Fálkinn


Fálkinn - 26.05.1944, Qupperneq 10

Fálkinn - 26.05.1944, Qupperneq 10
10 F Á L K I N N YNft/tlf LLS&NbURHIR Hringurinn Rútur gekk fram og aftur um garðinn og starði í sífelm niður á malarstíginn, en þess á milli rendi hann augunum um grasfiótina. — Að hverju gat hann verið að leita? Hann leit. ekki einu sinni við fallegu, grænu trjánum í garðinum, með nýútsprungnu laufinu, hann túk ekki eftir sýrenunum, seni kinkuðu þungum og ilmandi blómaklösuuum. Hann hlustaði ekki á lístið í þröst- unum. — Af hverju ertu að leita, Rútur, var spurt, og nú leit drengurinn loksins upp, en sá engan. — Hver — hver var að tala? spurði hann forviða og leit betur kringum sig. En han'n gat engan sjeð. Þarna var gosbrunnur, sem hann stóð hjá, og lijá honum var stór steinn, sem vatnið gaus undan og skvettist svo niður á grænar vatna- sóleyjar og gljáandi gullfiska, sem skutust fram og aftur í tjörninni. Og uppi á steininum stóð Amors- mynd; lítill strákur með vængi, boga og ör — en ekki gat hann verið að tala. — Jú, það var jeg, sagði Amor, og nú sá Rútur að liann hafði snúið sjer ofurlítið við og gægðist forvit- inn til hans. — Ekki vissi jeg að þú gast talað, svaraði Rútur. — Jú, það get jeg, en að hverju ertu að leita? spurði Amor aftur. — Hringnum hennar mömmu, fal- lega hringnum með stóra, bláa stein- inum. Mamma hefir vist mist hann — en nú hefi jeg leitað á öllum stígnum, og í grasinu, milli blóm- anna ....... allsstaðar. — Þú hefir ekki leitað þar sem hringurinn er, sagði Amor og hló. — Nei, ef jeg vissi hvar hann er, þá.... andvarpaði Rútur. — Já, en það veit jeg. Og jeg skal segja þjer það ef þú villt.......... —Ef þú villt þvo mig vel hreinan, sagði Amor hálfsneyptur. Rútur skoðaði litlu myndina ofan á steininum betur —, jú, víst veitti ekki af að þvo honum — hann var orðinn mógrár og alls ekki fallegur að sjá. — Já, þjer veitir ekki af því, sagðl Rútur, — og jeg skal gjarnan þvo þjer — en segðu mjer þá hvar hring- urinn hennar mömmu er. — Já, reiddu þig á það, svaraði Amor. Nú fór Rútur og náði sjer í bursta og klút og svo tók hann til óspilltra málanna. Þetta var ekki eins erfitt og hann hafði haldið, og svo töluðu þeir saman á meðan. — Hversvegna viltu endilega láta þvo þjer? spurði Rútur. — Þú, sem hefir staðið hjerna í allan vetur. — Það er nú meiniðl svaraði Amor. — En nú er komið vor og sem týndist álfarnir eru komnir aftur frá Álfa- landi, þar sem þeir eiga heima á vetrum. En nú halda þeir stórhátíð- ir í skóginum og þar er jeg vanur að vera, en jeg skammast mín fyrir að koma þangað, þegar jeg sá hvað jeg var óhreinn. — En nú ertu orðinn finn, sagði Rútur og leit með velþóknun á handaverkin sín. Amor litli var orð- inn tandurhreinn; hann beygði sig fram og skoðaði sig i vatnmu. Já, mikill var sá munur. — Þakka þér innilega fyrir þetta, Rútur, — og nú skaltu fá þin laun sagði Amor. Sjerðu breiða, græna sóleyjarblaðið þarna úti á miðju vatninu? — Þetta stóra þarna, meinarðu? • — Já, einmitt. Reyndu að ná í það, en varaðu þig, að detta ekki í vatnið, því að