Fálkinn


Fálkinn - 01.10.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 01.10.1943, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 ThEodór flrnason: TÓNSNILLINGAR LÍFS OG LIÐNIR Nalibrau 1808—1836 Þaö viröist ekki getá leikið neinn > vafi á því, að hún hafi verið undra- barn, þessi dáða söngkona, og þeg- ar hún kom fram í fyrsta sinni full- þroska söngkona, átján ára gömul. En hún mun hafa verið vel gefin á fleiri sviðum en hvað tónhstina snerti. T. d. er frá þvi sagt, að henni hafi verið ákaflega ljett um að lœra tungumál, og er sagt að hún hafi talað spönsku, ítölsku, frönsku, ensku og þýsku, — og öll málin prýðisVel. En tónlistargáfuna átti Malihrau ekki iangt að sækja, þvi að í ætt henriar var margt merkra söngvara, — og faðir hennar Manuel del Popopolo Vicente Garcia var stórmerkur og fjölhæfur tónlistar- inaður og alt í senn: tónskáld, söngv- ari, leikari og hljómsveitarstjóri. — Mestrar frægðar gat hann sjer þó sem söngvara, ferðaðist um og söng i öllum stórborgum Norðurálfu, hlaut jafnan hinar ágætustu viðtökur og naut mikillar virðingar. Og kenn- ari var liann tahnn afburða. Það var því vel í liaginn búið fyrir Maríu litlu, — en hún hjet fullu nafni: Maria Felixita Garcia (siðar Mali- brau), spönsk að ætterni, en fædd- ist í Paris 24. mars 1808, og var þannig tveimur árum yngri en Son- tag. Þegar hún vSr þriggja ára tók faðir hennar hana með sjeí til Ítalíu þar sem liann átti að syngja í ýms- um óperum, en dvaldist lengur en til var ætlast. Þegar hún var 5 ára, var hún látin leika barnshlutverk í óperunni „Agnese“ eftir Paer. Það fór alt með prýði. Þetta var á Fior- entine-leikhúsinu í Neapel. En þegar litla stúlkan var búin að vera þar á leikhúsinu nokkur kvöld, var hún búin að læra aðalhlutverikð -— Agnesar, og eitt kvöldið, þegar kom- ið er að tvísöng, sem Agnes syngur á móti tenórsöngvara, í öðrum þætti, er „bárnið“ á leiksviðinu og verð- ur fyrri til en söngkonan, sem Agn- es Ijek, og tekur að kyrja hlutverk hennar í tvísöngnum — og er leyft að halda áfram til enda — og syngur tvísönginn á móti brosandi tenórn- um, með prýði. Þetta var að vísu frekja og framhleypni, — en það var eins og Maríu litlu fyndist hún vera heima hjá sjer og vissi e1 sjálf, að við þetta væri nokkuð að athuga — og áheyrendurnir klöpp- uðu henni lof i lófa. Tveim áruin siðar var farið að veita henni reglubundna tilsögn í söng og á píanó, og fengnir til þess góðir kennarar. Það vildi Mariu til að faðir liennar var mentaður tón- listarmaður, og hygginn maður. — Auðvitað vissi hann, að dóttir hans bjó yfir miklu, og að rödd hennar var frá náttúrunnar hendi svo fög- ur og hæfileikarnir svo miklir, að hægt hefði verið að láta hana koma fram sem undrabarn á bernskuskeiði og vekja undrun og aðdáun. En liann taldi dóttur sinni hollara að koma ekki fram opinberlega fyrr en hún hefði til þess fullan þroska og væri nægilega vel undirbúin, til þess að geta þá i fyrstu atlögu „lagt lieiminn að fótum sjer.“ Hann ljet liana þá fyrst njóta tilsagnar góðra kennara, hvar sem hann var staddur (Paris, London), en sjálfur tók hann svo að sjer að „fága“ söng liennar, þegar hún var fimtán ára. Og eftir tveggja ára þjálfun, leyfði hann henni að koma fram í fyrsta sinn opinberlega (1824) i tónlistarklúbb einum, sem var nýstofnaður. Vakti hún fádæma fögnuð áheyrenda sinna þá þegar, og er talið að þar hafi framtíð henn- ar verið borgið. Skömmu síðar en þetta gerðist fluttist faðir hennar til Lundúna, og tók Mariu með sjer. Hann setti þar á stofn söngkenslu- skóla', og þar hjelt María áfram námi sínu, ásamt ýmsum efnilegum söngfuglum. ■Um þetta leyti var liin fræga söng- kona Pasta stödd i London, og „upp.