Fálkinn


Fálkinn - 23.06.1944, Síða 11

Fálkinn - 23.06.1944, Síða 11
F Á L K I N N 11 Madame Castagna Frh. af bls. 6. bæði samkvæmt tónsviði og eins af raddblænum.“ Tæpu ári síðar, þegar hún var 17 ára, söng hún til reynslu fyrir for- stjóra Teatro Sociale í Mantúa og var ráðin til þess að syngja Marin i „Boris Godunov". Skömmu síðar rjeð Tulio Serafin hana að Coloin- leikhúsinu í Buenos Aires, en þar hefir hún oft sungið síðan. Þegar hún kom aftur til ítaliu rjeð Arturo Toscanini hana að hinu fræga Scala Opera í Milano. Þar kom hún fyrst fram undir hans stjórn. Þangað til að hún rjeðist að Metropolitan Opera í New York ár- ið 1936 söng hún á hverju ári á Scala og öðrum helstu söngleik- húsum ítaliu og fór auk þess á hverju ári til Suður-Ameríku. Óperan „L’Italiana in Algeri“ eftir Rossini var tekin til sýningar á Scala ein- göngu hennar vegna. Hún hefir sung- ið i óperum og á hljómleikum víðs- vegar um heim. „Sannir hljómlistarunnendur." „Jeg fór unaðslega ferð til Ástraliu og Nýja Sjálands," segir hún. „Við gerðum okkur ferð á heimili Nellie Melba til þess að heiðra minningu þessarar ágætu áströlsku sönglconu. Jeg minnist garðsins kringum húsið og hvíta páfagauksins, sem skrækti „Hello, darling.“ til okkar. Hvergi hefi jeg sjeð fallegri blóm en í Ástralíu og Nýja Sjálandi, livergi jafn ríkulega litauðgi. Ástralíumenn eru undursamlega góðir sönggestir. Þeir eru sannir hljómlistarunnendur og hafa yndi af óperum. Hvar sem við fórum þá hópuðust þeir á skemt- anir okkar.“ í Ástralíuferðinni lærði Bruna Castagna að spila bridge. Henni þykir líka gott að fást við hann- yrðir áður en hún fer inn á leik- sviðið, — segir að það rói taug- arnar. Hún er óróleg þangað til hún er komin í leikhúsið. En þegar liún er kominn inn i fataklefann sinn og farin að búa sig út á leiksviðið verður hún algerlega róleg. Daginn sem hún á að leika sefur hún lengi frameftir, æfir sig dálítið fyrripart- inn, borðar ljettmeti í hádegisverð og livílir sig og syngur á víxl síð- degis. Svo les liún, saumar og hefir aðra dægrastyttingu þangað til að tími er komin til þess að fara i leik- húsið. Þegar hún verður fyrir óhappi tekur hún því með jafnaðargeði. Einu sinni þegar hún var að syngja i „Norma“ á móti Giovanni Martin- eíli, hinum fræga tenorsöngvara Metropolitanóperunnar, flæktist hár- kollan hennar í einhverju glingri á búningnum hans. Hárkollan lenti aftur á linakka en hún hjelt áfram að syngja eigi að síður, jafnframt því sem hún reyndi að koma hárkoll- unni á rjettan stað aftur. Loks varð lnin að lilaupa bak við hliðartjald til l>ess að koma liárkollunni í samt lag. í annað skifti var hún gestur á Teatro Municipial i Rio de Janeiro og þá bar það við að söngvarinn, sem söng Don Jose þreif svo harka- lega um úlflið henni og hratt lienni frá sjer með svo miklum ofsa að hún snerist um öklann. Hún hjelt ðlrnmlennr sfcáldskapnr Þegar apakettir og aulabárðar ræða um skáldskap, er það tíðum ein af höfuðgreinum trúarjátningar þeirra, að skáld skuli vera frum- leg. Þar með er vafalaust meint, að þau skuli segja það, sem aldrei hefir áður sagt verið. En þegar við heyr- um þessa kröfu fram setta, þurfum við aldrei að vera í vafa um það, að blindur maður er að dæma ht. Þetta er ekki annað en aulaskapur, og einhvern rekur sennilega miiini til þess, livernig Georg Brandes húð- strýkti þann aulaskap. „Eins og ekki sje búið að segja að minsta kosti hundrað sinnum alt það, sem vert er að segja“, sagði líka Goethe. Jú, það er víst ekki