Fálkinn


Fálkinn - 10.09.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 10.09.1943, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaðiS kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprení. Skraddaraliankar. Kartöflurækt hefir stórum aukist á íslandi hin síðari árin, svo og ræktun rófna og grænmetis. Horfði svo viö um hri'S, aS þjóSin mundi Cara að veroa sjálfri sjer nóg í þessu tilliti, og þotti flestum vel farið, að hún væri að reka af sjer þann sman- arbiett að þurfa að sækja kartöfiur til annara landa, jafnvel alla leið ti! Ítalíu, og grænmeti til Danmerk- uv og Hollands, en flutningu'- þess var þeim annmörkum bundinn að ofl skemdust heilar sendingar, svo að fteygja varð þeim í sjóinn, þegar hingað var komið. En Adam var qkki lengi í Paradís. Eftir fregnum þeim, sem nú berast hvarvetna af landinu, mun kartöflu- uppskeran verða langt undir meðal- lagi. Veldur þessu að nokkru leyti mjög óhagstæð tíð framan af sumri og um það er ekki að sakast, sem óviðráðanlegt er. En hitt veldur þó meiru um, að okkur hefir tekist að fá hingað heimsókn ýmsra matjurta- sjúkdóma, sem nú virðast vera að leggja undir sig landið, eins og hver önnur karakúlpest í sauðfjenu. Hefir þetta tvennskonar áhrif í senn. Upp- skeran rýrist eða jafnvel ónýtist. Og svo hitt: að bændur þora ekki að hælta á að rækta kartöflur í stór- um stil, eða svo sem þjóðin þarf með og haida því að sjer höndum. Þeir vilja ekki hætta á fyrirsjáanlegan uppskerubrest eða ónýtingu uppsker- unnar eftir að unnið hefir verið að henni. Og er þetta vorkunnarmál. Á- hættan af óhagstæðri veðráttu er nægileg, þó annarskonar áhætla bæt- isl ekki við. En höfum við sýnt nægilega for- sjá, að því er snertir varnir gegn allskonar vágestum, sem atvinnu- vegirnir geta fengið utan að? Mun- um við, að samgöngurnar hafa stór- aukist, samgöngur við ný lönd? Höfum við ekki gleypt við matjurta- sjúkdómunum, alýeg eins og við gleyptum við vágestunum, sem flutt- ir voru inn með ríkisstyrk í erlendu fje? Víst er það svo. Andvaraleysi van- þroska þjóðar hefir verið hjer að verki éins og oftar. Nú er varið milj- ónum fyrir gaddavírsgirðingar gegn sýklingum í sauðfjenu. En er ekki hægra að stemma stigu fyrir lcál- maðki eða kartöflupest? Hvað hefir verið gert til þess? Málverkasýning Þorvaldar og Gunnlaugs Þurvuiaur bKulason. Síðastliðna viku hafa tveir mál- arar hinnar yngri listamannakyn- slóðar, þeir Gunnlaugur Scheving og Þorvaldur Skúlason liaft mál- verkasýningu opna í Listamanna- skálanum og verður hún opin til 15. september. Sýna þeir hvor um sig nálægt 30 málverk, auk teikninga og smámynda nýstárlegar og líklegar til þess að vekja skoðanamun. Þeir eru hvor um sig talsmenn hinna nýrri stefna í málverkalist, en sverja sig jjó ekki undir merki neins skóla, heldur halda fyrst og fremst uppi merki persónulegrar stefnu, bæði i með- ferð og efnisvali. Hjá Þorvaldi er mikið af samstillingarmyndum, og undir þann flokk mega „Eldhús- borðin“ lians einnig teljast. Tvær konumyndir, einkar fagrar eru jjarna, önnur konan mcð bók, sem hún les ekki i, en hin er lesandi. „Konur í sjávarþorpi“ heitir stærsta og dýrasta myndin á sýningu hans, en önnur stærsta myndin er af hest- um, sem flestum .virðast líklega ljót- ir, þó þeir væru í allstórri stofu, en verða lifandi og gullfallegir þar sem húsrýmið leyfir sjer að njóta þeirra. Þetta sama má að vísu segja um fleiri af myndum hans, en þó enn frekar um myridir Gunnl. Schevings. Gunnlaugur Scheving. Þær þurfa afár mikið rúm, flest- ar. Maður veitir þar einkum athygli tveimur myndum, annari mjög stórri en liinni minni, af mönnum, sein eru að draga línu. Gunnlaugur sýnir líka þarna mjög sjerkennilega mynd, sem heitir „Maður, kona, kýr“, svip- mikla og mikilúðlega, svo að maður gleymir henni ekki. Annars hefir hann einkuin valið sjer sem verk- efni hús eða þorpshluta við sjóinn, og enn eru þarna nokkrar myndir úr Öræfunum. Einnig nokkrar teikn- ingar al' þreklegum mönnum, sem hafa líklega allir verið i fangbrögð- um við Ægi. Þetta er einkar eftirtektarverð sýning enda liefir aðsóknin verið mikil hingað til og verður þó senni- lega meiri áður en lýkur. Áliugi al- mennings fyrir málaralist — einnig nýtísku list — fer hraðvaxandi og efnahagur fólks hefir breyst í það liorf, að margir sjá sjer fært að eign- ast málverk, sem ekki gátu það áður. Þessir listamenn hafa báðir öðlast það álit dómbærra manna, að þeir standi framarlega meðal listbræðra sinna og liafa báðir filotið ágæta dóma jieirra, sem jiekkinguna hafa. Fiínlán myndir liafa selst á sýning- unni, þegar þetta er ritað. Sundlaugin í Hafnaxiirði var vígð á sunnudaginn annan er var að viðstöddu miklu fjölmenni. Er hjer um hið merkasta fyrirtæki að ræða, sem eflaust á eftir að hafa eigi minni jjýðingu fyrir líkamlega hollustu Hafnfirðinga en Sundhöll- in fyrir Reykvíkinga. Sundlauginni hefir verið valinn staður vestan við skrúðgarð Hafn- firðinga í Hellisgerði. Grunnfiötur sundlaugarinnar með tilheyrandi byggingum er 700 fermetrar, en sjálf laugin er þó eki nema 212% ferm. (25 metra löng og 8% m. breið), en dýptin er frá 90 cm. til 3 metra, þar af meiri lilutinn grynnri en 1.60 metrar. Fyrirkomulag laugarinnar er að mörgu leyti líkt og i Sundhöll- Gunnar Einarsson fgrv. kaupmaður, Öldugötu 52, verður 90 ára li. þ. m. Tómas Jónsson kaupmaður varð 60 ára 7. þ. m. Árni Sigurðson, Fríkirkjuprestur, , verður 50 ára Í3. þ. m. inni. Kringum laugina eru liráka- rennur niður undir vatnsborði, en gangpallar meðfram henni á alla vegu, 2 m. og 2% metra breiðir. 1 anddyrinu er aðgöngumiðasala fyrir gestina og afgreiðsla á hand- klæðum og sundskýlum. Þá tekur við rúmgóður forsalur, en úr honum er gengið inn i búningsklefana. Eru þarna tíu búningsklefar fyrir karla, auk sameiginlegs klefa, þar sem 35 manns geta haft fataskifti. Jafn- Frh. á bls. U.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.