á sitt besta“. Hún var ráðin að Kings Theater, og herma sumir sagna ritarar, að það liafi verið vegna þess, að liún varð forfölluð, að María var tilkvödd að syngja hlut- verk hennar (Rosina í Rakaranum) og þreyta þar með frumraun sína á leiksviði óviðbúin. En aðrir hafa aðra sögu um þetta að segja t. d. Mount-Ediumbe lávarður, sem átli að vera kunnugur málavöxtum. — Hann segir frá því að „hin dáða söngkona Pasta, hafi komið til að syngja nokkur kvöld í Kings Theat- er ....“ en um svipað leyti, hafi verið álitið nauðsynlegt, að ráða til leikhússins unga söngkonu, og hafi María dóttir Garcia óperusöngvara orðið fyrir valinu og þreytt frum- raun sína í hlutverki- Rosinu og hafi þegar frá upphafi sýnt ótviræða hæfileika, bæði sem söngkona og leikkona. Æska hennar og yndisleiki fögur röddin og ljettur leikurinn, hafi þegar hrifið fólkið til háværr? fagnaðarláta. Það sje þó út i hött að telja hana þegar í stað „prima- donnu“ eða afburða söngkonu, — hinsvegar sje liún likleg til að verða það, og það jafnvel glæsilegri söng- kona, en áður hafi þekst, áður langt um liði, ef hún nyti áfram ágætrar tilsagnar föður síns. Frumraun sína þreyti hún liinn 7. júní 1825, en var siðan ráðin, samstundis, það sem eftir var leik- ársins (til hausts) fyrir 500 sterl- ingspund. Mun það liafa verið eins- dæmi, að greiða kornungri og litt þektri söngkonu svo liá laun. En hún þótti leysa hlutverk sín af hendi með hinin rnestu prýði. Og að loknu leikárinu, fór Garcia með hana til stórborga „úti á landi“ og vakti hún mikla aðdáun, þar sem hún ljet til sín heyra, á ýmiskpnar haust-há- tíðahöldum. En upp úr því lögðu þau mæðgin á stað til New York. Þar tók hún örum framförum, henni jókst sjálfstraust og hún varð brátt sem lieima lijá sjer á leiksviðinu. Hún söng aðallilutverk í flestum hinna merkustu söngleikja, sem þá voru „i gangi“ og var þegar frá upp- hafi fagnað af svo miklum innileik, að slíks þektust engin dæmi, enda mun hún þá hafa verið alveg frá- bærlega elskuleg söngkona pg fær í flestan sjó, öðrum fremur. En þegar gleði hennar er sem mest, yfir starfinu, og lífinu yfir- leitt, sem brosir við henni, dregur ský fyrir sól. Faðir hennar þröngvar henni til að giftast öldruðum kaup- manni, frakkneskum, Malibrau að nafni, — sem María hafði megnasta ógeð á. Hugði Gárcia að Malibrau væri maður vellauðugur, og mun það hafa verið hans ástæða til að leggja kapp á þetta mál. Brúðkaupið var haldið 25. mars 1825, en hjóna- bandið reyndist Maríu svo hamingju- snautt sem orðið gat. Og tæpu ári eftir að þau giftust, varð Malbrau gjalclþrota. Stóð söngkonunni þá op- in leið til að fá skilnað, og notfærði sjer það tækifæri liiklaust; fór frá manninum og til Frakklands (1827). Söng hún fyrst um sinn eingöngu i hljómleikum, og var jafnan tekið með ágætum vel. En jafnframt bjó lnin sig undir að syngja i söngleikj- um. Rjeðst hún siðan til ítölsku óperunnar leikárið 1828 og þreytti frumraun sína fyrir Parisar-áheyr- endum 8. apríl 1828. Álieyrendur voru í fyrstu á báðum áttum, þessi unga, yndislega söngkona, var ólik öðrum, —- en brátt var lienni fagnað af heilum hug sem 'sönnum snillingi — „virtúós“‘. Næsta leikár rjeðist hún til Lund- una, var hún jafnan nefnd Malibrau eða Madame Malibrau upp frá þessu — og þar báru þær af, hún og Hen- riette Sontag og nutu sem systur mestra vinssélda og aðdáunar allra söngvara. Og eins fór i Paris þá um haustið, er þær sungu þar báðar. Þegar Sontag giftist og hætti að syngja, varð Malibrau ein um allar vinsældirnar, sem þær höfðu báð- ar notið svo að segja jafrit, og fór hróður liennar nú sívaxandi. Árið 1830 tengdist hún trygða- böndum liinum fjölhæfa fiðlusnill- ingi Charles de Beriot. Ekki gat hún þó gifst honum þá þegar þvi að skilnaðarmál hennar var ekki út- kljáð. En þau bygðu sjer skemtilega „villu“ í útjaðri