Fálkinn


Fálkinn - 23.06.1944, Qupperneq 10

Fálkinn - 23.06.1944, Qupperneq 10
10 F Á L K I N N VNCSfflf LC/CHbUKHIR Brúsi veiðir bóla Bog Regan var starfsmaður hinn- ar riðandi lögreglu í Norður-Canada og besti vinur lians var Brúsi, stóri og sterki hundurinn, sem var tals- vert líkur úlfi til að sjsj. Þegar þeir fóru í eftirlitsferðir út í strjálbýlið eða óbyggðirnar, þar sem fólk kemur ekki nema sjaldan — og ekki alltaf í sem fallegustum erindagjörðum — urðu þeir svo kunnugir, að Brúsi skildi hvert orð, sem húsbóndi hans sagði. Sá þriðji í þessum hóp var stóri Gráni, hesturinn hans Bob Regan, og oft varð Bob að orði: — Jeg held að Brúsi og Stóri Gráni skilji alveg hvor annan og geti talað saman upp á sinn máta — mjer finnst jeg oft vera svo heimskur þegar jeg skil ekki hvað þeir meina. Þeir skilja mig alltaf. en jeg er vist of treggáfaður til þess að skilja hvað þeir eru að segja mjer. Svo var það einn góðan veður- dag um vorið, þegar vöxtur var kominn í alla læki og fyrstu grein- arnar voru farnar að grænka, að Bob var sendur af stað til þess að leita uppi bófaflokk, sem hafði ráðist á bónda og rænt hann. Býlið hans var langt frá öðrum bæjufn, og eina nóttina vaknaði hann og konan hans við að liópur manna kom riðandi og ógnaði þeim til þess að afhenta sjer peninga, sem bónd- inn liafði nýlega fengið. Svo bundu þeir bóndann og konuna hans og þau gátu ekki losað sig fyrr en undir morgun og komist til lög- reglunnar. — En það eru vist litiar horfur á, að jeg fái peninganna mina nokk- urntíma aftur, sagði bóndinn þegar hann hafði sagt lögreglunni rauna- sögu sína, — jeg gat ekki einu sinni sjeð hvernig bófarnir litu út, þvi að þeir voru aliir með grímu fyrir andlitinu. Og nú eru þeir auðvitað allir á bak og burt. — Við reynum nú samt, sagði lögreglumaðurinn. — Fyrst sendum við mann heim til yðar til þess að reyna, hvort þar sjást nokkur vegs- ummerki, og síðan reynum við á annan hátt. Látið ekki hugfallast og missið ekki vonina. Þetta var nú gott og blessað, en hvorki bóndinn nje konan hans gerðu sjer mikla von um að fá peningana, þegar Bob Regan hjelt af stað frá þeim, eftir að hafa litast um þar. Að vísu hafði Brúsi, sem var sporhundur, hnusað mikið af klút, sem þeir fundu fyrir utan bæinn, og Brúsi hjelt undireins ákveðna leið, beint inn í þjettan skóg. En bóndinn hafði litla trú á, að einn hundur gæti ráðið við heilan hóp af ræningjum og föntum. Bob reið hart og elti Brúsa þang- að til þeir komu að brattri hlið, sem Gráni þorði ekki að leggja í, vegna þess hve lausagrjótið var mikið þar. Bob Regan fór þess- vegna af baki og skildi hestinn sinn eftir, en sjálfur fór hann með Brúsa upp fjallshlíðina. Þetta hefði kanske gengið vel, ef grjótlirunið í fjallinu hefði ekki verið svo mikið og steinn hefði ekki hitt Bob, svo að hann fjell í yfirlið um stund — einmitt í sama bili sem fúlmann- legur þorpari sást koma framundan stóru bjargi. — Þarna er þá lögregluskrattinn, sagði bófinn og glotti, um leið og hann gekk að Bob Regan. — Við skulum sjá fyrir þjer, peyinn. Hversvegna rjeðst Brúsi, sem ann- ars var svo einstaklega árvakur, ekki undir eins á mannfýluna, þeg- ar liann laut niður að Bob Regan og batt hann á höndum og fótum? Hundinum datt fyrst i hug að gera þetta, en svo var annað, sem honum fannst mæla á móti því. Hundurinn