Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 12.11.1943, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 ,4 fremri bla&sícAu: Thor Thors við skrif- borð sitt i sendiráðinu. — Sendiherrahjónin og starfsfólk sendiráðsins. Frá vinstri: Þórhallur Ásgeirsson, Martha Thors, sendiherrahjón- in og Henrik Sveins- son og frú hans. Stidk- an, sem situr neðst, er Margrjet, dóttir sendiherrahjónanna. Tit hægri: t horninu á dagstofunni, undir „Útigangshestunum" sitja þau Margrjet, Tlior og frú Ágústa Thors. En eigi er kunn ugt um nafn dömunn- ar lengst t. v. uð, öllum hnútuin kunnug og alls- staðar heima. En nú nýtur hennar eigi lengur við í sendiráðinu. Skömmu eftir að sendiráðið tók til starfa rjeðst jiangað ungfrú Martha, dóttir Ólafs Thors, og starf- ar hún jiar enn. í fyrra var Henrilc Sveinss,on cand. jur., Björnssonar ríkisstjóra, skipaður 1. sendiráðs- ritari og skömmu síðar var Þórhall- ur Ásgeirsson, Ásgeirssonar hauka- stjóra, skipaður aðstoðarmaðupr (attacljé). Hafði hann liá nývprið lokið ágætu prófi við háskóla vest- an hafs. Auk þeirra starfa í sendi- ráðinu Ragnheiður, dóttir Jóns Hall- dórssonar skrifstofustjóra Lands- bankans, og amerísk stúlka. Starfa þannig fimm manns í sendiráðinu nú, auk sendilierrans sjálfs, en í hyrjun vann liann þar við annan mann. Þessi aukning starfsliðsins verður auðskilin, þegar á jiað er litið, hvaða störf sendiráðið hefir með höndum. Fyrrum voru það nær eingöngu stjórnmálaleg (diplomat- isk) erindi, sem sendiráðin önnuð- ust, en öll venjuleg viðskiftamál voru falin ræðismannaskrifstofun- uin. Nú er jietta breytt og sendiráð- in reka hvorttveggja erindin jöfn- um höndum. Og það eru- fyrst og fremsl versl- unar- og viðskiftamálin, sem hafa margfaldað störf sendisveitarinnar í Washington. Framan af stríðinu voru viðskiftin við Bandarikin miklu minni en þau eru nú. Og þá voru færri hömlur og lítilvægari á út- flutningsverslun Bandarikjanna en nú. Ameríkumenn eru formfastir og þar fjalla margir aðilar og stjórn- ardeildir um afgreiðslu flestra mála nú á tímum. Útflutningur á ýmsum vörum er bannaður, og þarf liá að fá undanþágur. Og ýmiskonar leyfi þarf að fá til alls útflutnings, hvers kyns sem er — almenn útflutnings- leyfi, forgangsleyfi til að hraða af- greiðslu vörunnar o. fl. o. fl. — Er l>að kunnugt, að tekist liefir að fá frá Bandaríkjunum ýmsar vörur, sem öðrum þjóðum liefir verið synj- að um, og má liar t. d. nefna vjelar og efni til aukningar rafstöðvanna við Sog og Laxá, efni til nývirkjun- arinnar miklu fyrir Siglufjörð, efni til Hitaveitunnar og til símalagninga og til dreifingar raforku. -Þá má og minnast á „örðugasta hjallann“, en það er útvegun skipa- kosts. Á engu er meiri liörgull meðal hinna sameinuðu lijóða en flutn- ingaskipum. En þó liefir ræst furð- anlega úr þessu, og skip fengist til leigu i Bandaríkjunum. Má eflaust l>akka þetta óbilandi atorku sendi- hcrrans og umboðsmanns Eimslcipa- fjelagsins í New York, Jón Guð- brandssonar. En sendilierrann liefir í fleiri liorn að líta, þó að viðskiftamálin yfirl gnæfi langsamlega önnur verkefni sendiráðsins. Hann kemur fram fyr- ir íslands hönd við opinber tæki- færi og' tekur þátt í alþjóðafundum og ráðstefnum. Og sendiherraheim- ilið