Fálkinn


Fálkinn - 10.09.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 10.09.1943, Blaðsíða 6
G F Á L K I N N - LITLfi SfiQfiH - (Gömul þjóSsaga) * Langt inni í Rússlandi, skamt frá Moskva, er lítið þorp og spölkorn frá þorpinu er litill kofi. Þessi kofi var í eyöi, því að gamli maðurinn, sem átti liann, var dáinn og hafði ekkert látið eftir sig nema kofann, sem tæplega var 30 rúblna virði, fáein trjehúsgögn og útskorna lielgi- mynd, sem einhverntíma hefði verið máluð, en timans töríh hafði nú að mestu leyti unnið á þeirri málningu. Gamli maðurinn ijet ekki eftir sig neina erfðaskrá, og þótt yfirvöldin auglýstu og óskuðu eftir að nákomn- ir ættingjar gæfu sig fram, kom alt fyrir ekki. Það voru ekki margir, sem kærðu sig um að vera i ætt við fátæklinga. Loks kom ungur maður, Ivan að nafni. Foreldrar hans voru bæði dáin, og litla liúsið sem þau liöfðu átt, var br.unnið til ösku. Ivan átti því ekkert nema fötin, sem hann var í og beitta exi. Hann fór á fund yf- irvalda þorpsins og skýrði þeim frá því, að hann hefði oft heyrt móð- ur sína tala um, að hún væri skyld gamla manninum í kofanum. Hann kvaðst ekki geta sannað þetta, en móðir sín hefði aldrei skrökvað neinu og hefði sannarlega enga á- stæðu haft til að skrökva þessu frem- ur en öðru. Þar sem þessi ungi maður virfist vera lieiðarlegur í alla staði og ekki líklegur til að ljúga visvitandi leyfði amtmaðurinu honum að setj- ast að í kofanum og telja hann hjcð- an i frá sem sina eign. Ivan varð mjög glaður yfir að fá þannig þak yfir höfuðið og fanst það vera móður sinni sálugu að þakka. Ilún hafði verið vönduð og heiðvirð kona, scm gerði sjer alt far um að ala son sinn upp í guðs- ótta og innræta honum alt hið besta sem hún þekti. Honum fanst þessi óvænta hepni vera fyrirbænum henn ar að þakka, og hann lofaði henni því í hjarta sínu að hann skyldi alt * af halda það i heiðri, sem hún hafði kent honum. Svo fór Ivan að búa um sig í nýja bústaðnum. Eftir landsvenju hneigði hann sig djúpt og níeð mik- illi lotningu fyrir gömlu helgimynd- inni og raðaði gömlu trjehúsgögn- unum eftir því sem honum fanst best við eiga. Þessar eigur hans voru litlar og fátæklegar, en heimili var hann ])ó búinn að eignast og ef hann yrði duglegur að vinna, myndi hann með timanum geta aukið það að þægindum. Honum leið ágætlega um sumarið. Gömlu helgimyndinni og Ivan kom ágætlega saman í gamla hreysinu. Kvölds og morgna hneigði Ivan sig með lotningu fyrir myndinni, og ef hann átti nokkurn eyri afgangs í vikulokin var hann vanur að kaupa annað hvort blóm til þess að skreyta myndina með eða kerti, sem hann ljet loga á fyrir framan hana. En svo kom veturinn. Það var harður vetur, harðari og kaldari en elstu menn mundu eftir. Eina nóttina snjóaði svo mikið að kofinn hans Ivans fór nærri þvi í kaf og snjóþyngslin voru svo mikil að það var ekki viðlit að opna hurð- ina til þess að komast út. Brennið, sem liann hafði safnað til vetrarins var búið, og hann varð að taka eina stólinn, sem til var og brenna honum. Borðið og rúmið fóru sömu leiðina. En úti hjelt áfram að snjóa og kuldinn varð sífelt bitrari. Hvað átti hann að gera? Hann leit- aði í kofanum eftir einhverju elds- neyti, en það var ekki til, alls ekkert sem hann gat brent, nema gamla trje- likneskið. Hann liorfði lengi á það. Hvað átti hann að gera? Freistingin var mikil. Það var svo hræðilega kalt. Hann tók exina, gekk að mynd- inni, hneigði sig þrisvar sinnum og signdi sig. Svo sagði hann lágt: „Heilagi St. Nikulás eða St. Georg eða hver sem þú ert Þú hlýtur að sjá í live mikilli neyð vesalings Ivan er staddur. Hann er lokaður úti frá umheiminum. Kuldinn er liræðileg- ur og bráðum hefir hann engan mat. Hungurdauðinn er yfirvofandi og síðustu stundir lífs síns mun hann kveljast af kulda.. Enginn getur hjálpað honum til að lengja lífs- stundirnar. Þú veist að jeg segi alll af satt, og nú segi jeg þjer að jeg kvelst af því að þurfa að gera það, sem jeg ætla nú að gera. Við höfum búið hjer í kofanum i sátt og sam- lyndi, og jeg hefi reynt að sýna þjer þá virðingu, sem mín fátæklegu kjör hafa leyft mjer. En nú, ó, liorfðu elcki svona raunalega á mig; fyrir- gefðu mjer — en það getur ekki orðið öðru vísi.