Fálkinn


Fálkinn - 08.12.1944, Blaðsíða 16

Fálkinn - 08.12.1944, Blaðsíða 16
10 F A L K 1 N M ALFRÆÐABOKIN ENCYCLOPÆDIA ISLANDICA ÞatS hefir verið myndað sjerstakt fjelag, Fjölsvinnsútgáfau, til þess að hrinda þesu fyrirtæki í framkvæmd. Fyllið út eyðu- blaðið og sendið áskrift til: Fjölsvinnsútgáfan, c/o Eiríkur Kristinsson, cand. mag.. P. O. Box 182, Reykjavík. Hjer að neðan eru taldir þeir, sem þegar hafa lofað að vinna að útgáfunni. Allir hafa heyrt talað um hinar míklu, erlendu alfræðahækur, til dæmis Salmonsens Konversation Leksikon eða Encyclopædia Britanica. Þær þykja slíkir kjörgripir, að þær eru einatt hafðar til heiðursgjafa. Hver, s,em á al- fræðabók, og lærir að nota hana, telnr sjer ómissandi að hafahana jafnan handbæra. En það er óviðunandi fyrir smærri þjóð að nota alfræðabók stærri þjóðar. — í Salomonsens er miklu meira um Breta en í Encyclo- pædia Britannica um Dani. Útlendar alfræðabækur eru ekki einungis óhentugar fyrir almenning á íslandi vegna málsins, heldur af þvi, að j þeim ei»-of iítið um íslensk efni. Alfræðabók þarf því fremur að sem.ja við hæfi hverrar þjóðar sem þjóðin er fámennari og henni er minni gauni- ur gefin erlendis. Þetta vita íslendingar. Lengi hefir verið rætt um þörf alfræðabókar og því meir sem þjóðinni hefir heldur vaxið fiskur um hrygg. Nauðsyn- in vex með ári hverju. Þekkingarkröfurnar til allra manna i öllum stjettum verða meiri og meiri. Heimurinn s-tækkar vegna fjölbreyttari rannsókna og kunnáttu, smækkar fyrir meiri samgöngur, færist nær oss. Vjer neyð- umst til þess að vera heimsborgarar, svo að oss dagi ekki uppi, en þurf- um líka að vita miklu meira um ísland og íslendinga til þess að glatast ekki sem sjátfstæð menningarþjóð. íslensk alfræðabók yrði hjálp til hvors tveggja: að þjóðin kyntist umheiminum og vissi um leið betur til sjálfrar sin. Nokkrir áhugamenn liafa bundist samtökum um að gera tilraun upp á eigin spýtur, án opinbers styrks eða stuðnings. Gerð hefir verið áætl- un um kostnað og efni, fengin loforð um stuðning margra ágætra manna í ýmsum fræðigreinum. Þetta er kleift, ef þjóðin vili, ef nauðsynleg ta!a áskrifenda fæst. Annars ékki. ífner áskrifandi er ekki aðeins að óska þess sjátfur að eignast íslenska alfræðabák. liann er að gera sitt lil, að þjóðin eignist slíka bók. Þetta er einskonar þjóðaratkvœðagrciðsla, þjóðarpróf. Alfræðabókin verður tólf bindi, hvert 500 blaðsíður, hver blaðsíða að leturmergð eins og tvær Skírniss'íður, alls 6000 blaðsíður, samsvarandi 12000 Skírnisíðum. í henni verður um 2000 myndir í texta og litprentað- ar myndir og landakort á sjersökum blöðum að auki. Efninu verður rað- að eftir stafrófsröð uppsláttarorða. Þetta á áð vera fjölskrúðug fræðibók fyrir hvern íslending, fjársjóður fyrir börn og unglinga, handbók fyrir hina lærðustu menn utan fræðigreina þeirra, — lykill að almennri sjálf- menntun, leiðbeining til sjermenntunar. — Hún á að kynna íslendingum umheiminn og bæði þeim og erlendum fræðimönnum ísland og íslend- inga. Hún mun verða vitni um, að íslendingar sjeu menntaþjóð, en samt framar öllu tryggja það, að þeir verði menntaðri þjóð. Þetta verður dýr bók, enda stærsta rit, sem hefir verið ráðist í að gera á íslandi á svo skömmum tíma. Iivert bindi mun kosta óbundið 80 krónur i sterku ljereftsbandi 