Fálkinn


Fálkinn - 28.10.1943, Blaðsíða 3

Fálkinn - 28.10.1943, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 Arní Krístíánsson VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprení. Ilagskýrslurnar eru eflaust þær bækur, sem íslendingar vanrækja einna mest að lesa. Eftir hundrað ár geta menn orðið doktorar i hag- fræði án þess að þurfa að tilnefna nokkuð annað en eintómar hag- skýrslur í heimildaskrá og eftir tvö hundruð ár verða þær meira hnoss- gæti á bókauppboðum en Guðbrand- arbiblía er nú. Ekki af þvi að þær hafi verið lesnar upp til agna heldur af því, að svo margir hafa fleygt þeim. Og þó miðast gildi þeirra við líðandi stund fremur en við framtíð- ina. Þýðingin fyrir ókomna kyn- slóð er visindaleg en hagfræðileg fyrir samtíðina. Að íslendingar kunni að meta vísindalegu hliðina, sagnfræðilega fróðleikinn, sem geym ist i svona skýrslum, má nokkuð marka af þvi, að nú er verið að gefa út meira en tvö hundruð ára gamalt jarðamat. En aðalerindi hagskýrslanna til almennings er vitanlega hin hagnýta þýðing þeirra. Þær eru sá mæli- kvarði á efnalegar ástæður þjóðanna sem engin þjóð getur verið án, og sem svo óendanlega miklu getur á- orkað ef almenningur fæst til að lita á þennan mælikvarða. Menn kaupa hitamæli til þess að sjá hve andrúmsloftið sje heitt og loftþrýst- ingarmæli til þess að sýna sjer hvernig veðrið verði á morgun. En fræðsluna um hvert alþjóðarhag stefni nota þeir sjer ekki, jafnvel þó þeir fái hana ókeypis. Hagskýrslurnar eru til þess gerð- ar að hjálpa minninu með það, sem því er erfiðast viðfangsefnið, en það eru tölur. Og þær tölur eru lif- andi, en ekki dauðar og geta hjálpað til að sjá hvað framundan er. Nútiðar- kynslóðin brýtur stundum heilann um, hvernig umhorfs hafi verið hjer á iandi árið 1800. En hinsvegar munu þeir örfáir, sem spreyta sig á þeirri ráðgátu hvernig hjer muni verða umhorfs árið 2000. Samanburður á hagskýrsium frá ári til árs um nokkurt skeið hjálp- ar þeim, sem vilja stunda þess háttar heilabrot. Af þeim getur bóndinn sjeð, hvert stefni jarðræktarmálun- um og i hvaða horf muni verða komið eftir svo eða svo mörg ár. Af þeim geta menn sjeð á hvaða ári sveitirnar verða komnar í eyði ef líku fer fram um „þjóðflutning- Ef telja ætti upp þá ísienska lista- menn, sem skara fram úr, þá yrði nafn Árna Iíristjánssonar fljótlega nefnt. Það leikur ekki á tveim tung- um um það, að list hans er bæði þroskuð og fáguð og sjerlega aðlað- andi. Það hefir einhverju sinni ver- ið sagt, að ef fara ætti fram atkvæða- greiðsla um það, hvaða tónskáld væri vinsælast, að þá myndi Chopin verða hlutskarpastur, eri þá yrði lika kvenfólkið að liafa atkvæoisrjett. Jeg býst við því, að ef greiða ætti atkvæði um það, hvaða tónlistar- maður íslcnskur \æri vinsælastur, þá myndi Árni Kristjánsson fá flest atkyæðin, en þá yrði líka þeir einir að hafa atkvæðisrjett, sem skyn bera á góða tónlist og listræna túlkun hennar. Árni hefir til að bera auð- mýkt hjartans og stórlund höfðingj- ans í senn og skáldlegt andriki. Það eru þessir eiginleikar meðal annars, sem gera list hans i senn látlausa og stórbrotna, eftir því hvert við- ’angsefnið er, en aldrei þurra og andlausa. Tbnlistarfjelagið hóf sta»-fSemi sína á þesum vetri siðastliðinn sunnudag með pianóhljómleikum Árna. Lögin voru eftir Gluck, Mozart Beethoven og Chopin. Það var ilmur