Fálkinn


Fálkinn - 23.06.1944, Qupperneq 14

Fálkinn - 23.06.1944, Qupperneq 14
LÝÐVELDISHÁTÍÐIN. Höfum venjulega fyrirlyggjandi: Miðstöðvartæki Vatnsleiðslutæki Hreinlætistæki Byggingavörur og eldfæri Kolaeldavjelar Linoleum Filtpappi Þakpappi Vírnet Hverfisteinar Saumur allskonar Skrúfur allskonar Hurðarhúnar með skrám Lamir Smekklásar o. m. fl. Sendum gegn póstkröfu um land allt. A. Einarsson & Funk Tryggvagata 28 — Reykjavík — Sími 3982 Hnnið Rora Magasin Póslhásstræti 9. Myndir frá þjóðhátíðinni teknar 17. júní á Þingvöllum og 18. júní í Reykjavík. Þessar 50 myndir eru af öllu því helsta sem fram fór á þjóðhátíðinni. Myndirnar eru í 6x9 cm. stærð og kosta allar 50 aðeins 30. krónur. Sendum gegn póstkröfu. Verslun lans Petersen Frh. af bls. '5. það duldist engum, að sendiherra frændþjóðar vorrar í Noregi, var tekið með meiri innileik, bæði á undan ræðunni og eftir en nokkri um hinna fulltrúanna. Á eftir hon- um kom ræða sendiherra Svía, Otto Johanssons, sem einnig var flutt á prýðilega fallegri íslensku. Var ræð- an fremur stutt, en fól í sjer beina yfirlýsingu sænsku stjórnarinnar um viðurkenningu ó lýðveldi íslands. Loks mælti fulltrúi bráðabirgða- stjórnar Frakka í Alsír, Henri de Voillery. Var ræða hans flutt af miklum skörungsskap og mælsku, og svo fögru máli, að jafnvel fákunn- andi menn í frönsku gátu fylgst með. Allir þessir sendimenn höfðu fengið sjerstakt skipunarbrjef frá stjórnum sínum, um að mæta á lýð- veldishátíðinni sem ambassadorar eða sjerstakir „envoye“. Með þessum ræðum lauk hinum „opinbera“ þætti lýðveldisstofnun- arinnar. Úrkoma var mikil meðan á honum stóð. Nú varð hlje og fólk- ið leitaði til tjaldborgarinnar um sinn, þangað til hljómleikar og í- þróttir skyldu hefjast uppi á Völlum kl. 4t4. En sumir höfðu hvergi höfði sínu að að halla, nefnilega þeir sem komið höfðu um morgun- inn og ætluðu heim samdægurs. Rigningin kom liart niður á þessu fólki, svo og þeim, sem liöfðu ófull- kominn viðleguútbúnað og rann undir í tjöldunum um nóttina. En nú rættist furðanlega úr veðr- inu. Meðan á síðdegisþætti hátíð- arinnar stóð voru eiginlega ekki nema tvær skúrir, sem vert var um að tala. Var því ljett yfir þeim mikla mannfjölda, sem saman var komið á skemtistaðnum, en hann var all- miklu meiri en á sýningunum á sama stað árið 1930, og mun þarna hafa verið saman komið nær 20.000 manns. Var brekkan öll fyrir ofan pallinn alskipuð fólki alveg upp á brún, og þjett þyrping alt kringum sýningarpallinn. Lúðrasveit var á austurhorni pallsins og var þar einn- ig ræðustól og sæti handa virðuleg- ustu gestunum. Þessi þáttur hófst með þvi að próf. Alexander Johannesson, for- maður hátíðarnefndarinnar flutti skörulega ræðu. En með honum eru í nefndinni Ásgeir Ásgeirsson banka- stjóri, Einar Olgeirsson ritstjóri, Guðlaugur Rósinkraz yfirkennari og Jóhann Hafstein lögfræðingur. Þá flutti próf. Richard Beck ræðu og skilaði kveðju frá Vestur-íslending- um, en ríkisstjórnin hafði boðið honum á lýðveldishátíðina sem full- trúa þeirra. Mæltist honum með á- gætum og ræðunni var tekið með miklum fögnuði. Að lokinni i*æð- unni var leikið „Þótt þú langförull legðir“ eftir Stephan G. Stephans- son, en mannfjöldinn tók undir. Nú liófust hljómleijíarnir, sem Samband íslenskra karlakóra hafði undirbúið í tilefni af hátíðinni. Voru söngmmennirnir alls nær tvö hundr- uð og sungu undir stjórn þeirra Sigurðar Þórðarsonar, Halls Þor- leifssonar. Robert Abrahams og Jóns Halldórssonar og var sá siðastnefndi aðalsöngstjóri. Eftir hvert lag dundi við lófaklappið frá mannfjöldanum í brekkunni og umhverfis pallinn, en þó tók fyrst í hnjúkana þegar Pjetur Á. Jónsson operusöngvari söng einsöng í lagi Björgvins Guð- mundssonar, „Heyrið vella á heið- um hveri“, Varð að endurtaka Iagið og hefir hinum ágæta söngvara sjáldan tekist betur en i þetta sinn. Svo hafði verið gert ráð fyrir, að