Fálkinn


Fálkinn - 23.06.1944, Qupperneq 6

Fálkinn - 23.06.1944, Qupperneq 6
6 F Á L K I N N - LITLfl SflGfin - William I. Willson: MERKIÐ Hann leit aldrei viÖ eftir að hann haföi skilið við hana, og lmn liafði alltaf ætlað að spyrja hann hvort að það væri venjan í flotanum. Hún hafði reynt svo mikið til þess að vera góð flotastúlka. Hún hafði alltaf reynt að vera svo glaðleg þegar þau voru að skilja, til þess að láta hann ekki finna að hún var ailtaf að hugsa um það hvort þetta yrði nú ekki í siðasta sinn. Nú var það í síðasta sinn. Hann var að fara til sjós og þau gætu ekki gert neitt ráð fyrir því hve- •nær þau myndu hittast næst, til þess að mýkja skilnaðarsársaukann. Nú myndi ekki koma neinar fleiri nje óvæntar upphringingar í síma, frídagar sem þau gætu verið saman, svo sem eins og: „Elskan min, jeg hefi fengið fri í dag, geturðu hitt mig?“ Það mundu ekki vera neinir fleiri sunnudagar í listigarðinum nje mið- degisverðir á uppáhalds matsölu- staðnum þeirra, ekki fleiri hljóm- leikar eða kvikmyndir, ekki fleiri kvöldstundir í litlu ibúðinni henn- ar, sem hann hafði leigt fyrir hana eftir að þau giftust. Ekkert meir — að minsta kosti ekki í iangan tíma — kanske aldrei. . . . En hún hafði ákveðið að vera nú ekki að hugsa um það, þegar nú rjett var komið að þvi að þau yrðu að skilja. Hann var að tala um skipið sitt, og hallaði sjer fram á matborðið og horfði eins og yfir og framhjá henni, líkt og maður sem er að hugsa um aðra konu. — Jeg vona að þetta verði „lukku- skip“ hjartað mitt; sagði hún. Hana minnti að hún hefði lesið einhvers- staðar að þannig kæmust sjómenn að orði um skip sem allt færi vel i. Hann brosti framan í liana og tók utan um hönd hennar, og hún sá á honum að þetta mundi bara vera eittlivað bókmál og að hún hefði ekki átt að nota þetta orðalag. Og allt í einu verkjaði hana í hjartað meir en nokkru sinni áður, því að henni datt í hug hvað hann væri henni ókunnugur ennþá. í þessa sex mánuði höfðu þau varla verið saman í tíu daga í allt. Henni datt í hug hvað hún þekkti hann litið, og hve mikið hún yrði að sækja i bækur um flotann og sjóliðið, og brjefin lians til þess að skilja hann betur. Hann var enn þá spánýr og galla- laus, eins og nýtt leikfang, hann var partur af henni sjálfri— ræf- ing draums, sem hún hafði átt sjer síðan hún var litil stúlka. Eitt var hún viss um þegar hann horfði á hana yfir borðið og fann hið hlýja handtak hans: Ef hann kæmi ekki aftur, þá myndi hún ekki kæra sig um annan mann. — Tom, klukkan er tíu, sagði hún Itriiiia Castagna hin fræga ítakka óperuisöngkoiia allt í einu nærri þvi kjæruleysis- lega. Hann leit snöggt á úrið sitt. — Það er ennþá tími til að taka eitt glas til. En það var ekkert varið i síðasta glasið. Þegar þjónustustúlkan hafði fært þeiin það, þau ljetu það ósnert og liorfðu bara hvort á annað, og datt ekki neitt í hug til að segja. — Jeg hefi alltaf ætlað að spyrja þig, hóf liún máls einu sinni til þess að rjúfa þögnina. Hún ætlaði að spyrja hann hversvegna hann hefði aldrei litið við þegar hann kveddi. — Hvað er það, lijartað mitt, sagði hann. En hún endaði ekki setninguna, því að henni hafði allt í einu dott- ið í hug að hún yrði að hafa eitthvað merki, og þetta var það. Áður hafði hann kysst hana og siðan gengið beint í burtu, og hún hafði bara