Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1943, Blaðsíða 9

Fálkinn - 01.10.1943, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 dáðst að teppinu, kom Óli blái skálmandi til mín. — Góðan daginn, Láki. Þú ert þá að spekúlera út gjafir handa frúnni. Svona eiga sómabændur að vera. Ó-já, *úr ýmsu er nú sosum að velja. En hollast held jeg mundi nú vera að láta kerlingarnar ekki koma alt of nærri dýrtiðinni. —- Má annars ekki bjóða þjer tóbakstuggu? Meinfýsnin skein út úr andlitinu á karlfjandanum, á meðan hann lopaði upp i sig löngum spotta af tóbaki, gljáandi af svartri sósu, tróð því bókstaflega upp í þennan fríða munn sinn. Hefði tungan á mjer ekki verið eins og ullarlagður i skrælþurrum munninum, hefði ejg lirækt í augun á karlbölvuninni, Nú gat jeg ekkert annað en snúið baki við honum með fyrirlitningu, og gengið burtu. Jeg ráfaði stundarkorn um þoru- ið, en hvar sem jeg mætti lcunningja var mjer boðið að bíta í skro. Sú óvanalega gjafmildi á tóbak og glott- in á andlitunum, sem henni voru samfara gerðu mjer alt annað en ljett i skapi. Að lokum flúði jcg heim til Jónasínu. Þegar heim kom settist jeg við útvarptækið og hugðist deyfa þján- ingar mínar með þvi að hlusta á striðsfrjettirnar frá Póllandi. Ekk- ert skorti á það að nógar hörmunga- fregnir bárust þaðan, um morð >g misþyrmingar varnarlausra kvenna og barna, og annara friðsamra borg- ara, þar sem sprengjikúlum og eld- sprengjum rigndi niður yfir borgir og bygðir. En á þeirri stundu hefði jeg þó ekki hikað við að skifta á kjörum við það fólk, ef mjer hefði þá jafnframt verið frjálst að bita í tóbaksrullu. Jónasina hefir verið farin að hafa hugboð um það, þegar hjer var kom- ið sögunni, að barátta mín var ekki háð í neinni sitjandi sælu, þvi nú tók liún upp á því að fara að telja kjark í mig. Það versta væri nú senn yfirstaðið, sagði hún, og að hún hefði svo einlægan vilja á því að ljetta mjer stríðið. Og hún hafði líka ýms ráð á takteinum til þess konan. Eitt var til dæmis að hátta og liggja i rúminu, stinga tóbaks- hönk undir koddann og halda svo dauðahaldi utan um hönkina þang- að til úrslitasigur værrunninn. Ekki þótti henni þó örugt að nota þetta ráð. Nokkur hætta mundi vera i því að láta mig handfjatla þannig sjálfa freistinguna. Annað ráð þekti hún einnig, sem henni leist betra, en það var að geyma tóbakið ein- hversstaðar þar sem hinn stríðandi maður gæti stöðugt sjeð það. Og nú tók hún hönkina, sem hún hafði geymt vandlega læsta inni í skáp og Ijet liana upp á hillu í stofunni, þar sem hún blasti við sjónum mín- um. En hún Jónasína á i fórum sínum þann fegurðarsmeklc, sem. aldrei bregst, þess vegna gat hún ekki horft í hönkina sveipaða blett- óttum pappír. Hún leitaði uppi rauð- an silkiborða og batt í fallega slaufu utan um þetta forboðna epli. Svo stilti hún hönkinni aftur upp á hylluna eins og dýrmætum postu- línshundi. Við þessar aðgerðir Jón- asínu uxu þjáningar mínar enn til stórra muna. Næstu nótt meðan Jónasina svaf dreymdi sæla drauma um dívan- teppi i Gíslabúð, losaði jeg hvers- dagsbuxurnar mínar við vasana, þar sem jeg hafði jafnan geymt tóbaks- forða dagsins. Eftir tveggja tima æðislegt starf með tönnum og kjálk- um veittist mjer nokkur fró og óvær svefn til morguns. En þá hófst nýr dagur með nýjum kvölum. Einhvern veginn lifði jeg hann til enda, eu jeg veit naumast hvernig. Jeg aiæddi ekki að fara út í þorpið, mjer stóð slík ógn af greiðasemi og gjafmildi kunningja minna. Jónasína stilti hönkinni upp á hylluna og hjelt vörð um hana eins og fyrri daginn. Þennan dag fór Jónasína í fullri alvöru að veita líðan minni athygli og að gera tilraunir til að ljetta mjer striðið. Hún gekk meira að segja svo langt að elda uppáhalds- matinn minn, hrossakjötssteik, um kvöldið. En nú var svo af mjer dreg- ið að*jeg kom varla nokkrum bita af þvi góðgæti inn fyrir mínar var- ir. Um kvöldið þegar við gengum til náða kom hún til min og strauk sjer upp við mig eins og kisa, sem langar