt fara að þykja vænt um hann.“ „Ó, þalcka yður fyrir, bara alt of mikið ómak min vegna.‘ „Ekkert ónæði. Hann sefur þar alt af.‘ Hún sneri sjer að yfirþjón- inum. „Munnings," sagði hún, „hef- ir ’ann Ponto verið úti?“ „Já, frú mín góð. Hann var úti á hlaupum, eftir matinn.1 „Þá er alt í lagi um liann. Góða nótt, lierra Biffin, og sofið vel.“ „Góða nótt,‘ sagði Júlia brosandi á þann veg, sem mjer hefir ávalt fundist svo óransakanlegur og trufl- andi, „og skemtilega drauma.* Húsráðandi var ekki fyrir nætur- vökur og stakk upp 'á' þvi, að þeir sem eftir voru af gestunum tækju á sig náðir. Og fóru nú allir til her- bergja sinna. Á leiðinni til svefnherbergis mins, gat jeg ekki varist þvi að hugsa um, hvort að návist Pontos myndi reyn- ast jafn þægileg og húsfreyjan hafði i) Hjer er átt við likkistu úr málmi eða steini.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.