Fálkinn


Fálkinn - 23.06.1944, Page 5

Fálkinn - 23.06.1944, Page 5
F Á L K I N N Mannfjöldinn ú Lækjarlorgi 18. júni. — Ilans Petersen. Tjaldborgin. Lýðveldisfáninn fremst t. h. Hans Petersen. vandamál hjer á Lögbergi. — Um þetta segir svo í Njálu: „Um daginn eftir gengu hvárir- tveggju til Lögbergs, ok nefndu hvár- ir vátta, kristnir menn ok heiðnir, ok sögðust hvárir ór lögum annarra. Ok varð þá svo mikit óhljóð at Lög- bergi, at engi nam annars mál. Síðan gengu menn í braut ok þótti öllu horfa til inna mestu óefna“. Forustumaður kristinna manna fól nú andstæðingi sínum, hinum heiðna höfðingja, Þorgeiri Ljósv^tningagoða að róða fram úr vandræðunum. Hann gerhugsar mólið. — Um mála- tok segir svo í Njálu: „En annan dag gengu menn til Lögbergs. Þá beiddi Þorgeir sjer liljóðs ok mælti: „Svá lýst mjer sem málum vorum sje komið í ónýtt efni, ef eigi hafa ein lög allir. En ef sundur er skift lögunum, þá mun sundur skift friðnum, ok mun eigi við það mega búa“. Heiðinginn Þorgeir Ljósvetninga- goði segir þvi næst svo: „Þat er upphaf laga várra at menn skuli allir vera kristnir hjer á landi“. Forsetinn talar við stjórnarráðshúsið 18. júní. — Alfreð D. Jónsson. lialda sömu verndarhendi sinni yfir íslandi og þjóð þess á þeim tímum sem vjer nú eigum fram undan. Að tokinni ræðunni var sungið „ísland ögrum skorið“, ljóð Eggert Ólafssonar og lag Sigvalda Kalda- lóns, sem að nú virðist vera að út- rýma að fullu „Eldgömlu ísafold“. — Nú liófst nýr þáttúr hátíðar- innar, sá að sendimenn erlendra ríkja fluttu hinu nýja lýðveldi kveðju. Fyrstur flutti sendiherra Bandarikjanna, Louis G. Dreyfus, ítartega ræðu, þar sem hann flutti kveðju forseta Bandaríkjanna, en um leið og hann lióf mál sitt, var fáni Bandaríkjanna dreginn að hún á flaggstöng neðanvert við þing- mannapallinn. Og á eftir var þjóð- söngur Bandaríkjanna leikinn. Sams- konar viðbúnaður var hafður við ræður hinna annara sendimanna. En forsetinn þakkaði ræðurnar jafn- óðum, og mælti á sömu tungu og ávarpað hafði verið á af sendiherr- anum. Næstur talaði Gerh. Shepherd, sendiherra Breta. Var ræða lians styttri en Bandaríkjasendiherrans en mjög vinsamleg, og veittu menn sjer- staklega athygli þeim orðum sendi- herrans, að Hans Hótign Bretakon- ungur sýndi sjerstakan áhuga á mól- efnum íslands. Þá tók til máls August Esmarck, sendiherra Norðmanna, og mælti á íslensku. Ræða hans var örstutt, en Frh. á bls. 14. Undu allir þessum málalokum með þeim árangri að af leiddi blóma- öld íslands, uns sundurþykkið varð þjóðveldinu að fjörtjóni. Nú á þessum fornhelga stað og á þessari hátíðarstundu bið jeg þann eilífa Guð, sem þá hjelt verndar- hendi yfir íslensku þjóðinni, að Athöjnin 18. júní. Mesti mannfjöldi, sem nokkurntima hefir sjest í Reykjavik. — Alfreð D. Jónsson. Forseti og ríkisstjórn við stjórnarráðið. — IJans Petersen.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.