Fálkinn


Fálkinn - 26.05.1944, Qupperneq 9

Fálkinn - 26.05.1944, Qupperneq 9
9 heyrði þessa sögu. Hann hjelt áfram: — Það var dansleikur hjá Lockdalehjónunum. Þau höfðu oft stórveislur. Maðurinn hafði drukkið of. mikið og fór upp i svefnherbergið til þess að hvíla sig. Skömmu síðar fór frúin snöggvast upp til manns síns svo margir sáu. Hún leyndi því ekki. Er hún kom niður í dans- salinn aftur sagði hún brosandi að maðurinn sinn væri farin að hátta. En hefði heðið sig að til- kynna, að dansleiknum skyldi haldi áfram. Það var gert. Og frúin var glöðust allra, dansaði, drakk og sýndi blíðuhót alla nóttina. En þær fáu mínútur er hún var hjá manninum hafði hún drepið liann á eitri. — Ó! hrópaði Evelyn og greip höndum fyrir andlitið og grúfði sig niður. — Þetta er hryllilegt. Virð- ist yður ekki að hegna beri frúnni. Hún ætti að hengjast. Jeg ætla .að gera skyldu mína. Jeg.... Hann þagnaði. Flautið úr túðukatlinum harst inn í stofuna. Hún hrökk við, horfði fast á hann og fiýtti sjer fram í eldhúsið. Skömmu síðar kom hún með te og kex, smurt og með osti. — Þakka, sagði hann og fór að drekka teið og horða kexið. Evelyn þagði. Hann hjelt á- fram með morðmálið: — Hún var sýknuð vegna ónógra sann- ana. Lögreglan gat ekki sannað hvar hún keypti e'itrið, eða sannað hún hafi haft- eitur í fórum sínúm. En hjer hefi jeg sönnunargagnið. Jeg keypti vott- orðið af drykkjumanni, sem hafði verið þjónn hjá Lock- dale. Hann dó fyrir fáum dög- um, að likindum af víneitrun. En þetta vottorð er jafngóð sönnun þrátt fyrir það. — Hann tók brjef úr brjóstvasa sínum og rjetti henni. Hún tók við því, opnaði það og las það hæglátlega. Hún las það þrisvar. .Skyndilega tók Briant vasa- klút og þerraði ennið. Hann var sveittur. En þó var í honum kuldahrollur. Ilann dró andann ört. Hún leit á hann og spurði með nokkurri angist: — Eruð þjer veikur? Viljið þjer staup af koníaki? Hún lagði skjalið á borðið og slóð á fætur. — Nei, þakka yður fyrir. Mjer er illt í hjartanu. Það liefir vald- ið mjer óþægindum fyrr. Afsak- ið mig augnablik. Hún brosti, en hann fór fram. Um leið og hann hafði lokað hurðinni tók hún skjalið, ljet annað blað i stað þess, sem var brotið á sama liátt. Þegar hann kom aftur inn i stofpna, sat hún með tebollann á lofti og spurði brosandi: — Er heilsan betri? Þjer hafið veiklulegt útlit. Þjer megið ekki vinna eins mikið og þjer gerið, þar sem hjartað yðar þolir það ekki. Viljið þjer lofa mjer þvi að hlífa yður fram- vegis? Hann brosti þakklátur fyrir umhyggju hennar. og sagði: — Því lofa jeg yður. Mjer þykir leiðinlegt að þetta kvöld skyldi jeg verða lasinn. Mjer leið svo vel. ^ Hún kinnkaði kolli og gekk til hans. — Jeg álít best fyrir mig að fara nú heim, sagði hann. Jeg er svo þreyttur. Þjer reiðist mjer ekki? Viljið þjer borða með mjer hjá iíumpelmayer á morgun? — Þakka yður fyrir! Já, já, gjarnan, svaraði hún. — Mjer fellur illa að þjer urðuð lasinn hjer. En það er rjett fyrir jTður að fara heim. Hún rjetti honum samanbrotið brjefið. — Þetta var ljóta morðmálið, mælti hún all æst. Hann stakk brjefinu í vasann og gekk