Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 12.11.1943, Blaðsíða 12
12 F Á L Ií I N N BEQRSE5 SlMEnon 4 Flæmska búðin ofurlítið fram, eins og þegar sjálfsánægju- Lros leikur um varirnar, með votti af glotti. Myndin minti Maigret á einhvern — en hann mundi ekki hvern. Rödd Önnu var djúp, nærri því karl- mannleg. Svo hljóðnaði hún. „Á jeg að lialda áfram, lierra fulltrúi?" Hann flýtti sjer að loka skápnum, stakk myndinni í vasann, og gekk liljóðlega til baka inn í herbergi Josephs, áður en hann svaraði: „Nei, þetta nægir. Þakka yður fyrir.“ Hann tók eftir að Anna var fölari en áður, þegar hún kom upp. Hafði hún kanske lagt of mikla tilfinningu í sönginn? Hún leit í kringum sig i herberginu, en sá ekkert athugavert. „Jeg skil þetta ekki .... En það kemur i sama stað niður .... Jeg ætlaði að spyrja vður að dálitlu, fulltrúi. Þjer hittuð Jóseph í gærkvöldi. Hvað haldið þjer um hann?“ Hún liafði tekið klútinn af höfðinu á sjer, og Maigret fanst að hún mundi hafa þvegið sjer um hendurnar líka. „Yið verðum,“ hjelt hún áfram, „við verðum að sanna sakleysi hans, -hvað sem það kostar. Allir verða að sannfærast um r-ð hann sje saklaus.....Við verðum að gera hann hamingjusaman . .. .“ „Og Marguerite Van de Weert?“ Anna andvarpaði aðeins. „Hve gömul er María systir yðar?“ „Tuttugu og átta .... Enginn dregur í vafa, að hún muni einhverntima verða í.kólastýra í skólanum í Namur.“ Maigret þuklaði á myndinni í vasa sín- um. „Hefir hún nokkurtíma verið trú- lofuð?“ Hún svaraði samstundis: „Maria?“ Rödd- in lýsti hvað hún meinti. „Hún María í ástamálum? .... Þá þekk- ið þjer hana illa.“ „Jeg verð að halda áfram að vinna,“ sagði Maigret og gekk fram að stiganum. „Hafið þjer orðið nokkurs vísari ennþá?“ „Jeg veit það ekki.“ Hún varð honum samferða niður. I eld- húsinu sá liann gamla manninn, sem var nýsestur í tágastólinn, og virtist ekki taka neitt eftir þeim þegar þau gengu framhjá. „Hann fylgist ekki með neinu núna“, andvarpaði Anna. Þrent eða fernt var í búðinni. Frú Peet- ers var að hella brénnivíni í glas. Hún hneigði sig þegar Maigret fór hjá, án þess að setja af sjer flöskuna eða slíla samræð- unni við gestina, sem var á flæmsku. Líklega hefir hún verið að segja þein. að þetta væri hinn frægi fulltrúi, sem væri þangað kominn alla leið frá París, því að allir í búðinni horfðu á hann með lotning- arfullu augnaráði. Fyrir utan var Macliére að kanna blett, þar sem jarðvegurinn virtist lausari en í kring. „Hafið þjer orðið nokkurs visari?“ spurði fulltrúinn. „Jeg er hræddur um ekki. Jeg er altaf að leita að líkinu. Því að við getum aldrei gómað sökudólgana, nema við finnum lík- ið.“ Hann leit í áttina til árinnar, eins og hann vildi gefa í skyn, að að minsta kosti hefði lílcið ekki farið þá leiðina. IV. kap.: GAMALL KUNNINGSSKAPUR. Ivlukkan var orðin dálítið yfir tólf. — Maigret var enn á gangi um árbakkann, í fjórða skiftið siðan í morgun. Hinsvegar árinnar var langur, hvítur garður meðfram ánni, tilheýrandi verksmiðjubyggingu. — Gegnum hliðið á garðinum streymdi hópur af fólki, sem var að lialda heim lil sin í hádegisverðinn, ýmist gangandi eða hjól- andi. Maigret var um hundrað metra frá brúnni þegar hann fór að mæta því fyrsta af þessu fólki. Ilann tók þegar eftir einu andlitinu. Hann sneri sjer við til þess að athuga það betur og sá þá einmitt að þessi maður liafði litið við líka. Þetta var maðurinn, sem myndin var af, sú sem hann var með í vasanum. Ungi maðurinn hikaði eitt augnablik, svo gekk hann rakleitt til fulltrúans. „Eruð þjer leynilögreglumaðurinn frá París ?