Fálkinn


Fálkinn - 28.10.1943, Blaðsíða 13

Fálkinn - 28.10.1943, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 KROSSGÁTA NR. 473 Lárjett. Skýring. 1. Fugl, 5. Styrkur, 10. Atv.o., 12. Atv.o., 14. Fjölda, 15. Falls, 17. Á íláti, ef., 19.Vatn , 20. Karllcyn, 23. Mannsnafn, 24. mannsnafn, 26. Ósk- ar, 27. birtist, 28. Tímabil, 30 tíma- bil (danskt), 31. Svikin, 32. Húsdýr, 34. Kvenkyn, þ.f., 35. Lúrir, 36. verk- færið, 38. Mannsnafn, 40. kvenheiti, 42. Hjúkrunarkona, 44. Koma fyrir, 46. Ráfar, 48. Spor, 49. Skiftu i sund- ur 51. Iívenheiti, 52. Ágóða, 53. Köld- um, 55. Atv.o., 56. Líkin^ 58. Skammst., 59. Mál að deyja, 61. Verka, 63. Orm, 64. Skraut, 65. Hundsheiti. Lóðrjett. Skýring. 1. Ástand afleiðingar, þolf., 2. Vald, 3. Kvennheiti, 4. 2 eins, 6. Nóta, 7. Skvettur (fornt), 8. Lands- hluti, 9. Tilhald, 10. Gera við, 11 Batnar, 13. Frumeind, þ.f., 14. Til- heyrandi ungbörnum, 15. Hunds- heiti, þolf., 16. Gamalmenni, 18. Stif, 21. Á fæti, 22. ending, 25. Létt fóð- ur, 27. Stjórnendur, 29. Hryggja, 31. Feikna, 33. Samdægurs, 34. Verslun, 37. Myntin, 39. Klaufi, 41 fuglana, 43. Framgangur, 44. Börðu, 45. Eigna, 47. Nægileg, 49. Skammst., 50. 2 eins, 53. íláts, 54. Gælunafn, 57. Óslitni, 60. Óðagot, 62. Bardagi, 63. 2 eins. LAUSNKROSSGÁTU NR.472 Lóðrjett ráðning: 1. Akranes, 2. Afar, 3. Ker, 4. L 1, 6. Pá, 7. Áll, 8. Klár, 9. Trauðla, 11. Saf, 13. Man, 14. Ræða, 15. Gull, 17. Sár, 19. Pól, 20. Boði, 21. Reyr, 23. Kál, 25. Sog, 27. Pro, 30. Maski, 32. Aptur, 34. Bás, 35. Jón, 37. Art, 41. Sláttur, 43. EU, 44. Ljár, 45. Lama, 47. Lampinn, 49. Ása, 51. Atom, 52. Góna, 53. Róm, 55. Tug, 58. Lim, 60. Gómi, 62. Tól, 63. Riss, 65. Lön, 67. Róu, 69. L. I., 70. Ra. Lárjett ráðning: 1. Aflakló, 5. Apakött, 10. Fel, 12. Áll, 13. Mar, 14. Rag, 16. Lás, 18. Apar, 20. Bætur, 22. Ráku, 24. Nón, 25. Soð, 26. Lep, 28. Ráð, 29. El, 30. Moða, 31. Lyra, 33. L 1, 34. Bagi, 36. Ropa, 38. Rás, 39. Sót, 40. Trje, 42. Skel, 45. Laut, 50. Ilja, 52. Gaur, 53. Ra, 54. ÁÁst, 56. Lát, 57. Óms, 58. Lóm, 59. Taug, 61. Rotna, 63. Möl, 70. Rós, 71. Rausnin, 72. Lausn- Rimp, 64. Gól, 66. Móa, 67. Rim, 68. in. vinstri kom hann alt í einu auga á húsið, sem Anna hafði sýnt honum. Morgunbirtan var óviðfeldin, liiminn all- ur skítgrár. Fólkinu á götunni var kalt; það var að flýta sjer i vinnuna. Maigret gekk að framdyrunum og hringdi bjöllunni. Klukkan var rúmlega kortjer yfir átta. Konan, sem opnaði dyrnar, liafði auðsjáanlega verið að þvo eða skúra, því að hún þerraði hendurnar á svuntunni sinni um leið og hún spurði: „Hvern ætlið þjer að finna?“ Fyrir endanum á ganginum sá hann inn í eldhús, og á miðju gólfinu stóð fata og gólfskrubba. „Er herra Piedbæuf heima?“ Konan horfði á hann tortryggnisaugum, frá hvirfli til ilja. „Hvaða herra Piedbæuf?“ „Faðirinn.“ „Þjer eruð frá lögreglunni, geri jeg ráð fýrir. Ef svo er þá finst mjer að þjer ættuð að vita, að hann er altaf í rúminu um þetta leyti á morgnana. Hann er vökumaður á nóttinni og kemur aldrei heim fyrr en klukkan sjö .... En, ef þjer viljið fara upp til hans, þá .... “ „Þakka yður fyrir, en jeg vil ekki ónáða hann. En hann sonur hans?“ „Hann fór til vinnu fyrir tíu mínútum.“ Maigret heyrði skeið detta á eldhúsgólfið, og er hann leit yfir öxlina á konunni, sá hann á barnsliöfuð. „Er þetta, kanske . .. . “ sagði hann. „Já, það er drengurinn veslingsins henn- ar Germaine .... Nú, ætlið þjer að koma inn eða ekki? Ef þjer hangið hjerna lengur í dyrunum, verður iskalt í liúsinu.“ Maigret fór inn fyrir. Þilin í ganginum voru máluð marmaramunstri. 