Fálkinn


Fálkinn - 10.03.1944, Qupperneq 11

Fálkinn - 10.03.1944, Qupperneq 11
FÁLK.INN 11 Jón Árnason prentari: llm stjörnDspeki. Þríliyrningarnir. Þá er dýrahringnum einnig skift i fjóra þríhyrninga og standa þeir í nánu sambandi við liöfuðskepnurn- ar og eru nefndir eftir þeim: Eldur, vatn, loft og jörð. — 1 eldsþríhyrn- ingi eru: Hrútur, ljón og skotmað- ur. í vatnsþrihyrningi eru: Krabbi, sporðdreki, fiskar. í loftsþríhyrningi eru: Vog, vatnsberi og tvíburi. í jarðþríhyrningi: Steingeit, naut og mey. Pláneturnar ráða yfir merkjum dýrahringsins eins og nú skal greina: Sólin ræður ljónsmerki, lunglið krabba, Merkúr tvíbura og mey, Venus nauti og vog, Mars hrút og sporðdreka, Júplter skot- inanni og fiskum og Satúrn stein- geit og vatnsbera. — Eru þær sterlc- astar í áhrifum þegar þær eru stadd- ar í þessum merkjum. Sagt er að Úran hal'i náið samband við vatns- bera og njóti sín best þar og Nep- tún eigi ,mest sameiginlegt með fisk- unum. Þá er sólin í vaxandi styrk- leika i hrút, tunglið í nauti, Merkúr i mey, Venus í fiskum, Mars i stein- geit, Júpiter í krabba og Satúrn í vog. Eðlisáhrif stjörnumerkjanna. Er það gömul trú nianua, að sá, sem sje fæddur undir þessu eða hinu stjörnumerkinu, sje gæddur sjerstökum eiginleikum og lyndis- einkennuin og er það rjett. Stjörnu- spekin lieldur því fram og færir sterkar líkur fyrir að svo sje, — Stjörnumerkið, sem ber við sjón- deildarhring austurhimins þegar einhver fæðist, er talið að sýni aðallega likamsbyggingu og mót- tökuhæfileika lieilans og liugsunina, að svo miklu leyti sem hún er háð heilanum. Almennt talið sýnir sólin viljann, framkvæmdarþrekið, atvinnu og einstaklingseðlið, iunglið tilfinn- ingar, eftirlanganir, fýsnir og hina lægri lilið mannsins, en merki aust- ursjóndeildarhringsins persónuleik- ann og líkamann. Hjer er stutt lýsing á þeim, sem eru fæddir undir hverju stjörnu- merki um sig: Hrútur: — Lyndiseinkunnir: Þor, dugnaður, kraftur, starfsemi. Hæð meiri en i meðallagi. Þolir vel að stunda almenna vinnu og ryður sjer sína eigin braut í lífinu. Ráðandi pláneta er Mars. Naut: — Afturhaldssamur, en þó fjelagslyndur, óákveðinn, afbrýði- samur, en hyggin á marga lund. Iíæff heldur minni en i meðallagi, en þrekinn. Er liæfur tjl þess að vera stjórnandi fyrirtækis, sveita- búskapar eða að vera pólitískur leiðtogi Ráðandi pláneta er Venus. Tvíburi: — Námfýsi liefir yndi af öllum lærdómi, er góður rithöf- undur og getur orðið vel menntað- ur. Hár, grannur, langleitur, fingra- langur, skarpt augnatillit, lipurt og ljett göngulag. Hæfur til ritstarfa o. þ. h. Ráðandi pláneta er Merkúr. Krabbi: —- Breytingagjarn, hefir yndi af ferðalögum, hefir ríka sam- úðarkennd, umliyggjusamur lieimil- isfaðir, auðelskur. —- Fær fje frá foreldruin (einkum móður). — Nýtur sín best við Jandbúnað. Stund- um koma í Ijós yfirnáttúrlegir hæfi- leikar. Hæð í meðallagi, kringluleitt andlit, þykkar kinnar. Ráðandi plá- neta er tunglið. Ljón: — Sjálfsálit, prúður, vill ráða yfir öðrum og stjórna, æru- verðugur, góðhjartaður og trúverð- ugur. Hefir mikil áhrif á aðra. — Lífsstaða: leiðtogar jijóðfjelagsins og í háum embættum eða eru stjórn- endur fyrirtækja, sækjast eftir list- um og skemmtunum o. þ. h. Eru þeir venjulega hávaxnir menn með mikla vöðva, breiðar herðar, höf- uðið mikið um sig og kringluleitt. Ráðandi er sólin. . Mey: — Góðir andlegir hæfileik- ar, hugsunin ákveðin og sistarfandi, námsmenn góðir; eru aðlaðandi, hafa góða dómgreind og eru at- liugulir. Eru best settir sem þjónar eða mcðeigendur í fyrirtækjum, en siðar sem stjórnendur. Eru