Fálkinn


Fálkinn - 26.05.1944, Page 12

Fálkinn - 26.05.1944, Page 12
12 F Á L K I N N Pierre Decourelli: 4 Litlu flakkaramir Hann nam staðar öðru hvoru, en klukku- stund eftir klukkukstund leið, án þess að hann gæti fengið sig til þess að fara niður. Þá rauf skyndilega livelt hlístur þögnina. — Snúið á bakborða, hrópaði maðurinn á stjórnpallinum. Gufuský sveipaði stjórnpallinn hvítri slæðu, sem virtist reyna að verða yfir- sterkari gráleitri þokunni. Hljóðin í eimblístru skipanna voru stutt en snögg. Svo heyrðust óp og for- mælingar skipshafnarinnar. Farþegarnir þyrptust óttaslegnir og hljóðandi upp á þilfarið. Nokkra metra fyrir framan skipið kom draugalgt ferlíki út úr þokunni og stefndi á það með fullum hraða, eins og ti'öll- aukin járnbrautarlest. Nú var enginn tími til þess að hljóða. Þetta var dauðinn. Svo heyrðist hræði- legt brak og brestir, skipið titraði og skalf. Svo var allt búið. „Hinrik prins“ var skorinn sundur í miðju og hinn ógurlegi morðingi, hvarf þögull o,g hræddur í þokuna, sem skall aftur saman á hæla honum. Gamall sjómaður hafði rjett tíma til þess að segja: — Þetta er Englendingur. Svo skeði slysið. Hingað og þangað sáust ljósbjarmar, sem slokknuðu. Voldug hringiða sem að reyndi að draga allt lauslegt til sín mynd- aðist. Andvörp stigu upp frá hundruðum manna aðeins eitt sársaukaóp heyrðist — bara eitt. Skipstjórinn hafði skipað að láta bát- ana i sjóinn. Skipshöfnin hlýddi æðrulaust. Þeir voru svo vanir að hlýða fyrirskipun- um hans. Skipstjórinn stóð rólegur. Hann vissi vel að honum var bani búinn, en hann vildi reyna að bjarga sem flestum þeirra sem honum var trúað fyrir. Þetta var hræðilegur atburður, en hann hafði góða stjórn á sjer, var aðeins örlítið fölari en liann var vanur. Það var engin von um bjhrgun fyrir fólkið í þilfarsklef- unum. Það reyndi þó að grípa i allt, sem það úáði til, meðan skipið seig niður í djúpið. Það hafði verið kveikt á nokkr- um blysum og í bjarma þeirra sáust kon- ur hnipra sig saman viti sínu fjær af skelfingu, grátbænandi forsjónina um miskunn. ... Karlmennirnir börðust fyrir lífi sinu, án þess að skeyta um nokkuð annað. — Þeir tróðu konur og börn undir til þess að komast út í bátana, sem geymdu frels- ið. Þeir köstuðu sjer á þilfarið og hjeldu dauðahaldi í froðufellandi bátinn, sem hvolfdi von bráðar. Nú hófst nýr bardagi í vatninu. Hann var ennþá ægilegri en sá fyrri. Og i sama bili tók skuturinn að síga niður i hringiðuna. Síðasti þáttur harmleiksins stóð tæpar tíu mínútur. Aðeins nokkrum skaut upp úr vatninu á meðan þeir háðu síðustu baráttuna. Á siðustu stundu sást hvítklædd vera bera við himin á hinu sökkvandi flaki. Hún brosti við dauðanum. Enginn stóð við hlið hennar. Þetta var Garmen. Hún var sveipuð í hvítan serk og beið róleg og afskiftalaus þess sem koma skyldi. Þegar hún sá, að öll von var úti og vatnið tók að leika um fætur hennar, kom nafn fram á varir hennar. Svo lokaði hún augunum og ljet fall- ast áfram. Þá fann hún að sterkir armar tóku utan um hana og hún hvíldi við brjóst einhvers. Svo bar straumurinn þau á brott. Þó að hún væri liálf meðvitundarlaus, fann hún að henni var lyft upp á planka og hún bundin við hann með mittisbandi á sloppnum sínum. Svo fann hún plankann rugga þægilega og að honum var stýrt af sterkum hönduin. Hún sá ekki framan í björgunarmann sinn, en liún rendi grun í liver liann var, og hún brosti. Nú var numið staðar og henni lyft upp úr vatninu. Hún opnaði augun. Hún var stödd á einni þeirra björgunareyja, sem verkfræðingarnir komu fyrir i grennd við stórar liafnir. Hafið umlukti liana, það fór að birta af degi og