Fálkinn


Fálkinn - 23.06.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 23.06.1944, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Pierre Decourelli: 6 Litlu flakkaramir hurðinni og opnaði skúffu á skattholinu. Hún tók þaðan litla öskju. Grátandi brendi hún fjölda brjefa og tveimur myndum. Hún hjelt vasaklút fyrir vitin til þess að maður hennar heyrði ekki að hún grjeti. Með harm í hjarta starði hún inn í logana og henni fannst þar fara forgörðum fyrri hluti æfi snnar. Henni fanst hún fremja sjálfsmorð, en heiðri ættarinnar var horgið. Saint-Hyrieiz var ekki órólegur vegna undirbúnings ferðarinnar síðustu nóttina, sem hann dvaldi í Frakklandi. Þegar bjarmaði af degi, sat hann enn- þá alklæddur og las sjálfsagt í hundrað- asta skifti brjef, sem var skrifað með stór- um, klunnalegum stöfum. Hann hafði fyrir löngu stafað sig fram úr því, en þó virtist hann enn ekki skilja það til fulls. Brjefið hljóðaði þannig : . „Heiðraði Saint-Hyrieiz. Jeg er heiðvirð og vel upp alin kona, þessvegna hefði kon- an yðar ekki átt að reka mig burt, eins og fleygt er frá sjer gamalli flík, jeg læt ekki bjóða mjer slíkt, þar sem hún getur ekki eins og jeg borið höfuðið hátt, það geiið þjer sjeð með því að elta hana þegar hún fer í pósthúsið til þess að sækja brjefin frá elskhuga sínum. Allt þjónustúfólkið veit þetta og gerir gys að því. Jeg hefi þann heiður að kveðja yður með virðingu, þó að þjer Ijetuð mig fara án þess að gefa mjer tækifæri til þess að hreinsa mannorð miit. Palmyre kona Crepins Þetta var auðvirðilegt brjef. En varla gat það verið uppspuni einn. Saint-Hyrieiz mundi vel eftir Palmyre. Það var herbergisþerna, sem rekin hafði verið fyrir nokkrum vikum. Þegar hún var að fara, liafði Carmen allt í einu tekið að gruna liana um græsku. Hún fór upp á herbergi hennar og ljet skoða ferðakistu hennar. Hún var troðfull af þýfi, svo sem bönd- um, hönskum, ljerefti o. fl. Saint-Hyrieiz vildi láta lögreglu fá mál- ið í hendur, en Carmen mátti ekki lieyra það nefnt. Hún leit svo á að stúlkunni væri nægilega refsað með þvi að upp um hana komst og sneypu hennar gagnvart hinu þjónustufólkinu. Hann ljet liana því fara. Þetta voru launin fyrir meinleysi hans. Hún helsærði hjarta hans. Það var til einskis að efast. Hann þurfti ekki annað en að veita henni eftirför til þess að fá sannanir í hendurnar. Nú átti Carmen aðeins eftir að vera einn dag í París færi hún þá til fundar við hann. Sennilega hafði hún þegar kvatt hann. Var ekki betra að þegja og láta sem ekkert væri. Ef kona hans væri honum ótrú, færi hann frá henni og sæi hana aldrei framar. Það stóð í brjefinu að þjónustufólkið gerði gys að lionum. Hann varð rauður af reiði. Þá rauf hvell hringing næturkyrðina. Það var hringt þrisvar. Dyravörðurinn var lengi að nudda stýrurnar úr augunum. Fyrir utan var sagt: — Flýttu þjer leting- inn þinn. Svo heyrðist ökumaðurinn hlægja ánægjulega. Hann hefir líklega fengið ríf- lega þóknun. Nú hringdi bjallan ákaft. — Lofið mjer að komast fram úr rúminu. Hver er þetta? Hringingin liafði lieyrst upp á aðra hæð. Helena og Carmen komu samtímis út í gluggana: — Guð minn góður, sagði Carmen, jeg gæti næstum haldið. .. . — Jú, frú, kallaði dyravörðurinn um leið og liann opnaði, — þetta er herra Montlaur. — Ramon, getur það verið, hrópaði Saint-Hyrieiz og gleymdi áhyggjum sín- um. Helena gat ekki komið upp nokkru orði, tárin streymdu niður kinnar hennar, hún var náföl af geðshræringu, og ríg- hjelt sjer í gluggakarminn, hana svimaði af hamingju. Hinu fólkinu vöknaði um augun af gleði. Helena kastaði sjer í fangið á manni sínum og sagði í sífellu: — Ert þetta þú, ert þetta þú....... — Heimkoman er það besta við ferðalagið. Þau horfðu öll á Ramon. Hann var svo brúnn og hraustlegur. Hann var karl- mannlegri og augu hany sterkari en begar hann fór. — Hversvegna ljestu ekki vita að þ.