Brussel, og þar voru þau samvistum jafnan, þegar lokið var hverri sigurför. En Malibrau ferðaðist mikið og söng víða og trylti áheyrendur sína, — aldrei þóttust menn liafa lieyrt annan eins snildarsöng, því að altaf var Mali- brau að fara fram. Loks fjekk hún sjer dæmdan full- komin skilnað við Malibrau gaml-i (1836) og giftist þá jafnskjótt de Beriot, og dvaldi hjá honum um liríð í Brussel. En skömmu siðar um vorið gerð- ist sorglegur atburður (i apríl). Hún liafði komið til Lundúna, til þess að syngja. Fór hún þá einn dag á hestbak sjer til gamans, en fjell af baki og meiddist all mikið á höfði, eða svo, að hún beið þess ekki bætur. Hún fór heim til sín, — og enn söng hún að vísu nokk,- um sinnum, og áræddi að fara enn til Bretlands um haustið, til þess að syngja á hátíðaliöldum i Manch- ester. Söng hún þrjú kvöld, en fjórða kvöldið miðvikudaginn 14 .septem- her 1836 söng hún seinustu tónana sina, ,þar i Manchester. Veiktist hún sliyndilega af taugaliitasótt og andað- ist eftir niu daga erfiða legu, 23. september 1836. — Var hún fyrst jörðuð í Manchester, en siðar var kistan grafin upp, flutt til Brussel og grafin þar. Þau einkenni, sem sjerslaklega vöktu aðdáun í söng Malihrau, voru einkum þessi: röddin var breið og hljómmikil, og lónsviðið óvenju- lega mikið og jafnt, og liún var bæði skapmikil og sjerlega ör, þann- ig, að hún gat t. d. fundið upp á því, að „impróvisera“ af hinni mestu dirfsku, langar, flúraðar innskots- setningar, sem öllum komu á'óvart, en venujulega tókust prýðilega. Röddin var í eðli sínu fagur contra- alt-rödd, en að auki talsvert af sópran-registri lika, og liún liafði farið dásamlega vel með þessa á- gætu rödd, svo að aldrei bar á þvi, að henni væri ábótavant. Þó mun það hafa verið svo, að eitthvað liafi verið til af „dauðum“ nótum, — en það vitnaðist aldrei alment. Malibran fjekst talsvert við samn- ing* tónsmíða, og voru nokkrar þeirra gefnar út meðan hún var lífs, — en að henni látinni var safnað liandritum af tónsmíðum liennar, sem ekki liöfðu áður birst og gefnar út á forlegi Troupenas í París, og nefndar: „Derniéres Pen- sees musicales de Marie-Felicité Gajrcia de Beriot. STJÖRNUSPÁR. Frh. af bts. 6. til greina vegna þess að Satúrn er i merki þeirra, Tvibura og í 12. liúsi. Gæti þetta borið að að óvörum, Satúrn ræður einnig 8. húsi. — Dauðsföll gætu örðið með meira inóti meðal eldri manna og þeirra, sem eru kunnir, jafnvel þeirra, sem hafa átt sæti í rikisstjórninni. Lílil líkindi til þess að þjóðin njóti nokk- urra fjegjafa við slik dauðsföll. Satúrn ræður einnig 9. húsi. Örð- ugleikar í utanlandssiglingum og taf- ir gætu átt sjer stað o. fl. Vand- kvæði í trúarlegum efnum og í lög- reglu og í hópi lögmanna. Satúrn ræður 10. húsi. Örðugleik- ar fyrir stjórnina eru sýnilegir og er líklegt að menn úr stjórninni eða henni áhangandi, muni verða fyrir aðkasti. Örðugleikar munu koma i Ijós í þinginu í sambandi við utan- ríkismál, viðskiftamál og flutninga. Munu kommúnistar hafa þar nokk- ur áhrif. En álirifin koma að fleiri leiðum. Góðu og sterku áhrifin frá Mars munu draga nokkuð úr. Úran ræður 12. húsi. Endurbætur á betrunarhúsum munu koma til greina, fangelsum og spítölum. Þó gæti Satúrn eittlivað hamlað á móti. Tunglið 29. sepl. mun styrkja sumar af þessum afstöðum. Maður er nefndur J. A .Field og er nýlega dáinn. Hafði hann gefið bresku þjóðinni um 800.000 sterlings pund (20,8 miljónir króna) í fyrri heimsstyrjöldinni og þeirri núver- andi. Á árunum 1914 gaf liann 500.- 000 pund, og hjelt þá úti spítala- skipi og borgaði útgcrð þess. En í þéssari styrjöld gaf hann 300.000 pund fram til þess að hann dó, þar á meðal fjórar Spitfire-flugvjelar og sex sjúkrabifreiðar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.