til að láta gæla við sig. Jeg hafði ekki lyst á þvi að gæla við konu frekar en á hrossakjötinu. Eftir botnlausar þjáningar þessar- ar nætur ákvað jeg að láta til skar- ar skríða með teppið góða. Jeg ákvað að taka teppisfjandann upp á krít í Gíslabúð, og brjóta þannig all- ar brýr að balci mjer. Þá yrði ekki aftur snúið, þvi að eina vonin til að geta nokkurntíma greitt teppið var sú að spara, spara mjer tóbakið. Ef til vill hefir líka einhversstaðar í djúpi sálar minnar leynst sú von, að komi jeg færandi hendi með teppið heim til Jónasínu, kynni svo að fara að hönkin í rauðu stofunni yrði mín. Þegar jeg kom að glugganum í Gisla-búð brá mjer illa. Teppið var horfið. Meðan jeg stóð þarna úti fyrir glugganum, og var að átta mig á því sem mjer hafði aldrei áður komið í huga, að einhver kynni að verða á undan mjer að kaupa dýr- gripinn, kom Óli blái út úr búðinni með stóran böggul undir hendinni. Gísli kaupmaður var farinn að spara umbúðapappírinn, svo að ekki leyndi sjer hvað í bögglinum' var. Þar var komið teppið maigþráða. — Sæll Láki. Hvernig gengur rneð bindindið? Nú, jeg þarf annars ekki að spyrja. Útlit þitt segir alt ospurt um það efni! Ja, jeg varð nú fyrir því bölvuðu óhappi að kerlingin mín kom auga á þetta líka dynno'is- teppi hjer í glugganum, og þá var nú ekki framar að sökum að spurja. Jeg fjekk svo tuskuna upp í krít hjá Gisla gamla. Eitthvað ve>ður að gera til þess að hafa kerlinguna góða. Farvel, Láki! Óli blái spýtti stórri gusu af tó- bakslegi á stjettina fyrir framan búðargluggann. Svo stikaði hann burtu eins og hann, sveitarlimurinn, ætti meiri hluta heimskrinjjjunnar. — Þar fór það til fjandans eða í Óla bláa, sama hvort var, sagði jeg upphátt við sjálfan mig. Svo tók jeg til fótanna og hljóp heim eins og vitlaus maður. Jeg ruddist fram hjá Jónasínu, sem stóð úti á tröppunum, og beina leið inn í stofu mina að hyllunni, þar sem tóbakshönkin í rauðu slaufunni lá eins og skurðgoð á stalli. Jeg hafði engin umsvif. Á augabragði þreif jeg liönkina og skelti hana sundur í miðjuhni, og rauða silkiborðann líka, með tönn- unum. Helmingnum tróð jeg í botn- lausan buxnavasann, af gömlum vana. Svo settist jeg á gamla dívan- garminn hróðugur eins og sigurveg- í SPRENGJUKASTI YFIR SCHELDE. Það er bresk Ventura-flugvjel, sem sjest hjer ú myndinni. En fyrir neðan er borgin Flushing, og þar eru afarmiklar skipasmíðastöðvar, sem verið er að varpa sprengjum á. Einn- ig voru geymdar þar miklar olíubirgðir handa herskipum. LOFTÁRÁSIRNAR Á PANTELLARIA. ítalska eyvirkið Pantellaria, sem stundum var kallað „Malta ítala“, fell skömmu eflir að bandamenn höfðu náð Tunis á sitt vald. Voru gerðar heiftúðugar loftárásir á virkið og jafn- framt skutu herskip á það, svo að eigi var annars kostur fyrir hið fámenna varnarlið, en að gefast upp, 22 mínútum eftir að lokaárásin hófst. — Þessi teikning á að sýna atlöguna að Pant- ellaria. Stór bresk flotadeild skaut á virkið. 76 mínútur sam- fleytt og loftið var hrannað af sprengjuflugvjelum og orustit- flugvjetum. ari í heimsstyrjöld og bruddi og saug tóbakið. Hlýir orkustraumar runnu frá tungurótum minum út i hvern lim líkama mins. Mjer var sem eign- aðist jeg nýja sál og nýjan líkama. Jónasína kom inn úr dyrunum orð- vana af undrun yfir athæfi mínu. Þar staðnæmdist hún og horfði skelkuð á mig. — Komdu! Nú var það jeg sem skipaði, en Jónasína sem hlýddi. Hún gekk hægt og hikandi til mín. Svo, þreif jeg hana og settist með hana á dívaninn. Nú hafði jeg bestu lyst bæði á hrossakjötssteik og á því að gæla við kvenfólk. Og það bar ekki á öðru, en að Jónasína ljeti sjer þetla vel líka, líkt og kisa, sem þiggur að láta strjúka sjer um belg- inn, þarna á gamla dívaninum, sem blindur maður gat talið stjörnurnar í gegnum. í t, Drekkið Egils-öl MÍLO .* >t- tttlu ,'>ápu ■ TUis itUjt6 «ilV tíuT MILO «, tldC OM'tov HEf toTbtU B f RGÐ IR: .,ÁR.N í JÓNSSON . HAFMAHSTRÍ‘TfcCYlUAVlK ■■■ Egils ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.