efamál. En þar með er vitanlega ekki sagt, að sá sem yrkir eigi eða megi vera bergmál af öðru skáldi. Stundum bar það við — raunar ákaflega oft — að um hreint berg- mál virðist að ræða þegar atvik og aðstæður sanna að svo gelur þó ekki verið. Síðastliðinn vetur varð jeg eitt sinn sem steini lostinn er Jón Magnússon las mjer sálm eftir sex- tándu-aldar skáld íslenzkt, þvi að kafli úr honum var þvi líkastur sem hann væri þýðing á hinum fræga enska sálmi „Rock of Ages“, er þeir hafa þýtt á íslenzku sira Matthias Jochumsson og (betur) sira Lárus Halldórsson. En sá sálmur er ort- ur á átjándu öld, og það er í meðal- lagi sennilegt að höfundur hans hafi liaft islenska sálminn fyrir sjer. Fyrir nokkrum dögum var jeg að blaða i óvenjulega góðu ljóða- safni, „A Book of Russian Verse". þ. e. rússneskum Ijóðum í enskri þýðingu. Þar urðu m. a. fyrir mjer þessi erindi, eftir skáldið Lermon- toff, sem fjell í einvigi ári áður en Kristján Jónsson fæddist: When life’s oppressive hour is mine And in my heart griefs crowd, A prayer of wondrous power is mine That I repeat aloud. leiknum áfram eigi að síður, þó að hún liði sárar kvalir, og á eftir hjelt hún ófram sýningunum, í stað þess að láta setja sig i gips og leggjast á spítala. Hún syngur oft í útvarpi. Madame Castagna hefir sungið i óperum í Chicago, San Francisco, St. Louis og Cincinnati. Hún er mjög dáður gestur hafanna á milli, hvort heldur er i óperum eða í hljómleikasalnum, og oft lætur hún til sín heyra í útvarpinu. Á sama vetrinum söng hún t.d. þrisvar sinnum í útvarp með Toscanini og symfóníuhljómsveit hans, er hann stjórnar fyrir National Brodcasting Company. Einnig söng hún með lionum á hinum frægu Beethoven- hljómleikum lians. Söngkennarar í Bandaríkjunum nota plötur, er hún hefir sungið úr „Samson og Dalile“, „La Gioconda” og „Don Carlos“, til þess að kynna r.emendum sínum afburði í radd- beitingu og túlkun. Siðan styrjöldin hófst hefir hún þráfaldlega haldið hljómleika og varið ágóða þeirra til ýmsra styrktar- og líknarfyrir- tækja. Hún er orðin amerískur borg- ari og talar sæmilega ensku. Blessed is the strength that flows to me In concords of sweet sound; Past reckoning it blows to me Divine enchantment round. Doubt, like a burden, leaping then Far from the spirit flies; From words of faith and weeping then How light, how light we rise! Kvæðið nefnist Prayel- (Bæn). Ef mjer hefði verið sýnt það, og sagt að það væri þýðing á Tárinn eftir Kristján, þá liefði jeg sagt að hún væri góð, og að ekkert væri atliuga- vert við að þýða þarna „tár“ með „bæn“. Hugsunin er alveg sú sama: Guði opnuð leið, svo að hann geti komið með huggun sina. En eftir þetta getum við ekki sagt að Tárið sje „frumlegt“ kvæði! Hitt er annað mál, hvort okkur verður það ókærara þar fyrir. Sn. J. Viðureignin við „Tirpitz". Það þótli liðindum sæta er Bretum tókst að granda „Tirpilz", frægasta orustuskipi Þjóðverja, síðan „Bismarck“ sókk. Skipi þessu hafði verið lagt norðnr i Altafirði, nyrst i Noregi og breskum kafbátum og tundurbátiim ásamt norskum skipum og flugvjelum, tókst samt að granda skipinu svo mj'óg, gð talið er vist að það verði eigi til neinna stórræða hæft fyrr en að toknu þessu stríði. Bishop-fallbyMan hefir stundum verið kölluð „leynivopn Breta“ síðan farið var að nota hana, en það var fyrst i orustunni um Sikiley. Þetta er 25-pundari, og hefir verið komið fyrir á Valentínei- skriðdrekum. Drekkið Egils ávaxtadrykki

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.