1 eldliús- iuu óð alt á súðum, og konan tautaði eitt- hvað ofan í bringuna, er hún fór út með fötuna. En ómögulegt var að heyra, hvort hún var að jagast eða að afsaka sig. Á borðinu voru óhreinir bollar og disk- ar. Lítið barn sat þarna eitt út af fyrir sig, og var að maula soðið egg og ataði rauð- unni á kinnina á sjer. Konan var að minsta lcosti fertug. Hún var mögur og andlitið tært. „Lítið þjer eftir baninu?“ „Að svo miklu leyti sem jeg get .. Hann afi drengsins er í rúminu fram yfir miðjan dag og aðrir eru ekki heima, síðan þeir drápu hana móður barnsins. Þegar jeg er sótt út verð jeg að fara með barnið til ein- hvers ,nágrannans.“ „Þegar þjer eruð sótt út?“ „Já, jeg er starfandi ljósmóðir.“ Hún hafði tekið af sjer blettóttu svunt- una, eins og hún væri henni og stöðu henn- ai vansæmandi. „Þetta er alt í lagi, Jojo litli, þú þarft ekki að vera hræddur.“ Barnið liafði hætt að eta og starði á fulltrúann. Yar það eiginlega líkt Joseph Peeters? Það var ekki gott að segja. Eitt var víst: þetta var hnubbaralegur strákur. Andlits- fallið var óreglulegt, liöfuðið of stórt, háls- inn mjór, en eftirtektarverðast var þó að munnurinn var svo stór og varirnar svo þunnar, að hann var líkastur og á tíu ára gömlu barni, að ekki sje dýpra tekið í árinni. Strákurinn glápti á fulltrúann, en ekkert varð lesið úr augnaráði hans. Og eigi breyttust augun heldur, þegar yfirsetukon- unni fanst það viðeigandi að grúfa sig yfir bann og kyssa hann, um leið og hún sagði tilgerðarlega: „Yeslings hnokkinn! Ettu upp eggið þitt, ljúfurinn minn.“ Hún liafði ekki boðið Maigret sæti. Stór pollur var á gólfinu og á eldstónni kraum- aði í súpupotti. „Þjer eruð víst maðurinn, sem þau hafa sótt til Paris, er það ekki?“ Röddin var elcki beinlínis egnandi, en fjarri fór því að hún væri vingjarnleg. „Hvað eigið þjer við?“ „Þjer skuluð ekki vera með neina upp- gerð. Þetta vita allir.“ „Vita allir hvað?“ „Þjer vitið það ekki síður en aðrir. Það er laglegt starf, sem þjer hafið tekið að yð- ur .... En jeg geri ráð fyrir, að lögreglan vilji altaf vera þeim megin, sem pening- arnir eru.“ Maigret hleypti brúnum, ekki vegna þess að hann tæki þessi orð nærri sjer, heldur ^egna hugarfarsins, sem þau lýstu. „Þeir fóru ekki dult með það sjálfir, þessir Belgar. Þeir sögðu, að málið mundi reynast þeim erfitt í fyrstu, en að alt mundi breytast imdir eins og fulltrúinn frá Paris kæmi.“ Ekki vantaði kurteisina lijá kerlu, og glottið á vörum hennar var ógeðslegt. „Þjer þurfið ekki annað en líta á hvern- ig farið er að. Málið er dregið á langinn, og hyskið, sem ætti að vera komið undir lás, fær nægilegan tíma, til þess að búa út lyga- sögur .... Og vitanlega veit það vel, að lik Germaine finst aldrei. — Ettu matinn þinn, gullið mitt. Þú þarft ekkert að ótt- ast.“ Henni vöknaði um augun, er hún leit á barnið, sem lijelt skeiðinni á lofti og góndi á hinn óboðna gest. „Það er ekkert, sem þjer kærið yður um að segja mjer?“ sagði Maigret. „Ekki vitundar ögn. Peetersfólkið segir yður efalaust allt, og sannar yður líldega í tilbót, að króinn sé alveg óviðkomandi hon- um Seppa þeirra.“ Maigret hafði verið tekið þarna sem fjandmanni, og við því var ekkert að gera. Andrúmsloftið þarna í húsinu var þrungið fátækt og hatri. „En ef þjer viljið hitta herra Piedbæuf, þá getið þjer komið aftur klukkan tólf. — Hann lcemur á fætur um það leyti. Og þá hittið þjer Gerard líka, því að hann kemur heim að borða um hádegið.”

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.