hafði nefnilega tekið eftir því, að bófinn var með byssu um öxl, og Brúsi vissi hversu hættulegt vopn byssan var. í stað þess að ráðast á bófann fór hundurinn í felur og læddist varlega áfram. Hann sá að bófinn bar Bob Regan inn i bjálkakofa og lagði liann þar á gólfið. — Þjer er eins gott að sýna ekki rieinn mótþróa, sagði bófinn hæði- lega og leyst böndin af Bob Regan. — Við erum lijerna tveir einir, en jeg á von á kunningjum mínum hingað í kvöld, þvi að við ættum að skifta milli okkar peningunum, sem við náðum af bóndanum, og svo skulum við sjá fyrir þjer á eftir. Það er gljúfur hjer fyrir ofan kof- ann, og þar er hægt að fela þig svo vel, að enginn finni þig til dómsdags. Með þessum orðimi fór maðurinn út úr kofanum og hallaði sjer upp að trje fyrir utan. Hann hafði auð- sjáanlega verið skilinn eftir, sem einskonar varðmaður, meðan hin- ir væru í burtu. í fjarska sá hann skugga, sem hreyfðist fram og til baka — var þetta' úlfur, eða hvað? —- Hver veit nema jeg geti eignast aukaskilding fyrir bjórinn af hon- um? Hann skaut og dýrið snaraðist liátt i loft upp. En í glugganum stóð Bob Regan og horfði á. Hann vissi að þetta nnindi vera Brúsi — skyldi nú þessi vinur hans vera dauður. Eina lijálparvonin hans. Maðurinn hló kuldahlátur og gekk til Brúsa, sem hann lijelt að væri dauður úlfur, en skildi eftir byssuna sína við trjeð. En um leið og bóf- inn beygði sig niður að dýrinu, sem hann hjelt að væri dauður úlfur, spratt lifandi liundur upp, nefni- lega Brúsi og sveif á manninn, sem varð steinliissa, og velti lionum um koll. En Brúsi beið ekki boðanna held- ur þaut eins og örskot þangað s?m byssan var, greip liana í kjaftinn Adamson fœr sínu framgengt. CopyrlgM r. I. B. öox 6 Copenhageo — S k p í 11 u r. ____i — Getifí þið ekki beðið þangað til þess að jeg er búinn að gróður- setja trjeð? og færði hana húsbónda sínum, sem stóð við gluggann. — Vel af sjer vikið, kunningi, sagði Bob Regan og þreif byssu bófans. Aldrei hefir nokkur bófi orðið eins forviða og þá, þagar fanginn sem hann hafði sjálfur tekið, tók fangavörðinn fastan. Bob neyddi manninn til þess að skila aftur stolnu peningunum og fara með honum, undir leiðsögn og gæslu Brúsa. Þeir komust niður fjallshlíðina, þar sem tóri Gráni beið, og fanginn varð að hlaupa með hestinum alla leið niður á bæinn, til rænda bóndans. — Það er ekki jeg sem á hrós skilið , sagði Bob Regan við yfir- mann sinn, þegar hann fór að hrósa Bob. — Það var Brúsi, sem veiddi bófana. Því að eftir að fyrsti bófinn hafði náðst, tókst að hremma þá alla. Bóndinn (sýnir geslinum fjárhóp- inn sinn): — Hvað giskarðu á að margt fje sje í þessum hóp? Gestur (hugsar sig um): Eittlivað nálægt fimm hundruð. Bóndi: — Alveg rjett. Hvernig gastu giskað svona rjett? Gestur: — Jeg taldi lappirnar i hópnum og deildi með fjórum. — Jeg er að hugsa um hvort jeg á ekki að gera kollinn á þessum hatti ofurlitið lœgri! Úrin eru viðkvæm. Flestir halda að það gildi alveg einu hvenær og hvernig maður dragi upp úrið sitt. En úrsmiðirnir fullyrða, að ef maður dragi upp úr- ið til hálfs, þá gangi það rjettar og slitni minna en ella. Sama er að segja um klukkurnar. Klukku með viku verki ætti helst að draga upp til liálfs tvisvar sinnum í vikm Það fer betur með hana.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.