Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1943, Blaðsíða 9

Fálkinn - 21.05.1943, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 spáð, þegar hún mintist á þessa elskulegu skepnu. Jeg ímyndaði mjer hundinn sem lítinn keltuhund af austurlandauppruna, Pekinghund eða leikfangsliund, og jeg vonaðist fasllega eftir þvi að hann væri ekki einn af þessum nöktu hárlausu hund- um, sem líkjast mýflugum og sem eyða svo mikiu af tíma sínum í árangurslaust gelt. Jeg varð því mjög hissa, er jeg kom inn í herbergið mitt eftir að hafa hálfhrapað eftir tveimur þrepum niður í það og hafandi sið- an tekið bakfall þannig að höfuð mitt slóst við þröskuldinn — að sjá stóran Elsass-íilfhund, er hvild- ist á ábreiðu við arininn. Lá hund- ur þessi með höfuðið fram á lapp- ir sjer og gaut grunsemdaraugum til mín, og var það ekki með öllu ástæðulaust, þegar þess er gætt, að við höfðum aldrei verið formlega kyntir livor öðrum. „Sælll, Ponto minn! Sæli nú kall- inn!“ sagði jeg í mesta vinsemdar- tón, en hann virtist alveg daufheyr- ast við ávarpi minu. En þegar jeg nálgaðist liann með hæfilegri var- færni, urraði hann lágt og lyfti upp öðru munnvikinu og kom þá í ljós röð af sjerlega sterkbygðum og hvöss um tönnum. En i sama mund gerði hann mig undrandi með því að vagga skottinu hægt fram og aftur. Þarna virtist mjer ekki alt með feldu, Mjer hafði alt af skilist að þegar hundur urraði, þá ljeti liann vahþóknun sína í ljós, en þegar hann hinsvegar veifaði skottinu, væri það merki velþóknunar. En sameining Pontos á þessum tveim einkennum var svo óeðlileg að jeg varð undrandi. Gamall málsháttur segir, að eigi skúli lireyfa við sofandi hundi og þótt þessi sjerstaki hundur væri aug- ljóslega glaðvakandi, þá hjelt jeg, að það væri rjettast í þetta sinn, að láta liggjandi hund sofa. Jeg dró mig þvi í hlje að skjólgóðu horni á herberginu og fór að hátta, eins hávaðalaust og fljótt og jeg gat. Eftir því sem jeg færði mig úr hverri spjörinni á fætur annari, varð jeg þess var að Ponto hafði gætur á mjer með sívaxandi fyrirlitningu, og þegar jeg burstaði á mjer tenn- urnar og skolaði hálsinn dálítið, þá setti hann upp slikan undrunarsvip, að maður gat sjer þess til að hinn trúfasti Munnings væri ekki vanur að viðhafa þessa nauðsynlegu kvöld- siði. Að lokum skreiddist jeg svo í bælið, slökti ljósið og bjóst til að sofna. Þá varð jeg hjer um bil undir eins þess var, að Ponto hafði risið á fæt- ur og gekk þögull um herbergið í einskonar eftirlitsferð. Mjer varð þannig innanbrjósts af þessu trufl- andi næturbrölti hundsins, að mjer lá við að þjóta upp úr rúminu og gefa honum ráðningu; jeg sat þó á mjer og reyndi að eins að fylgjast með þvi hvar hann legði leið sína um lierbergið og hvað. hann tæki sjer fyrir hendur, en erfitt var þó að athuga þetta til fulls í næturmyrkr- inu. Jeg þóttist heyra hann snuðra í skóna mína með fyrirlitningarlegu nefsogi og síðan heyrði jeg að verið var að svolgra í sig vatn og komsi jeg þá að raun um að hann var að fá sjer að drekka úr krukku, sem stóð á bak við þvottaborðið. Hann hjelt svo áfram sinni þögulu eftirlitsferð þangað til hann kom að rúmstokkn- um minum, þá staðnæmdist hann augnablik, hjelt jeg þá niðri í mjer andanum og undraðist hvað hann mundi gera næst, og þá stökk hann alt i einu í loft upp og hlammaðist siðan þunglega niður á fæturna á mjer. Það eru ekki neinar ýkjur, að hjartað í mjer virtist stöðvast. Jeg játa að jeg varð skelkaður. Jeg hafði heyrt svo margar sögur þar sem greint var frá grimd Elsasshund- anna, að jeg bjóst við því á hverri stundu að jeg myndi finna heitan andardrátt hundsins á andliti mjer og tennur hans á barka mjer. Svo virtist þó sem ótti minn væri ástæðulaus og bæri Ponto einungis vinarhug í brjósti til mín, því að eftir að hann hafði verið að snúa sjer til og frá í nokkurn tíma, ýt- andi mjer nær og nær veggnum, lagðist hann niður i króknum á milli