kór þessi syngi tvisvar, en vegna ýmsra ástæðna var horfið frá því og öll söngskráin sungin i einu lagi. Að öðru leyti var öll skemtiskráin haldin samkvæmt áætlun, nema hvað glímunni var frestað, sakir liess að ótækt þótti að glíma á pall- inum vegna vætu. Fór lokaþáttur Islandsglímunnar því fram í Reykja- vík á mánudagskvöldið. Næst hófst fimleikasýning 170 íþróttamanna undir stjórn Vignis Andrjessonar. Þrótt fyrir það að pallurinn væri sleipur tókst sýning þessi með svo miklum ágætum, að varla mun fegurri staðæfing nokk- urntíma hafa farið fram hjer á landi. Liðið var alt svo undur vel samæft, að varla var hægt að greina ljóð á hreyfingu eins einasta manns. Hinn landskunni sjálfstæðismaður, sem lengst æfi sinnar hefir staðið í fylkingarbrjósti þeirra, er krafist hafa afdráttarlaust sjálfstæðis ls- landi til handa, Benedikt Sveinsson fyrrum forseti, flutti nú þróttmikla ræðu, þar sem hann rakti aðal- drætti islenskrar sjálfstæðisbaráttu. Fagnaði mannfjöldinn ræðu hans með miklu lófaklappi. Síðar voru sýningar smárra úrvalsflokka karla og kvenna. Inn á milli skemtiatriðanna söng þjóðkórinn með undirleik hljóðfæra- sveitar undir stjórn Páls ísólfssonar. Mun stærri þjóðkór aldrei hafa sung- ið á landi hjer, en að vísu hlaut söngurinn að mestu leyti að fara fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem hlustuðu í útvarpinu, vegna þess að söngfólkið var svo dreift og fjarri hljóðnemanum. En þessi söngur varð til þess að ljetta viðstöddum skap og gleyma drunganum, sem regn og al- skýjað loft olli á hátíðinni. Mátti segja að fólkið kæmist i sólskinsskap þessa síðdegisstund, þrátt fyrir rign- inguna. Nú er að geta þess óvænta atburð- ar, sem mörgum mun hafa hlýjað um hjartaræturnar. Kl. -5.15 steig dr. Björn Þórðarson forsætisráð- herra í ræðustól og kvaðst hafa góð tíðindi að flytja. Hafði honum borist kveðjuskeyti frá Kristjáni kon- ungi X. þar sem hann árnar íslandi allra heilla og farsældar, og kveður það von sína, að þrátt fyrir endan- legt rof allra stjórnmálatengsla megi samvinna haldist milli íslands og hinna Norðurandaþjóðanna um ó- komna framtið. Forsætisráðherra bað viðstadda þvínæst að taka und- ir óskir sínar um frsæld konungs- fjólskyldunni til handa um ókomna framtíð og var því svarað með dynj- andi húrrahrópum en á eftir var sungið „Kong Christian stod ved höjen Mast“, með undirleik hljóm- sveitarinnar. Var þetta óvænta at- riði hið hátíðlegasta og skeyti kon- ungs vakti hrifningu aílra við- staddra. Ýmsir fóru að tínast í burtu síð- degis, en allur þorri mann fór þó ekki af hátíðarstaðnum fyrr en seint um kvöldið eða nóttina og sumir ekki fyrr en morguninn eftir. En klukkan átta efndi Alþingi til veislu í Valhöll og stjórnaði Gísli Aþingisforseti henni og sátu á sína hönd honum forsetinn og forseta- frúin, Georgie Björnsson. Var fram- reidd súpa, silungur og rjúpur en ís i ábæti — allt innlendur matur og góður, og gaf það einum liinna viðstöddu þingmanna tækifæri til þess að skjóta fram vísu, þar sem han8 gat þess, að allt það sem á borðum var, fengist i sínu kjördæmi. Þetta mátti til sanns vegar færa livað matinn snertir, en einnig voru vín framreidd, bæði hvítvín, slierry og koníak, en varla mun það liafa verið bruggað í kjördæmi hins hag- orða þingmanns. Ræður voru engar haldnar yfir borðum, en hver not- aði málbeinið hið hesta í sínu um- hverfi og var kliður mikill i saln- um og ágæt „stemning“. Var hófinu slitið um klukkan ellefu og síðan haldið til Reykjavikur, og hjeldu þingmenn fund er þangað kom. En áður hafði ríkisstjórn sent konungi þakkarskeyti fyrir liina hlýju kveðju hans. Hjer hefir verið stiklað á því helsta, sem gerðist þennan dag, en vegna þrengsla í blaðinu hefir orðr ið að fara mjög fljótt yfir sögu. En frásögn af Reykjavíkurhátíðinni verður að bíða næsta blaðs.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.