Fálkinn


Fálkinn - 28.10.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 28.10.1943, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Theodúr flrnason: Óperur, sem lifa Dan SiDuanni (Don Juan) Þesti niynd er tekin í Hyde Park, hjarta Lundúnaborgar núna í sum- ar sem leið. Hún er tekin við Serpentine-vatnið (Nöðrubugðuna) i Hyde Park og sýnir fólk, sem er að baða sig i þessu langa og mjóa vatni, sem íiðast um miðbik hins stærsta skemtigarðs Lundúna. Þó að fleiri bað- gestir hafi verið i Serpenline i sumar en nokkru sinni fyrr, þá er það ekkert nýmœli „vegna striðsins”, að fólk baði sig þar. Vatnið hefir verið uppáhaldsbaðstaður borgarbúa i mörg ár, eða siðan farið var að leyfa fólki að nota það sem baðstað. The Serpentine er gert af manna höndum og er frá Í.23 lil 4.27 metrar á dýpt. Það var búið til árið 1730 fyrir tilstilli Carolinu, drotningar Georgs annars konungs. Efnis-ágrip. Ópera í tveim þáttum eftir Mo'í- art (1756—1791) við texta eft r Da Ponte. Samin eftir beiðni, fyrir Óperuleikliúsið í Prag, og frumsýning þar 29. okt. 1787. Frumsýning í Lundúnum og New York 30 árum síSar eða 1817. Sennilegt er, aS Mozart hafi sjald- an eSa aldrei átt að fagna jafn góS- um starfsskilyrðum, á alla lund, er hann var að semja söngleiki sina og hinar stórbrotnari tónsmiSar, — og þegar hann samdi Don Giovanni eSa Don Juan. Nokkru áSur liafði hon- um verið boSið til Prag, og þeim hjónum, svo aS honum gæfist kostur á að njóta nokkurs af þeim fádæma vinsældum, sem sön^leikur lians „Brúðkaup Figaros“ naut þar í borg. Fagnaðarlæti áhorfenda og áheyr- enda höfðu verið mikil, en þó kast- aði fyrsl tólfunum, er Mozart birt- ist sjálfur í leikhúsinu. Var hann kallaður upp á leiksviðið að lokn- um leiknum, og linli ekki lófataki og köllum, fyrr en liann settist við pianó, sem dregið var fram á sviðið og „fantaseraði“ af sinni fáguðu snilli, langa stund. Báru menn hann á höndum sjer meðan hann átti við- dvöl i Prag, og loks var hann beð- inn að semja söngleik sjerstaldega fyrir óperuleikhúsið þar. Hann fór svo aftur heim til Vínarborgar til þess að sinna störfum sínum þar, en fór jafnframt að svipast um eftir teksta-höfundi. VarS niðurstaðan sú, að liann fól vini sínum einum, rit- höfundinum Da Ponte að semja tekst ann fyrir sig, og þegar tekstinn var tilbúinn, fór Mozart svo aftur til Prag, og samdi tónsmíðarnar þar við Don Juan. Bústaður var honum fenginn i fagurri höll, á meðan hann dvaldi í Prag, og fengnir þjón- ar lil umráða, — og lifði annars í „vellystingum pragtuglega“. Þetta var eitthvað annað en viðurværið, sem hann átti oftast við að búa í Vínarborg, t. d. þegar þau hjónin urðu að dansa sjer til liita í ibúð sinni, þegar ekkert var til eldsneytis. En hvað sem um þetta er, þá eru Don Juan-tónsmíðarnar taldar feg- urstar verka Mozarts af þessu tagi, — og hefir jafnvel verið sagt, að Don Juan sje fegursta óperan, sem nokkurt þýskt tónskáld hafi sam- ið, — og tekstinn skárri en í með- allagi, í samanburði við óperutekst- ana, eins og þeir tiðkuðust þá. Aðalpersónan, Don Juan, er spjátr- ungur og kvennabósi, stórskemdur af útsláttarsömu líferni. Hann liefir haft úr nógu að spila, alt hefir leik- ið í lyndi fyrir lionum og hann hefir notið vinsælda og ekki sist meðal kvenna. En liann verður æ kærulausari og heimtufrckari. Hann er jafnvel svo csvífinn, að hann dirf- ist að sýna ástleitni einni tignustu hefðarmeyjunni í borg einni á Spáni sem Donna Anna heitir. En faðir stúlkunnar, sem er aðalsmaður og borgarstjóri þessarar borgar, er að sínu leyti jafn siðavandur og göfug- ur maður að hugsunarhætti, sem Don Juan er ljettúðugur, ófyrirleit- inn og kærulaus. Kemur hann að Don Juan, þar sem hann er að því kominn að beita dóttur hans ofbeldi og ræðst að honum með brugðnum rýtingi. Don Juan er til þess neydd- ur að verjg sig, en er svo óheppin að reka gamla manninn i gegn með sverði sinu. Donna Anna, sem bæði er siöa- vönd, stórlát og skapmikil, sver þess eið, að liefna föður síns. Hún er heitin aðalsmanni, Octavio að nafni, en hún vill nú ekki giftast honum og þykist engrar gleði geta notið, fyrr en búið sje að hefna föður síns, en hún telur sig liafa, óviljandi, ver- ið orsök í dauða hans. Hún vill ekk- ert vægara en að Don Juan sje drep- inn, og er liún yfirleitt og í alla staði miklu þróttmeiri persóna, en unnusti hennar. Hann er hæggeðja heiðursmaður, og alt of mikið frið- semdar- og stillingarljós til þess að geta skilið stórbrotið lundarfar kon- unnar, og ástríðurilct. Hann langar að vísu til að þóknast henni og hefna föður liennar, en það er þá að eins