stund- um við lyfjabúðir o. þ. h. Hafa þeir liæfileika til ýmiskonar iðju. Eru þeir ineira en í meðallagi háir vexti, ennið hvelft, vel byggðir. Ráð- andi pláneta er Merkúr. Vog. — Glaðlyndir, fjelagslyndir, sækjast eftir skemtunum, góðhjart- aðir, en þó breytilegir í skapgerð. Andlegir liæfileikar góðir, en bein- ast þó frekar að tistum, svo sem hljómlist, skáldskap og inálaralist, en að mentun og bóknámi. Lífsstaða þeirra er mjög undir öðrum komin, t. d. i sambandi við vinfengi og fie- agsskap og jafnvcl giftingu. Hár, vet vaxinn líkami og álitlegur mjög, cinkum um miðbik æfinnar. Ráðandi pláneta er Venus. Sporðdreki. ■— Áræði og dugnað- ur, sjálfsálit. láta þeir álit sitt ákveð- ið í tjósi og taka ekkert tillit til þess hvort það líkar betur eða ver; eru reiðigjarnir. Hafa þeir góða stjórn- hæfileika. Flestir eru þeir lyfsalar, skurðlæknar, efnafræðingar, her- menn, sjómenn, vjelamenn o. fl. Komast ef til vill í kynni við dul- l'ræði o. þ. li. — Meðalmenn á liæð, hárið bykkt og svart, stundum tið- að, gyðinglegt útlit. Ráðandi pláneta er Mars. Skotmaður. — Góðlyndur og glað- lyndur, kærleiksríkur, áhrifaríkur, starfsamur. Er oft í ferðalöguin og fæst við Jikamsæfingar utan húss. Hneigist að trúmálum, heimspeki og taganámi. — Hár, vel vaxinn, kringluleitur, bláeigur. Ráðandi pláneta er Júpíter. Steingeit. — Sjálfstæður og hefir mikið vald yfir sjer og er staðfast- ur. Hefir góða dómgreind og hag- sýnn, dregur sig oft í hlje og er þurr ó manninn. Er mjög vel liæf- ur til þess að vera leiðtogi annara í þjóðfjelaginu, i atvinnufyrirtækj- um og i stjórnmálum. Hefur hag- sýnishæfileika mikla og' hyggjuvit í viðskiptalegu lilliti og keppir eft- ir völdum og yfirráðum. Heldur lægri en í meðalagi, beinastór, langt og mikið nef, mjóan háls og fremur óálitlegur. —• Ráðandi pláneta Satiirn. Vatnsberi. — Hefur góðan og hag- feldan þroska og liyggjuvit, er jafn- lyndur og fastur fyrir, hefur ákveðn- ar skoðanir, sem er örðugt að breyta. Er sjerstæður í ýmsu tilliti, liefur hugsæisgáfu, er fróðleiksfús og listelskur. Hæfur til opinberra starfa undir yfirumsjón valdsmanna og hjeraðsstjórna. Meðallagi hár, þrekinn og vel byggður. Ráðandi pláneta er Satúrn. Fiskar. — Góðhjartaður, kærleiks- ríkur, tilfinninganæmur, ófram- færinn á stundum og jafnvel leynd- ardómsfutlur. Nýtur sín best í sam- bandi við trúar- hjálpsemislireyf- ingar og að lijálpa fátækum og sjúk- um. Hefur hljómlistarhæfileika og er efni í sagliaskáld. Meðalmaður á liæð, þrekinn og þriflegur, liefur stór opin augu, en litlar varir, fag- urt, dökkt liár, tjettur á velli. Ráð- andi pláneta er Júpíter. Meira. o Hver samdi teikinn? Frh. af bls. 6. játar hástöfum ásl sína til hins látna liertoga, en í sama bili ber Júba að og heyrir liann þessa játningu. — Verður nú fagnaðar fundur en þá kemur Portíus með þá frjett að Syphax liafi, er hann liaTi lieyrt um dauða Semproniusar ráðist til út- göngu um herbúðahliðið með Núm- idiumanna Jið sitt og ætlað að reyna að komast undan til lierbúða Cæsars. Marcus bróður hans hefir reynt að verja hliðið og særst til bana, en þó tekst að drepa. Sypliar. Eftir dauða Marcusar er ekki neinn þröskuldur i vegi fyrir giftingu Portiusar og Lúcíu. EITT MORfl.......... Framhald af bls. 9. um og sagði: „Lesið þjer þetta.