Fálkinn


Fálkinn - 23.06.1944, Qupperneq 8

Fálkinn - 23.06.1944, Qupperneq 8
8 F Á L K I N N MOLLY MAULE! . ÞAÐ VAR TOBBY AÐ KENNA TTARTALA aftur í tólfta lið.... gott uppeldi.... prúð framkoma — og fallegt hátterni. .. . þetta var það, sem hver hundur óskar sjer, sem ber sæmilega virðingu fyrir sjálfum sjer! En Tobby gat ekki tjaldað neinu af þessu. Og þessvegna hafði hann rótgróna fyrirlitn- ingu á öllum og öllu, að undan- teknum þeim Metu Grant og Rudy Mason. En þau bæði tilbað hann af öllum kröftum sinnar tryggu hundssálar. Svo átti hann vitanlega ýmsa hatramma fjendur. Til þeirra töldust húsmóðir Rudy, gul- bröndótti kötturinn í næsta húsi, og kínverski hundurinn hennar ungfrú Blister. Rudy endurgalt vináttu Tohby í fullum mæli, en Meta var ekki eins hrifin af honum. Ofurást Tobbys til hennar hafði stund- um dregið dilk á eftir sjer, að það komu blettir á sumarlcjól- inn hennar undan löppnum á honum. En Meta taldi liundinn óhjákvæmilegan fylgifisk Rudy. Meta Grant rak ofurlitla verslun í einni af dýru götunum í borginni. Að vísu var þetta hliðargata og húsaleigan ekki mjög há, en þá var þetta staður, sem ýmsar af fjáðu frúnum x hænum höfðu fundið hana á, og þótti gott að fá kjóla, sem voru eins fallegir og kjólarnir í stóru tiskuverslununum. .. . en kostuðu ekki nema hálft verð móts við þar. I rauninni hafði Meta mesta yndi af starfi sínu og vitanlega gladdist hún í hvert skifti sem hún seldi kjól, en oft var gleðin ofurlitlum dropa af galli bland- in, þegar henni tókst ekki að sannfæra viðskiftavin um, að 85 kílóa frú færi betur kjóll úr svörtum kniplingum en sterk litu tafti. Eins og til dæmis þennan laugardagseftirmiðdag. Þrátt fyrir hógværð og hæversk ráð, að kjóllinn sem hún kaus nelst færi alls ekki vel við hörunds- lit hennar, sem var skrambi rauður. Lafði Blyton hafði Gordon son sinn með sjer, og þegar hún spurði: — Hefirðu nokkurntíma sjeð svona ljómandi fallegt? þá svar- aði hann samstundis: — Nei, aldrei. En hvorki Meta nje Iafði Bly- ton tóku eftir því, að hann leit alls ekki á kjólinn, lieldur horfði á ungt og fallegt andlit- ið á Metu Grant. Undir eins og lafði Blyton og sonur hennar voi’u komin út úr dyrunum fór Meta að taka til hjá sjer. Hún ætlaði að loka snemma, eins og hún var vön á laugardögum. Rudy hafði stungið upp á því að þau færu saman í skógarferð, en nú var farið að rigna, svo að liklega yrðu þær að sætta sig við að sjá kvikmynd í staðinn. Skömmu seinna kom Rudy og með honum hinn óaðskiljan- legi fylgifiskur hans, seppinn Tobby. •— Ætli jeg ætti ekki heldur að láta hann bíða fyrir utan? Hann er svo votur, sagði Rudy þrunginn af eintómri varfærni. — Nei, ekki dugar það, þvi að þá vælir hann og spangóiar og klórar málninguna á lxurð- inni minni. Hann getur legið þarna, sagði Meta.... og með „þarna“ átti hún við stóra um- búðapappírsörk, sem hafði dottið ofan af afgreiðsluborðinu 'og niður á gólfið. En það var alls ekki Tobby tilhæfis að liggja á næfurþunn- um pappír. .. . svo að þegar þau Meta og Rudy voru sem ákafast að heilsast, þá sá seppinn sjer færi að hoppa upp i hæginda- stólinn.... og það hefði ekki gert svo mikið til ef ekki hefði staðið svo á, að fíni krep-satin- kjóllinn hennar laíði Blyton hefði ekki legið þar. — Nú er jeg tilbúin rjett bráð- um, sagði Meta þegar Rudy hafð kysst hana síðasta kossinn. Jeg þarf bara að skreppa með þenn- an kjól inn í saumastofuna — það þarf að vera búið að breyta honum á mánudagsmorgunmn. Meta sneri sjer að hæginda- stólnum, þar sem hún liafði lagt dýra kjólinn varlega eins og hann væri úr kongulóarvef, en svo rak hún allt i einu upp örvæntingaróp. — Rudy, sjáðu hvað hann Tobby hefir gert. Hann hefir eyðilagt kjólinn hennar lafði Blyton. Rudy starði gapandi á