er eigi aðeins opið þeim gest- um erlendum, sem áhuga liafa fyrir íslenskum málefnum eða hafa sýnt al' sjer velvild í íslands garð, held- ur og eigi siður öllum íslendingum, sem að garði bera. Einróma þeir gestrisni og alúð þeirra hjónanna. Siðan íslenskt námsfólk fór að leggja leið sína vestur, er leiðirnar lokuðust í liina gömlu menntaátt, hefir sendiráðið haft ærið starf þess vegna. Mörgum hefir orðið að útvega námsvistir við háskóla og mörgum þurft að lijálpa og leiðbeina, eins og eðlilegt er um óreynt fólk í framandi heimsálfu, sem í fyrsta sinn kemur út fyrir landsteinana. Þá er það og ærið starf að svara öllum þeim fyrirspurnum, sem ber- ast viðvíkjandi íslandi og íslenskum mönnum og málefnum. Flestar þess- ara fyrispurna eru vitanlega við- skiftalegs eðlis eða um land og þjóð alment, en oft berast líka fyrir- spurnir um liin ólíkustu málefni. Og öllu verður að svara, og gera það vel, þvi að stundum getur mik- ið oltið á svarinu, þó að erindið virð- ist í fljótu bragði ekki mikilvægt. Þess má og geta, að Thor Thors hefir gert sjer mikið far um að endurnýja tengsl Vestur-íslendinga við ísland. Það er auðsjeð af vestan- blöðunum íslensku, að sú starfsemi er vel metin, og það leynir sjer ekki, að Vestur-íslendingum finsl þeir vera komnir í nánari kynni við „gamla Iandið“ síðan íslenskur full- trúi settist að vestan hafs. Og mörg- um liefir lilýnað um hjartaræturnar við að hlusta á ræður þær, sem Thor sendiherra hefir flutt víðsvegar á hátíðum íslendinga í Bandaríkjun- um og Canada. EIR voru margir, sem báru kvið- boga fyrir því, að vandfundnir mundu verða menn, er gætu tekið að sjer umboð íslands meðal annara þjóða, er til þess kæmi, að landið tæki utanríkismálin í sínar hend- ur. En sá ótti hefir reynst ástæðu- laus, og það þó að þetta kæmi til framkvæmda áður en nokkur átti von á. Það er alkunna, að í hinum erlenda erindrekstri er valinn mað- ur í hverju rúmi menn, sem hef- ir tekist að afla sjer virðingar og samúðar stjettarbræðra sinna, auka liróður landsins út á við og efla hag þess inn á við. Snemma bar á óvenjulegum hæt'i- leikum hjá Thor Thors. í skóla reyndist liann námsmaður svo al' bar og þólti jafnvígur á allar náms- greinar, en þó þótli mesl til um tungumálahneigð hans. Aldrei var hann þó talinn sjerstaklega mikill „kúristi“ — liann þurfti þess ekki með, því að alt lá opið fyrir houm. Og við Mentaskólann skildi hann árið 1922 með þvi að verða efstur allra við stúdentspróf, aðeins 18 ára gamall og rúms missiris. Og þó hafði hann tekið mikinn þáll í skólalifinu og var m. a. formaður „Framtiðarinnar“ síðasta ár sitt þar. Þeir skólabræður hans fundu í lionum foringjann; liann var allra manna mælskastur, viðbragsfljótur í slælum, stefnufastur, gat verið harðskeyttur í orðasennu en þó við- kvæmur í lund. Hann mátti ekkerl aumt sjá, án þess að hann vildi freista að bæta úr þvi. Þannig farast þeim skólabræðrum orð um hann, sem þeklu liann best. Svo innritaðist hann í lagadeild Háskólans. Lauk þar prófi á óvenju- lega stuttum tíma, 3(4 ári —• og með hæstu einkunn, sem nokkur kandí- dat frá Háskólanum liafði fengið frá öndverðu, og liðu mörg ár síðan, án þess að nokkur „ryddi því meti“. Síðan liefir Bjarni Benediktsson