hnjánna á mjer, andvarpaði blíðlega og gaf sig svefninum á vald. Þetta var heit júlínótt og nærvera þessarar lifandi hitaflösku, ef svo mætti segja, jók heldur litið á svefn- möguleika mína. Þyngslin af Ponto ofan á rúmábreiðunni voru það mik- il að ómögulegt var fyrir mig að hreyfa mig. Það virtist því klárt mál, að jeg myndi eiga mikil óþæg- indi fyrir höndum þessa nótt og óskaði jeg þess nú meir en nokkurn- tima fyr, að jeg hefði ekki komið til staðarins. Það mun hafa verið svo sem einni stundu síðar, þegar jeg lá í hálfgerðu móki, að jeg varð þess skyndilega var, að Ponto var vakandi. Jeg fann að han hreyfði sig erfiðlega, og heyrði hann gefa frá sjer lágt urr. Næstum þvi á sama augabragði var barið á dyr. Jeg settist upp og tendr- aði ljósið við rúmið. „Kom inn!“ sagði jeg. Dyrnar opnuðust og það sást móta fyrir Júlíu með kertaljós í hendi. Hún var í brokademorgunslopp, sem einu sinni hafði verið kinverskur sloppur. Ljósrauðar náttfatabuxur sáust undan sloppnum, rjett fyrir ofan hvíta ökla hennar. í annað sinn þessa nótt var sem hjartað í mjer stöðvaðist, í þetta sinn bæði af á- nægju og undrun. „Ó, Munning," sagði hún, en kom þá skyndilega auga á mig og rak upp dálítið óttaóp. „Er nokkuð að?“ spurði jeg. „Percy — þú? Ó, jeg bið þig af- sökunar,“ hjelt hún áfram, „jeg hjelt — jeg þurfti á Munnings að halda _____<> „Hann sefur þarna fyrir handan í vagnhúsinu,' sagði j'eg til skýring- ar. „Er nokkuð, sem jeg get gert?“ „Það er leðurblaka/ sagði hún. „Leðurblaka?“ „í svefnherberginu mínu.” „Guð komi til!“ sagði jeg. „Hvað er hún að gera þar?" „Ekki annað en að flögra fram og aftur um herbergið. En jeg skal segja þjer, að jeg get ekki sofið með leðurblöku i svefnherberginu og jeg hjelt, að Munnings gæti kanske losað mig við hana. Mjer þykir ósköp leitt, að jeg skyldi vekja þig.‘ „Gerir ekkert til,“ sagði jeg. „Mjer þykir gott að láta vekja mig og auk þess: það, sem Munnings getur, það get jeg líka.“ „Það væri ákaflega vinsamlegt af þjer,‘ sagði hún. „Niður með þig, Ponto, niður!‘ bætti hún við, þvi að hin skynsama skepna heilsaði hús- móður sinni með fíámunalegum vina látum, sem að jeg hafði fulla sam- úð með. Jeg fór í snatri i morgunslopp- inn minn og inniskóna og með Ponto á hælunum á eftir pyer, hjelt jeg upp á loft á eftir Júlíu. Við fórum eftir mörgum skuggalegum göngum þar til við vorum komin i svefnherberg- ið hennar i hinum enda hússins. Við gengum eins hljóðlega inn í herbergið og mögulegt var, lokuðum hurðinni á eftir okkur og litum að- gætnislega i kring um okkur eftir leðurblökunni. En það sást hvergi neinn vottur hennar. „Hún hefir að líkindum farið i felur,“ sagði Júlía. „Hún hlýtur að hafa heyrt okkur koma.‘ „Ponto finnur hana sjálfsagt bráð- um, sagði jeg vongóður. En hann virtist hafa lítinn hug á eftirleit- inni. Hann var víst, það hygg jeg, einhver sá þyrstasti hundur, sem jeg hefi nokkurntima fyrir hitt. „Jeg geri ráð fyrir, að liún hafi tekið á sig náðir uppi á matskápn- um,‘ sagði Júlía, „og undir eins og jeg fer i rúmið, fer hún að fljúga aftur um stofuna.“ « „Jeg kann besta ráðið til þess að losna við leðurblökur,“ sagði jeg. „Jeg las það í bók." „Hverskonar bók?“ „Jeg man það ekki, en hins minn- ist jeg að sagt var, að ef maður slekkur á ljósinu og bíður svo graf- kyr þangað til Ieðurblakan er orðin óhrædd aftur, og ef maður svo opn- ar hurðina skyndilega, þá flýgur hún út í ganginn.“ „Væri jiað nú rjett gert?" sagði Júlía. „Rjett gert?“ „Ætli að pabbi vilji að leðurblök- um sje hleypt út um alt húsið?“ „Hann þarf ekki að vita um það." . „Gott og vel,” sagði hún hikandi, „það er að minsta kosti þess vert að það sje reynt.