100 krónur, í vönduðu skinnbandi 120 krónur. — Allir munu sjá, að 80 krónur fyrir 1000 Skirnissiður með myndum er tangt fyrir neðan venjulegt bókaverð nú. — Verðið getur haggast lítils háttar, lækkað eða hækkað, ef miklar verðsveiflur gerast á prentkostnaði eða bókbandi. Fyrsta bindi mun koma á næsta vetri, siðan 2-3 bindi á ári, uns verkinu er lokið. Mikið kapp verður lagt á að liraða vinnu og prentun, en þó gœtt ýtrustu vandvirkni vlð livort tveggja. Áskriftir sendist sem allra fyrst. Undir tölu jmrra áskrifenda, sem gefa sig fram á næstu tveimur mánuðum, er það lcomið, hvort yfirleitt verðnr talið óhœtt að ráðast í þetta stórvirki eða allur undirbúningur þess hef- ir verið unnin fyrir gýg. Höfundar: Starfsgrein: Ágúst H. Bjarnason, prófessor, dr. phil. Heimspeki Alexander Jóhannesson, prófesor, dr. phil.Tungumál Árni G. Eylands, framkvæmdastjóri, Búskapur Arni Friðriksson, fiskifræðingur, Dýrafræði Árni Kristjánsson, píanóleikari, Tónlist Bogi Ólafsson, yfirkennari, Enskar bókm. Einar Arnórsson, hæstarjettardómari. Lögfræði Einar Jónsson, mag. art. Þýskar bókm. Eirikur Kristinsson, cand. mag. Málfræði Finnbogi Rútur Þorvaldsson, verkfr. Verkfræði Finnur Guðmundsson, dr. rer. nat. Dýrafræði Fr. de Fontenay, sendiherra, Danskar bókm. og austurl.fræði Guðm. Kjartansson, mag. scient. Tarðfræði Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri. Skógfræði Ingólfur Davíðsson, mag. scient. Jurtafræði Jóhann Briem, listmálari, Höggmyndalist Jóhann Sæmundsson, læknir, Læknisfræði Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, Veðurfræði Jón Gíslason, dr. phil. Rómv. bókm. Jón Jóhannesson, prófessor, ísl. saga Jón Magnússon, fil. kand. Sænsk. bókm. Jón Vestdal, Dr. ing. Efnafræði Jón Þorleifsson, listmálari, Málaralist Jón Þorsteinsson, íþróttakennan, fþróttir Klémens Tryggvason, hagfræðingur. Hagfræði Knútur Arngrímsson, skólastjóri, Landafræði Kristinn Ármannsson, cand. mag. Grísk. bokm. Kristján Eldjárn, mag art. Fornleifafr. Lárus Sigurbjörnsson, rith. Leiklist Magnús Jónsson, licencié és lettres. Fransk. bókm. Matthias Þórðarson, prf. þjóðminjav. fsl. fornleifafr. Ólafur Briem, mag. art. Norr. Goðafr. Ólafur Hansson, cand. mag. Sagnfræði Óskar Bjarnason, efnafræðingur, Efnafræði Pálmi Hannesson, rektor, ísl. Staðfr. Sigurbjörn Einarsson, docent, Trúarbrögð Sigurður Guðmundsson, arkitekt, Byggingarlist Sigurður Nordal, prófessor, ísl. bókm. Sigurður H. Pjetursson, gerlafræðingur. Jurtafræði Símon Jóh. Ágústsson, dr. phil. Uppeldisfr. Skúli Þórðarson, mag. art. Sagnfræði Steingrímur Þorsteinsson, dr. phil. fsl. bókm. Steinþór Sigurðsson, mag. scient. Stjörnufræði Sveinn Þórðarson, dr. rer. nat. Eðlisfræði Teresia Guðmundsson, veðurfræðingur. Norskar bókm. Þórhallur Þorgilsson, bókavörður, Rómanskar bókm Þorkell Jóhannesson, prófessor, fsl. saga Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri, Hagfræði Þórunn Hafstein, frú. Kvenl. fræði Jeg undirritaður gerist lijer með áskrifandi aö ALFRÆÐABÖKINNI Ititið óskast; 1) Óbundið. 2) Bundið í léreft. 3) Bundið í skinn Nafn: Staða: Heiinilisfang: Vinnnstaðnr: • ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦»»»»<>»»»»»<>»<><>Wo»»»»»»»»»»<>»»»»»»»»»............................

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.