Fálkinn


Fálkinn - 28.10.1943, Blaðsíða 7

Fálkinn - 28.10.1943, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 4 Renelagh, í suðvestur-úthverfi Lundúnaborgar var lengi aðsetur eins kunnasta polo-klúbbsins í Bretlandi. Árið 1939 var almenningi leyfður aðgangur að polo-vellinum, sem er bl hektari, ásamt 18 hola golfvelli, sundlaug og krokketbraulum. En þegar striðið hófst hættu útiskemt- anir mikið til og var landi þessu þá skift upp, til rækt- unar. Hjer eru tvær myndir frá Renelagh fyrr og nú. Að ofan sjest hvar polo-leikur er að hefjast, en neðri myndin er frá 19b3 og sýnir Lundúnafólk vera að yrkja blettinn sinn í tómstundum á sunnudegi. Skálinn í baksýn eyði- lagðist í loftárás tí London. SKÓGGRÆÐSLA í SKOTLANDI. • Tveir meðlimir bresku stjórnarinnar, sir Kingsley Wood fjármálaráðherra og sir William Jowitt endurreisnarráðherra dvöldu i fríi sínu síðastliðið sumar uppi í háfjöllum Skotlands, en þangað fóru þeir til þess að kynna sjer hnignun skóganna í Skotlandi. — Það var í síðasta stríði, sem Bretar fóru að gera sjer Ijóst hvernig skógunum hnignaði, einkum vegna þess hve mikið var höggið til þess að bæta úr timburskortinum, án þess að aukin skóggræðsla væri fram- kvæmd til þess að bæta upp hallann. Á tímabjlinu milli styrjaldanna var svo hafisf handa um stór aukna skóggræðslu, sem borið hefir ágætan árangur. — En það tekur 50 ár að bíða eftir árangrinum af þvi starfi. Eftir þann tíma munu Bretar geta framleitt um þriðjunginn af því timbri, sem þeir þurfa, en fyrir stríðið nam innlenda framleiðslan ekki nema af timburþörfinni. Hjer á efri myndinni sjást tveir menn vera að gróðursetja þriggja ára gamlar greniplöntur. Mikill hluti skógaraukningarinnar verður greni. Á neðri myndinni sjást gróðurreitir með eins árs gömlu lævirkjatrje, sem einnig vex mjög vel í Bretlandi og þykir góður nytjaviður. Bifreiðafjelagið, sem heldur uppi ferðum um Austur- Kent og Sussex í Englandi mun hafa átt meira í hættu undanfarin ár, en önnur bifreiðafjelög. Vagnar þess hafa cndastöð í Dover og sjást blossarnir frá fallbyssum Þjóð- verja þangað, er þeir skjóta yfir sundið. Flest vagnaskýli fjelagsins hafa orðið fyrir sprengikúlum Þjóðverja og þrjú tvístrast alveg. Margir úr starfsliðinu hafa farist og Jjöldi særst Samt var það svo, að þegar starfsfótkinu í Dover var boðið að flytja á burt þaðan, svöruðð 79 af 80 neitandi. fithugið!. Vikublaðið Fálkinn er seldur í lausasölu í öllum bókabúðum og mörgum tóbaksbúðum, kaffistofum og brauðsölubúðum. Snúið yður þangað, eða beint til afgreiðslunnar, þegar yður vantar vinsælasta heimilisblaðið.---- Uikublaðið „Fálkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.