af sónötunni i as-dúr eftir Mozart, því að á henni var tekið með silki- liönskum, en sónatan er einhvert vinsælasta pianóvérikð eftir þenn- an höfund. Sónata Appassionata eftir Beethoven er stórbrotið og á- stríðuþrungið tónverk, eitt af krafta- jna“ innan lands og nú. Af þeim geta menn sjeð hvernig íslendingar verja þvi sem þeir afla og hve vitur- lega þeir versla. Og ótal margt ann- að. Af þeim geta þeir lært hvaðd málum stefnir í rjett horf og hverj- um í rangt. Og það er aðalatriðið. verkum tónlistarinnar, og leyst prýði lega vel af hendi af spilarans hálfu. Chopin-prelúdiurnar tuttugu og fjórar komu í kjölfar sónötunnar og þar næst Polonaise í as-dúr eftir sama liöfur.d. Er það alveg einróma álit þeirra manna, sem fylgst hafa neð píanóhljómleikum Árna und- anfarið, að hann sje afbragðsgóður Chopinspilari, því til þess hefir hann glæsilega leikni og svo ekki síður það, að hann er gæddur skáld- legri æð, en án slikrar gáfu yrðu Chopinstónsmiðar fremur bargðdauf- ar, þrátt fyrir allar liamfarir píanó- leilcarans. Tónlistarfjelagið hefir farið vel og myndarlega af stað með þess- um fyrstu liljómleikum sínum á vetrinum og er þess að vænta, að fleiri góðir hljómleikar komi í kjöl- farið. Markús Sigurðsson, húsasmiður, Mið- strœti 8, verður 65 ára k. nóv. n. k. Jóhann Eiríksson, bifreiðarstjóri Háteigsvegi 9, varð 50 ára 25. þ. m. Skögar jarðarinnar Hagfræðin, þetta undraverða tæki nútimakynslóðanna, segir okkur margvíslega liluti, alla fróðlega, en stundum ótrúlega. Meðal annars lær- iim við í hagfræðinni að á yfirborði jarðar sjeu 23% — eða nærri þvi fjórði hlutinn — vaxinn skógi. Er gaman að því að athuga, hvernig þessi skógargróður skiftist á álfur heims og ýms lönd. í Evrópu eru tvö lönd, sem þannig eru gerð enn af náttúrunni, að þar er skógurinn í meiri hluta alls jarðargróðurs. Þau eru Finnland, en þar nema skóg- arnir 64.9% af öllu landinu, en hitt er Svíþjóð, þar sem skógarnir taka yfir 54 af hverjum hundrað hlut- um landsins. Næst kemur Rússland, 5em þó stendur miklu lægra í stig- anum, og síðan Austurríki, Tjekko- slóvakia, en í þeim löndum eru kringum þriðjungur landsins skóg- lendi. í Þýskalandi voru fyrir strið um 26% af landinu skógur, en hef- ir þverrað á síðustu árum, vegna viðarkolagerðar. í Danmörku 7 af hundraði, og í Stóra-Bretlandi og írlandi aðeins 4.3 af hundraði flat- armáia. Hjer á íslandi, sem sagt var að hefði verið „viði vaxið milli fjalls og fjöru“ kvað skóglendið nema 0.3% af yfirborði eylandsins. Skógauðugasta iand í heimi er glæpamannanýlendan Guayana við Suður-Ameriku. Þar taka skóglend- urnar yfir 98% af öllu landinu. Þá ber að nefna fil andstæðu nokkur svæði af hnettinum, sem eru alls- endis skóglaus. Þau eru Mesopotamia Mongólía, Turkestan, Saliara og mið- \bik Ástralíu. Allt svokölluð sandfoks- lönd. Þar sjáum við livert stefnir, ef sandurinn og skóggræðslan fær akki þá eflingu alþjóðar og einstakl- inga„ sem hún á skilið. Því að — „Hrörnar þoll, sú es á- þorpi stend- ur — lilýrað henni börkur njer barr“, segir gömul bók en viturleg. Samkvæmt lauslegri áætlun þurfa Englendingar að byggja milli 3 og 4 miljón hús i landinu á næstu tiu árum eftir stríðinu lýkur. —x— Siðan í byrjun stríðsins hafa 94 starfandi póstmenn í London látið lífið, en 969 hafa særst. —x—

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.