“ Hann sat kyrr i sömu stellingum og lagði hendurnar fram á skrifborðið. Svo stóð hann upp og fór. Menn- irnir íveir liorfðu á eftir lionum og þögðu. Þeir vissu báðir, að þeir mundu aldrei sjá Van Wert franiar — lifandi. Fimm tungnr kendar í ,stoínmáli‘ Ymsir af lesendur Fálkans niunu kannast við stofnensku svonefnda, einfalda útgáfu af ensku, þar sem aðeins verður komist af með 85U orð. Dr. Guðmundur Finnbogason skrifaði um þetta mól fyrir allmörg- um árum hjer í btaðið, og lýsti því nokkuð. En það er hægt að gera ýms önn- ur mól einfaldari og gera sig skiljan- legan á þeiin. Þannig liefir kandidat einn frá háskólanum í London, sem nú starfar í orustuflugvjelasveit í Suður-Englandi, tekið að sjer að hatda uppi kennslu í „stoín-útgáfum" t'imm tungumála, nefnilega ensku, í- tölsku, rússnesku, frönsku og þýsku. Þessi flugmaður hefir týnt saman úr hverju þessara mála 850 orð, sem eiga að nægja tit þes að gcta gert sig skiljantegan í hverri tungunni sem er. Hann liefir tvo aðstoðarkennara, franska stúlku, sem nýtega komst undan til Englands og gekk í lier- þjónuslu kvenna, og svo rússneskan mann ulan hersins, sem á heima skamt frá flugstöðinni. Tekur kenn- arinn, að þessi námskeið í stofn- inálunum muni auka áliuga nem- endanna fyrir málunum sjálfum, síðarmeir. Segist lionum svo frá, að meðal flugmannanna sje mikil fróðleiksfýsn og að þeir læri í tóm- stundunum ýmislegt, lil þess að búa sig undir lífsstarfið, sem taki við eftir striðið. Sumir af yngstu flug- mönnunum voru ekki komnir i neitt ákveðið lífsstarf þegar þeir gengu í flugherinn, en kdínu þaðan beint af skólabekknum. Þannig má nefna, að þrir ungir viðgerðarmenn frá Nigeriu leggja stund á stærðfræði í tóinstundum sinum, i þeim tilgangi að gerast loftskeytafræðingar í lieimalandi sínu að striðinu loknu. Sumir læra trjesmíði og aðrar handiðnir. Sjálfboðaliðsstúlkurnar leggja sig einkum eftir ýmiskonar liúsmæðra námi og sumar ætla að búa sig und- ir háskóapróf. Kennarinn liefir dá- lítið bókasafn, 3000 bindi, á flug- stöðinni, og er rifist um :»ð f í liæk- ur að láni. SIR KENNETH CLARK OG LISTIRNAR. Sir Kenneth Clark, sem um ára- mótin var endurkosinn forstjóri Málverkasafnsins breska lil næstu þriggja ára, hefir síðan í byrjun stríðsins stutt breskó listámenn mikið með því að lialda sjersýn- ingar á listaverkum þeirra i Mál- verkasafninu. Þúsundir nianna hafa • skoðað sýningar þessar, sem eigi aðeins tiafa verið sýndar í London heldur einnig i borgum út um land ið og í New York. Skömmu eftir að stríðið liófst gekkst sir Kenneth fyrir þvi að uni 2000 frægustu listaverk málverka- safnsins voru flutt á brott og þéiin komið fyrir í helliruin í Wales, — nærfellt 100 metrum undir yfir- borði jarðar. Þar liefir hann látið byggja sex hús með fullkominni loftræstingu fyrir listaverkin. Það var sir Kenneth, sem tól; upp þann sið að sýna þrjár vikur í senn eina nafnfræga mynd og auglýsa þessar niyndir sjerstaklega. Fyrsta myndin sem þannig liefir verið sýnd var „Margaretha Trip" eftir Rembrant. Sir Kennetli þykir liafa manna best vit á fornri og nýrri málara list og á mikið tistasafn sjálfur. — Bretadrottning hefir mikin áhuga fyrir nútimalist og lcveður jafnan sir Kenneth, til ráða þegar liún kaupir myndir i safn sitt. Hefir liann vaiið fyrir liana myndir, sem hún liefii' keypl af Matliew Smith, Augustus Jolin, sir Walter Russell og fleiri nútinia niálurum. Fyrst var sir Kenneth kjörinn forstjóri Málverkasafnsins órið 1933 og var þá ekki nema þritugur að aldri. Áður liafði liann liaft á liendi stjórn listasafnsins i Aslimolean Museum í Oxford, en þar er mikið til af gömlum málverkum frá Ítalíu. Undir stjórn lians hefir málverka safnið i London tekið miklum um- bótum og verið færl í nýtt liorf, svo að almenningur getur liaft miklu meira gagn af þvi en áður.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.