kjól- inn. Meta hafði rjett að mæla, hann var eyðilagður. Þetta við- kvæma, gljáandi efni hafði ekki þolað skítugar lappirnar og hundvotan lubbann á Tobby. — Þetta er hræðilegt, stamaði hann. — Er. .. . ekki hægt að hreinsa þetta? — Hreinsa? Meta var svo ör- væntingarfull að hún gat varla komið upp nokkru orði. — Heldurðu að jeg sendi lafði Blyton hreinsaðan kjól? — Er ekki hægt að sauma nýjan? — Það er ómögulegt........... Þetta er minst tveggja daga verk að sáuma allar þessar smágerðu fellingar. ... en jeg tvö á mánudaginn. Og auk þess hefi jeg ekki meira af þessu á að skila honum fyrir klukkan efni. Æ, og jeg sem var svo glöð að hafa fengið lafði Blyton fyrir skiftavin. Hún hefði getað út- vegað mjer svo margar af vin- konum sinum. — Mjer þykir þetta skelfing leiðinlegt, Meta. — Það bætir ekkert úr skák. Og líttu nú á Tobby. Rudy leit á Tobby.... hon- um hafði verið fleygt úr hásæt- inu og nú lá liann undir borði og góndi glottandi á Metu. — Líttu á hundskrattan. Hann lætur eins og hann hafi ekkert illt af sjer gert.... i staðinn fyrir að skammast sín og vera sneyptur. — Æ, Meta, þú mátt ekki vei-a ósanngjöx-n. Eklci veit aumingja hundurinn að hann hefir eyði- lagt kjólinn. — Ósanngjörn. Er jeg ósann- sanngjörn, segir þú. Jeg ætti kanske að fara að klappa hund- kvikindinu? — Þú mátt ekki kalla hann kvikindi.... — Nei, vertu vel á verði að ekki verði gert á hluta blessaðr- ar skepnunnar. Það er þyí líkast sem jeg ætti sökina á þessu. — Það er víst best að jeg fari, úr því að þú ert í þessum ham, Meta mín. — Já, farðu bara. Því fyrr því betra. Og ef þú getur ekki komið hjer framvegis án þess að hafa hundskrattann með þjer, þá er þjer best að hætta að heimsækja mig. —- Meta; er þjer alvara? — Jú, þú getur hengt þig upp á að mjer er alvara. — Meta. — Þegiðu. Láttu mig í friði. Farðu. Rudy reikaði ofur liægt út að dyrunum.... hugsast gat að hún iðraðist orða sinna. En Meta stóð þarna og augu hennar skutu gneistum, eins og glóandi járn úr afli. .. . ekkert nema ósáttfýsin, svo að hann átti aðeins eins úrkostar: að liverfa. Og þeir voru báðir jafn lúðulakalegir Tobby og hann. "þ EGAR Rudy hafði lokað * hurðinni á eftir sjer, fór Meta að háskæla af tómri ör- væntingu. Eklci þó útaf kjóln- um. Vitanlega var það sárgræti- Iegt, þetta með kjólinn.... en þó var það ekki þess virði að hún hefði átt að láta Rudy fara frá sjeá1 svona. Hvernig gat hún látið geðsmunina hlaupa svona með sig í gönur. Hvei’s virði voru nú allir heimsins kjólar og skiftavinir á rnóti Rudy og ástum hans? I sama bili var tekið fast í lásinn. Meta fjekk hjartslátt — Það var eins og brjóstið ætlaði að springa. En hvað það var líkt Rudy að koma nú strax aftur til að sættast. Hún hefði getað grátið af von- briggðum. Þetta er alls ekki Rudy heldur Gordon Blyton. — Skejfing var jeg feginn að þjer skilduð ekki vera farnar, Jeg er nefnilega með skilaboð frá henni móður minni, sagði liann alúðlega, hún ætlaði að síma en mjer fannst betra að segja yður sjálfur hvað er í efni. . . . hún ætlaði nefnilega að afþakka kjólinn. Hún sá eftir að Iiafa valið hann og langar til þess að fá annan kjól, ef þjer ekki eruð byrjaðar að breyta þessum. Meta varð svo fegin, að hana langaði mest til þess að dansa gamaldags galoppaði um gólfið þvert og endilangt. — Það gerir ekkert til, sagði hún og ljetti. — Við erum ekki farnar að breyta kjólnum enn. — Það var einstaklega vin- gjarnlegt af yður að taka svona vel í þetta. Þjer getið líka verið viss um, að hún móðir mín kaupir af yður kjól í staðinn. En nú ætla jeg að biðja yður að sýna mjer að þjer sjeuð ekki reið, með því að koma og drekka te með mjer einhversstaðar. Meta var á báðum áttum eitt

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.