út í forstofuna. Hún iijálpaði lionum í frakkann, og fór með iionum út að bíinum þrátt fyrir rigninguna. Hann liafði hjartslátt. Hann liafði gert liana dálitið skotna í sjer, sýnd- ist honum. Hún var töfrandi fögur. Hann ætlaði að kyssa liönd hennar. En hún kipti henni að sjer og horfði út í buskann. Þegar bíllinn ók á braut horfði hún í allar áttir. Eng- inn maður var sjáanlegur. Hún flýtti sjer inn í stofuna. Tók bollapörin, þvoði þau, og ljet á sinn stað. Köku eina þvoði hún vandlega úr heitu vatni, og fleygði lienni út í garðinn handa fuglunum. Þá brendi liún skjalið, muldi öskuna og ljet i vaskinn og Ijet vatnið skola henni niður. Þau höfðu ekki reykt. Hún þurkaði af dyra- handgripunum, öllum er hami hafði snert á. Hún leit inn í W. C. Þar var ekkert sem sýndi að lijá henni hefði verið gestur. Blaðið sem liún fjekk honum var vjelrituð auglýsing um ryksugur. — Annaðhvort okkar varð að deyja, sagði frú Lockdale við sjálfa sig næsta morgun, er hún las um hið liræðilega bílslys, þar sem sagt var frá því, að rit- höfundurinn Raymond Bráant hefði ekið á steingarð og farist samstundis. — Og hvað var þessi montni snuðrari að gjörast dómari? — Vissi hann nokkuð um hverskon- ar máður Artliur var? Eikki vissi hann að allar lians eignir gengu til hinnar óhamingjusömu stúlku, sem hann átti vingott við. Þessi glæpasagnaritari hugs- aði um það eitt að breyta sorg annara i peninga handa sjálfum sjer. Nú kom dauðinn og gerði enda á lífi hans og þessari andstyggi- legu atvinnu hans. — Engin vcil hvers-vegna hann dó í gær. — Það var þó enga sigurgleði að sjá á svip hennar, er hún stóð þarna með blað í hendinni. Hún vissi vel að sá sem tekur líf annara, hefir hina þyngstu byrði að bera hjer á jörðu. Jóh. Scheving þýddi. Mosquito gera usla á flugvelli Teikningin sýnir hvernig höfundur hennar regnir að gefa lýsingu á því, er Mosquito, hinar Ijettu sprengjuflugvjelar, sem að miklu leyti eru smiðaðar úr krossviði, gera árásir á flug- völl í óvinalandi. Þœr fljúga lágt og láta sprengjunum rigpa yfir ftugvjetarnar, sem hafa verið svo óviðbúnar, að þœr hafa ekki fengið færi á að komast á loft áður en árásin var gerð. Hinar snúningsliðugn Mosguitovjelar hafa gert óvinunum marg- ar skráveifur í ferðum sínum til meginlandsi.ns, og breski herinn er jafnvel hreyknari af þeim nú, en stóru sprengjuflug- vjelunum sínum. . Þau læra að þekkja flugvjelarnar. Þetta eru stúlkur úr loftvarnaliðinu og væntanlega skyttur i flughernum, sem sitja fyrir hjer á skólabekk og eru að lœra að þekkja ýmsar tegundir flugvjela. Kennarinn stendur með flug- vjelalíkan fyrir framan sig, og er það þannig gert, að taka má það sundur og skeyta á það nýjum hlutum af ýmiskonar gerð; m. ö. orðum, hann breytir líkaninu úr einni flugvjelagerð i aðra, en nemendurnir eiga að segja til jafnóðum. Siundum þarf eki nema einn væng til þess að flugvjelin þekkist, stund- um ekki nema stjel eða stýri. Þessi námskeið eru endurtekin, þannig að nemendurnir fylgjast jafnan með þvi hvaða nýjar flugvjelategundir koma fram. t

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.