Fálkinn - 08.12.1944, Blaðsíða 3
F Á L K I N N
3
William S. Key hershöfðingi
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM
Ritstjóri: Skúli Skúlason.
Framkv.sljóri: Svavar Hjaltested
Skrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6
Blaðið kemur út hvern föstudag
Allar áskriftir greiðis fyrirfram
HERBERTSprenf.
SKRADDARAÞANKAR
Þetta skrifar Jón Sigurðsson fyrir
102 árum (sjá: Jón Siffurðsson i ræðu
og riti, bls. 319):
„En það er vonandi, að mönnum
lærist smám saman að, skilja að-
ferðina frá efninu, liismið frá kjarn-
anum, og það er vist, að þetta verð-
ur því hægara, sem fleiri taka hin
almennu mál, og leiða skoðanamáta
sinn fyrir alþýðu sjónir, það verður
bæði málunum sjálfum, þeim sem um
þau hugsa og alþýðu manna að hinu
mesta gagni, og þar er eina rjetta
aðferðin til að koma sem mestu góðu
og gagnlegu til leiðar. Undir hinu
finnst mjer miuna komið, að gjöra
sjer far um að leiða oss fyrir sjón-
ir livað vjer sjeum ónýtir, nema oss
sje sýnt um ieið, hvernig vjer getum
rekið af oss ámælið og vaknað á ný
til dáðar og dugnaðar, að sýna hvað
landið sje hart og hrjóstrugt í sam-
f anburði við önnur iönd, nema sýndir
sjeu um leið fjársjóðir þeir, sem
opnir liggja fyrir oss bæði á landi
og sjá og ráð þau, sem hafa skuli
tii að ná í þá sem dýpst. Þó vjer
sjeum lítilsigldir, áræðislausir og
efnalillir nú sem stendur, þá eru
það manna dæmi, og mögulegt úr
að ráða ef menn vilja leita allra
bragða, og jeg er fyrir mitt leyti
sannfærður um, að sá kjarkur og
skynseini búi enn í íslendingum, ef
þá brestur ekki viija og áræði til
að taka til þeirra, að þeir eigi kost
á með tímanum að reisa við, og það
að noklu-u ráði. Um það sannfærir
mig þekking sú, sem jeg hefi á kost-
um landsins. og sögu þess, og á iund-
ernisfari innbúanna, og jeg er ekki
farinn að trúa'þvi enn, að nákvæm-
ari þekking á hvorutveggja muni
svifta mig þeirri sannfæringu, sem
hefir vaxið eftir j)ví sem jeg hefi
kynnt mjer það betur.
— — Það þarf meira en hjalið
tómt til að hrinda ísiandi á fætur
aftur •—• það þarf atorku og ráðdeild
og framsýni og þollyndi. — Það
þarf meira en fárra manna afl. —
Það þarf afl og dug heiliar þjóðir.
En eru þá íslendingar búnir að
missa kosti þessa, eða koma þeir
sjer ekki að að taka á þeim? Það
eru þeir, sem þeir eiga að sýna fyrst
og fremst á alþingi og undirbúningn-
um undir það.“
William S. Key hershöfðingi yfir-
maður Bandaríkjahersins hér á
landi hefir látið af herstjórn hjer
og verið kallaður til annara skyldu-
starfa í þágu Bandaríkjahersins. Er
hann á förum héðan af landi, en
mun heimsækja Bandaríkin áður en
hann tekur við hinurn nýju störf-
um sínum.
Hershöfðinginn hafði tal af reyk-
vískum blaðamönnum einn daginn
eftir heigina og skýrði þeim frá
þessu. Bað hann blaðamennina jafn
framt að skila kveðjum sínum og
þökkum til íslensku þjóðarinnar.
Kvaðst hann hafa þann tima, sem
hann hefir dvalið hjer, en það eru
18 mánuðir, lært að þykja vænt um
ísland og íslensku þjóðina og bera
mikla virðingu fyrir alhliða menn-
ingu hennar.
Hershöfðinginn ljet rojög fögur
orð falla um kynni sin af íslend-
ingum og kvaðst aidrei myndi
gleyma þeim, hvar sem hann kæmi
og hvert sem hann færi. Hann bað
blaðamennina að skila þvi að hann
vonaðist til þess, að ef íslendingar
kæmu til heimkynna hans í Okla-
homa þá heimsæktu þeir hann.