þó að þú druknir ekki þá verðurðu að minsta kosti holdvotur, og það er kail í vatninu. — Já, jeg skal fara varlega. Rútur lagðist á hnjen og rjetti fram höndina, — jú, þarna náði hann í blaðið og dró það varlega til sín. — Taktu ekki fast í það, sagði Amor aðvarandi. Stingdu nú liendinni ofan í vatnið og þuklaðu á blað- leggnum — svolítið neðar, finnurðu að þar er litill angi, sem brotnað hefir ofanáf? —Já, og þar er eitthvað hart utan um, sagði Rútur glaður. Því að þarna fann hann hringinn hennar mömmu sinnar, með bláa steininum. — Húrra, hjerna er hann, sagði Rútur og spratt á fætur. — Þakka þjer fyrir, Amor minn, og nú vona jeg að þú skemtir þjer vel þegar þú kemur á skemtunina hjá álfunum. Amor kinkaði kolli og veifaði en svo varð hann að líkneski aftur eins og hann hafði verið allan veturinn — enginn gat sjeð á honum að hann hafði snúið sjer við og kinkað kollí fyrir fáeinum mínútum, meðan Rút- ur var að þvo honum. Og nú hljóp Rútur eins hart og liann gat heim til mömmu sinnar og kallaði: — Jeg fann hringinn þinn, mamma. — Hvað fannstu, segirðu? svaraði mamma hans. — Hringinn þinn, svaraði Rútur. — Hann er hjerna. Og svo rjetti hann fram lofann, með gljáandi hringnum í. — Mikið skelfing var þetta gam- an, sagði mamma hans. — Hvernig gastu fundið hann. Eins og við höfum leitað allsstaðar. — Hann lá ofan í gosbrunns- skálinni, en það var hann Amor litli, sem vísaði mjer á hann, sagði Rútur. Og svo dró hann hana móður sína út með sjer og sýndi henni staðinn, sem hann hafði fundið hringinn, en hún vildi alls ekki trúa þvi, að Amor hefði hreyft sig og talað. — Jæja, en það kemur út á eitt; mest er um það vert að hringurinn er fundinn, og nú ætla jeg að gefa þjer fallegan lítinn bát svo að þú getir siglt þarna á pollinum, sagði mamma Rúts, þvi að hún vissi að hann langaði til þess að eiga svo- leiðis bát. Auðvitað var Amor litli jafn ó- hreyfanlegur og steingerður eins og alltaf áður, og þó að Rútur reyndi að tala við hann þá svaraði hann aldrei. En einn morguninn sá hann Vinniiveitandinn: — Já, jeg aug- lýsti eftir duglegum, sterkum strák, sem gæti látið hendur standa fram úr ermum. Haldið þjer að þjer dugið til þess? Umsœkjandinn: — Jeg held það. Jeg var rjett núna að fleygja í burtu nitján umsækjendum öðrum, sem stóðu við dyrnar og voru komnir á undan mjer. Húsbóndinn: — Alveg er jeg stein- hissa á yður. Vitið þjer hvað gert er við sendistráka sem ljúga? Stráksi: — Já, hvort jeg veit það. Þegar þeir eru orðnir nógu gamlir til þess, sendir húsbóndinn þá í ferðir, sem seljara fyrir verksmiðj- una. — Hvernig væri að taka tvo af þessum? sagði afgreiðslumaðurinn í lyfjabúðinni við manninn, sem var að kaupa tannburstann. — Einn handa yður og annan handa kon- unni yðar? — Nei, þakka yður fyrir. Þegar jeg kaupi nýjan tannbursta, læt jeg konuna mína alltaf fá þann gamla. Allir viðstaddir, sem lieyrðu þetta urðu alveg forviða, og þá bætli manngreyið við: — Hún notar hann til þess að bursta skóna sína. Litil telpa drap á aðaldyrnar á matvörubúð einni á sunnudegi. Leik- systir