sjeð á bakið á honum og hnakkar.n undir sjóliðshúfunni, og það hafði verið það siðasta sem liún mundi af honum, þangað til þau liittust næst. Nú skyldi hún hafa þetta til merkis. Ef hann liti ekki við þá gæti hún verið viss um að hann kæmi aftur eins og alltaf áður. En ef liann liti við.... — Hvað er það hjartað initt, spurði hann. Hún hristi höfuðið, — ekki neitt. Hann sat grafkyr nokkra stund. — jeg veit, sagði hann að síðustu, — að það er ekkert að segja. Það er aldrei neitt að segja. Hann stóð seinlega á fætur, — komdu hjartað mitt, við erum að verða of sein. 1 bílnum lagði hann handlegginn utan um hana. — Jeg elska þig Margaret, sagði hann hátíðlega. — Jeg elska þig Tómas, sagði hún samkvæmt ritualinu, en hjartað hennar var þungt eins og steinn. Á stöðinni úði og grúði af ein- kennisbúningum í tóbaksreyk. Tom setti koffortið sitt niður og tók utan um liana. — Vertu sæl elskan. Svo var hann allt í einu farinn, og nú var komið að því. Ef liann liti nú aftur.... Hjartað barðist í brjósti hennar, þar sem hún stóð við grindurnar og liorfði á eftir honum. Hánn gekk hratt í burt inn í þyrpinguna. Bak hans livarf i mannfjöldanum, og nú sá lnin ekkert nema hnakkann á honum undir livítu einkennisliúf- unni. Bráðum mundi hann hverfa lika. Hann hafði ekki litið við. Það var merkið liennar. Hann mundi koma aftur. En allt i einu fannst henni sem lijarta sitt væri að stansa. Hann stansaði þar sem hann var næstum því horfinn í mannfjöldann og sneri við höfðinu. Hann brosti til hennar og veifaði hendinni. Nei,' hrópaði hjarta hennar, um leið og hún varð gagntekin af hræðilegri angist. Hún varð að komast í gegn- um hliðið, hún varð að lilaupa á eftir lionum. Hún varð að brjótast i gegnum mannfjöldann og ná lion- um, svo að þau gætu kvaðst aftur. Bíddu hjartað mitt, bíddul lirópaði sál hennar. — Veru sæll hjartað mitt. Hún hrökk við þegar hún heyrði sína eigin rödd, og varð hálf hissa þegar hún sá, að hún hafði ekki hreyfst úr sporunum við hliðið. En nú var angistin horfin. Hún M\DAME Bruna Castagna, sem vakið hefir svo fádæma athygli fyrir söng sinn á Metropolitan Opera í New York, fæddist i Bari á Ítalíu. Bæði hún og Licia Albanese, sem einnig hefir gert garðin frægan á Metropolitan Opera, hafa báðar sungið sín fyrstu ljóð á ströndum Adriahafsins, og ekki mun þær hafa órað fyrir því þá, að þær ættu eftir að syngja í sömu óperunni. Þær þekktust ekkert þegar þær voru börn en nú eru þær miklar vinkonur og finna til gagnkvæmra tengsla, þar sem báðar eru ítalskar og báðar heimsfrægar fyrir raddir sínar. Albanese ólst upp í Bari. En Castagna fluttist burt þaðan á barns- aldri og fór með fjölskyldu sinni til Milano. í dag á hún heima i leik- húsahverfi New York, skamt frá Broadway, og heimili liennar er með algerlega ítölsku sniði. Á ein- um veggnum í dagstofu hennar hangir hið stóra málverk „La Madda- lena“ eftir Muzzioli. Og á hljom- leikaferðum sínum um Ástralíu, Nýja Sjáland, Egyptaland og Suður Ameríku hefir hún gert mikið að því að safna málverkum. Hún á nú um 250 frumgerð málverk, einkan- lega ítölsku, en einnig mikið af fræg- um frönskum . og flæmskum mynd- um. Á veggjum hennar lianga m. a. myndir eftir Corrodi, Corcos, Gelli, Sala, Delcampo, Pasini og Pagliano. í svörtum flauelskjól og með mjúkt svart hárið skift i miðju