Kvaðst hann hafa ákveðið að útbúa
islenska stofu i heimili sínu og
hefði hann þegar safnað ýmsum
munum í hana. „Jeg býð ykkur í
þessa stofu ef þið komið vestur
og þá skulum við ræða í næði um
gamla daga.“
S. 11. Kampmann, lyfsali í Hafnar-
firði, verðu 60 ára 13. des.
Gisli Gislason, matsveinn, Ásvalla-
götu 55, veröur 40 ára 12. des.
Hersliöfðinginn kvaðst hafa farið
víða um landið í bifreiðum, yfir
landið i flugvjelum og umhverfis
það á skipum. Hann kvaðst þvi nú
orðið þekkja það tiitölulega vel.
Fyrsta sinn, er hann sá það út um
glugga á flugvjel, leit hann yfir jök-
ulauðnir og það fór h’rollur um
hann. Er hann lenti á flugvellinum
var klukkan um 7 að kvöldi og alt
var baðað i sól. Hann undraðist
þetta og spurði til kverskonar heima
hann væri kominn. Hann kvaðst
ekki liafa þekt ísland nema að litlu
leyti áður en hann kom. „En nú
þekki jeg þetta land og þessa þjóð
og dáist að hvorutveggju,“ sagði
hershöfðinginn.
Hersliöfðinginn kvað það verða
síðasta verk sitt að ganga frá áætl-
unum um sölu gagna hersins að
styrjöldinni lokinni til íslensku rík-
isstjórnarinnar. Sagðist hann vona
að samkomuleg gæti náðst milli
beggja aðila á grundvelli þesarar
áætlunar. Um leið og hershöfðing-
inn kvaddi blaðamennina sagðist
hann ekki mega gleyma þvi að láta
i ljós hrifni sína yfir fegurð is-
lenskrar náttúru.
William S. Key er mikill vexti,
sterklegur maður og traustur á að
líta. Hann hefir aflað sjer mikilla
vinsælda hér á landi og oft sýnt
vináttu sina til íslensku þjóðarinn-
ar. Hann hefir haft erfitt starf með
höndum að vera yfirmaður erlends
Jens Eyjólfsson, byggingameistari,
varð 65 ára 3. des.
I------------i-----------
Lítill strákur bað föður sinn um
peninga til að kaupa kanínu fyrir,
og af þvi að honum þótti vænt um,
að drengurinn sýndi áhuga fyrir
kvikfjárrækt, gaf hann honum pen-
inganna. En börnin voru mörg, og
nú komu hin, hvert af öðru, og báou
um peninga fyrir lcanínu og fengu
þá. Fjölskyldan var i sveit, en faðir-
inn kom þangað á liverjum sunnu-
degi. Nú vildi hann sjá kaninurnar,
en börnin gátu ekki sýnt nema eina.
Spurði hann þá, til hvers þau hefðu
notað peningana, en öll sögðust þau
hafa keypt fyrir þá kanínu. — En
við keyptum sömu kaninuna hvert
af öðru! bættu þau við.
setuliðs i landi, sem aldrei hefir
haft neitt af hermönnum að segja.
En glæsileg framkoma hershöfðingj-
ans og vináttuþel hans til þjóðarinn-
ar hefur þurkað út margar andstæð-
ur, svo að báðir hafa getað vel un-
að við úrslit mála.
Hinn nýji hershöfðingi heitir
Early Duncan. Hefir hann verið 28
ár i hernum, verið yfirmaður flug-
liðsins hjer, en hingað kom hann
3. júní síðast liðinn.
Frú Sigriður Pálsdóttir, Smáragötu
4, verður 80 ára 9. de<s.
Tveir Skotar voru í fjallgöngu í
Sviss. Hrapaði annar þeirra frain
af hengju. Hinn lagðist á magann,
slcreið varlega1 fram að brúninni og
gægðist niður. Þar hjekk hinn (á
höndunum á snös.
— Hvernig líður þjer? sagði sá
sem uppi var.
— Bölvanlega. Hlauptu til bæja og
fáðu kaðal, jeg ætla að reyna að
hanga á meðan. En flýttu þjer i
guðs bænum.
Skotkin tók til fótanna og fór.
Svo leið hálftími. Þá stakk hann
hausnum fram yfir brúnina aftur.
—: Fjekkstu vaðinn? spurði sá
hangandi hendi, aðfram kominn.
— Nei, svaraði hinn, — heldurðu
ekki að þeir hafi heimtað tvo shill-
inga fyrir hann?
\