Fálkinn


Fálkinn - 28.10.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 28.10.1943, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N BEDRBE5 SIMEHBn L | Flæmska BÚÐIN Þjer fóruÖ elckert frá Nancy kvöldið 3. Maigret var ekki farinn að taka dótið sitt úr töskunni. Hann sat á rúmstokknum, en ljet gestinum eftir eina hægindastólinn. „Þykir yður í raun og veru vænt um Mar- guerite ?“ „Já .... það er . .. .“ „Það er hvað?“ „Hún er frænka okkar. Við vorum trú- lofuð og áttum að giftast. Það var ákveðið fyrir mörgum árum.“ „En þrátt fyrir það gátuð þjer eklci stilt vður um að vera í þingum við Germaine Piedbæuf.“ Þögn. Svo var hvíslað svo lágt að varla heyrðist.: „Nei“. „Þótti yður vænt um hana?“ „Jeg veit ekki.“ „Ætluðuð þjer að kvongast henni?“ „Jeg veit ekki.“ Birtuna lagði á fölt andlitið á Joseph, með þreytulegu augun og mædda svipinn. Hann þorði ekki að horfa framan í Maigret. „Hvernig byrjaði þetta?“ „Jeg komst yfir hana. Og fór að leggja lag mitt við hana.“ „En Marguerite?“ „Það var alt öðruvísi.“ „Og svo ?“ „Svo sagði hún mjer að liún væri óljett. Jeg vissi ekki mitt rjúlcandi ráð.“ „Það var móðir yðar, sem ....?“ „Já, og systur mínar. Þær sögðu mjer að Germaine hefði verið í þingum við aðra 66 Glugginn sneri út að ánni, einmitt þar, sem brúarstöplarnir skiftu henni. Gnýrinn i ánni linaði aldrei á. „Elsldð þjer Marguerite?“ Pilturinn stóð upp, áhyggjufullur. Hon- um leið illa. „Hvað eigið þjer við?“ „Hvort elskið þjer Marguerite eða Ger- maine?“ „Jeg .... Sannast að segja ....“ Svitinn spratt í dropum út úr enninu á honum. „Hvernig ætti jeg að vita það? .... Móðir min liafði þegar afráðið að koma upp handa mjer lögfræðiskrifstofu í Rheims.“ „Koma fótum undir yður og Marguerite. Var það þannig?“ „Jeg geri ráð fyrir því .... Jeg hitti hina á dansleik.“ „Germaine?“ „Dansleik, sem mjer var bannað að sækja .... Jeg sá hana heima .... Og á leiðinni 66 „En Marguerite?“ „Það var alt öðru vísi .... Jeg ....“ janúar?“ Maigret hafði fengið nóg. Hann gekk í áttina til dyra. Hann liafði rannsakáð Joseph, beinamikinn og þreklausan. Sjálfs- virðing hans bygðist eingöngu á ,systrum. hans og frænku. „Hvað .hafið þjer fyrir stafni um þessar mundir?" „Jeg er að lesa undir próf. Það er loka- prófið .... Anna sendi mjer skeyti um að skreppa hingað og hitta yður .... Viljið þjer ....?“ „Nei, jeg þarf ekki á yður að halda. Þjer getið farið aftur til Nancy.“ Maigret gleymdi eklci þessari mannveru langa hríð. Sídeplandi augu, með hvarma, sem voru orðnir rauðir af áhyggjum. Of þröngur jaklci. Og pokar á buxunuin um hnjen. I sömu fötunum og regnkápu utanyfir mundi hann bráðum aka til baka til Nancy. án þess að fara fram úr hámarkshraðanum í þorpunum á leiðinni. Og í Nancy mundi hann hverfa inn i venjulegt lítið stúdentssvefnherberg'i, þar sem gömul húsmóðir mundi líta eftir hon- um .... Lexíur, sem hann kæmist aldrei fram úr .... Á kaffihús um nónbil .... Billjard á kvöldin. „Ef jeg þarf að tala við yður, þá læt jeg yður vita.