hennar, dóttir kaupmannsins, stakk hausnum út um gluggann þeg- ar hún heyrði barið, og sagði: — Nanna, við vorum á trúmálafundi uppi í heiði í gær, og urðum öll kristin. Ef þú þarft að ná í mat á sunnudögum, framvegis, þá verður þú að laumast bakdyrameginn. Því að við liöldum hvíldardaginn heilag- ann og höfum líka lögin í heiðri. /V/VlV^I/V Fallega búðarstúlkan; — Gæti jeg vakið athygli yðar fyrir þessum fallegu baðfötum, sem jeg hejfi hjerna? Hr. Kátur: — Það gætuð þjer á- reiðanlega, stúlka mín, ef ekki stæði svo á, að konan mín er þarna í hinu horninu að prófa hanska. /v/v/v/v/v að það voru grasgrænublettir á fót- unum og hnjánum á honum. — Nú liefir þú víst verið að leika þjer við álfana, sagði Rútur, — og hefir orðið grænn af að dansa i grasinu. Jeg skal þvo þjer. Og þegar hann hafði - gert það fannst honum endilega Amor brosa og að hann segði: — Þakka þjer fyrir, Rútur — jeg skemti mjer vel í nótt og kom svo seint heim, að mjer vannst ekki tími til þess að skola af mjer áður en jeg steig upp á steininn. En það var enginn nema Rútur, sem gat lieyrt þetta. Villi þótti skrambi skuldseigur, en einn góðan veðurdag kemur hann labbandi til matvörukaupmannsins síns, og borgar skuld sína þar, alveg orðalaust. — Þetta stafar af brjefinu, sem þú sendir mjer, segir hann við manninn fyrir innan diskinn. — Aldrei hefi jeg fengið annað eins brjef. Það gæti kreyst peninga út úr grjóti. Hvernig fóruð þjer að því að setja þetta saman? Kaupmaðurinn brosti raunalega út i annað munnvikið og kvaraði: — Jeg tók bestu setninguna úr brjefi, sem jeg fjekk frá konunni minni fyrir skömmu. Hún er stödd á ákaf- lega dýrum sumargististað. Kona kom inn í slátrarabúð og ætlaði að kaupa ket. Ókunnur maður kom á hælunum á lienni inn í búð- ina, og beið meðan verið var að af- greiða frúna. Allt í einu æpti hún liátt, og biðmaðurinn snerist á hæli og hljóp út, og lenti þá heint í flasið á lögnegluþjóni. Hann leitaði á hon- um og uppgötvaði að hann var vopn- aður. Síðar kom á daginn, að þetta var alræmdur illvirki, sem hafði það fyrir sið að ræna búðir. — Frú Jones, ef þjer hefðuð ekki æpt þarna um daginn, þá hefði bóf- inn eflaust rænt mig, sagði ketkaup- maðurinn næsta skifti, sem frúin kom inn. — En hvernig vissuð þjer að þetta var bófi? — Jeg hafði ekki hugmynd um það, svaraði frúin. — En jeg gat ekki að mjer gert að æpa, þegar þjer sögðuð mjer hve ketið væri dýrt. /V/*//V/W/V Nýlátinn matvörukaupmaður kom að dyrum lielvítis, og drap á dyrn- ar. Satan kom sjálfur til dyra og spurði með þjósti: — Hversvegna eruð þjer að berja hjer? Gesturinn svaraði: — Jeg þarf að rukka lijón, sem versluðu lengi hjá mjer, en sem dóu á undan mjer. — Hversvegna lialdið þjer að þau sjeu hjerna? spurði Satan. — Jeg held það ekki — jeg veit það. Því að í hvert skifti, sem jeg rukkaði þau, svöruðu þau — hvort heldur þeirra var: „Farið þjer til helvítis.“ /V/V/V/V/V I------------------------------- S k r í 11 u r. ________________________________i

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.