Fálkinn


Fálkinn - 26.05.1944, Side 14

Fálkinn - 26.05.1944, Side 14
14 F Á L K I N N \ Gömul kona kýs heima. sáust víða fánar lagðir út um þjóðlegan og hátíðlegan hlæ á glugga, utan á húsin. Þetta setti bæina, Kosningarskrifstofa Reykjavikíirnefndarinnar í Listamannaskálanum, þar sem mikill fjöldi sjálfboðaliða af öllum flokkum, konur sem karlar, ungir sem gamlir, unnu af miklum áhuga. Þjóðaratkvæðagreiðslan ei fyrri þátturinn í þeirri hátíð- legu atliöfn, sem lýðveldisstofn- unin á íslandi hefir í för með sjer. Síðari þátturinn fer fram 17. júní n. k. Þá verður lýð- veldið formlega stofnað. Aðal- hátíðin verður að sjálfsögðu á Þingvöllum, en hátíðaliöld fara að sjálfsögðu fram um land allt. Og þjóðin á sannarlega skilið að gera sjer glaðan dag og há- tíðlegan, eftir að hún hefir innt atkvæðagreiðsluna af hendi með svo miklum sóma, sem raun er á orðin. Sjónvarp yfir heimshöfin Fram að þessu hefir sjónvarp að mestu verið háð þeim takmörkunum, að eigi væri hægt að miðla því nema í beina línu, þannig að hvorki hæðir, hje jarð- bungan skygði á, milli sendistöðvar og viðtakanda. En maðurinn, sem hjer seg- ir frá, setur það ekki fyrir sig. Klaus Landsberg, muðurinn, sem heldur þvi fram að hægt sje aö koma á sjónvarpi yfir úthöfin. „Vísindunum er ekkert ómögulegt, og sjónvarp yfir heimshöfin er eng- in firra,“ segir Klaus Landsberg, sem er sjónvarpssjerfræðingur, að- eins 27 ára gamall, Ameríkumaður en innfluttur frá Þýskalandi, því að þar er hann fæddur. Kenningar Landsbergs um vísind- in og sjónvarpið hafa gert hann að einum af forustumönnum á sinu sviði, þó að hann sje enn á beim aldri, er flestir vísindamenn eru að byrja að fá nasasjón af því hvað árangur er. Hann er nú forustu- maður fjelagsins „Television Produc- tion Inc.“ í Hollywood, California, og hefir gert fjölda tilrauna með sjónvarpið í framkvæmd. Það eru umbæturnar á sjónvarpi, sem sent er stöð frá stöð til fjar- lægra staða, sem þykja hafa tekist vel. Klaus Landsberg gerir ráð fyrir þeirri tilhögun, að endurvarpsstöðv- ar sjónvarps verði settar upp með 50 — 80 km. millibili, þannig að kJeift verði að endurvarpa frá sömu stöð um Bandarikin, þver og endi- löng. Og með sömu aðferðum telur hann enga frágangssök að lialda uppi sjónvarpi yfir höfin. „Víðtæki og senditæki millistöðv- anna þurfa lítið rúm, og eigi meiri orku en svo, að hægt er að nota raflilað eingöngu og komast af án rafstöðvar,“ segir hann. „Er hægt að koma þessum tækjum fyrir á baujum, sem lagt er við stjóra úti í höfum, og má bilið milli þeirra vera lengra en þörf gerist á landi. Með framkvæmd í þessa átt mundi mannkyninu verða gerður stórgreiði, í þá átt að auka skilning fjarlægra þjóða, hverra á annari. Á engu ríður meira en því. Sjónvarp yfir höfin kann að þykja draumsjón í dag, en — var ekki sjónvarpið yfirleitt talið draumur, fyrir nolíkrum árum? Klaus Landsberg fæddist í Þýska- landi árið 1910, og dvaldi þar á skólum í æsku; fluttist síðan til Hollands og hjelt þar áfram tækni- námi og vann hjá hollenskri verk- ^miðju. „Holland er frá mínu sjónarmiði eigi eingöngu eitt af fegurstu lönd- unum í Evrópu,“ segir Landsberg, „ en þar býr iíka fólk, sem kann að notfæra sjer þau gæði, sem lífið ber í skauti sínu. Og þar er ein- lægni og prúðmennska í hávegum höfð. Ef þú eignast Hollending að vini þá verður liann vinur þinn æfi- langt.“ , Síðan hjelt hann áfram námi í Tjekkóslovakíu og tók þar próf í rafmagnsfræði; hvarf siðan til Ber- Jín og tók þar viðaukapróf i raf- magnsfræði. Hann vann svo á rann- sóknarstofu, sem sjerstaklega lagði stund á sendingar mynda — með símþræði eða þráðlaust — og keypti einkaleyfi á nokkrum uppgöfvunum sínum.. Nazistastjórnin vildi komast yfir eina af uppgötvunum Lands- bergs, en hinum úfega hugvitsmanni gast ekki að hvernig nota átti upp- götvun hans til stjórnmálaáróðurs, og neitaði að selja liana. Og nú komst hann undan til Englands, þó að Gestapo væri á hælunum á lion- um. Frá Englandi fór liann til Amer- iku árið 1937 og sendi beiðni um borgararjett þar, til stjórnarvald- ana, fyrsta daginn, sem liann var í landinu. Nú liefir hann fengið fullkominn ameríkanskan borgara- rjett. Hann er frábær áliugamaður á sínu sviði og litur á sjónvarpið sem menningarfyrirtæki, ekki siður en skemtunar. í ræðu sem hann flutti nýlega á California-háslcólanum, sagði liann m. a.: „Það mikilsverð- asta, sem vænta má af sjónvarpinu er það, að það stuðli að þvi að Jýðræðið eflist og að varanlegur friður fáist. Það mun veita öllum mentun á friðartímum, verksmiðju- inanninum og tæknifræðingnum eigi aðeins — lieldur öllum þeim, sem liafa skapandi hugsun. Til- raunir þær, sem þegar. liafa verið gerðar með sjónvarp í þágu fræðslu- málanna sýna, að þar á það stór- kostlega möguleika. Sjónvarpið á sjer engin takmörk —• í livaða átt sem er.“ NINON------------------- Samkvæmis- og kvöldkjólar. Eftirmiödagskjólar Peysur og pils. Uatteraðir silkisloppar og svefnjakkar I^likiÖ iita úrval Sent gegn póstkröfu um allt land. — Bankastræti 7 Drekkiö Egils-öl t

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.