núverandi borgarstjóri, og ef til vill fleiri tekið hærra lagapróf, en ekki er oss kunnugt, hvort námstími hans var jafn slcammur. Þetta var á öndverðu árinu 1920. Að loknu prófinu fór Thor Thors til háskólans í Cambridge og las þar hagfræði um nokkra hríð. Hvarf síðan heim og tók til starfa í Kveld- úlfi. Þar varð það einkum hlutskifti hans. að gegna ýmiskonar erind- rekstri fyrir félagið erlendis. Dvaldi hann þá á Spáni í heiit ár og síðan um nokkurt bil á Ítalíu, og ferð- aðist um önnur Miðjarðarþafslönd. En áður en hann lagði í þá suður- göngu kvæntist liann heitmey sinni, Ágústu Ingólfsdóttur, Gíslasonar læknis og frú Oddnýjar, og var hún með honum í þeirri ,,útlegð“ allri. Hann hvarf heim aftur og var um stund forstjóri í Kveldúlfi heima, en tók siðan við forstjórastarfi í Sölusambandi íslcnskra fiskframleið- anda. Því starfi fylgdu og marg- háttuð ferðalög, og fór hann meðal annars í erindum þessa fyrirtækis lil Suður-Ameríku. Enginn hefir þótt öfundsverður af því, að eiga að ryðja íslenskum afurðuin braut, hvort heldur var meðal þjóða, sem nokkra nasasjón höfðu af landinu, og þektu keppinautana, eða — og því síður — í löndum, sem ekki vissu um ísland annað fróðlegra, en að þar byggi einskonar steingerð frum- þjóð. Að reyna að vinna nýja mark- aði í slíkum löndum virðist unnið fyrir gíg. En samt þokast slík mál smátt og smátt áfram. Það hefir vafalaust verið sendiherra okkar í Washington góður skóli, að fást við erfiðleikana, sem liann glimdi ofl við á viðskiftasviðinu. Því að eins og áður er sagt, sendiherrar nú- tímans eigi ekki aðeins að vera „diplomatar“. Þeir verða einnig að vera reyndir raunsæismenn á við- skiftasviðihu. Það er ekki hægt að gefa einkunn fyrir lausn verkefna í verslun og viðskiftum, eins og til dæmis við háskólapróf í lögfræði. En til eru einkunnarorð. Gamall bóndi heyrði einu sinni, að hávaldamaður nokk- ur islenskur hefði tekið sjer að einkunnarorðum þessi tvö: „Festina lenle“ (flýttu þjer liægt). Og hann var spurður hvort liann vissi nokkuð, hvað þetta þýddi. Karlinn var ekki seinn til svars og sagði: „Heldurðu að jeg viti eklci það? „Festa og lægni“. —• Þessi „lauslega þýðing“ gamla mannsins gæti að visu verið einkunnarorð allra sendiherra, en þau raunu, mörgum öðrum orðum framar, einkenna sendiherra okkar • i Wasliington. T^EGAR verið var að skipa sendi- -^lierra íslands i London og Wash- ington töldu margir, sem ekki gátu annað út á þá sett, þeim til van- gildis, að þeir væri svo ungir. „Að senda svona stráklinga til voldugustu þjóða i heimi — ja, fyr má nú rota en dauðrota", sögðu þeir og dæstu. En þess hefir þó eigi orðið vart enn, að æska sendilierranna okkar í London og Wasliington liafi orðið þeim að tálma. Stjettarbræður þeirra eru að vísu flestir, ef ekki allir, eldri en þeir. En á báðum stöðunum eru „stráklingarnir“ hans Nöldur- seggs í Austurstræti vel virtir og vin- sælir meðal hinna eldri í þeirra stjett. — Og sómir það sjer ekki vel ungu ríki, að eiga unga fulltrúa ? — Hann Thor Thors er ekki eimi sinni orðin fertugur. En hann verður það í þessuni mánuði, þann 27. nóvember. Samt hefir liann verið sendiherra íslands í tvö ár. Og farist það vel. Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.