“ Nú tók hann exina og sneri sjer undan á meðan; hún klauf vin hans i herðar niður. Þegar líkneskið fjell niður heyrðist livelt málmhljóð. Ivan þorði varla að gá hverju þetta sætti, en loks tók liann þó kjark i sig, og hvað sá hann þá? Undir líkneskinu var gólfið þakið gulli og silfri. Gaml- ir dúkatar og rúblur lágu eins og liráviði á gólfinu og úl úr líkneskinu runnu rúblur og dúkatar, eins og glitrandi vatnsfall. Ivan stóð sem steini lostinn: „Hver skyldi trúa þessu!“ hrópaði liann loks. „Hvílikur dýrgripur. Þetta hef- ir þú geymt lianda mjer, en þig skal aldrei iðra þess. Jeg skal gera alt sem jeg get fyrir þig og láta Ijós loga við fótskör þína á meðan jeg lifi.“ Síðan kysti hann hendur og fæt- ur velgjörðarmanns sins og hjó svo stykki úr hnjenu, til þess að brenna. Alla nóttina sat hann og virti fyr- ir sjer eign sína og hugsaði um að það voru ættingjar móður hans, sem höfðu átt kofann og lionum fanst þetla alt vera gjöf frá henni, dýr- lingurinn hafði aðeins geymt það fyrir hana. , Um morguninn breyttist veðrið. Hlákan leysti snjóinn upp innan skams og inngangurinn í kofann varð fær. Ivan, sem nú var auðugur maður gat farið út til þess að leita að hlýrri samastað. Sá sem hefir nóga peninga, getur altaf komið sjer áfram í Rússlandi, og það getur hann í raun og veru allsstaðar í heiminum. Ivan keypti dálitla landsspildu, giftist og eignað- ist mörg börn. Hann kendi þeim að vinna kappsamlega, segja ávalt sann- leikann og vera þakklát gamla likn- eskinu. Það var ávalt haft á besta stað heimilisins og dag og nótt SUNLIGHT - NOTENDUR- HJER ER RÁÐ TIL ÞESS AÐ LÁTA Sunlight Sápuna YÐAR ENDAST TVÖFALT LENGUR í stað þess að löðra allan þvottinn yðar i sápu, eins og þjer gerið venjulega, þá strjúkið sápustykkinu aðeins um óhreinu blettina. Við það inyndast nægilegt sápulöður til að þvo allt stykkið, án þess að bæta við meiri sápu. A þann hátt sparið þjer helminginn af sápunni, sern þjer notið venjulega. Og fataplögg, sem þvegin eru úr Sun- light sápu, endast lengur vegna þess að hinir við- kvæmu þræðir verða ekki fyrir sliti af hörðu nuddi. Þessar tvær myndir sýna yður hverning Sunlight ver fatnaðinn vðar og sparar yður á þann liátt peninga. Stcekkuö Ijósmynd. af pvotti — jjji|ggj ÞVF-GNUM OR ÞVEGNUM ÓDYKRl. ÚR VONDRlSÁPU SUNLIGHT \ flcióing rangrar þvo.t tanóf o róar. creftió skoint, þræóirnir slittnr. l ullkorain afleióing Sunlight-þvottar. Ljorcftiö sem nýtt. þráöurinn óskemdur. SUNLIGHT sparar vinnu KH Ikjl sparar peninga 9hb X-S 1349/5-151 L£rL7Mmml(!i,jsl.- Notið einusinni Ozolo furunálaolíu í baðið - og þjer aukið líðan og heilnæmi yðar stórlega. Ozolo jregst engum. Heildsölubirgðir: Agnar NorðfjörS & Co. h.f. Sími 3183. brunnu kertaljós á fótskör þess. Ivan tók það loforð af börnunum sínum að svo lengi sem eitthvert þeirra lifði skyldu þau aldrei gleyma gamla likneskinu nje setja það til hliðar. Hann lauk áminningum sinum með þessum orðum: „Munið að því eigum við alla vel- gengni okkar að þakka.“ Hulda S. Helgadóttir þýddi. Pjetur: — Eiga menn heima í tunglinu, pápi. Faðirinn: — Sumir álíta það. Pjetur: — Og fæðast þeir þá í hvert skifti, sem nýtt tungl kemur? — Þegar jeg sje andlilið á yður get jeg aldrei varist því að hugsa til eins frægasta visindamanns heims ins og kenninga hans! * — Þetta eru nú gullhamrar. Hver er þessi vísindamaður? — Darwin — sá sem sagði, að mennirnir væru kómnir af öpum. — Þjer viljið að telpan yðar sje skírð Klarínetta? Það finst mjer skrítið nafn. — Já, en nú skal jeg segja yður hvernig á þessu stendur, preslur. Föðursystir Iiennar heitir Klara og móðursystir hennar Netta, svo að mig langar lil að láta barnið heita eftir þeim báðum. Heildsölubirgðir: Laitozone jaðmjólk mýkir vatnið og gefur yður mjúka og sterka húð. Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Sími 3183.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.