“ Jeg slökti á ljósinu við hurðina; við biðum í hálfa mínútu í myrkri og eftirvæntingarfullri þögn og svo, þegar jeg hjelt að nú ætti leðurblak- an að hafa haft nægan tíma til þess að koma fram úr felustað sínum þreif jeg eftir hurðarlokunni, sneri hún- inum fljótt og reif hurðina upp á gátt. 1 ganginum fyrir framan stóð skeggjaður miðaldra maður; hann hjelt á ljóskeri og virtist hissa á að sjá mig. Og jeg skal játa, að mjer fanst staða mín krefjast nokkurar skýringar. „Það er alt í lagi,“ sagði Júlía „Þetta er einungis næturvörðurinn." „Góða kvöldið, Barber,“ bætti hún við í vingjarnlegum tón. „Indælt veður í nótt, finst yður ekki?" „Góða kvöldið, ungfrú,“ sagði Barber, heldur óþýður í rómnum og gangandi alveg fram hjá athuga- „emd ungfrúarinnar um veðrið. „Herra Biffin hefir verið að hjálpa mjer með að ná leðurblöku út úr herberginu mínu,“ lijelt Júlía áfram. „Leðurböku? Einmitt það, ung- frú." Jeg verði að játa að mjer þótti tónninn í orðum hans nokkuð ílls- vitandi. „Það vill víst ekki svo til, að þú liafir rekist á eina úti á ganginum, eða hvað?“ spurði hún. „Nei, ungfrú. Jeg hefi ekki orðið var við neina leðurblöku i kvöld.“ „Þá hlýtur hún að hafa flúið út um gluggann.“ „Já, ungfrú." „Jæja, sleppum nú því.“ Hún sneri sjer að mjer. „Mjer þykir svo leitt, að þú hefir orðið að hafa alt þetta ómak mín vegna. Barber mun vísa þjer leiðina til herbergis þíns. Viltu það ekki, Barber?“ „Jú, ungfrú." „Jæja, góða nótt þá.‘ „Góða nótt," sagði jeg, „og jeg held að það væri betra, að þú hefðir Ponto hjá þjer. Honum líður betur með því móti.“ Jeg fór svo þögull aftur með Barb- er til herbergis mins. Hann var auð- sjáanlega önuglyndur að eðlisfari, því að, þó að jeg reyndi einu sinni eða tvisvar að koma honum til að ræða við mig, þá var ómögúlegt að toga nokkurt orð út úr honum svo að jeg að lokum hætti við tilraun- ina gramur í geði. Jeg þóttist verða þess áskynja af viðmóti hans, að hann hneigðist til þess að líta nokkuð svörtum augum á framkomu mina. Jeg hugsaði með sjálfum mjer hvort það væri kurt- eist af mjer að þjóða honum dálitla gjöf, svo sem tíu krónur, í þeim til- gangi að tryggja mjer þagmælsku hans; þó fann jeg ósjálfrátt að það væri óhyggilegt. Jeg gerði því enga tilraun til þess að múta þessum sóma manni og eftir að hann var farinn skreiddist jeg í rúmið aftur í von um að öllu myndi vel lykta, enda ljetti mjer mikið út af fjarveru Pont- os og slökti jeg svo ljósið aftur. Jeg hlýt að hafa sofnað þegar í stað og vissi jeg ekki af mjer fyr en jeg alt i einu hrökk upp af svefni var mig þá að dreyipa ákaflega lif- andi draum, þótti mjer jeg vera að bjarga lífi Júlíu, með þvi að hrifsa hana úr greipum ægilegs, vængjaðs fortíðarskrímslis. En þá hrekk jeg, sem sagt, alt i einu upp af svefni við það að bankað er á herbergisdyrnr mínar. „Kom inn!“ sagði jeg, nokkuð geð- vonskulega, er jeg hræddur um, því að draumurinn var einmitt kominn á það hámarksstig eftirvæntingar- innar, er Júlía kastaði sjer viðstöðu- laust í faðm mjer. Dyrnr opnuðust og jeg sá þá hina sömu indælu ungfrú standa þar fyr- ir framan mig og gat jeg varla á mjer setið með að reka upp ánægju- óp. „Það er afleitt að vekja þig nú aftur,“ sagði Júlía, með afsakandi brosi. „En leðurblöku skömmin er aftur komin á kreik í herbergi mínu.“ „Ertu viss?" spurði jeg. „Yiss?“ Hún endurtók orðið í hálf- gerðum móðgunartón. „Það, sem jeg á við,“ sagði jeg til skýringar, „er það, livort að þú sjert viss um að það sje sama leð- urblaka og ekki einhver önnur, sem sje þetta lík hinni? Þær gætu t. d. verið tvíburar og þess vegna svona líkar. Ein leðurblakán líkist mjög annari, eins og þú veist og ef að maður athugar þær ekki mjög ná- kvæmlega--------“ „Jeg veit ekkert um það," greip hún fram i fyrir mjer. „Hitt veit jeg að leðurblaka er í herberginu mínu og jeg yrði ákaflega þakklát ef-------“ „Auðvitað," sagði jeg. „Bíddu augnablik á meðan jeg fer i slopp- inn minn.“ Við komum svo inn í svefnher- bergi Júlíu í annað skiftið á þess- ari sömu nóttu og var það með öllu leðurblökuaust. Ponto hafði notað tækifærið á meðan að húsmóðir Framhald á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.