Fálkinn


Fálkinn - 10.03.1944, Qupperneq 9

Fálkinn - 10.03.1944, Qupperneq 9
F Á L K I N N 9 [)jer yður sæli, gerið þjer svo vel.“ Grove settist. Adler tók upp píp- una sína og kveikti í. ,,Jeg var fjar verandi — þegar liinn atburður- inn gerðist — fyrir tveimur órum,“ sagði hann, „og' jeg get sagt yður að jeg liefi aldrei trúað að þjer væruð sekur um það sem.............. sagt var. Og jeg veit, að margir halda það sama og jeg — líka hvað snertir myndina, sem kom í blöðun- um.“ „Myndin var ósvikin en hún var bara villandi,“ sagði Grove. „Jeg get vel sagt yður hvernig í öllu lá. Glifford var þorpari. Hann hafði nautn af að gera Júliu helvítið lieitt. Eitt kvöldið lokaði hann hana úli, og hún átti ekki annars kost en að fara heim til mín. Það var hellirign- ing svo að hún varð gegndrepa, þessvegna var komið að lienni í náttfötum og slobrokk — hvort- tveggja var af systur minni. Júlia var nefnilega vinkona systur minn- ar sem átti heima hjá rajér — og Júlia kom þangað af því að hún hjelt að hún væri lieima. Það gat ekki heitið að jeg þekkti liana þá. En systir mín var í leikhúsinu þá og fór í næturklúbb á eftir. Jeg sagði auðvitað við Júliu Glifford að liún skyldi híða, þvi að systir min kæmi bráðum lieim. Jeg ljet liana setjast inn í stofu en fór sjálfur inn í svefnherbergi og lagðist fyrir aftur. Nokkru síð- ar vekur hún mig með því að berja á svefnherbergisdyrnar; hún sagði að einhver væri að reyna að komast inn í lnisið, Jeg fór í náttkápu og fór fram í stofuna — i sama bili opnast útidyralnirðin, Júlia Glif- ford stóð viö hliðina á mjer — líka í náttkápu. Þeir höfðu með sjer ljósntyndavjel og glampalampa.“ „Það hefir verið fljótgert," sagði Adler þurlega. „Og systir yJðar var ekki komin heim?“ „Nei, ekki ennþá. Þegar Gliflord hafði lokað konu sína úti fór hann út sjálfur. Hún liafði sagt honum livert lnin ætlaði að fara, en þvi neitaði hann síðar. Nú vildi svo til að liann rakst inn á sama nætur- klúbbinn og systir min var á með kunningja sinum. Hann sá hana og þá kom honum þorparabragðið i lnig. Ljósmynd af okkur og myndin nægðu til ]iess að hann gæti fengið hjónaskilnað og eyðilagt mannorð hennar.“ „Og framtíð yðar,“ sagði Adler. „Já, og hana líka,“ sagði Grove. Adler kinkaði kolli. „Jeg man það, sem altalað var lijer fyrir eina tíð, að allar líkur bentu til þess að þjer ættuð mikla framtíð." Hann barði úr pípunni. „Það er bæði synd og skömm,“ sagði hann. , Synd og skömm.“ „Það var ekki fyr en eftir þetta skeði, sem jeg kynntist henni nokk- uð að marki,“ sagði Grove og bætti við í liuganum: Og fór að elska liana. „Van Werl bjargaði sjer úr ógöngunum við sama tækifæri; liann hafði flekkaðan skjöld í þessu spillingarmáli,“ sagði hann bitur. Adler gerði enga athugasemd við síðustu setninguna. „Jeg held að jeg verði að fara inn og sjá hvernig gengur“ sagði hann. "DRÓÐIR Júliu stóð upp þegar Grove kom inn í klefann. -— „Góðan daginn, Rent,“ sagði liann. „Góðan dag, Edvard. Mjer hel'ir verið leyft að tala við þig i tiu mínútur. Sestu niður.“ „Hvernig líður Júliu?“ „Hún var að enda við að tala við Van Wert. Henni líður vel. Þeir vilja ekki lofa henni að tala við þig í bili. Jeg kem hingað sem verj- andi þinn. í fyrstu vildi Júlia ekki segja neitt, en loksins glopraðist út úr lienni að hun hefði framið morðið.“ „Lögreglan kom heim og dró mig fram úr rúminu,“ sagði Edvard. „Þeir voru að leita að henni. Þeir sögðu að hún hefði framið morðið. Og þá fanst mjer best að með- ganga.“ Grove kinkaði kolli. „Hvernig at- vikaðist þeta eiginlega, Edvard?“ * „Jeg man það ekki greinilega. Hann kom inn og' jeg sagði honum að hann yrði að hypja sig burt áður en Júlia kæmi, en það vildi hann ekki. Og svo fórum við i hár sam- an.