“ Þegar Maigret varð orðinn einn studdi hann olnboganum í gluggakistuna og starði enn á Meuse, þar sem hún brunaði norður vellina. f fjarlægð sá hann dauft Ijós: — Flæmsku búðina. Á dimmu vatnsborðinu enn svartari bletti. Skip, möstur, reykháfa, þversneydd stefnin á prömmunum. Nséstur honum var Etoile Polaire. Hann fór út, tróð í pípuna, bretti upp frakkakragann. Og stonnurinn var svo mikill, að þrátt fyrir það, að Maigret var þungur í vöfunum, varð hann að halla sjer áfram til þess að halda jafnvæginu. III. kapítuli: LJÓSMYNDIN. Maigret fór á fætur klukkan átta, eins og hann var vanur. Nú stóð liann lireyfing- arlaus með hendurnar í yfirfrakkavösun- um og pípuna milli tannanna, og horfði annað veifið á straumþungann í ánni, en stundum á fólkið, sem gekk fram hjá. Stormurinn var engu minni en daginn áður. Og það var miklu kaldara en í Paris. Hann stóð að vísu á franskri fold, en honum var ómögulegt að gleyma hve nærri hann var landamærunum. Húsin voru ál- gerlega belgisk í útliti, úr móbrúnum tígul- steini, með þrepum úr höggnum steini og blómapottum úr kopar í gluggakistunum. f skarpleitum andlitum fólksins kom einnig fram talsvert af hörku Vallónakyns- ins. Og svo voru það khakieinkennishún- ingarnir belgisku tollþjónanna. Givet var svo greinilega landamærabær, að ekki varð um vilst, fundarstaður tveggja þjóða. Eigi var heldur unt að gleyma þessu í búðunum, þvi að þar voru franskir og og belgiskir peningar teknir jöfnum liönd- um. Þetta var Maigret Ijósara en nokkurntíma áður, þegar hann fór inn í einn af hinum svonefndu bistros við bryggjurnar til þess að fá sjer glas af vel heitu toddy. Ekta franskur bistro, með röð af allskonar apéri- ftis í öllum regnbogans litum, i liillunum. Þilin voru Ijósmáluð og með miklu af spegl- um. Tíu til tólf prammakarlar stóðu við disk- inn og voru að fá sjer morgunglas af livít- víni og tala við nokkra dráttarbátaeigend- ur. Þeir voru að tála um möguleikana á því, hvort hægt mundi verða að komast ána undan straum, þrátt fyrir flóðið. „Það er vafasamt livort hægt er að kom- ast undir brúna við Dinant. Og jafnvel þó að það væri hægt mundum við verða að taka fimtán franka á smálestina fyrir hvern kílómetra.“ „Það er of mikið .... Með því verði borgar sig betur að vera kyrr.“ Þeir litu á Maigret. Einn þeirra, sem rendi grun í hver hann væri, hnipti í þann, sem næst stóð. „Einn belgiski prammakarlinn er að tala um að fara dráttarbátalaus. Láta sig bara reka undan straumi.“ Á kránni var ekki einn einasti Belgi. Þeir kusu sjer fremur búð Peeters með dökku þiljunum og blönduþefinn af kaffi, kanel og einiberjabrennivíni. Þar gátu þeir staðið tímunum saman, í sínu eigin and- rúmslofti, hallað sjer upp að diskinum, tal- að letilega og liorft grábláum dreymandi augunum á auglýsingarnar á gagnsæja pappírnum, sem límdar voru á rúðurnar í hurðinni. Maigret hlustaði á alt, sem sagt var kring- um hann. Af samtalinu gat hann ráðið, að Belgar væru fremur óvinsælir þarna, ekki aðeins vegna þess hve ólíkir þeir væru Frökkum að skapferli, lieldur öllu fremur af því, að þeir væru keppinautar þeirra. Prammarnir þeirra voru ávalt í besta standi og með sterkum aflvjelum, og oft- astnær gátu þeir undirboðið Frakkana og tóku flutning fyrir gjald, sem liinum þótti hlægilega lágt. „Og svo ganga þeir um og drepa stúlkur í ofanálag." Þessi athugasemd var ætluð Maigret, og sá sem talaði gaut hornauga til hans, til þess að sjá áhrifin. „Hversvegna tugthúsa þeir ekki alt hysk- ið? Jeg skil eklci eftir hverju lögreglan er eiginlega að bíða .... Nema það sje vegna þess, að þetta er efnað fólk .... “ Maigret fór út og slangraði á nýjan leik niður bryggjurnar, og starði út á mold- biúna ána, sem fleytti trjágreinum á fleygi- ferð áleiðis til sjávar. í lítilli hliðargötu til

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.