“ „Þjer eruð Gerard Piedbæuf, er ekki svor Leynilögreglumaðuriiin frá París! Hann var farinn að venjast þessu uppnefni og vissi upp á hár livaða merking var Iögð í það. Machére hafði verið sendur frá Nancy til þess að taka málið að sjer. Hann var þarna í rjettarins nafni, og liver sá, sem einhverskonar upplýsingar gat gefið sneri sjer beint til hans. En hinsvegar var Maigret „leynilögreglu- maðurinn frá París“ slettireka, sem belg- iska fjölskyldan hafði kvatt til Givet i þeim eina tilgangi að liann sannaði sakleysi hennar. Og í livert skifti, sem einhver þekti liann á götunni, varð hann fyrir augnaráði, sem var alt annað en vingjarnlegt. „Eruð þjer að koma að heiman frá okkur?“ „Nei. En jeg kom þangað fyrr í morgun. En jeg misti af honum föður yðar. Hann var farinn að sofa.“ Gérard var eklci eins unglegur núna og liann hafði verið á myndinni. En þó var hann hinn unglegasti, bæði i andliti og í limaburði og sömuleiðis unglega til fara, en þegar betur var að gáð var ekki hægt að láta sjer dyljast, að hann var öfugu megin við tuttugu og fimm árin. „Ætluðuð þjer að hitta mig?“ spurði hann. Hvað sem annars liefir mátt út á hann setja, þá var svo mikið víst, að hann þjáð- ist ekki af feimni. Hann horfði fast fram- an í Maigret. Augun voru brún, og voru efalaust vel fallin til þess að vekja hylli kvenna, hörundið mjúkt og munnurinn fríður. „Jeg get tæplega sagt, að jeg sje farinn að starfa enn þá.“ „Fyrir Peeters, jeg skil. Þetta vita allir. Sannast að segja vissu það allir áður en þjer stiguð l'æti lijerna. Þeir segja að þjer sjeuð heimilisvinur hjá Peeters og ællið að laka að yður að sanna, að ....“ „Að sanna alls ekki neitt! .... Jæja, Þarna er þá faðir yðar að fara á fætur.“ Þeir gátu sjeð heim að litla húsinu. Á efri hæð var vindu tjald dregið upp, og mað- m með mikið, grátt yfirskegg sást líta út um gluggann. „Hann hefir sjeð okkur,“ sagði Gérard. „Hann er alklæddur innan skamms.“ „Þekkið þjer Peelersfólkið persónulega?“ Þeir gengu saman upp og ofan árbakk- ann, um það bil hundrað metra frá flæmsku búðinni. Loftið var hrollkalt. Yf- irfrakki Gérards var.þunnur, en af því að honum líkaði auðsjáanlega vel sniðið á bonum, þá kærði hann sig kollóttann um hlýindin. „Hvað eigið þjer við?“ „Systir yðar var fylgikona Josephs Peet- trs fyrir þremur árum eða fyrr. Kom hún heim til fjölskyldu hans þá?“ Gérard ypti öxlum. „Þurfum við að rekja alt þetta mál svona ílarlega? . ... I fyrstunni — það er að segja áður en barnið fæddist — vann Joseph eið að því, að liann ætlaði að eiga systur mína .... Síðan kom Van de Weert lælmir og bauð systur minni tíu þúsund iranka til þess að hún færi á burl og kæmi aldrei aftur . . . . í fyrsta sinn sem Germaine kom út, eftir að hún hafði eignast barnið, þá gerði hún sjer ferð heim til Peetersfólks- ins lil þess að sýna þeim það. Þau ætluðu að ganga af göflunuin, og kerlingin kallaði hana öllum illum nöfnum, sem hún gat munað .... Síðar fór ofurlítið betur á með þeim. Og Joseph var altaf að endur- taka hjúskaparloforðið .... En þó sagðist hann altaf verða að Ijúka prófi fvrst . . . .“ „En þjer?“ „Jeg?“ 1 fyrstu þóttist hann ekki skilja hvað Maigret ætti við. En svo breylti liann alt í einu um tón. Brosið, sem kom fram á var- ir lians var þóttalegt og meinlegt, og hann lijelt áfram: „Hefir noklcur sagt yður nokkuð?“ Án þess að taka sjer málhvíld í atlög- i’nni tók Maigret upp ljósmyndina úr vasa sinum og sýndi Gerard.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.