ú værir væntanlegur? spurði Carmen. — Jeg gat það ekki. Við Neville vorum í verslunarferð og við bjuggumst ekki við að mál okkar kæmist strax í lag. En allt gekk eins og í sögu og Neville var ánægð- ur. Hann tók eftir þvi með hve miklum söknuði jeg liorfði á eftir skipunum sem sigldu til Evrópu. Dag nokkurn, er við vorum staddir í stórri hafnarborg sagði hann við mig: — Vinur sæll, þú ættir að bregða þjer til Frakklands. Það er besta meðalið gegn gulu veikinni. Hafir þú ekki næga peninga, stendur þjer veski mitt til boða. Jeg færi það á reikning þinn þegar jeg kem heim. Þú hefir svo oft sent skeyti um að þú kæmir, en svo hafa viðskiftin hindrað það. Nú skalt þú fara strax og senda ekki skeyti. — Þannig fór jeg af stað í mesta flýti eins og jeg stóð í þessum Panamabúningi. — Systir yðar fær því miður ekki lengi ánægjuna af návist yðar, sgaði Saint- Hyrieiz, þegar þau liöfðu áttað sig, því að þjer komið einmitt rjett í því að við erum að fara frá Frakklandi. — Eruð þið að fara? — Já, við förum með hraðlestinni í kvöld til Marseilles og stígum þar á skips- fjöl snemma á morgun. — Hvert farið þið? — Til Guyane, jeg' hefi fengið stöðu þar. — Carmen fer með yður? — Já, auðvitað, sagði Saint-Hyrieiz og hleypti brúnum, þegar hann hugsaði lil þess, sem hann nú vissi, — systir yðar var við því búin að þurfa að fylgja mjer úr landi, hvenær sem væri. — Mjer hefði aldrei dottið annað í hug' en að fylgja þjer, vinur minn, sagði Carmen, — vitanlega gerir hin skyndi- Iega heimkoma bróður míns mjer erfið- ara fyrir að fara lijeðan, en jeg veit að förinni verður ekki frestað og jeg vil bera með þjer þær hættur, sem þú kannt að verða fyrir. — Þakka þjer fyrir fói'narlund þina, kæra Carmen. Svona talar einmitt kona, sem er eins trygg og eftirlát og þú, hann varð allt i einu alvörugefin á svip. Helena og Ramon voru svo glöð yfir endurfundunum, að þau tóku ekki eftir þvi. — Segðu mjer nú eitthvað frá Fantan, sagði Ramon. — Hann er ennþá lijá ömmu sinni. Sjávarloffið hefir haft góð áhrif á heilsu hans, og hann er orðinn stálhraustur. — Það er leitt, sagði Saint-Hyrieiz, að þjer konnið ekki í gær, því að þá hefðuð þjer getað farið þangað með komi yðar, Ramon. Það lór hrollur um Helenu. Hún hafði næstum gleymt áhyggjum sinum, en nú settust þær að henni með tvöföldu afli. — Já, sagði Carmen hvatlega, því að hún sá hvað Helenu leið og treysti henni ekki til að skrökva sennilega. Maðurinn minn nefndi það við Helenu að hún færi með okkur, en hún hjelt að þjer líkaði það ekki og fór því fyrst til mömmu. Það var svei mjer heppilegt. Hvað liefðir þú sagt ef fuglinn hefði verið floginn, þegar þú komst. — Jeg játa hreiskilningslega að það hefði mjer íundist helst til tómlegt, sagði Ramon brosandi. — En hvernig líður mömmu annars, Helena. — Þakka þjer fyrir lienni líður vel, sagði Helen hikandi. —Guði sje lof, jeg varð hálf áhyggju- fullur yfir síðasta brjefinu frá henni, en það hefir sem betur fer verið ástæðu- laust. Carmen skelfdist, þegar hún leit í augu Helenu. Hún sagði því skyndilega: — Komdu með mjer, Helena, þú verður að lijálpa mjer, jeg þarf að fara til sauma- konunnar. — Ætlar þú að taka hana strax frá mjer, sagði Ramon blíðlega. — Þú mátt ekki vera svona mikill harðstjóri. Við eigum eftir að vera sam- vistum svo stutta stund, svo verðum við heldur ekki lengi. — Jæja Carmen, þá er best að við verðum samferða fyrst þú þarft út, sagði Saint-Hyrieiz. Jeg hefi vagn. Jeg þarf að koma við í utanríkismálaráðuneytinu og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.