stjörnurnar liurfu hver af annarri Þá nefndi hún nafnið, sem komið hafði fram á varir hennar, þegar hún lijelt að öllu væri lokið: — Robert! Og á þessum óhugnanlega dvalarstað, sem sjórinn flaut öðru livoru yfir, og dauð- inn var á næsta leiti, mættust varir þeirra í fyrsta kossinum. III. Brúðkaupið í Bretagne. Greifafrú Montlaur fædd Peuhoét var komin af gamalli ætt í Bretagne. Andlits- drættir hennar voru fremur hörkulegir, spegilmynd klettanna allt í kring um hana. Augun voru grænleit eins og hafið. Alliir karlmenn i Peuhöet-qpttinni höfðu verið sjómenn. Þeir komu aðeins í land til þess að velja sjer brúði, að því búnu lijeldu þeir á hafið aftur. Síðasti karlmaðurinn af þeirri ætt var faðir greifafrúarinnar. Hann hafði andast eftir leiðangur til Mexiko 1838, af sárum sem liann fjekk við umsát Vera Cruz. Dóttir hans var þá átján ára. Hún giftist Montlaur greifa eftir ósk föður síns. Hann var kominn af gamalli spanskri ætt, og hjónaband þeirra var hamingjusamt þó að hjónin væru ólík. Greifinn andaðist 1860 og ljet eftir sig tvö börn: Ramon og Carmen. Greifafrúin breyttist litið eftir þvi Sem árin liðu. Eignir hennar gerðu betur en Iirökkva til þess að ala börnin upp eins og þá var siður, en skyndilega var henni tilkynnt að mikill hluti peninga, sem hún og fleiri höfðu komið fyrir í Mexiko, vær tapaðir. Það eina, sem gæti kippt þessu í lag væri að senda þangað duglegan fjár- málamann. Ramon de Montlaur var þá tuttugu og eins árs. Hann hafði tekið gott próf frá Háskóla Hinriks IV og hlotið liæstu einkunn i Iðn- aðarháskólanum. Hann liugðist vera nógu ríkur til þess að þurfa ekki að gegna fastri stöðu og bjó því heima lijá móður sinni. Samt hugsaði liann sig ekki um, þegar honum voru sögð tíð- indin frá Mexiko, lieldur lagði samstundis af stað brennandi af áhuga fyrir að koma fjárreiðum fjölskyldunnar aftur i gott lag. Burtvera hans framlengdist vegna ýmsra örðugleika og þá frjetti hann um trúlofun systur sinnar. Móður hans bað liann sam- tímis um að koma aftur til Parísar. Hún var ekki vel hraust og vildi einu sinni enn þrýsta honum að brjósti sínu. Ramon liafði tekist með miklum dugnaði og lipurð að bjarga því sem bjargað varð, og hann hafði selt sumt með miklum hagn- aði. Hann sneri því glaður heim úr hinni löngu útlegð. Hann hafði ekki sjeð ást- vini sina í hálft annað ár. Hjarta hans barðist af gleði við tilhugsunina um að sjá aftur móður sína og systur. Hann gat enn ekki trúað þvi að Carmen væri gift. Hún var ekki nema barn, þegar hann fór að lieiman. Þegar Ramon kom á járnbrautarstöðina, sem lá næst Penhöet var hann sóttur i litl- um vagni. Hann spurði ökumanninn á heimleiðinni, livort systir sín og mágur væru ekki komin lieim^ — Nei, lierra greifi, en þau eru væntan- leg á hverri stundu. — Er þá enginn lijá móður minni? — Jú, ungfrú Helena. — Helena.. Helena de Peuhöet. Er hún hjerna? Hann sagði ek'ki meira, því að nú sá liann fjölda fólks koma á móti sjer. Það fórnaði höndunum og var mikið niðri fyrir og gerólíkt því sem hið rólega bændafólk í Bretagne er vant að vera. — Hvað er á seyði? spurði Ramon. í sama bili kom bóndi lilaupandi og lirópaði: — Hvílík ógæfa, hvílík ógæfa! — Hvað er að gerast. — Hjer hefir skip farist í nótt. Þrjú lík hefir þegar rekið og við búums við að þau verði fleiri. — Eru engin með lífsmarki? — Við höfum engan fundið ennþá. En allt er til reiðu, ef lífsmark kynni að leyn- ast með einliverjum. — Jeg skal hjálpa ykkur, sagði maðurinn og stökk út úr vagninum. Þegar bændurnir fengu vilneskju um, hver Ramon var, ráku þeir upp fagnaðar-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.