til að flýja fyrir því, að þau geti gifst, — að öðru leyti er það honum síður en svo áliugamál og telur ástæðulaust af unnustu sinni að komast í svo mikla æsingu út af þessu, sem raun var á, vegna þess að hann skilur ekki skaplyndi henn- ar. En nú er það ekki Donna Anna ein, sem gerir Don Juan lífið leitt, heldur er og einnig Elvira, eiginkona hans, — sem hann hefir hlaupið frá, — á hælunum á lionum. Og liann leitast nú við að gleyma sjálfum sjer í tryltara munaðarlifi og svalli, en nokkru sinni fyrr. Þjónn lians, Leporello, sem er alveg tilvalinn aðstoðarmaður þessa ljettúðuga nautnaseggs, lijálpar honum í' öllu hans braski, með ráðum og dáð. Fyndnari og skoplegri hrekkjalóm- ur fyrirfinst ekki. Hárfín kaldhæðni hans undirstrikar og skýrir undan- dráttarlaust lundarfar og hátterni Don Juans. Þeir liæla hvor öðrum og skýra hvor annan. En Don Juan sekkur æ dýpra i fen ólifnaðar og ósóma. Og nú fara að mishepnast öll hans „uppátæki“, — og líða að degi dómsins. Hann reynir að gera hosur sínar grænar hjá Lertinu, en hún er ung mey og heitin sveitapilti, Masetto að nafni. En i hvert sinn, sem hann hyggur, að nú sje liann að því kominn að liafa sitt fram við þessa litlu sveita- stúlku, sem liefir gaman af, og gef- ur honum jafnvel undir fótinn, — þá eyðilcggja óvinir hans alt fyrir honum, enda er hann nú búinn að vinna til haturs og heiftar þriðja aðilans, þar sem er ólieflaður sveita- pilturinn Masetto. Endirinn verður sá, að Don Juan sjer þann kost vænstan að flýja og fela sig fyrir þessu fólki, sem situr um lif lians. En það vill þá svo hlálega til, er hann ætlar að fela sig i kirkjugarð- inum, að hann tyllir sjer á gröf borgarstjórans, sem liann hafði veg- ið. En nú er búið að reisa á gröf- inni líkneski af lionum, í fullri lik- amsstærð. Þegar Don Juan tekur eftir þessu, er hann jafnvel svo ó- fyrirleitinn, að hann liæðir hinn framliðna, — enda er liann nú svo af sjer genginn og æstur, að hann veit varla hvað hann segir. Hann ávarpar myndaslyttuna, og býður lienni til kvöldverðar með sjer. En þá bregður svo við, að styttan kink- ar kolli, eins og til samþykkis. Undir kvöld kemur Donna Elvira til hans. ViII hún fúslega fyrirgefa honum allar hans misgjörðir, ef hann lofi þvi að taka sig á og bæta ráð sitt. Hún óttast um hann og örlög hans, — hún krefst ekki ást- ar hans, hehlur aðeins þess, að hann sjái að sjer og iðrist misgjörða sinna og heimskupara, — en allar fortöl- ur hennar reynast árangurslausar. Don Juan er nú slatt-fullur og lilær að henni. Hún getur þannig engu áorkað og skilur hann eftir einan. En þegar hún er nýfarin, kentur gesturinn, sem Don Juan hafði boð- ið til kvöldverðar, ■— myndastytt- an af borgarstjóranum. Þessi óliugnanlegi gestur reynir einnig að vekja samvisku Don Juans — liann tjáir sig fúsan til, að bjarga honum, á síðustu stund. En Don Juan skellir skollaeyrunum við öllu lians tali og áskorunum til sins betra manns, •— og verður því að þola' sinn dóm. Myndastyttan hverfur, jörðin opnast og gleypir Don Juan og hina skrautlegu höll hans. Washington brúin Fyrsta hengibrúin i Bandarikjun- um var 22 metra löng. Var liún smiðuð árið 1796, yfir ána Union Town í Pennsylvania. Siðan hefir ótrúleg framför orðið í hengibrúa- gerð, og ein frægasta af slikum brúm er Géorge Wasliingtonbrúin, sem var opnuð haustið 1931 og tengir saman efri liluta Manhattan í New York og New Jersey, en þar er Hudsonfljótið á milli. Þessi brú er 1070 metra löng, eða dálítið meira en einn kílómetri í einu hafi. Það var verkfræðisnillingurinn John A. Roebling, sem á heiðurinn af þessari brú. Hann uppgötvaði hvernig fara skyldi að því að spinna saman þúsund af stálvirum í tross- ur, sem eru þrjú fet i þvermál og svo sterkar að þær geta þolað um- ferð 45.000.000 bifreiða á ári. Tveir stálturnar, 190 metra liáir, bera stál- víratrossurnar uppi, og á þeim hang- ir brúin, 75 metra yfir vatnsborð- inu. Þetta tókst svo vel, að nú telja verkfræðingar víst, að hægt sje að byögja hengibrýr yfir 1 Va km. haf. Smiði þessarar brúar, sem kend er við fyrsta forseta Bandaríkjanna, hófst í maí 1927. Kostaði hún 60 miljón dollara, að meðtöldum þeim lóðum, sem kaupa þurfti báðum megin, vegna brúai gerðarinnai. Brúin er svo breið, að þar geta átta bifreiðar verið samsiða og auk þess eru gangstjettir á brúnni beggja vegna. Einnig má gera akbraut und- ir núverandi brúargólfi, þar sem hraðfara bifreiðar fara um. — Vegna þenslu málma við hita tognar svo á brúurstrengjunum, að brúargólfið er á sumrin 12 fetum lægra en á vetrum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.