“ „Braust hann inn eða hleyptir þú honum inn?“ „Jeg opnaði fyrir honum. Hann hringdi dyrabjöllunni og jeg' opn- aði.“ Hann njeri sjer um augun. „Segðu Júliu að luin skuli ekki kviða. Þeir mega eki kvelja lílið úr henni. Segðu þeim að jeg hafi gert það af þvi að hann hafi átt það skilið. Bent, þeir mega ekki sakfella liana.“ „Það gera þeir heldur ekki,“ — sagði Grove. „Þeir eru komnir á aðra skoðun. Þeir hafa sannanir fyrir hvi að hún hefir ekki getað myrt hann, því að hún var i kvik- myndahúsinu um þetta leyti. Þess- vegna er jeg kominn hingað lil þín . . . . Hvað gengur að þjer, Edvard?“ Andlit unga mannsins varð eitl spurningarmerki. „Var það ekki Júlia sem myrti hann?“ spurði hann steini lostinn. „Nei, vitanlega ekki. Hún helir fullgilda fjarverusönnun.“ „Bent,“ Edvard greip um úlf- liðinn á honum. „Bent, hvað sagði hún við þig? Við þig — ekki við þá?“ „Að luin hefði ekki gert það.“ Edvard kreisti saman varirnar. Hann varð náfölur í andliti. „Jeg gerði það ekki heldur,“ hvíslaði hann hásum rómi. „Jeg hjelt að Júlia liefði gert það. Þeir sögðu að.......“ „Þú erl með stórar skeinúr á höndunum, hvernig fjekstu þær?“ Edvard leil á hendurnar á sjer. „Þeir spurðu mig um þetta líka. Það var á leiðinni' heim. Jeg rak höndina i ljósastaur.“ „Sá nokkur þig þegar þú varsl á leiðinni heim?“ „Nei. Jeg mætti fengum.“ — „Hvenær fórstu heiman frá Júliu?“ „Klukkan hálfellefu. Jeg kom heim til min klulckan hálftólf. Jeg veit ekki með vissu hvenær þeir komu að sækja mig.“ Edvard starði út í bláinn. „Úr þvi að það var ekki Júlía — og eklci jeg —“ Hann leit allt í einu upp og horfði á Grove. „Bent, var það....?“ Grove hristi liöfuðið. „Nei, það var heldur ekki jeg, Edvard.“ Edvard virtist hafa fallist hugur. Grove sló á öxlina á lionum. - „Reyndu að sofa um stund, Edvard. Jeg kem aftur á morgun.“ EGAR Grove kom inn í ársal gistihússins, Sem hann átti heima í, klukkutíina síðar, stóð Ad- ler þar og beið lians. „Herra Grove,“ sagði hannn. „Mig langar til að tala við yður.“ Grove kinkaði kolli. „Komið þjer með mjer upp og fáið yður glas.“ Adler horfði forvitnislega á hann sem snöggvast, svo sagði hann: „Jeg þakka. En er yður ver við að bíða dálítið, meðan jeg síma?“ Þegar Adler kom út úr síma- klefanum fóru þeir upp í stofu Groves. „Gátuð þjér talað við bróður frú Glifford?“ spurði Adler. „Já. Hvernig list yður á hann?“ „Prýðis piltur. Engum mundi jeg síður trúa til að drepa mann og þvi síður myrða mann.“ „Þjer munduð fremur trúa mjer til þess,“ sagði Grove. Adler ypti öxlum. „Jeg gæti vel hugsað mjer yður drepa mann, ef þjer yrðuð næglega reiður.“ „Hlustið þjer nú á,“ sagði Grove hvasst. „El' að þjer hafið grun á mjer, þá krefst jeg þess að þjer lcærið mig. Og svo skuluð þjer reyna að koma með sannanirnar. Nú skal jeg segja yður hversvegna þjer eruð að snuðra hjerna. Það er vegna þess að þjer hafið komist að raun um, að ýmislegt i kærunni gegn bróður frú Glifford stenst ekki!“ Adler njeri sjer um liökuna. — „Þjer hafið að nokkru leyti rjelt að mæla, lierra Grove. Jeg lield aö hann sje ekki sekur. Hann var ó- eðlilega fús á að játa.“ Nú var barið að dyrum og Adler sagði: „Þetta er líklega Van Wert.‘ „Van Wert? Hvaða erindi á hann hingað?“ „Jeg símaði til lians neðan úr and- dyrinu og bað hann að líta hingað inn á heimleiðinni.“ „Jæja, þið sitið hjer á fundi,“ sagði Van Wert þegar hann kom inn. „Já, við erum að ræða morð- málið,“ sagði Adler. „Gott og vel, gott og vel,“ sagði Van Wert þurrlega. Hann rendi augunum yfir gólfteppið, svo laut hann niður og' tók upp litla örðu, sem lá beint undir loftlampanum. „Það er þá hjerna sem jeg liefi brotið á mjer nöglina,“ sagði liann. „Jeg var að brjóta heilann um, hvar jeg liefði gert það. Það hefir verið þegar jeg kom hjerna í nótt. Sjáið þið, brotin falla saman.