svipaði henni mjög til ítalsks málverks, er blaðamenn höfðu viðtal við liana nýlega. Maðurinn hennar, hljóm- sveitarstjórinn Albert Baccolini, er fyrstur kom með hana til Bandaríkj- anna árið 1934, sat liinumegin í stofunni. Pekinghundarnir tveir, Ping og Liu, höfðu verið reknir útir stofunni meðan gestirnir voru inni, en geltið í þeim heyrðist inn, úr næstu stofu. „Þeim geðjast ekki að söngnum mínum,“ sagði madame Castagna og hló. „Og ekki er þeim betur við kastanjetturnar minar. Jeg er ekki hjátrúafull, en mjer þykir samt vænt um þessar kastanjettur, sem jeg fjekk að gjöf hjá Paolettu, for- stjóra balletsins i Lyceo Opera i Barcelona. Hún var orðin gömul þegar jeg var að byrja. Henni var annt um mig og kendi mjer að nota kastanjetturnar, og þær nota jeg alltaf siðan með góðum árangri þegar jeg leik i Carmen. Og þær hafa dugað mjer til þessa dags án stóð ennþá við hliðið, brosti og veifaði, og merkið hafði enga þýð- ingu fyrir hana lengur. í stað þess kom sterk öryggistilfinning — miklu sterkari en nokkur hjátrúarhugmynd hefði getað gefið henni. Það gladdi liana allt í einu að hann skyldi hafa litið við. Nú hafði hún það að liugsa um — liið brosandi andlit hans, þegar hann leit til baka til hennar. Hún ljet eftir sjer að gráta svo- lítið á leiðinni heim í bílnum. Ekki mikið þó. Nú vissi hún með sjálfri sjer að hann mundi koma aftur. Madanie fíruna Castagna. þess að bila, en það er óvenjulegt, því að þær þola illa yfirleitt. Rödd'in með flauelsblæ. „Carmen er eitt af bestu hlut- verkum Madame Castagna, en þó þykir henni sjálfri allra vænst um lilutverk Ameris í „Aida“ eftir Verdi Amerikanskir söngdómarar segja rödd hennar liafa mlkla fyllingu, vera mjúka og „með flauelsblæ“. William King skrifaði um hana i „New York Sun“: í nærfellt fimm ár hefir liin dökkliærða Bruna Cast- agna verið ein af fastaliði Metrópoli- tanóperunnar, af hálfu ítala og Frakka. Þeir eru margir — og þar á meðal jeg — sem telja að Castagna sje besta Carmensöngkona sem nú er uppi, og söngur hennar sem Azu- ena og Amneris hafa unnið henni nærri þvi eins mikla aðdáun og hún nýtur sem hin blóðheita sigauna- mær Bizets.“ Madame Castagna var orðin 1C ára þegar viðurkenning fjekkst- fyr- ir því að rödd hennar var með ágæl- um, en hún söng frá þvi að lnin var sjö ára gömul og barn að aldri þekkti liún allar kunnari óperur og gat sungið hvaða lilutverk sem var. Til dæmis kunni liún allan „Bohéme" Puccinis frá upphafi til enda. Faðir hennar var kennari og eftir að hann flutti til Milano frá Bari lijelt liann lieimaskóla. Bruna Castagna langaði til þess að verða kennari, en Vittorio Fullin, mágur hennar, sem er kunur tenorsöngvari fjekk hana ofan af því og sagði að hún hefði svo góða rödd að liún ætti að læra og gerast atvinnusöng- vari. „Hann fór með mig í óperuna og Ijet mig koma fram á leiksviðinu með sjer,“ segir hún. „Jeg söng sópranlagið „Mi chiamono Mimi“ úr „Bohéme“, en sprakk á laginu og stoppaði á gólfið af reiði og von- brigðum. Mjer fellst alveg hugur þangað til hann faðir minn gat sannfært mig um, að jeg hefði kontraaltrödd en ekki sópran. Hann fór með mig til ágætis kennara í Milano, Madame Scognamiglia, og eftir það hjelt jeg áfram. Hún heyrði undir eins að jeg hafði kontraaltrödd Frh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.