Fálkinn - 08.12.1944, Blaðsíða 1
Goðafoss í klakaböndum
Margir íslenskir fossar cru hærri cn Goðafoss og vatnsmeiri. En fáir eru svipfegurri og bjartaii yfirlitum en hann. Mörg
ykkar hafa vafalaust komið að Goðafossi að sumarlagi, þcgar sólargeislarnir Ijeku sjer í úða hans og regnboginn titraði
yfir brúninni. Fáum kemur þá til hugar, að nokkuð jarðneskt afl geti fjötrað þenna frjálsa ,risa. En þó er það svo, að
Vetur konungur getur lagt Goðafoss í bönd og breytt straumi hans í grýlukerti. Þá er risinn gneypur og hljóður.
— Hjer sjáið þið Goðafoss i klakaböndum, í fjötrum Vetrar konungs. ískyggilegir hellar gína við sjónum, og mönnum
fljúga í hug hálfgleymdar sögur um fossbúa og tröllkonur undir brynju fossins. Jafnvel hinn sumarfagri Goðafoss getur
brugðið upp slíkri yglibrún, þegar sá gállinn er á honum. Ljósmynd: Eðvard Sigurgeirsson.