“ — Hann fleygði naglflísinni í ösku- bakkann. „Síðan jeg var sfrákur hefi jeg aldrei getað á mjer setið að tína upp það sem jeg sje á gólf- inu,“ sagði hann. „Þetta eru álög.“ „Það er einkennilegt," sagði Ad- ler þurrlega. Van Wert leit á hann. „Hvað er einkennilegt?" „Þjer sögðuð að þessi naglflís væri úr nögl, sem þjer hefðuð brotið." Van Wert horfði á hann og botn- aði ekki í neinu. „Já, þjer heyrðuð það.“ „Jeg vildi aðeins vera viss um það. Jeg fann nefnilega þessa nagl- flís í íbúðinni hjá frú Júliu, á eld- húsgólfinu, þegar jeg var kvaddur þangað í nótt. Jeg tók hana upp og stakk henni í úrlokið mitt. Þegar , þjer komuð þangað síðar tók jeg eftir að þjer lögðust á hnjen á gólf- ið og' sópuðuð það vandlega. Þjer hafið svo langar og fallegar neglur að jeg gat ekki varist þess að sjá að brotnað hafi framan af einni þeirra.“ Van We.rt rjetti fram hendurnar og sagði með yfirlæti. „Dettur yður í hug að jeg hafi gefið Glifford glóð- arauga og' marbletti með berum höndunum?“ „Nei, það dettur mjer ekki i liug. En jeg hefi láfið stækka niyndir- ar, sein jeg tók af fingrafarahlett- inum, sem Jijer voruð að minnast á, og svo virðist sem þeir sjeu eftir hart barefli — Jiað sama sem notað var fyrir morðvopn. — För- in svara nákvæmlega lil þess.“ Nú fór yfirlætissvipurinn af Van Wert og allur roði hvarf úr kinn- um lians. Adler tók naglflísina úr öskubakkanum og stakk henni undir úrlokið sitt. „Jeg gerði ráð fyrir að þjer munduð atfiuga gólfdúkinn þegar þjer kæmuð hingað inn, eins og þjer hafið fyrir vana,“ sagði hann. „Já, Van Wert — þjer verðið að koma með mjer á lögreglustöðina." Van Wert misti ekki stjórn á sjer. Með undraverðri stillingu sagði 'hann: „Þjer hafið glæsilegt hug- myndaflug, Adler.“ „Sei, sei nei. En viljið þjer ekki hringja niður í fingrafaradeildina og spurja hvaða fingraför hal'i fundist á úlfliðsúri Gliffords?" Nú var löng þögn. Augu Van Wert voru á flótta. Loks sagði liann: „Má jeg fara heim til inin, Adter? Þjer munuð skija livað jeg meina?“ „Já, jeg skil það mæta vel. En það er annar maður viðstaddur hjer, herra Van Wert.‘ „Hann má vel fara heim til sín mín vegna, ef liann vill fyrst gefa skriflega játningu,“ sagði Grove. „Allt i lagi,“ sagði Van Wert, settist við borðið og tók upp penna. Meðan hann var að skrifa sagði hann: „Glifford krafðist meiri pen- inga en jeg gat borgað lionum. Hann liótaði rnjer að segja fyr.ver- andi konu sinni frá því, sem gerð- ist fyrir tveimur árum. Svo fór hann og jeg elti hann. Enginn var heima hjá frú Glifford. Hann opnaði hurð- ina með lykli, sem hann hafði haldið eftir forðum og jeg elti hann inn. Þið vitið hvað síðar gerðist. Þegar þjer ráluið Glifford fyrir tveimur árum, Grove, kom hann til mín og sagðist þekkja yður vel og að hann hefði aðgang að íbúðinni, sem að þjer áttuð’ lieima í þá, því að kona hans og systir yðar væru góðir kunningjar. Jeg lofaði hon- um peningum ef hann vildi eyði- leggja niítnnorð yðar. Svo var það seint um kvöld að hann síinaði til mín — jeg hitti hann á götunni og liann sagði að konan sin væri eins sins liðs heima hjá y'ður. Spurði hann mig hvað mikið jeg vildi borga honum, ef hann næði í tvo einkanjósnara og ljósmynda- vjel og brytist inn til yðar. Þjer höfðuð komist að sínu af hverju misjöfnu um mig, Grove, og jeg gat átt von á, að þjer ljóstruðuð því upp þá og þegar. Jeg bauð hon- um tíu þúsund. Hann heimtaði fim- tán — og þau fjekk hann.“ Van Wert hjelt áfram a'ö skrifa. Iikkert liljóð heyrðist í stofunni nema krassið í penna lians. Van Wert hallaði sier aftur i stóln- Frh. á bls. 11

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.